Morgunblaðið - 25.08.2002, Page 42

Morgunblaðið - 25.08.2002, Page 42
42 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EFTIR hin hörmulegu stórslys í sumar vil ég leggja til að fjölgað verði hringtorgum á hættulegum vegamótum s.s. á Landvegi og sums staðar sett líka framhjáhlaup þar sem aðstæður mundu greiða umferð og stórlega draga úr slysahættunni. Nú þarf líka að fara að þrefalda víða vegi og útbúa svæði til öruggari framúraksturs á hringveginum þar sem umferðin er mest. Fjármunir í slíkar framkvæmdir mun fljótt fækka alvarlegum slysum. Uppbyggðan hálendisveg þarf að gera sem fyrst á Sprengisandsleið af því að hann er auðveldur og hag- kvæmur fyrir alla landsbúa. Án efa sá vegur sem mest gæti sparað á landsvísu. Slysaaldan heldur áfram! Enn berast okkur fréttir af fleiri stórslysum í umferðinni þessa dag- ana. Þéttasta umferðin um verslun- armannahelgina gekk með ágætum. Ég lenti í basli með bílinn minn inni á Galtalæk. Vatnskassinn bilaði og varð næstum ónýtur. Hiti af og mikill leki á kerfinu. Varð ég því að keyra hægt og bæta vatni á eða stöðva alveg bı́linn og bíða stöku sinnum eftir kælingu. Föstudags- kvöld eftir brennuna varð ég því að flýja staðinn og halda til Hellu í rign- ingarveðrinu sem þá varð. Lögreglan hitti mig þrisvar sinn- um á þessari leið og varð ætíð vand- ræðaleg og kurteis þegar ég tjáði mín vandræði við fyrstu tvær stöðv- anir. Í þriðja skiptið fékk ég bláu ljósin á móti mér rétt áður en ég kom á brúna við Hellu. Auðvitað stöðvaði ég og lögreglubíllinn keyrði aftur fyrir minn bíl. Ég brást þannig við að ég fékk bara rosalegt hláturskast og settist þvert á sætið, opnaði dyrnar og hló og hló. Gufustrókurinn magn- aðist upp undan húddinu. Hinn kurt- eisi lögreglumaður áttaði sig strax á aðstæðum, sem ég gaf skýringu á. J-há, sagði hann og og þú verið stoppaður áður. Já, þetta er í þriðja skiptið sagði hlæjandi því hlátur- kastið stóð ennþá yfir. Jæja, vinur, hlæðu bara áfram og gangi þér vel, sagði hann. Þennan ágæta lögregluþjón bið ég afsökunar á framferði mínu sem ég gat ómögulega ráðið við undir þess- um kringumstæðum. Ég er nú einn af þessum gömlu templurum í land- inu sem kann að einhverju leyti að hafa valdið þessum húmor. Vonandi var þetta tökumet lög- gæslunnar og yfir trompaði Óla Þ. hjá umferðarráði sem að sögn var tekinn tvisvar sama dag. Meðferð peninga Ég undrast mest áformin á jarð- göng á milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar. Hvernig í ósköpunum er hægt að réttláta þá framkvæmd fjár- hagslega? Sem borinn og barnfæddur Sigl- firðingur skil ég vel óskir þeirra. Hættusvæði verða á þessari leið eins og á Ólafsfjarðarvegi. Ég er ekki bú- inn að gleyma stórviðri sem geta geisað á þessum leiðum. Þekki þau af gamalli reynslu minna yngri ára. Þetta er pólitískt samkerfisrekald sem spillir að hluta hinum einstaka Héðinsfirði sem verðugra væri að varðveita um ókomin ár. MATTHÍAS Ó. GESTSSON, Hamarstíg 2, 600 Akureyri. Umferðar- öryggismálin Frá Matthíasi Ó. Gestssyni: OFT ber það við þegar sagt er frá málefnum sem bæjarstjórnir (eða borgarstjórn) fjalla um hvort heldur er í útvarpi, sjónvarpi eða í dagblöð- um að sjaldnast er talað um að við- komandi bæjarstjórn eða bæjar- stjórnir hafi um málefnið eða málefnin fjallað, samþykkt þau eða hafnað heldur tönnlast menn í sífellu á orðinu bæjaryfirvöld. Sitt er nú hvað bæjarstjórn eða bæjaryfirvöld. Þessi orðanotkun er nánast óvið- felldin og í raun og veru ruglandi þótt kunnugir viti að oftast sé átt við viðkomandi bæjarstjórn (eða borg- arstjórnina) en ekki lögregluna, sýslumanninn eða dómstólana. Einstaklingarnir stjórna gjörðum sínum á sínum afmörkuðu básum, heimilum sínum, fyrirtækjum sínum o.s.frv. Hið sama gildir um bæjar- stjórnirnar (borgarstjórnina). Bæj- arstjórnir hafa skilgreind verkefni sem þær sinna og þeim ber að sinna, en þær eru ekki löggæsluaðilar og hafa ekki dómsvald ef til kærumála kemur, en þær geta að sjálfsögðu kært til yfirvalds eins og aðrir í sam- félaginu ef þær telja lög hafa verið brotin og þá mun yfirvaldið, dóms- valdið, úrskurða eða dæma í málinu. Hvaða skilning á þá að leggja í orðið yfirvald? Samkvæmt venju- legri skilgreiningu er það yfirboðari eða valdsmaður, sbr. orðasambandið yfirvöld og undirgefnir; sýslumaður: yfirvaldið. Stundum er talað um yf- irvöld (í fleirtölu) sem merkir þá venjulega framkvæmdavald og dómsvald á vegum ríkisins. Í reynd á þetta orð: bæjaryfirvöld engan grundvöll til að standa á og er því markleysa, enda hygg ég það ekki til í orðabókum. Þeir sem hafa dómsvald eða vinna í umboði þess eins og lögreglumenn, sem eru hinir daglegu gæslumenn laga og réttar, lögreglustjórar, sýslumenn og dómarar eru hið eig- inlega yfirvald og er þó öllum þess- um aðilum markaður bás í grundvall- arlögum landsins, stjórnarskránni. Að síðust þetta: Mér finnst það fráleitt að sniðganga í sífellu jafn- augljós og stílhrein orð eins og bæj- arstjórn eða borgarstjórn og minni á að þegar við göngum til kosninga og kjósum fulltrúa í bæjar- eða borg- arstjórn þá göngum við til bæjar- eða borgarstjórnarkosninga en hvorki til bæjaryfirvalda- né borg- aryfirvaldakosninga. SNORRI JÓNSSON, Sléttahrauni 27, Hafnarfirði. Yfirvald eða bæjarstjórn Frá Snorra Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.