Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 11 RÁÐSTEFNA undir yfirskriftinni „Sjálfbær matvælaframleiðsla“ verður haldin á Hótel Sögu nk. miðvikudag þar sem rætt verður um mikilvægi ferðaþjónustu og framleiðslu afurða á sjálfbæran hátt og í sátt við umhverfið. Ráð- stefnan er haldin af átaksverk- efninu Áform sem staðið hefur undanfarin fjögur ár þar sem meðal annars hafa verið kannaðir markaðsmöguleikar á íslenskum afurðum erlendis á grundvelli gæða, hreinlætis og hollustu. Frummælendur á ráðstefnunni verða Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra, Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra, Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtak- anna, og Elín Berglind Viktors- dóttir, fulltrúi Ferðaþjónustu bænda. Þá munu nokkrir fulltrúar verslana og veitingahúsa í Banda- ríkjunum halda erindi en þeir eru: Roger Berkowich, forstjóri og aðaleigandi Legal Sea Foods, Mel Coleman, forstjóri Coleman Natural Beef, Laurie Rock, mark- aðsstjóri Whole Foods versl- anakeðjunnar í New York, Denn- is O’Donnel, verslunarstjóri hjá Whole Foods í Washington og Jeff Tunks, yfirmatreiðslumeist- ari hjá DC Coast í Washington. Íslenskt lambakjöt selt í 54 verslunum í Bandaríkjunum Að sögn Baldvins Jónssonar, verkefnisstjóra átaksverkefnisins Áforms, hafa verslanir Whole Foods á austurströnd Bandaríkj- anna selt íslenskar afurðir í verslunum sínum undanfarin ár. Verslanirnar leggja mikið upp úr því að koma á framfæri nafni Ís- lands sem framleiðslulands af- urða sem byggjast á sjálfbærni framleiðslunnar, gæðum og hreinleika, í öllum sínum kynn- ingum. Þá fjölgar stöðugt veit- ingastöðum sem selja íslenskar afurðir á sömu forsendum, að hans sögn. Fyrir fjórum árum var íslenskt lambakjöt selt í fjórum versl- unum vestanhafs, árið eftir var kjötið selt í 22 búðum, 33 búðum í fyrra og í ár er íslenskt kjöt selt í 54 búðum á austurströnd Bandaríkjanna, að sögn Baldvins. „Það sem tengist þessu líka er auðvitað að þessar verslanir eru að selja mikið af íslenskum fiski.“ Baldvin bendir á að ef fisk- urinn sé frá Íslandi sé það sér- staklega tilgreint á auglýs- ingatöflu yfir fiskborðinu. Þá er íslenskt vatn til sölu í sumum verslananna, íslensk bleikja og lax, bæði reyktur og ferskur. „Við horfum eiginlega á þetta sem heildræna kynningu á Íslandi inni í þessum búðum sem síðan tengist ferðaþjónustunni,“ segir Baldvin. Hann minnir á í þessu sam- bandi að Flugleiðir hafi kynnt starfsemi sína og Ísland í sömu verslunum í Bandaríkjunum ásamt öðrum fyrirtækjum sem eru þátttakendur í Iceland Nat- urally. Að sögn Baldvins eru verslanir Whole Food lúxusverslanir sem tryggja neytendum að þeir selja ekki vörur nema hafa sjálfir vott- að umhverfið sem þær koma úr. Sem dæmi, bendir hann á, að fulltrúar verslananna hafi komið hingað til lands og heimsótt bændur og verið viðstaddir sauð- burð og sláturtíð. Að sögn Bald- vins er tilgangurinn með heim- sóknum af þessu tagi að sannfærast um að hér sé stund- aður búskapur á sjálfbæran hátt sem þeir telja grundvallar- atriði til að koma í veg fyr- ir sjúkdóma og umhverfis- spillingu. „Við höfum hægt og bít- andi verið að þróa þetta samstarf okkar við þá og reynt að horfa á þetta frá þeim sjónarhóli að reyna að koma fleiri vörum inn í verslanirnar.“ Í athugun að flytja út fleiri mjólkurafurðir „Það er alltaf verið að fjölga vörutegundum og enn erum við að skoða möguleikana á að flytja út osta og jafnvel einhverjar mjólkurafurðir.“ Baldvin nefnir að fulltrú- ar verslana og veit- ingastaða sem hingað hafa komið hafi heillast mjög af því að hér á landi er stund- aður sjávarútvegur á grundvelli fiskveiðistjórn- unarkerfis og telja nauð- synlegt að allur sjávar- útvegur í heiminum sé stundaður með samskonar hætti. „Þeir hafa líka litið svo á að þessi sjálfbæri landbún- aður sem stundaður er á Íslandi og felst í blönduðum búskap í dreifbýli, sé kannski lausnin á því að koma í veg fyrir sjúkdóma með því að geta rakið uppruna dýranna til bóndans,“ segir Bald- vin. Hann bendir á að það sem rætt hafi verið um á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í Jóhann- esarborg um sjálfbæra þróun séu Íslendingar í raun nú þegar að framkvæma. Baldvin ítrekar að bandarískar verslanir vilji gjarn- an rækta gott samband við bænd- ur hér á landi. Þeir hafi sýnt því áhuga að senda hingað kaupmenn sem standa bak við búðarborðið og ræða um Ísland, íslenskar vörur og íslenska framleiðslu- hætti. Fara í göngur í Þjórsárdal og draga í dilka Um tuttugu manna hópur er væntanlegur á ráðstefnuna, bæði frá verslununum og veitinga- húsum sem hafa áhuga á að hafa íslenskan mat á matseðli sínum. Að sögn Baldvins mun hópurinn meðal annars fara í göngur í Þjórsárdalinn og upplifa með bændum hvernig þeir reka fé af fjalli og sjá með eigin augum hvaðan gripirnir koma. Þá munu þeir fara í réttir og draga í dilka með bændum og upplifa íslenska bóndann í íslensku umhverfi, að hans sögn. Einnig munu banda- rískir kjötkaupmenn skoða nýja framleiðslulínu sem Marel hefur sett upp fyrir Norðlenska ehf. á Húsavík. Baldvin nefnir að bandarísku fulltrúarnir telji einnig afar mik- ilvægt að íslenskir bændur komi vestur, jafnvel næsta haust, og upplifi það hvernig Bandaríkja- menn selja vörurnar þeirra. „Þeir hafa óbilandi trú á því að hægt og bítandi muni fleiri kom- ast upp á lag með að borða ís- lenskt kjöt, af því það kemur úr þessu umhverfi. En varan er náttúrlega alveg ný og við erum kannski núna komnir á alvöru byrjunarreit. Það er búið að sannfæra menn um að kjötið sé gott og það hafa ekki orðin nein mistök í fram- leiðslunni hjá Norðlenska ehf. sem hafa staðið sig afar vel,“ seg- ir Baldvin. Hann bætir við að á undan- förnum tveimur árum sé búið að halda nokkuð góðum stöðugleika í framleiðslunni sem hafi tryggt gott viðskiptaumhverfi og sam- bönd á milli íslenskra bænda og kaupmannanna. Baldvin undirstrikar að lamba- kjötið sé hins vegar árstíðabund- in vara sem og í því sé fólginn ákveðinn galli í tengslum við sölu á kjötinu. „Eftir því sem okkur tekst að auka eftirspurn eftir vörunni má alveg búast við því líka að með því að lengja sláturtímann og sölutímabilið eigi menn að fara hægt í sakirnar. Við erum með nýja vöru á markaðnum þar sem er fyrir gnægð matvæla og það er gríðarleg samkeppni á þessu sviði, sem eðlilegt er,“ segir Baldvin. Hann ítrekar að þótt enn vanti upp á að framleiðsla afurða hér á landi sé full- komlega sjálfbær hafi rík- isstjórnin markað mjög metnaðarfulla stefnu í því sambandi. „Staða okkar lands í dag er svo miklu betri en flestra annarra ríkja sem byggist auðvitað á því að hér eru menn að nýta raf- orku og hitaorku til upp- hitunar húsa, svo dæmi sé nefnt.“ Átaksverkefninu lýkur um næstu áramót Átaksverkefninu Áform lýkur formlega um næstu áramót en í athugun er með hvaða hætti verkefn- inu verði hugsanlega fram haldið. „Það sem við höfum ver- ið að leggja mesta áherslu á á undanförnum árum er að reyna að finna það út hver sé samkeppnisstaða okkar. Hvaða möguleika og tækifæri sjáum við fram- undan. Þá höfum við líka látið fara fram og styrkt mjög ötullega líf- ræna ræktun og reynt að láta gera jarðvegsrannsóknir á Ís- landi og gera samanburð á meng- un í íslenskum matvælum, jarð- vegi og vatni við erlend matvæli, jarðveg og vatn. Á grundvelli þeirra upplýsinga erum við kannski að koma þeim skilaboðum til annarra þjóða að það sé tiltölulega gott að kaupa íslenskar vörur vegna þess að þær séu tiltölulega hreinni en vörur flestra annarra ríkja,“ seg- ir Baldvin Jónsson. Erlendir fulltrúar á ráðstefnu um sjálfbærni í framleiðslu og ferðaþjónustu Vilja kynnast íslenskum landbúnaði af eigin raun Baldvin Jónsson verkefnisstjóri. Morgunblaðið/RAX TÓBAKSFRAMLEIÐANDINN British American Tobacco, eitt stærsta tóbaksfyrirtæki heims, hefur höfðað mál fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur gegn Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins. Krefst fyrirtækið þess að tiltekin ákvæði tóbaksvarnalaga nr. 6/ 2002 verði dæmd stjórnskipulega ógild. Það er fyrirtækið British Am- erican Tobacco Nordic í Helsinki sem stendur að málsókninni, en það er hluti af fyrirtækjasam- stæðu British American Tobacco. Forsvarsmenn fyrirtækisins halda því fram að ákvæði tóbaks- varnarlaganna sem banna að tób- ak sé sýnilegt á sölustöðum, bann við umfjöllun í fjölmiðlum um tób- ak og miðlun upplýsinga um tóbak innan greinarinnar brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi (73. gr.), friðhelgi eignarréttar (72. gr.) og atvinnu- frelsi (75. gr.). Málið var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður flyt- ur málið fyrir hönd BAT Nordic. Roy Herold, framkvæmdastjóri BAT Nordic, og Joost Keulen, yf- irmaður lögfræðideildar BAT Northern Europe, kynntu mál- sóknina gegn íslenska ríkinu á fréttamannafundi á Hótel Sögu í gær. Héldu þeir því fram að það hvíldi á íslenska ríkinu að sanna að umrædd ákvæði tóbaksvarna- laga brytu ekki gegn stjórnar- skrárvörðum réttindum fyrirtæk- isins. Að mati fyrirtækisins sé ríkinu ekki unnt að sýna fram á þetta og því brjóti ákvæðin gegn stjórnarskránni. Gera sér grein fyrir þeim hættum sem tengjast reykingum Fram kom í máli þeirra að fyr- irtækið gerði sér grein fyrir þeim hættum sem tengjast reykingum og það styðji skynsamlegar reglur um tóbak og aðgerðir gegn reyk- ingum ungmenna. Aðspurður sagði Herold að fyrirtækið hafi einnig höfðað mál af svipuðum toga á Írlandi en meginástæða þessarar málsóknar á Íslandi væri að fyrirtækið vildi verja tjáning- arfrelsi sitt og fá viðurkennt að heimilt sé að hafa vörur sýnilegar á sölustöðum. Tóbaksfram- leiðandi hefur stefnt ríkinu ÓLAFUR Örn Haraldsson, þing- maður Framsóknarflokksins og for- maður fjárlaganefndar Alþingis, segist munu beita sér fyrir því, í góðri samvinnu við heilbrigðisráð- herra og fjármálaráðherra, við gerð fjáraukalaga, að Landspítalinn – há- skólasjúkrahús fái þær 30 milljónir sem þurfi til að hægt verði að halda heilabilunardeild á Landakoti opinni áfram. Ólafur Örn segir að spítalinn hafi ekki gengið nógu langt þegar hann afturkallaði hluta þeirra breyt- inga sem hann boðaði í síðasta mán- uði á öldrunarsviði Landakots. „Spítalinn lokaði heilabilunar- deildinni í sumarleyfum og ætlaði sér ekki að opna hana aftur fyrr en um áramót. Með því ætlaði spítalinn að spara um 30 milljónir króna.“ Ólafur Örn segist hafa fundið fyrir mikilli reiði almennings vegna þess- ara aðgerða spítalans, og að sú reiði hafi beinst gegn spítalanum og Al- þingi. Hann bendir á að Alþingi komi ekki beint að rekstri spítalans, en vill beita sér fyrir því að spítalinn fái þá peninga sem þurfi til að halda um- ræddri deild opinni. Formaður fjárlaganefndar Vill beita sér fyrir opnun heilabilunar- deildar LIÐLEGA helmingur Reykvíkinga er andvígur því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri leiði lista Samfylkingarinnar í næstu alþingis- kosningum en tæp 26% eru því fylgj- andi, að því er kemur fram í skoð- anakönnun DV í gær. Ef aðeins er tekið mið af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni voru 66% eða tveir af hverjum þremur Reyk- víkingum á móti framboði Ingibjarg- ar en tæp 34% voru því fylgjandi. Ef einnig er tekið mið af þeim sem ekki tóku afstöðu reyndist rúmlega helmingur vera á móti framboði Ingibjargar, tæp 26% vera því fylgj- andi en 22,5% voru óákveðin. Lítill sem enginn munur reyndist á afstöðu eftir kyni. Þegar tekið er mið af því hvaða flokk menn kusu var rúmur helmingur R-listafólks á móti framboði Ingibjargar en 62% af þeim sem tóku afstöðu. Ríflega 53% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru andvíg framboðinu en 22% voru því fylgjandi. Hringt var í 600 manns í könnun- inni. Könnun DV Meirihluti á móti framboði borgarstjóra LÖGREGLUMAÐUR við embætti sýslumannsins í Kópavogi hefur ver- ið kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi skv. upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi. Ekki fengust upplýsingar um að hverjum meint brot mannsins beind- ust eða hvenær þau eru sögð hafa verið framin. Morgunblaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að þau hafi beinst gegn tveimur stúlk- um sem eru tengdar manninum fjöl- skylduböndum og að brotin hafi staðið yfir árum saman. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar í Reykjavík. Umrædd- ur lögreglumaður er í leyfi, skv. upp- lýsingum frá lögreglunni í Kópavogi, og mun embætti ríkislögreglustjóra taka ákvörðun um hvort honum verði vikið frá starfi meðan rannsókn á máli hans stendur yfir. Lögreglumað- ur sakaður um kynferðisbrot ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.