Morgunblaðið - 06.09.2002, Síða 36

Morgunblaðið - 06.09.2002, Síða 36
UMRÆÐAN 36 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á umhverfisráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesar- borg lögðu íslensk stjórnvöld fram skýrslu undir nafninu „Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í ís- lensku samfélagi. Stefnumörkun til 2020“. Þetta er rit upp á 82 blaðsíður í A4- broti, ríkulega mynd- skreytt og hefur að geyma upplýsingar um íslenskar aðstæður og hugmyndir stjórnvalda um nýtingu og verndun náttúruauðlinda. Von- andi fær þessi skýrsla gagnrýna skoðun og ábendingar sem hér fara á eftir eru settar fram í því samhengi. Í inngangskafla skýrslunnar segir m. a.: „Sú stefnumörkun sem hér liggur fyrir, er ætluð sem heildarrammi ut- an um stefnumótun stjórnvalda á þeim sviðum sem snerta sjálfbæra þróun í náinni framtíð. ... Stefnan er mörkuð langt fram í tímann, eða til ársins 2020, sem þýðir að henni er ætlað að vera lifandi skjal sem tekur breytingum eftir því sem aðstæður og áherslur breytast. ... Þessi stefnu- mörkun á hins vegar að vera grunnp- lagg sem stjórnvöld og aðrir geta notað til þess að sjá og móta for- gangsverkefni Íslands á sviði sjálf- bærrar þróunar. Því er ætlað annars vegar að veita upplýsingar um meg- inmarkmið og áherslur íslenskra stjórnvalda og hins vegar að veita leiðsögn við framtíðarstefnumótun á mikilvægum sviðum.“ (Bls. 10.) Eins og hér kemur fram setja út- gefendur markið hátt og því eru von- brigði að innihaldið er rýrara en ætla mætti. Stefnumörkun Hugtakið sjálfbær þróun er af flestum túlkað sem leiðsögn um þró- un samfélags og umhverfis sem fái staðist til lengdar. Samkvæmt því mega athafnir og ákvarðanir teknar í nútíð ekki bitna á lífsskilyrðum í framtíðinni. Ástæðan fyrir því að al- þjóðasamfélagið hefur sameinast um að koma til fundar undir þessu kjör- orði er trúlega hversu sjálfsagt þetta markmið hlýtur að teljast. Stoðirnar sem það hvílir á eru fyrst og fremst þrjár: efnahagsþróun, félagsleg markmið og umhverfi jarðar í öllum sínum margbreytileik. Í inngangskafla er vikið að sjálf- bærri þróun og er framsetningin ruglingsleg og lítt til þess fallin að dýpka skilning lesenda á viðfangs- efninu. Sérstaklega skortir á og að sjálfbær þróun á Íslandi sé sett í samhengi við hnatt- rænan veruleika, bæði mengun og fátækt, og að efnahagsþróun sem grundvallarþætti séu gerð viðhlítandi skil. Raunar er í skýrslunni talað um efnahagsvöxt en ekki efnahagsþróun. Áhrif hnattvæðingar eru heldur ekki til um- ræðu í þessu riti eða stefna í alþjóðavið- skiptum. Um Ríó-sátt- málana er fyrst fjallað efnislega undir lok rits- ins og um aðstæður þróunarríkja er sáralít- ið rætt. Fyrir bragðið svífur þetta rit mjög í lausu lofti. Framsetning Í skýrslunni er miklu rúmi varið til að lýsa ástandi mála að því er varðar íslenska atvinnuvegi, mengun og náttúruvernd. Látum vera að stjórn- völd hampi því sem þau telja að vel hafi til tekist ef jafnframt er bent á veikleikana í stöðunni. Á það skortir hins vegar verulega og því er grein- ing skýrslunnar á núverandi ástandi ótrúverðug og heldur gagnslítil. Þetta á til dæmis við um kaflann um sjávarútveg sem atvinnuveg og um verndun sjávarauðlinda. Gildandi fiskveiðistjórnunarlög eru sögð falla að sjálfbærri nýtingu og stuðla að verndun nytjastofna jafnframt því sem þau tryggi trausta atvinnu og byggð í landinu. Staðhæft er að ís- lensk stjórnvöld hafi beitt sér fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir brottkast og að fylgt hafi verið vís- indalegri ráðgjöf og varúðarnálgun við ákvörðun heildarafla. Ekki munu allir sáttir við þessa túlkun. Umfjöll- un um landbúnað er svipuðu marki brennd. Engin afstaða er tekin til beitarálags vegna tvöföldunar á hrossaeign landsmanna undanfarna áratugi, en höfundar hugga sig við að hross séu þó enn sem komið er færri en sauðfé! Markmið og aðferðafræði í skógrækt eru í þoku sem fyrr og fátt segir um hvernig bregðast skuli við vá af völdum ágengra innfluttra tegunda. Skipulagsmál fá lítið rúm í þessari skýrslu, þótt þau séu réttilega sögð eitt áhrifaríkasta stjórntækið til að samræma ólíkar kröfur um auðlinda- nýtingu, atvinnuþróun og umhverf- isvernd. Um stefnu í fræðslumálum sem forsendu fyrir vitrænni umræðu um sjálfbæra þróun verðum við litlu nær af lestri ritsins og enn er lofað náttúrufræðisafni á landsvísu sem forgangsverkefni á sviði almenn- ingsfræðslu. Af lestri kafla um verndun náttúru Íslands mætti ætla að flest á því sviði sé komið á góðan rekspöl. Umfjöllun um þróunaraðstoð Ís- lendinga fær einn dálk í skýrslunni. „Fjármagn til þróunaraðstoðar hef- ur aukist á undanförnum árum en er þó undir þeim mörkum sem að var stefnt,“ segir þar. Þetta getur varla talist hálfsannleikur, því að framlög Íslands til þróunaraðstoðar hafa nánast staðið í stað kringum 0,1% af vergri þjóðarframleiðslu frá því við- miðunin um 0,7% var sett í Ríó 1992. Í skýrslunni segir að ekki sé ráðlegt að auka þróunaraðstoð mikið í einu vetfangi! Stóriðjustefnunni flaggað Stóra véfréttin í þessari skýrslu eru orkumál og stóriðjustefna stjórnvalda. Meira er gert en nokkru sinni fyrr úr orkuauðlindum lands- ins, hagkvæm vatnsorka sögð fimm sinnum meiri en búið sé að virkja og óvirkjaður jarðhiti sé „þúsund sinn- um meiri en sá jarðhiti sem nú er nýttur“. Vísað er til rammaáætlunar um virkjun vatnsorku og jarðhita til að samþætta sjónarmið verndar og nýtingar. Þetta lítur ekki illa út til af- lestrar fyrir útlendinga en er lítil huggun þeim sem þekkja til veru- leikans heima fyrir. Það er í meira lagi kaldhæðnislegt að á sama tíma og stjórnvöld boða miðlunarlón á Ramsarsvæðinu Þjórsárverum les- um við í þessari skýrslu að á næstu fimm árum sé æskilegt að tilnefna af Íslands hálfu a. m. k. þrjú votlend- issvæði til viðbótar undir slíka vernd. Í umfjöllun um loftslagsmál er stóriðja á Íslandi sem fyrr tekin út fyrir sviga og áfram treyst á guð og lukkuna og að litla Ísland komist áfram með betlistafinn á meðan aðr- ir aðilar að Kyótóbókuninni axla byrðar. Þótt ýmsan fróðleik megi hafa af þessari skýrslu umhverfisráðherra dugar hún skammt sem leiðsögn og stefnumörkun fyrir sjálfbæra þróun af Íslands hálfu. Ráðlegt hefði verið af höfunda hálfu að sleppa tilvísun til ársins 2020 á forsíðu og ganga fram af meiri hógværð, bæði miðað við efnistök ritsins og íslenskan veru- leika. Skýrsla stjórnvalda um sjálfbæra þróun Hjörleifur Guttormsson Umhverfi Meira er gert en nokkru sinni fyrr, segir Hjörleifur Guttorms- son, úr orkuauðlindum landsins. Höfundur er fv. alþingismaður. AF FRÉTTUM und- anfarna daga mætti halda að framleiðsla vetnis á Íslandi væri nýjung. Það er ekki svo því vetni var framleitt með rafgreiningu í ára- tugi í Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi og síðan notað til áburðar- framleiðslu. Því miður var vetnisframleiðslu hætt enda markaður fyrir vetnið ekki lengur til staðar. Mér finnst gæta nokkurs misskilnings í allri umræðu hérlendis um vetni og ökutækja- eldsneyti. Háfleygar yfirlýsingar um að vetnisvæðingin sé rétt handan við hornið eru að mínu áliti úr öllum takti við raunveruleikann. Betra jarðsam- band virðist vera á meginlandinu því samkvæmt stefnu og aðgerðaráætlun Evrópusambandsins, sem nálgast má á heimasíðu ESB, http://www.eur- opa.eu.int/comm/energy/en/fa_3_en.- html, er gert ráð fyrir að árið 2020 verði 20% eldsneytisnotkunar í sam- göngum s.k. óhefðbundið eldsneyti. Samkvæmt ofangreindri áætlun er það viðurkennt að einungis þrjár teg- undir óhefðbundins ökutækjaeldsneyt- is geti náð því marki að verða hver um sig 5% af ökutækjaeldsneyti árið 2020. Þessar þrjár tegundir eru elds- neyti úr lífrænum efnum (e. biofuels ), gas og vetni. Það er því óraunhæft að halda því fram að vetnisvæðing sé um það bil að hefjast. Vetnisvæðingin mun að mínu áliti ekki hefjast af al- vöru fyrr en efnarafalinn verður orð- inn þróað tæki og mun verða vikið að því síðar í greininni. Til eldsneytis úr lífrænum efnum telst m.a. metan frá rotgerjun. Metan hefur verið nýtt á þennan hátt und- anfarin tvö ár hjá SORPU í Álfsnesi og selt sem eldsneyti á bifreiðar á þjónustustöð ESSO á Bíldshöfða. Nú þegar eru tæplega 40 litlir sendibílar sem aka daglega um á þessu eldsneyti og stuðla þannig að minni mengun í borginni. Þessir bílar eru allir s.k. tví- orkubílar, sem geta nýtt bæði metan og bensín. Í sama flokk eldsneytis fellur lífdísil, sem tilraunir hafa verið gerðar með hérlendis, svo og ýmis líf- ræn efni eins og metanól og etanól. Gas (jarðgas, própangas o.fl.) hefur erlendis mest verið notað í iðnaði en einnig til húshitunar og eldamennsku. Sums staðar er það nýtt á ökutæki og í heiminum í dag eru rúmlega 2 millj- ónir bíla sem nota gas í einu eða öðru formi, en flestir þeirra eru tvíorkubíl- ar. Í Evrópu eru nú í umferð um 470 þúsund ökutæki sem nota gas, þar af eru um 400 þúsund bílar á Ítalíu. Miklar vonir eru bundnar við aukna notkun gass í þessu sambandi og 50 bílaframleiðendur í heiminum fram- leiða nú staðlaða gasbíla, sem kosta svipað og sambærilegir bensínbílar. Það er samdóma álit flestra sem koma að þessum málum að vetnisgas, framleitt í sérstökum vetnisstöðvum, verði ekki framtíðareldsneyti almenn- ings frekar en metan eða aðrar loft- tegundir. Framtíðareldsneytið verður vökvi við venjulegt hitastig og þrýst- ing enda allt kerfi eldsneytisdreifingar og farartækja miðað við slíka vökva en ekki lofttegundir. Almenningur er vanur fljótandi eldsneyti fyrir bíla og því verður ekki svo auðveldlega breytt. Flestir sérfræðingar á sviði elds- neytismála eru sammála um að efnarafalinn sé það sem koma skal í bílvélum. Rafali er tæki sem fram- leiðir straum og daglegt líf almenn- ings væri óhugsandi án rafala. Mest af því rafmagni, sem við notum, er framleitt í rafölum sem fá orku sína úr fallvötnunum. Hefðbundin bílvél er með rafala til rafmagnsframleiðslu fyrir bílinn og flestir af minni kynslóð áttu reiðhjól með „dynamo“ fyrir lugt- ina, sem er rafali í sinni einföldustu mynd. Efnarafali er eins og hver ann- ar rafali, þ.e. hann framleiðir straum, en hann skilur sig frá hefðbundnum rafölum að því leyti að orkan, sem hann nýtir við rafmagnsframleiðsl- una fæst við samruna vetnis og súrefnis. Slík „vél“ er mengunarlaus þar sem við samruna vetnis og súrefnis myndast eingöngu vatn. Nýting eldsneytisins í slíkri „vél“ er auk þess miklu betri en í hefð- bundinni bílvél. En hvaðan fæst þetta vetni? Líklegt má telja að vetnisberinn verði vökvi, af ástæðum sem áður voru raktar. Til að fá vetni þarf fyrst að kljúfa það frá vetnisberanum, sem getur verið bensín, metanól eða önnur efni sem innihalda vetnisatóm. Slík klofnun mun einnig fara fram í bíln- um en við það verður óhjákvæmilega einhver mengun. Vetnisberinn verður, eins og ökutækjaeldsneyti dagsins í dag, geymdur í eldsneytistanki bílsins, og verður aðeins notaður þegar á þarf að halda við framleiðslu vetnis. Ef kíkt verður undir vélarhlíf framtíð- arbílsins munu menn sjá litla efna- verksmiðju sem framleiðir vetni og efnarafala sem breytir vetninu í raf- magn. Framtíðarbíllinn er því hljóð- látur rafbíll sem mengar lítið sem ekkert! Miklum fjármunum er nú varið í þróun efnarafalans af bílaframleiðend- um beggja vegna Atlantshafsins. Menn greinir á um leiðir og hvaða vetnisbera sé hagkvæmast að nota. Í ljósi þeirrar þróunar er ljóst að fram- tíðarbíllinn, knúinn efnarafala, mun ekki nota vetnisgas frá vetnisstöðvum. Ólíklegt verður að teljast að almenn- ingur sætti sig við dýrari bíla þrátt fyrir nýja tækni. Í þessu eins og öðru verður það budda almennings sem ræður ferðinni. Það verður því ekki fyrr en á markað koma ódýrir bílar, knúnir efnarafölum, sem nýta fljót- andi eldsneyti, að hægt verður að segja að vetnisvæðingin hefjist fyrir alvöru. Vetni og fram- tíðarbíllinn Kristján Kristinsson Höfundur er efnaverkfræðingur og deildarstjóri umhverfis- og gæða- deildar Olíufélagsins ehf. ESSO. Eldsneyti Framtíðarbíllinn, knú- inn efnarafala, segir Kristján Kristinsson, mun ekki nota vetnisgas frá vetnisstöðvum. Á hátíðarstundum höfum við, íslensk þjóð, mælt okkur mót á Þing- völlum til þess að „treysta heitin“. Sögu- sviðið blasir þar við okkur, liðnir atburðir verða ljóslifandi fyrir vitund okkar og sterk tilfinning vináttu og tryggðar við landið verður að þrá hjartans til þess að vinna þjóð- inni gagn og gengi. Við bjóðum gestum okkar til Þingvalla og þar segjum við börnum okkar Söguna. Ný öld hefur hafið göngu sína og lífið ber með sér breyt- ingar. Þörf er sú breyting sem hin nýja fræðslumiðstöð á Hakinu færir okkur og öllum varð hughægra þegar Valhöll var orðin þjóðareign. En sú breyting að prestssetrið er lagt niður á Þingvöllum er mörgum áhyggju- efni. Safnaðarstarf þarf rými. Þar sem kirkjustarfi og helgiþjónustu er ætlað- ur vettvangur þarf þak fyrir fólk sem undirbýr þjónustu og/eða er þátttakendur í helgi- haldi, fræðslustarfi, guðsþjónustu og bæna- gjörð. Öll þjóðin á kirkju- sókn í Þingvallakirkju. Helgi Þingvalla er mik- il. Þar liggja rætur þjóðmenningar og trú- ar dýpst í sögu okkar og landi. Þar er staður þar sem ákall, þakkargjörð og bæn fyrir landi, lýð og stjórnvöldum, kirkju, kristni og menningu á að vera vakandi ár og tíð. Á liðinni öld hefur verið lagður metnaður í uppbyggingu og varð- veislu helgra staða í samvinnu ríkis og kirkju og allrar þjóðarinnar. Hag- sæld og framþróun hefur einkennt þjóðlífið. Nú er sem ný landnámsöld sé í uppsiglingu, slíkur er fjöldi inn- flytjenda á fáum árum. Ókunnir straumar menningar og ólíkra trúar- bragða hafa áhrif á líf okkar. Framtíð komandi kynslóða er ekki á okkar valdi en ábyrgð okkar kyn- slóðar er að halda vöku okkar jafnt í andlegum efnum sem veraldlegum. Landstjórn og kirkjustjórn hafa tvinnað saman þræði trúar og þjóð- menningar í 1000 ár og nú ríður á að sanngirni sé gætt vegna framtíðar í landi Þingvalla og að hin fornu vé og spöku orð fyrri tíðar manna séu í heiðri höfð. Orð Þorgeirs Ljósvetn- ingagoða er hann mælti árið 1000 á Þingvöllum eru enn í gildi og varpa ljósi fram á veg: „… ok þykir mér þat ráð að láta þá eigi ráða er hér gang- ast með mestu kappi í móti ok miðl- um svo mál millum þeirra at hvárir tveggja hafi nokkurt til síns máls en at vér höfum allir ein lög ok einn sið. Því þat mun satt vera: Ef vér slítum lögin, þá slítum vér friðinn.“ (Kristni- saga.) Þingvellir eru staður liðinnar sögu og fornra minja en sagan er enn að gerast og sporin verða eftir í sverð- inum. Þingvellir eru staður líðandi stundar þar sem atburðarásin spegl- ar gildismat okkar, þróun þjóðmála, trúar og menningar. Kirkjan getur á skömmum tíma orðið safngripur, fornminjar sem við sýnum. Guðshús er musteri lifanda Guðs, þar tilbiðj- um við Guð og erum við hlið himins- ins. Húsakostur vegna safnaðar- starfs ætti að vera í samræmi við vitund þjóðarinnar um helgi staðar- ins og ríma við nútímann. Hin kristna þjóðmenning og hin kristna trú er arfleifð sem við verðum að gæta að, sem fjöreggi þjóðarinnar, að glatist ekki. „Treystum vor heit“ Helga St. Hróbjartsdóttir Þingvellir Öll þjóðin, segir Helga St. Hróbjartsdóttir, á kirkjusókn í Þingvallakirkju. Höfundur er fyrrverandi kennari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.