Morgunblaðið - 06.09.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 06.09.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 110 860 Forvörsluátak Þjóðminjasafns Íslands Varðveisla til framtíðar ÞJÓÐMINJASAFNÍslands hefur stað-ið fyrir forvörslu- átaki í allt sumar. Þar er þjóðardýrgripum í vörslu safnsins tryggð framtíðar- varðveisla. Átakið er þrí- þætt: Forvarsla ámálaðra kirkjugripa, jarðfundinna gripa og textíla. Vinnan fer fram í vinnuhúsnæði safnsins við Vesturvör í Kópavogi. Kirkjugripirnir eru bæði af erlendum upp- runa og innlendir og hafa flestir verið í vörslu safns- ins frá því á 19. öld. Jarð- fundnir munir eru úr ýms- um uppgreftrum sem fara fram víða um land í sum- ar. Morgunblaðið ræddi við Halldóru Ásgeirsdótt- ur, forvörð hjá Þjóðminja- safni Íslands, um hvernig átakið hefur gengið í sumar. „Það hefur gengið afskaplega vel. Við höfum flest verið 10 við störf hér í safninu við forvörslu í sumar. Þess vegna hafa afköstin verið mun meiri en vanalega, þegar við erum aðeins tvær hér fastráðnar við forvörslustörf. Við gerðum áætlun um gang forvörsl- unnar í byrjun, sem hefur gengið eftir. Átakið mun standa fram að næstu áramótum, og er það fyrsti áfangi í átakinu. Fjárveitingar á næsta ári munu stjórna því hve mikið verður hægt að vinna áfram að verkefnum. Til átaksins að þessu sinni var notaður hluti af fjárveitingum til safnsins, ásamt styrk frá Landsvirkjun, sem er bakhjarl okkar, og úr minning- arsjóðum safnsins.“ – Hverjar eru ástæður þess að ákveðið var að ráðast í átakið? „Nú er unnið að undirbúningi nýrra grunnsýninga í safninu. Í því starfi gegnir forvarslan veiga- miklu hlutverki. Ákveðið var að ráðast í verkið þar sem nauðsyn- legt var að forverja fjölda gripa meðal annars ýmsa gripi sem ekki hafa verið til sýnis fyrr. Sömuleiðis þurfti að laga og hreinsa gripi sem voru áður á sýningum safnsins.“ – Hvaðan koma forverðirnir sem unnið hafa í verkinu hjá ykk- ur í sumar? „Þeir eru jafnt íslenskir sem erlendir. Við fengum til liðs við okkur nokkra íslenska forvörslu- nema sem eru við nám erlendis, einnig hafa forverðir hér heima lagt okkur lið og síðast en ekki síst fengum við liðsauka frá for- vörsludeild danska Þjóðminja- safnsins, sem var mjög gagnlegt, sérstaklega þar sem þeir hafa sérhæft sig í forvörslu kirkju- gripa og búa yfir mikilli reynslu. Einnig er mjög gefandi að vinna með erlendum starfsfélögum og kynnast fleiri hliðum á fræðun- um. Við vinnum öll saman að for- vörslunni, hver á sínu sviði.“ – Hvernig er forvörsluvinnu háttað í stuttu máli og hvaða tækni þarf til? „Forvarslan byggist á efnivið hlutanna og meðferðin fer algjör- lega eftir því. Starf forvarðar við kirkju- gripina er að festa nið- ur málninguna, sem oft hefur losnað af yfirborðinu. Sömuleiðis þarf að hreinsa ýmis óhreinindi af. Ekki er málað í á ný þrátt fyr- ir að málning hafi flagnað af. Það er stefna safna nú til dags að varðveita það sem eftir er, en ekki búa til nýtt. Áður var stefn- an að endurgera hlutinn að miklu leyti, en nú þykir eðlilegt að aldur hlutanna sjáist á þeim. Þar að auki er nú hægt að sýna á tölvu- skjá hvernig hluturinn hefur litið út í upphafi. Margir hlutir breyt- ast mikið við hreinsun, litir skýr- ast og gylling kemur í ljós.“ – Hafið þið tekið á móti munum sem fundist hafa við fornleifa- rannsóknir í sumar? „Já, við höfum tekið á móti fjölda hluta sem fundist hafa við uppgröft víða um land í sumar. Það er nauðsynlegt að hefja for- vörslu sem fyrst eftir að þeir finnast og það tryggir mun betur endingu þeirra. Tréhluti og leður þarf að meðhöndla strax, annars springur hluturinn og verpist við þornun. Við leggjum hlutina í ýmsar upplausnir og frostþurrkum suma þeirra. Járnhluti þarf stundum að leggja í upplausn og sandblása eða búa þannig um að það varðveitist. Hlutir sem koma úr jörð geta breyst mjög mikið við að vera í andrúmslofti, og þess vegna er tíminn dýrmætur. Liðsaflinn sem við höfum haft á að skipa nú í sumar hefur gert okkur kleift að sinna öllum þeim hlutum sem fundist hafa í sum- ar.“ – Þið hafið einnig unnið við að forverja textíla, ekki satt? „Jú, það er þriðji þáttur átaks- ins að þessu sinni. Stærsta verk- efnið þar er hökull frá Skálholti. Vinnan við hann hefur tekið marga mánuði, eins og við marga aðra gripi. Mikilvægur þáttur við forvörslu er að skrá niður allt sem gert er við hlutinn, til að auðvelda meðferð þessara gripa í fram- tíðinni.“ – Þarf að halda gripunum enn frekar við eftir vinnu ykkar? „Já, það þarf alltaf að fylgjast vel með gripunum. Ljós, sem skín á gripi, hita- og rakasveiflur hafa mest áhrif á hlutina, og í nýju sýningunum er þess sérstaklega gætt að þessi atriði hafi lág- marksáhrif á hlutina til þess að þeir haldist í góðu ásigkomulagi.“ Halldóra Ásgeirsdóttir  Halldóra Ásgeirsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1976 og vann í Þjóðminjasafni Íslands 1976–1979. Lauk BS-prófi í for- vörslu frá Forvörsluskólanum í Kaupmannahöfn árið 1982. Hef- ur unnið við forvörslu á Þjóð- minjasafni Íslands síðan 1983. Hún er formaður í Íslandsdeild Félags norrænna forvarða og hefur setið í stjórn kjaradeildar Félags íslenskra fræða. Halldóra Ásgeirsdóttir er gift Birki Árna- syni lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn. Forvarsla er nauðsyn á söfnum GRJÓT HRUNDI úr björgum austan við Víkurklett að- faranótt fimmtudags. Fréttaritari Morgunblaðsins í Vík tilkynnti fyrstur um grjóthrunið. Að sögn Björns Ægis Hjörleifssonar, aðstoðarvarð- stjóra Lögreglunnar í Vík, hefur rignt mikið á þessum slóðum að undanförnu sem kann að hafa átt þátt í að það hrundi úr berginu. Skammt frá þessum slóðum er golf- völlur og reiðleið en Björn segir að ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að útivistarsvæðin séu í hættu. Að sögn Björns verður fylgst með svæðinu á næst- unni. Fyrir nokkrum árum féll stór grjótskriða úr klett- inum og var hún mun stærri en sú sem féll nú, að sögn Björns. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Grjóthrun úr björgum við Vík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.