Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 12
12 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ustu eða einhvers konar vinnu undir
ströngu eftirliti. Með því móti væri
ungum afbrotamönnum send skýrari
skilboð um hvaða gildi ríktu í sam-
félaginu um leið og reynt væri að
hjálpa þeim að komast á réttu braut-
ina.“
Hörður Jóhannesson sagði alveg
spurningu hvort rétta leiðin gagn-
vart ungum afbrotamönnum væri að
seinka fangelsisafplánun, t.d. með
skilorðsdómum eða ákærufrestun.
„Eins í málum fullorðinna væri auð-
vitað ákjósanlegast að geta gengið í
að afgreiða hvert afbrot fyrir sig um
leið. Vandamálið í tengslum við af-
brot ungra glæpamanna felst í því
hversu slæmt er að loka ungt fólk
inni með forhertum glæpamönnum.
Ég veit ekki hvort við þurfum endi-
lega á barnafangelsi að halda í venju-
legri merkingu þess orðs. Aftur á
móti er alveg öruggt að við þyrftum
að eiga kost á því að halda ungum af-
brotamönnum sér og veita þeim eins
góðan stuðning og hugsast getur til
að losna við vímuefnafíknina og kom-
ast aftur inn í samfélagið. Því miður
verður að segjast eins og er að ef
fíkniefnaneytanda tekst ekki að
losna undan fíkninni meðan hann er
enn ungur eru miklar líkur á því að
hann muni halda áfram neyslu og
leiðast út í afbrot og enda sem sí-
brotamaður.“
Mikilvægt að missa
ekki sjónar á markmiðinu
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra minnti á að í samkomulagi
milli Fangelsismálastofnunar og
Barnaverndarstofu væri því lýst yfir
að stefnt væri að því að fangar yngri
en 18 ára yrðu að jafnaði vistaðir á
meðferðarheimili þar sem fram færi
sérhæfð meðferð, enda væri slíkt tal-
ið unga fólkinu fyrir bestu. „Sam-
komulagið, sem var í upphafi til
reynslu í 1 ár, er komið til fullra
framkvæmda og þegar hafa margir
ungir fangar verið vistaðir á með-
ferðarheimilum á vegum barna-
verndaryfirvalda,“ sagði hún og
minnti á að á slíkum meðferðarheim-
ilum væri jafnan unnt að veita betri
kennslu, iðju og umönnun við hæfi
ungmenna en unnt væri í fangelsum.
„Við endurnýjun á þessu samkomu-
lagi var bætt við þeim möguleika að
vista ungmenni sem úrskurðuð hafa
verið í gæsluvarðhald á meðferðar-
heimilum á vegum Barnaverndar-
stofu, að höfðu samráði við rann-
sóknaraðila máls.“
Sólveig sagði að enn fremur hefðu
fangelsismálayfirvöld leitast við að
vista unga fanga í uppbyggilegu um-
hverfi hálfopins fangelsis að Kvía-
bryggju á undanförnum tíu árum.
„Að öðru leyti er nokkrum vand-
kvæðum bundið að hafa unga fanga
sér í deild eða byggja upp sérstakt
ungmennafangelsi. Fjöldi ungra
fanga, þ.e. fanga á aldrinum 16 til 20
ára, er um og undir 10% af heild-
arfjölda fanga er ljúka afplánun ár
hvert. Því eru frekar fáir svo ungir
einstaklingar að afplána fangelsis-
refsingu hverju sinni og afar óheppi-
legt er að hópa þeim saman á eina
deild, oft óstýrilátustu og erfiðustu
föngunum, og sömuleiðis eru vand-
kvæði á að veita þeim sérstaka end-
urhæfingaraðstöðu eða meðferð. Á
slíkri deild þyrfti að leggja ofur-
áherslu á að gæta öryggis, halda aga
og koma í veg fyrir fíkniefnasmygl
inn. Varðandi þátttöku ungra fanga í
skólagöngu og tómstundastarfi gilda
sömu reglur og um aðra fanga. Þeir
hafa oft náð góðum árangri, til dæm-
is í skóla, og hafa tækifæri til að
vinna og er kennd reglusemi.
Það er mat mitt að leggja beri
meðferðarstefnu til grundvallar til
fullnustu refsinga þar sem ungir af-
brotamenn eiga í hlut. Mikilvægt er
að missa ekki sjónar á því hver eru
markmiðin með refsingu ungs af-
brotamanns og að meðferð sé lík-
legri til að endurhæfa hann heldur
en ef beitt væri fullri refsiábyrgð.“
Eðlilegt tillit tekið til sérstöðu
ungmenna í nýju fangelsi
Sólveig sagði byggingu nýs fang-
elsis á höfuðborgarsvæðinu eitt af
stefnumálum sínum. „Þar er m.a.
ætlunin að fram fari móttaka og
greining á þörfum fanga, þ.á m.
ungra afbrotamanna. Þó svo að ekki
sé gert ráð fyrir að þar verði sérstök
ungmennadeild þarf að gera hús-
næðið og aðstöðuna þannig úr garði
að unnt sé að taka eðlilegt tillit til
sérstöðu ungmenna þannig að vist-
unin valdi sem minnstri röskun og
skaða á högum ungmenna.“
Sólveig minnir á að brotamenn á
aldrinum 15–18 ára séu sakhæfir en
engu að síður ósjálfráða. „Þeir eru í
senn skjólstæðingar refsivörsluyfir-
valda, dómstóla, barnaverndaryfir-
valda og foreldra sinna. Ef rétt er á
málum haldið er það von mín og trú
að með samstilltri og góðri samvinnu
milli þessara aðila megi ná þeim upp-
byggingar- og meðferðarmarkmið-
um sem að er stefnt og að jafnframt
verði staðinn vörður um réttindi
þeirra barna og ungmenna sem eiga
í hlut. Ég tel að það sé mjög mik-
ilvægt að vinna í málum ungra af-
brotamanna og það skipti miklu máli
fyrir samfélagið í heild.“
Síbrotamenn og samfélagið
Morgunblaðið/Arnaldur
Ferill síbrotamanns getur orðið langur — spannað ár og jafnvel áratugi.
HANN vindur sér inn úr dyrunum.Með brúnan lubba, tindrandi augu,íþróttamannslega vaxinn fellurhann auðveldlega inn í hópinn á
kaffihúsinu. Ekkert í fari hans gefur til kynna
vafasama fortíð. Nema hugsanlega lítið eitt
flóttalegt augnaráð. Röddin er styrk og hug-
urinn einbeittur þegar hann byrjar að segja
frá nær 20 ára óslitnum sakaferli sínum – allt
frá því að hann var 8 ára gutti í einu af út-
hverfum Reykjavíkur.
„Fjölskyldan flutti sig um set þegar ég var
sex ára. Ekki leið á löngu þar til ég var farinn
að fremja alls konar skemmdarverk í nýja
hverfinu, t.d. var ég 8 ára tekinn fyrir að brjóta
bílrúður á bílum á bílaplani fyrir framan eina
blokkina. Ég var fljótt orðinn svokallaður góð-
kunningi lögreglunnar. Við vorum yfirleitt
saman þrír til fjórir strákar þó að ég væri ekki
alltaf með sömu strákunum. Mömmurnar voru
fljótar að átta sig á því að ég hefði slæm áhrif á
syni þeirra og bönnuðu þeim að umgangast
mig.“
Aðeins nafn á prófblaðinu
„Pabbi og mamma skildu þegar ég var tólf
ára. Ég held samt ekki að skilnaðurinn hafi
valdið því að ég leiddist út í afbrot. Miklu frek-
ar að félagsskapurinn og spennufíknin hafi
valdið því að ég fór að brjóta af mér og fremja
sífellt alvarlegri glæpi, þjófnaði úr búðum,
ávísanafals, landa- og síðar fíkniefnasölu. Ég
braust nokkrum sinnum inn í fyrirtæki en
aldrei inn á heimili. Ef frá eru taldar tvær eða
þrjár kærur vegna slagsmála var ég ekki í of-
beldi.
Eftir skilnaðinn réð mamma ekkert við mig
– skólinn ekki heldur. Venjulega var ég tvisvar
til þrisvar sinnum í viku hjá skólastjóranum. Á
endanum var ákveðið að senda mig á upptöku-
heimili. Ég róaðist aðeins við dvölina þar. Síð-
an fór allt aftur í sama farið. Í samræmdu
prófunum skrifaði ég bara nafnið mitt framan
á prófblaðið og gekk út. Á svipuðum tíma fékk
pabbi forræði yfir mér og ég fluttist til hans í
smátíma áður en ég lenti alveg á götunni. Ég
svaf inni í bílum, stigagöngum og hjá kunn-
ingjum og sá fyrir mér með afbrotum.“
Fimm sinnum í fangelsi á sjö árum
„Ég hugsaði raunverulega aldrei út í hvað
ég væri að gera öðrum. Spennufíknin réð ferð-
inni til að byrja með. Hvort lögreglan myndi
ná mér eða ekki. Með tímanum urðu afbrotin
að eins konar lífsstíl því að ég þekkti ekki ann-
að.
Þessum heimi fylgdi bæði áfengis- og fíkni-
efnaneysla. Ég fór á fyrsta fylliríið mitt 11 ára
gamall og hélt síðan áfram að fikra mig áfram í
önnur efni, sniffaði bensín og gas, tók inn sjó-
veikitöflur, stuð, spítt, kók og sýru svo eitt-
hvað sé nefnt.
Að lenda í fyrsta skipti í fangelsi 18 ára gam-
all var ekkert sérstaklega mikið áfall fyrir mig
enda hafði ég vitað frá því að ég var 11 ára að
ég myndi á endanum lenda í steininum. Mér
fannst ekkert sérstaklega slæmt að vera í
fangelsinu og þar hitti ég fullt af gömlum
kunningjum mínum. Eiginlega var miklu
meira áfall að hætta með kærustunni á þessum
tíma. Ég sat inni í þrjá mánuði og var síðan
hleypt út til að fara aftur sama hringinn.
Næstu sjö árin tók ég út fimm fangelsisdóma,
þann lengsta í fjórtán mánuði vegna nokkurra
brota.“
„… að ná sér upp eða drepast“
„Ég man ekki eftir að neitt sérstakt hafi
valdið því að ég ákvað að ná mér upp úr þessu
lífsmynstri. Í hreinskilni sagt var ég nátt-
úrlega á ákveðnu tímabili komin alveg á botn-
inn. Á þeim tímapunkti var annað hvort að
reyna að ná sér upp eða drepast. Þróunin varð
hægt og rólega. Lengri tími fór að líða á milli
dóma og refsingarnar urðu vægari fyrir minni
afbrot.
Núna er orðið langt síðan ég hef setið inni.
Ég er reyndar enn með nokkurra mánaða dóm
á bakinu og býst við að taka hann út í sam-
félagsþjónustu fljótlega. Annars lifi ég heil-
brigðu lífi og neyti ekki lengur fíkniefna. Ég
fór einu sinni í eins mánaðar meðferð þegar
átti að setja mig í gæsluvarðhald en ég átti
pantað á Tindum um svipað leyti þegar ég var
16 ára. Seinna fór ég tvisvar sinnum í fimm
daga í hvort skiptið í meðferð. Hingað til hefur
mér gengið ágætlega að standast freistinguna.
Ég sæki ekki AA-fundi. Sú aðferð hentar mér
einfaldlega ekki.“
Grunnskólapróf í fangelsi
„Eftir að ég hætti í ruglinu gekk mér ágæt-
lega að fá vinnu. Vinnuveitendur mínir þekktu
fortíð mína og voru ekki að velta sér upp úr því
þó mætingin væri ekki alltaf upp á marga fiska
til að byrja með. Á meðan ég sat inni tókst mér
að ljúka grunnskólaprófi. Stundum velti ég því
fyrir mér að læra einhverja iðngrein. Hver veit
hvað gerist í framtíðinni. Ég verð einfaldlega
að líta fram á veginn og hætta að hugsa um
fortíðina.
Erfiðast finnst mér að hafa ekki haft tæki-
færi til að kynnast eldra barninu mínu. Ég var
tuttugu og eins árs og í fangelsi þegar dóttir
mín fæddist. Þó að hún sé að komast á skóla-
aldur er bara stutt síðan mamma hennar sagði
henni að stjúpi hennar væri ekki pabbi hennar
heldur ætti hún pabba annars staðar. Vonandi
eigum við eftir að fá tækifæri til að kynnast
þegar hún verður eldri. Hins vegar er ég í
ágætu sambandi við yngra barnið mitt –
tveggja ára strák. Hann veit að ég er pabbi
hans og stundum tek ég hann til mín.“
Verða að vilja hjálp
Samskipti mín við lögregluna voru afar mis-
jöfn. Sumar löggurnar voru algjörir fávitar og
komu illa fram við mig og aðra í sömu sporum.
Þeir sem voru aðeins eldri voru yfirleitt fínir
og komu vel fram við okkur – sama hvað á
dundi. Stundum kemur fyrir að ég kinka kolli
til þeirra niðri í bæ núna. Annars hefur mér
sárnað að stundum hefur lögreglan haft sam-
band við foreldra stelpna sem ég hef verið að
skjóta mér í og sagt þeim frá ferli mínum. Þá
eru dæmi um að slitnað hafi upp úr sam-
böndum. Núna bý ég með góðri stelpu en for-
eldrar hennar mega ekki vita að við erum sam-
an. Svoleiðis laumuspil getur aldrei verið gott
til lengdar.
Ég veit ekki hvaða leiðir eru bestar til að
forða börnum frá því að stunda afbrot. Sjálfur
get ég ekki kennt fjölskyldunni minni um.
Hugsanlega hefði kerfið getað hjálpað mér aft-
ur á réttan kjöl á meðan ég var enn lítill –
svona tíu til tólf ára. Afbrotamenn verða nátt-
úrlega líka að vilja láta hjálpa sér til að hægt
sé að hjálpa þeim. Árangursríkasta leiðin er
líklega að reyna að vinna með krökkunum –
svona svipað og Mummi í Götusmiðjunni hefur
verið að gera. Ef hún hefði verið til þegar ég
var unglingur er ég alveg viss um að tækja-
grúsk hefði fljótlega átt hug minn allan. Ann-
ars er ég bara feginn því að vera sloppinn og
geta litið til framtíðar. Núna skipta fjölskyldan
og nánustu vinir mínir öllu. Ég kæri mig held-
ur ekki um að vera á stöðugu flandri úti um allt
– vil helst eyða tímanum í rólegheitunum með
mínum nánustu.“
Morgunblaðið/Arnaldur
Ferill síbrotamanna hefst oft snemma. Viðmælandi Morgunblaðsins var orðinn góðkunningi lögregl-
unnar átta ára og spannar brotaferill hans 20 ár. Myndin er sviðsett.
Spennufíknin réð ferðinni
’ Ég fór á fyrsta fylliríiðmitt 11 ára gamall og hélt
síðan áfram að fikra mig
áfram í önnur efni, sniffaði
bensín og gas, tók inn sjó-
veikitöflur, stuð, spítt, kók
og sýru svo eitthvað sé
nefnt. ‘
’ Í hreinskilni sagt var égnáttúrlega á ákveðnu tíma-
bili kominn alveg á botninn.
Á þeim tímapunkti var ann-
aðhvort að reyna að ná sér
upp eða drepast. ‘