Morgunblaðið - 25.08.2002, Page 18
18 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á
SÍÐASTA þingi voru
samþykkt lög nr. 30/
2002 um rafræn við-
skipti og aðra rafræna
þjónustu sem sett eru
til að innleiða tilskipun Evrópusam-
bandsins um sama efni. Megintil-
gangur tilskipunarinnar er að
tryggja frjálst flæði rafrænnar þjón-
ustu milli aðildarríkjanna. Til þess
að það sé unnt er aðildarríkjunum
uppálagt að sjá til þess að þeir sem
bjóða fram þjónustu á Netinu og
hafa staðfestu í viðkomandi ríki fari
að lögum. Tilskipunin hefur meðal
annars að geyma mikilvægar reglur
um ábyrgð á ólögmætu efni á Netinu
sem útfærðar eru með athyglisverð-
um hætti í íslenskum lögunum.
Rafræn þjónusta er í lögunum
skilgreind sem þjónusta sem „al-
mennt er veitt gegn greiðslu, úr fjar-
lægð, með rafrænum hætti að beiðni
þjónustuþega“. Hún tekur bæði til
rafrænnar þjónustu við neytendur
og þjónustu sem veitt er á milli
þeirra sem stunda viðskipti. Þá tek-
ur tilskipunin einnig til rafrænnar
þjónustu sem veitt er án endur-
gjalds, t.d. þjónustu sem fjármögnuð
er með auglýsingum eða styrkjum.
Samkvæmt þessu taka lögin til bein-
línutengdrar sölu á vöru, upplýs-
ingagjafar sem fjármögnuð er með
auglýsingum eins og þjónustu dag-
blaða á Netinu svo fátt eitt sé nefnt.
Hins vegar falla heimasíður einstak-
linga sem birta einungis persónuleg-
ar myndir og upplýsingar ekki undir
lögin.
Almennt um ábyrgð á ólöglegu
efni sem birt er opinberlega
Reglur um ábyrgð á ólöglegu efni
sem birt er opinberlega eru mismun-
andi eftir því hvaða miðil er um að
ræða. Um ábyrgð á blöðum og tíma-
ritum gilda prentlögin frá 1956. Þau
kveða á um að nafngreindur höfund-
ur beri einn ábyrgð. Ef höfundur er
ekki nafngreindur þá er ritstjóri eða
útgefandi ábyrgur. Ef hans er ekki
getið þá er það dreifingaraðili og
loks prentsmiðjan ef allt um þrýtur.
Um útvarpsefni (hljóðvarp eða sjón-
varp) gilda sambærilegar reglur.
Ábyrgðarreglur af þessu tagi eru
stundum kenndar við Belgíu því fyr-
irkomulag af þessu tagi er talið upp-
runnið þar og fékk reyndar inni í
belgísku stjórnarskránni snemma á
19. öld. Einkenni ábyrgðarreglnanna
er að ábyrgðin er í þrepum. Fyrstur í
ábyrgðarröðinni kemur höfundur, ef
nafn hans er ekki kunnugt kemur
næstur ritstjóri, ábyrgðarmaður eða
útgefandi og svo koll af kolli. Þetta
fyrirkomulag stendur vörð um
frjálsa og óháða fjölmiðla því það
kemur í veg fyrir að utanaðkomandi
fari að grafast fyrir um hvernig til-
tekin grein eða þáttur hefur orðið til.
Ef blað kýs til dæmis að birta nafn-
lausa grein kemur ritstjórinn fram
sem ábyrgðarmaður og enginn getur
krafið hann sagna um það hver raun-
verulega skrifaði greinina. Þetta
kerfi tengist því einnig nafnleyndar-
réttinum sem er ekki síður mikil-
vægur fyrir tjáningarfrelsi í lýðræð-
isþjóðfélagi. Fyrirkomulagið hefur
ennfremur það sér til ágætis að það á
að vera auðvelt hverju sinni fyrir
þann sem telur rétt á sér brotinn að
ákveða að hverjum eigi að beina
spjótum sínum.
Hingað til hefur ekki verið ljóst
hvaða ábyrgðarreglur ættu að gilda
um Netið. Þar sem engum skráðum
reglum hefur verið fyrir að fara má
ætla að almennar reglur um bóta-
ábyrgð og refsiábyrgð gildi. Það
myndi þýða til dæmis að milliliðir
milli notanda og þess sem setur efni
á Netið gætu orðið ábyrgir sökum
hlutdeildar í því að gera ólöglegt efni
opinbert. Slíkt er að mörgu leyti
óviðunandi vegna þess að í raun hafa
milliliðirnir yfirleitt lítil áhrif á það
sem fer um veitur þeirra og tak-
markaða möguleika til að hafa eft-
irlit með því sem þar er að finna
hverju sinni. Netið er stórfenglegur
miðill í þágu tjáningarfrelsis og gæta
verður þess að íþyngja honum ekki
um of með ósveigjanlegum ábyrgð-
arreglum.
Tilskipun ESB um
rafræn viðskipti
Fyrir nokkrum árum ákvað fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
að gera tillögu að reglum sem auð-
velda myndu netviðskipti. Útkoman
varð tilskipun um rafræn viðskipti
frá árinu 2000. Þar er tekið á því með
rækilegum hætti hvaða ábyrgðar-
reglur eigi að gilda á Netinu. Þótt til-
skipunin gildi strangt til tekið ein-
ungis um rafræn viðskipti er nokkuð
ljóst að þar eru lagðar meginlínur
sem gilda munu almennt um Netið
hvort sem um viðskipti er að ræða
eða ekki.
Tilskipunin skilgreinir ekki á
nokkurn hátt hvað sé ólöglegt efni á
Netinu. Um það efni gilda almenn
landslög, bæði hegningarlög og höf-
undalög svo dæmi séu tekin. Hún
skilgreinir hins vegar hvernig eigi að
meðhöndla spurningar um ábyrgð á
ólögmætu efni.
Hvað snertir ábyrgð milligöngu-
aðila er greint á milli (a) miðlunar
gagna um fjarskiptanet, (b) sjálf-
virkrar, millistigs- og skammtíma-
geymslu gagna einkum af hálfu stað-
bundinna netþjóna þegar í hlut eiga
vinsælar og eftirsóttar vefsíður frá
fjarlægjum netþjónum og loks (c)
hýsingar gagna. Í fyrsta tilfellinu
ber milligönguaðili ekki ábyrgð ef
hann á ekki frumkvæði að miðlun-
inni, velur ekki viðtakanda og velur
hvorki né breytir þeim gögnum sem
miðlað er. Í öðru tilfellinu er hann
fyrst og fremst undanþeginn ábyrgð
ef hann breytir ekki gögnunum. Í
þriðja tilfellinu ber hann ekki ábyrgð
á þeim að því tilskildu að hann hafi
ekki vitneskju um ólögmætt athæfi
eða upplýsingar eða fjarlægi upplýs-
ingarnar eða hindri aðgang að þeim
tafarlaust að öðrum kosti.
Þá er það tekið fram í tilskipuninni
að ekki megi leggja þjónustuveitend-
um þá almennu skyldu á herðar að
fylgjast með því efni sem þeir miðla
eða hýsa.
Ábyrgð vegna hýsingar
útfærð nánar
Í tilskipuninni er tekið fram að að-
ildarríki geti með nánari útfærslu
komið á laggirnar fyrirkomulagi
varðandi hvenær eigi að fjarlægja
gögn eða hindra aðgang að þeim.
Þetta hefur verið gert í 14. grein laga
nr. 20/2002 um rafræn viðskipti hvað
snertir ábyrgð þeirra sem hýsa gögn
frá öðrum. Með hýsingu er t.d. átt
við vistun gagna, sem gerð eru að-
gengileg almenningi á Netinu, með
varanlegum hætti á netþjóni. Sem
dæmi um annars konar hýsingu má
nefna spjallrásir og aðra miðla þar
sem mögulegt er að gögn séu vistuð
beint af notanda.
Lögin mæla fyrir um mismunandi
ábyrgðarreglur eftir því hvers konar
ólögmætt efni á í hlut. Ef um barna-
klám er að ræða ber þjónustuveit-
anda að fjarlægja gögnin eða hindra
aðgang að þeim þegar í stað eftir að
hann hefur komist á snoðir um hið
ólöglega atferli. Þegar um meint
brot á höfundalögum er að ræða ber
honum að fjarlægja gögnin eða
hindra aðgang að þeim ef hann fær
formlega tilkynningu frá rétthafa. Í
öllum öðrum tilfellum er þjónustu-
veitandi ekki ábyrgur nema hann
sinni ekki lögbanni við hýsingu
gagnanna eða því að dómur hafi fall-
ið um brottfellingu þeirra.
Þetta fyrirkomulag sem valið var
við innleiðingu tilskipunarinnar hef-
ur þann kost að vera skýrt og af-
dráttarlaust. Ef ekki er um barna-
klám að ræða þarf sá sem hýsir
vefsíður fyrir aðra ekkert að aðhaf-
ast fyrr en hann fær annaðhvort
formlega tilkynningu frá rétthafa
eða vitneskju um að lögbann hafi
verið lagt eða dómur kveðinn upp.
Fullyrðingar um að hann visti um-
mæli sem séu ærumeiðandi eða
brjóti gegn friðhelgi einkalífs eða
hvers kyns aðra ólögmæta tjáningu
getur hann frá lagalegu sjónarmiði
látið sem vind um eyru þjóta á með-
an þeim er ekki fylgt eftir með lög-
bannskröfu eða dómsmáli.
Sérákvæði um höfundarrétt
Sérákvæðin um höfundarrétt eru
fyrir margra hluta sakir athyglis-
verð. Samkvæmt þeim verður hýs-
ingaraðili ábyrgur fyrir broti á höf-
undarrétti ef hann sinnir ekki
tilkynningu frá rétthafa þar sem
þess er krafist að gögn verði felld
brott eða aðgangur að þeim hindr-
aður. Reynslan hefur sýnt að tjón
vegna höfundarréttarbrota með
stafrænni tækni, þ.m.t. dreifingu á
Netinu, geta verið umtalsverð. Er
það ekki síst vegna þess hversu auð-
velt er að dreifa gögnum á Netinu og
hversu skamman tíma það tekur. Því
var talið nauðsynlegt að mæla fyrir
um að rétthafar og umboðsmenn
þeirra geti stöðvað dreifinguna með
einfaldri tilkynningu til netþjónustu-
aðila.
Ef þar væri látið staðar numið
væri auðvitað hætta á misnotkun
þessarar heimildar. Með tilliti til
tjáningarfrelsis er þess vegna ráð
fyrir því gert að hýsingaraðili til-
kynni þjónustuþega þegar í stað að
ekki sé lengur veittur aðgangur að
gögnum sem frá honum stafa. „Telji
þjónustuþegi brottfellingu eða
hindrun aðgangs að gögnum ekki
eiga við rök að styðjast er honum
unnt að krefjast þess af þjónustu-
veitanda að veittur verði aðgangur
að gögnum á ný,“ segir í lögunum.
Hýsingaraðila ber þá að tilkynna
rétthafanum um hina nýju gagntil-
kynningu og veita aðgang að gögn-
unum eftir að tvær vikur eru liðnar
nema dómsmál hafi verið höfðað í
millitíðinni.
Til þess að tryggja enn frekar að
þessi ákvæði séu ekki misnotuð segir
í lögunum að komist dómstóll að
þeirri niðurstöðu að brottnám gagna
hafi ekki verið réttmætt skuli sá sem
fram fór á brottfellingu bæta tjón
sem sá þjónustuþegi hafi orðið fyrir.
Siðareglur og notk-
unarskilmálar
Eins og gefið hefur verið til kynna
hér að ofan kveða tilskipunin og
íslensku lögin einungis á um laga-
lega ábyrgð milligönguaðila. Eftir
sem áður er þeim frjálst að setja
notendum sínum skilmála sem
ganga lengra. Þannig mætti hugsa
sér að hýsingaraðili lýsti því yfir að
hann áskildi sér rétt til að fjarlægja
efni sem stríddi að hans mati gegn
lögum eða þar sem ekki væri
nægilega tryggt að börn fengju ekki
aðgang. Má í raun segja að það væri
afar æskilegt að netþjónustuaðilar
settu sér siðareglur í þessa veru
hinum brýnu lagaákvæðum til fyll-
ingar.
Stefnumarkandi lög um ábyrgð
á ólögmætu efni á Netinu
Morgunblaðið/Sverrir
Höfundur starfar sem lögfræðingur
hjá Evrópuráðinu. Skoðanir sem
kunna að birtast í þessari grein eru á
ábyrgð höfundar. Vinsamlegast
sendið ábendingar um efni til
pall@evc.net.
Til að styrkja réttaröryggi og
traust manna til rafrænnar
þjónustu kveða lögin um raf-
ræn viðskipti á um þær lág-
marksupplýsingar sem veit-
endum þjónustunnar ber að
veita. Ef veitt er rafræn þjón-
usta á Netinu, til dæmis í
formi upplýsingamiðlunar,
skal vera unnt að nálgast eft-
irfarandi á heimasíðu veitand-
ans eða á undirliggjandi síð-
um ef ljóst er af heimasíðunni
hvar upplýsingarnar er að
finna. Helstu upplýsingar
sem þurfa að koma fram eru:
Nafn þjónustuveitanda
Heimilisfang
Kennitala
Póstfang, netfang
Virðisaukaskattsnúmer
Opinbert leyfi ef því er
að skipta
Upplýs-
inga-
skylda
Lög og réttur
eftir Pál
Þórhallsson
„Ef ekki er um barna-
klám að ræða þarf sá
sem hýsir vefsíður
fyrir aðra ekkert að
aðhafast fyrr en hann
fær annaðhvort form-
lega tilkynningu frá
rétthafa eða vitn-
eskju um að lögbann
hafi verið lagt eða
dómur kveðinn upp.“