Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 20
ERLENT
20 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TÖLUR yfir fjölda atvinnulausra í
Þýzkalandi voru birtar í gær í síð-
asta sinn áður en Þjóðverjar ganga
að kjörborðinu, en kosningar til
þýzka Sambandsþingsins fara fram
hinn 22. þessa mánaðar. Í ágúst-
mánuði hélzt fjöldi atvinnulausra í
landinu yfir hinu pólitískt við-
kvæma marki fjórum milljónum og
þótt Gerhard Schröder kanzlari og
Jafnaðarmannaflokkur hans (SPD)
hafi verið að saxa á forskot borg-
aralegu keppinautanna að undan-
förnu er ljóst að þessar tölur eru
sízt til þess fallnar að hjálpa honum
í kapphlaupinu um atkvæðin.
Að vísu fækkaði fólki á atvinnu-
leysisskrá um nærri 29.000 í ágúst-
mánuði frá mánuðinum á undan,
niður í 4,018 milljónir, en þetta er
229.000 atvinnulausum fleiri en í
ágúst 2001. Stendur atvinnuleysis-
hlutfallið nú í 9,6 prósentustigum
en var 9,7% í júlí. Þessar sömu töl-
ur leiðréttar að teknu tilliti til árs-
tíðabundinna sveiflna líta reyndar
verr út; þá hækkar atvinnuleysis-
hlutfallið frá júlí til ágúst úr 9,8 í
9,9%. Mikill munur er á atvinnu-
leysishlutfallinu í þeim héruðum
sem áður tilheyrðu austur-þýzka al-
þýðulýðveldinu, þar sem það mælist
17,7%, og í hinum auðugri
vesturhluta landsins, þar
sem það er 7,8%.
Aðalkosningaloforð
Schröders fyrir kosningarn-
ar 1998, þegar hann sigraði
Helmut Kohl, var að koma
fjölda atvinnulausra niður
fyrir 3,5 milljónir. Edmund
Stoiber, kanzlaraefni kristi-
legu flokkanna CDU/CSU,
var enda fljótur að vekja at-
hygli á meintri vanhæfni stjórnar
Schröders til að finna lausn á at-
vinnuleysisvandanum. „Schröder og
ríkisstjórn hans hefur ekki hug-
mynd um hvernig hægt er að leysa
atvinnuleysisvandann,“ sagði Stoib-
er á blaðamannafundi.
Hagvöxtur innan
við eitt prósent
Schröder kennir niðursveiflunni á
heimsmarkaðnum um og hefur heit-
ið því að ganga ákveðnar fram í að
þrýsta í gegn breytingum á lögum
og reglum um vinnumarkaðinn, en
ósveigjanleiki gildandi reglna hefur
staðið hagvexti og sköpun nýrra
starfa fyrir þrifum. Verkalýðsfélög-
in hafa aftur á móti staðið vörð um
gömlu reglurnar.
Florian Gerster, yfir-
maður þýzku vinnumála-
stofnunarinnar sem birtir
mánaðarlega hinar opin-
beru atvinnuleysistölur,
sagði á blaðamannafundi
að hann ætti ekki von á því
að ástandið á vinnumark-
aðnum batnaði sem neinu
næmi á næstu mánuðum,
með tilliti til þess að ekki
er búizt við því að hag-
vöxtur í Þýzkalandi verði meiri en
0,75% á þessu ári.
Ekki bætti úr skák að auk hinna
svörtu talna um atvinnuleysið voru í
gær birtar tölur yfir veltu verzl-
unarinnar í Þýzkalandi. Dróst hún
saman í júlímánuði um 1,7% miðað
við sama mánuð í fyrra, að frá-
dregnum verðbólguáhrifum, jafnvel
þótt í ár hafi verið einum fleiri virk-
ur dagur í mánuðinum. Og fjár-
málaráðuneytið birti tölur yfir
verkefnastöðu þýzkra iðnfyrir-
tækja, sem þykir góð vísbending
um hagvöxt og stöðuna á vinnu-
markaðnum næstu mánuði. Dróg-
ust pantanir saman í júlímánuði um
0,9%. Þær höfðu samt tekið mikla
dýfu í júní, þegar þær minnkuðu
um 3,3%.
Dökkar horfur í þýzku efnahagslífi vinna gegn
endurkjörslíkum Schröders kanzlara 22. september
Atvinnulausir yfir
fjórum milljónum
Berlín. AFP, AP.
Gerhard
Schröder
GÖRAN Persson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar og leiðtogi
sænskra jafnaðarmanna, hvatti í
gær flokkssystkin sín til dáða en
síðustu skoðanakannanir fyrir
kosningarnar 15. september
sýna, að borgaraflokkarnir hafa
nú meira fylgi samtals en jafn-
aðarmenn og Vinstriflokkurinn.
„Ef skoðaðar eru síðustu
kannanir má sjá, að óvissan er
alger,“ sagði Persson er ásamt
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, ávarpaði 300 manna
fund í Kistu, einu úthverfa
Stokkhólms.
Fyrir hálfu ári höfðu jafnaðar-
menn mikið forskot á aðra flokka
í skoðanakönnunum en nú sýna
þær, að borgaraflokkarnir með
Hægriflokkinn í broddi fylkingar
hafa meira fylgi en jafnaðarmenn
og Vinstriflokkurinn, fyrrverandi
kommúnistar, sem lengi hafa
stutt jafnaðarmenn á þingi.
Jafnaðarmenn hafa nú 34,4%
samkvæmt nýrri könnun en voru
með 42,4% í mars. Fylgi við
Vinstriflokkinn mælist 10,2% og
við þessa tvo flokka samtals
44,6%. Samanlagt fylgi við borg-
araflokkana er hins vegar 47,4%.
Innanlandsmál
í brennidepli
Stjórnmálaskýrendur segja, að
borgaraflokkarnir hafi hagnast á
aukinni fjölmiðlaumræðu eftir
því sem nær dregur kosningum
auk þess sem baráttan snúist nú
meira um innanlands- en utan-
ríkismál.
Persson sagði, að þessi þróun
gæti bent til, að kjósendur jafn-
aðarmanna hefðu verið of sig-
urvissir. Kvaðst hann vona, að
heimsókn Blairs yrði til að vekja
þá af værum blundi.
Könnun sýnir
meirihluta
borgaraflokka
Mikil óvissa fyrir væntanlegar
þingkosningar í Svíþjóð
Kista. AP.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, er dyggasti stuðnings-
maður George W. Bush Banda-
ríkjaforseta í baráttunni gegn
hryðjuverkum. Það vakti því ekki
litla athygli nú í vikunni á fundi
um Íraksmálin þegar Blair, þessi
annars fremur hlédrægi maður,
stillti sér upp frammi fyrir frétta-
mönnum með þumalfingurna í
beltinu. Hann minnti á ekkert
meira en kúreka, á sjálfan forset-
ann frá Texas, og það er meira en
margir landar hans geta kyngt.
Nokkur bresku blaðanna birtu í
fyrradag myndir af Blair á ferð
um kjördæmið sitt, Sedgefield í
Norðaustur-Englandi, og með
þumalfingurna í beltinu.
„Butch Saddam og The Sedge-
field Kid,“ sagði í The Daily Tele-
graph undir nærmynd af Blair
með hendur í beltisstað. „Ætli
Blair sé búinn að vera of lengi á
búgarðinum með Dubya [gælu-
nafn Bush]? Það benti margt til
þess í gær þegar hundtryggi lög-
reglustjórinn, mesta skyttan í
Durham-sýslu, arkaði eftir aðal-
götunni í Sedgefield tilbúinn til
bregða byssunni og plaffa niður
næsta mann.“
Líkt eftir Bush?
Dagblaðið The Mirror var jafn-
vel enn neyðarlegra. Í opnufrá-
sögn var Blair stillt upp eins og
kvikmyndaauglýsingu undir fyr-
irsögninni „Ófyrirgefanlegt“.
„Tveggja stunda stórmynd með
Tony Blair, manni með markmið:
Að elta ameríska kúrekann í
stríð,“ sagði í blaðinu, sem ham-
ast oft gegn fylgispekt Breta við
Bandaríkjamenn.
Blaðið hafði það eftir „líkams-
tjáningarsérfræðingnum“ Robert
Phipps, að Blair væri óafvitandi
að líkja eftir Bush.
Ólík viðbrögð
Viðbrögðin við yfirlýsingum
Blairs um að Bandaríkjamenn
eigi ekki að standa einir í
glímunni við Saddam Hussein
hafa annars verið með ýmsu móti.
Dagblaðið The Sun studdi Blair
heilshugar og sagði, að með
yfirlýsingum sínum hefði hann
sýnt, að hann væri „forystumað-
ur, sem vekti traust og stæði við
sín orð“. The Daily Mail sagði, að
ræða Blairs hefði verið „tilfinn-
ingaþrungin og ákveðin yfirlýs-
ing“ og um leið eins konar nið-
urtalning fyrir stríð.
Skopast
að kú-
rekan-
um Blair
Tony Blair í Durham með þumalfingurna í beltinu.
London. AP.
AP
ANNAR tveggja bræðra, sem
ákærðir hafa verið fyrir að hafa
myrt föður sinn, sagði lögreglu við
yfirheyrslu að fyrsta höggið með
hafnaboltakylfu í höfuð mannsins
hefði hljómað „eins og þegar tré
brestur eða lendir á steinsteypu“,
að því er fram kom á segulbands-
upptöku af vitnisburðinum er spil-
uð var í réttarsal í Pensacola í
Flórída á miðvikudaginn.
Drengurinn, Alex King, sagði að
morðið á föður þeirra bræðra,
Terry King, sem var fertugur,
hefði verið sín hugmynd, og bróðir
sinn, Derek, hefði framið það. At-
burðurinn átti sér stað í nóvember
í fyrra, er Alex var 12 ára og Der-
ek 13. Í upptöku af vitnisburði
Dereks, sem einnig var spiluð í
réttarsalnum, kom fram að Derek
viðurkenndi að hafa beðið þar til
faðir þeirra var sofnaður á heimili
þeirra og þá barið hann um það bil
tíu sinnum með kylfunni.
En bræðurnir hafa dregið þessar
játningar sínar til baka og halda
því nú fram að vinur fjölskyld-
unnar, Ricky Chavis, hafi framið
morðið. Þegar réttarhöldin yfir
bræðrunum hófust sl. þriðjudag
sögðu verjendur þeirra að Chavis
væri morðinginn og hefði talið
drengina á að taka á sig sökina. Þá
sögðu verjendurnir ennfremur að
saksóknarinn hefði engar beinar
vísbendingar um að drengirnir
tengdust dauða föður þeirra.
Chavis, sem er fertugur, kom
fyrir rétt með öðrum kviðdómi í
síðustu viku ákærður um morðið á
föður drengjanna. Niðurstöðu
þeirra réttarhalda verður haldið
leyndri uns réttarhöldunum yfir
bræðrunum er lokið. Þeir eru nú
13 og 14 ára og hafa réttarstöðu
fullorðinna.
Alex sagði í framburði sínum að
hann hefði stungið upp á því við
bróður sinn að þeir myrtu föður
sinn vegna þess að þeir óttuðust að
verða flengdir fyrir að strjúka að
heiman.
Allir sakborningarnir þrír eiga
yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, verði
þeir fundnir sekir. Þeir eru líka
ákærðir fyrir íkveikju. Lík fórn-
arlambsins fannst inni í brennandi
húsi þess í Cantonment, skammt
frá Pensacola. Chavis er einnig
ákærður fyrir ósæmilega hegðun
gagnvart Alex.
AP
Derek King, sem er 14 ára, ber vitni við réttarhöldin í Pensacola.
Sakaðir um
föðurmorð
Pensacola í Flórída. AP.