Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 25

Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 25 KRISTJÁN Jó- hannsson tenór- söngvari hyggst standa fyrir nám- skeiði fyrir óperu- söngvara í bænum Desenzano á Ítalíu í haust. Um er að ræða nokkurs konar „masterclass“-nám- skeið fyrir 10 til 15 þátttakendur sem áætlað er að standi yfir um sex vikna bil, frá 20. október til loka nóvember. Desenzano í Brescia-héraði á Ítal- íu hefur verið heimabær Kristjáns Jóhannssonar og fjölskyldu hans um árabil. Þar stendur fyrir dyrum að koma á fót menningarstofnun sem tileinkuð verður Kristjáni en hann er jafnframt heiðursborgari í bæn- um. Það var bæjarstjórn Desenzano sem átti frumkvæðið að stofnun mið- stöðvarinnar er bera mun heitið Associazione Culturale Kristján Jó- hannsson og verður vígð eftir næstu áramót. Að sögn Kristjáns markar „masterclass“-námskeiðið upphafið að frekari starfsemi stofnunarinnar, sem hópur áhugafólks um listir og menningu vinnur að því að byggja upp. „Það er mikill áhugi fyrir upp- byggingu þessarar miðstöðvar hér í bænum og er mér mikill heiður sýndur með stofnun hennar. Bærinn hefur afhent verkefninu húsnæði í glæsilegri byggingu frá 18. öld sem heitir Villa Bruni,“ sagði Kristján þegar Morgunblaðið innti hann eftir nánari fróðleik um stofnunina og námskeiðið sem haldið verður í haust. „Um er að ræða langtíma- verkefni og höfum við ýmsar hug- myndir um hvernig nýta megi þessa menningarstofnun. En fyrsta skref- ið verður sem sagt þetta námskeið og er markmiðið með því að full- komna og fínstilla sönghæfileika. Kennslan verður tvíþætt, annars vegar í tækni og hins vegar í túlkun. Þannig munu allir fara í gegnum tækniæfingar og hljóta tilsögn í raddbeitingu og öndun en þeir sem lengra eru komnir færu nánar í túlk- unina.“ Munt þú leiðbeina sjálfur á nám- skeiðinu? „Já, það mun ég gera ásamt Matt- eo Falloni píanóleikara og Franco Ghitti tenórsöngvara. Þá verður góðvinur minn Giov- anni Andreoli, hljóm- sveitarstjóri og list- rænn ráðunautur við Teatro Grande hér í Brescia, með okkur í þessu,“ segir Krist- ján. Vill stofna um- boðsskrifstofu En hvaða framtíð- aráform eru uppi um starfsemi Stofnunar Kristjáns Jóhanns- sonar í Desenzano? „Hugmyndin er sú að hægt verði að halda um tvö námskeið á ári við stofnunina, að hausti og vori, þar sem teknir yrðu inn söngvarar hvað- anæva. Við vonumst til að geta fljót- lega bætt við kennslu í framkomu og leiklistarlegum þáttum tengdum óp- erusöng. Þá stefnum við að því að efna til söngkeppni í lok hvers nám- skeiðs sem haldin yrði undir beru lofti á aðaltorginu hér í bænum.“ Kristján hefur uppi áform um metnaðarfulla starfsemi tengda stofnuninni þegar til framtíðar er lit- ið. „Það má ímynda sér að þegar hægir um hjá mér, kannski eftir tíu ár eða svo, geti þetta orðið heils- ársakademía, þar sem starfrækt yrði ákveðin fræðslu- og miðlunar- starfsemi fyrir óperusöngvara. Mig langar til að vinna að því að koma söngvurunum á framfæri ekki síður en að þjálfa þá. Ég hef þannig hug á að stofna nokkurs konar umboðs- skrifstofu þar sem hægt yrði að veita efnilegum söngvurum ráðgjöf og skapa þeim nauðsynleg sambönd. Það vill nefnilega oft verða útundan að þessu unga fólki, sem er að leggja út í sinn feril, sé hjálpað að vega og meta þau tilboð sem það fær. Þar er nauðsynlegt að hver og einn velji þau hlutverk sem henta honum, hvað raddtegund og tónbókmenntir varðar. Fólk fer óhjákvæmilega út í það að taka öllu sem því býðst en oft getur verið skynsamlegra að sitja á sér og velja það sem hentar best. Ég held að það sé mikil þörf á starfsemi af þessu tagi, og vonast ég til þess að geta miðlað þeirri reynslu sem ég hef af óperuheiminum og greitt þannig leið ungra og efnilegra söngvara, íslenskra sem erlendra, sem eru að stíga sín fyrstu spor í þessum heimi,“ segir Kristján að lokum. Íslenskir óperusöngvarar munu hafa aðgang að mastarclass-nám- skeiðinu sem Kristján heldur í haust, og verður nánari tilhögun þess auglýst síðar. Að sögn Krist- jáns geta áhugasamir þó leitað upp- lýsinga hjá Jóhanni Friðgeiri Valdi- marssyni í síma 896-3038 eða hjá Kristjáni Jóhannssyni í tölvupóst- fanginu kiddi@tin.it. Kristján Jóhannsson efnir til námskeiðs Kristján Jóhannsson. ENSKA ER OKKAR MÁL Innritun í fullum gangi Ensku talnámskeið Einnig önnur fjölbreytt enskunámskeið Susan Taverner Hringdu í síma 588 0303 FAXAFENI 8 www.enskuskolinn.is enskuskolinn@isholf.is Julie Ingham Sandra Eaton John O’Neill Susannah Hand Joanne Rinta Kennsla í Reykjavík, Selfossi og á Akureyri Verzlunarskóli Íslands Verzlunarskóli Íslands verður settur mánudaginn 26. ágúst kl. 10.00 í hátíðarsal skólans. Verzlunarskóli Íslands, Ofanleiti 1 • Sími 590 0600 Jóga fyrir 60 ára og eldri Guðrún Egilsdóttir kennir einfaldar æfingar með mikilli áherslu á öndun og slökun. Kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10.30 í jógastöðinni Jóga hjá Guðjóni Bergmann, Ármúla 38, 3. hæð. Byrjum aftur eftir sumarfrí 3. sept. Verð: 5.900 kr. Nánari upplýsingar í síma 690 1818. og á www.gbergmann.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.