Morgunblaðið - 06.09.2002, Page 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sveinn IngimarSkaftason fædd-
ist á Ytri-Mælifellsá í
Lýtingsstaðahreppi í
Skagafirði 14. des-
ember 1931. Hann
lést á heimili sínu 30.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Skafti Magnússon,
verkamaður, Sauðár-
króki, f. 17. ágúst
1902, d. 14. október
1982, og kona hans
Anna Sveinsdóttir
húsmóðir, f. 18. ágúst
1914, d. 18. ágúst
1953. Sveinn átti þrjú systkini, þau
Björgvin, f. 1929, d. 1958, Krist-
ínu, f. 1935, og Svanhildi, f. 1941.
Hinn 17. júní 1961 kvæntist
Sveinn Elísabetu Hannesdóttur, f.
3. september 1937. Foreldrar
hennar voru hjónin Hannes Hún-
fjörð Sigurjónsson húsgagna-
bólstrari í Hafnarfirði og Ingveld-
ur Fjeldsted Ólafsdóttir húsmóðir.
Sveinn og Elísabet byrjuðu bú-
skap sinn í Hafnarfirði en fluttu
árið 1966 í Kópavog. Þau eignuð-
ust fjögur börn. Þau
eru: 1) Anna Björg, f.
1961, maki Ingólfur
Sigmundsson. Börn
þeirra eru Brynja,
Daði og Andri
Sveinn. 2) Ingveldur,
f. 1966, maki Helgi
Guðmundsson. Börn
þeirra eru Elvar,
Karen Elísabet og
Gylfi. 3) Þóra, f.
1967, maki Guð-
mundur Rúnar Jóns-
son. Börn þeirra eru
Atli Freyr, Eydís
María og Jón Björg-
vin. 4) Sveinn Ingimar, f. 1968,
unnusta Linda Margrét Arnar-
dóttir.
Sveinn starfaði við margt á sín-
um yngri árum, vann verslunar-
störf, keyrði vörubíl, vann við
járnabindingar en lengstan hluta
ævi sinnar var hann í eigin rekstri
sem jarðvinnuverktaki og í bygg-
ingarframkvæmdum.
Útför Sveins fer fram frá Digra-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku pabbi, þú varst kletturinn
minn, styrk þínum fá engin orð lýst.
Við vorum náin, náðum svo vel sam-
an, töluðumst við á hverjum degi og
ósjaldan oftar en einu sinni á dag.
Einhvern veginn hef ég aldrei getað
séð fyrir mér hvernig hægt sé að vera
án þín og allra síst núna. Þetta er svo
erfitt. Við vorum öll búin að vera svo
smeyk um þig í allt sumar en eftir
stóru aðgerðina gekk allt svo vel. Þú
varst kominn heim rétt viku eftir að-
gerðina og staðráðinn í að koma þér í
gang svo þú gætir klárað verkefnið
sem þú varst með og farinn að spá og
reikna tölur í næsta. Þetta lýsti þér
alveg, þú leist alltaf björtum augum á
allt og aldrei kom neitt annað til
greina en að hlutir gengu vel, eða
„þangað til annað kemur í ljós“ eins
og þú sagðir. Fyrir nokkrum vikum
spurðir þú mig eins og svo oft áður
um lottótölurnar til að athuga hvort
þú hefðir unnið. Ég spurði þig af
hverju þú keyptir alltaf lottómiða,
hvort þú vissir ekki að meiri mögu-
leiki væri á því að verða fyrir eldingu
en að vinna í lottói. Þá leist þú á mig
og svaraðir: „Þóra mín, maður verður
alltaf að gefa lukkunni tækifæri.“
Með þessu hugarfari fórst þú í að-
gerðina og gerðir aldrei ráð fyrir öðru
en að allt gengi vel. Þú yrðir nýr mað-
ur, gætir farið að vinna aftur og jafn-
vel farið í veiðiferð næsta sumar með
elsta stráknum mínum en hann ætlar
að verða veiðiáhugamaður eins og þú
og beið í allt sumar eftir að geta farið
að veiða með þér.
Daginn áður en þú fórst kom ég í
heimsókn til ykkar mömmu. Þú tókst
á móti mér brosandi og svo ánægður
og flottur í fínni skyrtu og sparilegur.
Þú hafðir verið að koma frá verkfundi
og varst að vinna í blaðadraslinu eins
og þú kallaðir bókhaldið alltaf. Þarna
varstu svo ánægður og þér leið svo
vel, kominn í gang eins og þú ætlaðir
alltaf. Þeir á verkfundinum voru hissa
á að sjá þig svona stuttu eftir aðgerð
og sögðu að þú tækir þér eins langt frí
eftir svona stóra aðgerð og aðrir
tækju sér í flensu. Mamma saknar
þín óskaplega mikið og við reynum
eins og við getum að hjálpa henni,
annars varst þú langbestur í því. Ef
ég hef fengið þó ekki væri nema pínu-
lítið af styrk þínum og lífssýn hlýt ég
að geta þetta. Börnin mín sakna þín
óstjórnlega mikið og þetta er mikið
erfitt hjá þeim. Þau voru svo mikið
hjá ykkur og þú alltaf í sambandi við
þau. Elsku pabbi, takk fyrir allt og
allt. Ef til er besti staður annars stað-
ar ert þú örugglega þar. Það varst þú,
pabbi minn sem varst „besturinn“.
Þóra og fjölskylda.
Sveinn Skaftason tengdafaðir
minn er látinn. Ég minnist hans með
hlýju og söknuði.
Ég kynntist Sveini fyrir nærri 17
árum þegar leiðir okkar Önnu dóttur
hans lágu saman og hans fjölskylda
varð mín. Sveinn og Elsa tóku mér
strax opnum örmum og var ávallt
gott að koma í heimsókn til þeirra,
fyrst á Nýbýlaveginn og svo á Þing-
hólsbrautina.
Það fyrsta sem ég tók eftir í fari
hans voru skemmtileg tilsvör, gleði
og léttleiki. Fljótlega lærðist mér þó
að á bak við léttleikann og húmorinn
var ávallt einhver meining en Sveinn
hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum.
Sem dæmi um skemtilegan leik að
orðum þá talaði hann oft um tréspýtu
og mér sem alinn var upp af trésmið
fannst það mjög fyndið að taka það
sérstaklega fram að spýta væri úr tré.
Sveinn vildi ávallt að hlutirnir
gengju hratt og örugglega fyrir sig. Í
gegnum árin aðstoðaði ég hann lítils-
háttar við að útbúa reikninga vegna
vinnu sinnar. Þetta var gjarnan unnið
um helgar en hann var ekki í rónni
fyrr en því var lokið og niðurstaða lá
fyrir. Það breytti engu þó hann kæmi
reikningunum ekki frá sér fyrr en eft-
ir helgi og hann væri einnig búinn að
handreikna allt sjálfur og vissi ná-
kvæmlega hvað átti að koma út.
Sveinn var mikill fjölskyldumaður
og átti mjög sterk ítök í börnunum
sínum. Í fyrstu fannst mér hans sæti
vera ansi stórt í hjarta konu minnar
og varla pláss fyrir mig þar líka. Þetta
voru að sjálfsögðu óþarfa áhyggjur
hjá mér og hefur verið notalegt að
vita af honum við hliðina á mér og
deila þessu sæti með honum.
Barnabörnin fengu veglegan sess
hjá honum en Sveinn var mikill afi.
Margar minningar koma upp í hug-
ann þar sem hann sat með eitthvert
þeirra í fanginu eða þar sem hann var
í eldhúsinu að finna eitthvað til að
gefa þeim að borða. Hændust börnin
mjög að honum og koma til með að
sakna hans sárt.
En missir Elsu er mestur.
Elsku Elsa, Anna, Inga, Þóra og
Svenni, tengdabörn og öll afabörnin.
Megi guð gefa okkur styrk því mikill
vinur og foringi er fallinn frá. En
gleymið því ekki að hann fylgist með
okkur áfram og hann á eftir að gefa
okkur áfram góðu ráðin sín þó það
verði með öðrum hætti en áður.
Ingólfur Sigmundsson.
Sveinn mágur minn var enginn
meðalmaður í neinu því sem hann tók
sér fyrir hendur. Allt var gert af
krafti og áhuga og með þeirri glað-
værð sem einkenndi hann alla tíð.
Hann var greindur og einstaklega
orðheppinn og skemmtilegur. Hann
hafði unun af því að fara með og
hlusta á skemmtilegar sögur og
lausavísur og hann kunni ógrynni af
hvoru tveggja. Greiðasemi var honum
í blóð borin og öllu kvabbi okkar
hjóna í gegnum tíðina tók hann sem
sjálfsögðum hlut og leysti úr eins og
best varð á kosið.
Ég kynntist Svenna þegar við
Svanhildur, litla systir hans, fórum að
draga okkur saman og þau kynni
urðu fljótt að einlægri vináttu sem
aldrei hefur borið skugga á. Að sjálf-
sögðu kynntist ég best þeirri hlið
Svenna sem sneri að fjölskyldunni, en
ég var líka svo heppinn að vinna með
honum í nokkrar vikur og fá að kynn-
ast honum á þeim vettvangi. Það var
við hitaveituframkvæmdir í austurbæ
Kópavogs. Það var lærdómsríkt og
skemmtilegt að vinna með honum.
Krafturinn og verklagnin voru ein-
stök. Þetta var erfið vinna á köflum,
en alltaf var Svenni þar sem átökin
voru mest og smitaði mannskapinn
með áhuga sínum og starfsgleði. Og
alltaf var stutt í gamanyrðin.
Einn eiginleiki Svenna var að velta
sér ekki upp úr því þótt smá mistök
yrðu við verkið eða reyna að finna
sökudólg. Það var bara drifið í því að
finna út hvernig mætti lagfæra það
sem aflaga fór og síðan var haldið
áfram eins og ekkert hefði ískorist.
Eins og allir sem komnir eru á
þennan aldur hafði Svenni orðið fyrir
ýmsum áföllum í lífinu, en hann tók
þeim af karlmennsku og æðruleysi og
var alltaf sannfærður um að hlutirnir
myndu snúast til betri vegar. Þannig
var það líka þegar við hittumst á ár-
legu fjölskyldumóti á Kópavogs-
brautinni tveimur dögum áður en
hann gekkst undir erfiða hjartaað-
gerð. Hann lét engan bilbug á sér
finna og var eins og endranær hrókur
alls fagnaðar. Hann var ekki þeirrar
gerðar að láta mótlætið buga sig.
Sveinn mágur minn var umfram
allt mikill fjölskyldumaður og fylgdist
vel með öllu sínu fólki. Best leið hon-
um þegar allir krakkarnir hans, börn,
tengdabörn og barnabörn, voru í
heimsókn hjá þeim Elsu og allt húsið
iðaði af lífi og fjöri.
Um leið og ég þakka samleið og
vináttu í nær fjóra áratugi sendi ég
þér, kæra Elsa, og öllu fólkinu ykkar
innilegar samúðarkveðjur. Megi allar
góðar vættir styðja ykkur og styrkja.
Gautur Gunnarsson.
Nei, sæl frænka! sagði Svenni
frændi gjarnan þegar við hittumst.
Þetta var hlý kveðja og okkur systr-
um fannst alltaf gott að hitta hann,
hvort sem það var á förnum vegi eða í
fjölskylduboðum. Og það sem meira
var hann lét okkur finna að honum
þætti gott að sjá okkur – og það var
góð tilfinning.
Svenni frændi hefur verið einn af
föstu punktunum í tilverunni frá því
að við munum eftir okkur. Hann hafði
þann eiginleika að tala við börn eins
og jafningja sína og hafði gaman af að
rökræða við þau um alla heima og
geima og má í því sambandi nefna
rökræður við litla frænku fyrir margt
löngu um það hvort hún væri viss um
að þau tvö gætu alls ekki verið vin-
konur!! Litla frænka stóð föst á sínu
og reyndi að útskýra hvernig á þessu
stæði og hefur hann örugglega haft
gaman af – enda var hann mikill húm-
oristi og átti auðvelt með að sjá
skemmtilegu hliðarnar á mönnum og
málefnum.
Það var alltaf gott að heimsækja
Svenna og Elsu en það verður þó að
segjast að heimsóknirnar á Víði-
grundina voru sérstaklega spennandi
því kjallarinn þar var heill heimur út
af fyrir sig og mikið gósenland fyrir
börn á öllum aldri. Þar mátti finna
ýmiss konar gersemar sem voru
vandfundnar annars staðar – allt frá
borðtennisborði yfir í myndbands-
tæki, vel að merkja á tímum þar sem
slík tæki voru afskaplega fátíð.
Örlæti var frænda okkar í blóð bor-
ið og það var ósjaldan sem hann
gladdi fólkið sitt með góðum og
óvæntum gjöfum, það var t.d. honum
líkt að koma færandi hendi með
þorrabakka á þorranum með tilheyr-
andi guðaveigum eða óvæntan glaðn-
ing á afmælum. En hann var líka
maður sem hægt var að leita ráða hjá
með flesta hluti og það var gott að
eiga hann að ef eitthvað bjátaði á.
Eitt af síðustu skiptunum sem við
hittum Svenna var á afmælisdegi
mömmu núna í ágúst og þykir okkur
sérstaklega vænt um að þau hjónin
skyldu kíkja, með engum fyrirvara.
Þar lék hann á als oddi eins og hans
var von og vísa, þótt hann ætti stóra
aðgerð fyrir höndum nokkrum dög-
um seinna, enda var hann ekki mikið
fyrir að barma sér hann frændi okk-
ar.
Elsku Elsa, Anna, Inga, Þóra,
Svenni og fjölskyldur, minningin um
góðan mann mun lifa.
Vala og Sigrún.
Máltæki eitt hefur það að inntaki
að vini sína velji maður sjálfur en sitji
uppi með fjölskyldumeðlimi. Eftir því
að dæma má maður teljast heppinn ef
maður eignast fjölskyldu, þar sem
vináttubönd eru bundin í kross við
fjölskylduböndin. Móðurbróðir minn
Sveinn Skaftason var nefnilega líka
vinur minn og þar var ég sannarlega
heppinn.
Ég man fyrst eftir honum að koma
í Skeiðháholt þegar ég var lítill snáði
og mér fannst hann ógurlegur töffari.
Það var yfir honum þessi stíll, sem
alltaf fylgdi honum. Það sem hann tók
sér fyrir hendur gerði hann af þessu
sjaldgæfa alefli sem mér hefur alltaf
fundist eitthvað heillandi við. Þessu
alefli kynntist ég svo betur, þegar ég
sautján ára gamall, fór að vinna hjá
honum við hitaveitulagnir, í stans-
lausu puði og hamagangi, sem alltaf
var kryddað með skemmtisögum og
gríni. Þá, smám saman fór hann að
taka mig upp að hlið sér, sem sam-
verkamann og jafningja og hafi ég
einhvern tíma verið stoltur, þá var
það þegar hann setti mig á Blazerinn í
útréttingarnar, þegar hann forfallað-
ist til vinnu um nokkurra daga skeið,
eða þegar ég var valinn á nýju gröf-
una. Þá sló nú aldeilis stolt hjarta í
ungum frænda.
Eftir langan vinnudag fór ég oft
heim með honum í kvöldmat til Elsu
og krakkanna og þar var nú aldeilis
fjör og hlegið svo undir tók í húsinu.
Við höfðum svolítið svipað skop-
skyn held ég við Svenni og eftir að ég
hætti að vinna hjá honum og fór að
sinna mínu, höfum við, í gegnum árin
verið að rifja upp sögur og mannlýs-
ingar af samferðamönnum og notið
þess í ríkum mæli að sjá sjónarhorn
hins.
Það lýsir ef til vill persónuleika
Sveins frænda míns nokkuð vel að
þegar við vorum að vinna saman og
helgin var að nálgast og ég farinn að
hafa áhuga á einhverju öðru en puða í
hitaveituskurðum, þá átti hann til að
stinga upp á einhverju verkefninu.
Stundum fannst mér það vera verk,
sem að skaðlausu gæti beðið þangað
til eftir helgi, en hann vildi drífa það
bara af. „Þá er það frá,“ sagði hann og
það segir töluvert um manngerðina.
Drífa bara af það sem þurfti að gera
hvort sem er.
Og nú er komið að óhjákvæmilegri
kveðjustund. Þegar ég heimsótti þau
á Þinghólsbrautina í sumar Svenna
og Elsu sá ég málverk, mynd af af
manni, sem stendur á skipi og horfir
til lands. Það er bara baksvipurinn
sem sést. Þar er herðabreiður maður
með hrokkið og strítt hár og sterklegt
og breitt bak og horfir til lands. Elsa
fann þessa mynd einhversstaðar í út-
löndum, en það sjá allir strax að hún
er af Svenna. Mér fannst þá að hann
væri að horfa til baka, en nú finnst
mér eins og hann muni vera að horfa
fram á við. Hann var hvort sem er
aldrei mikið fyrir að horfa til baka.
Lifði í núinu og næstu framtíð.
Margbreytilegu og litríku verkefni
er lokið og ég get ímyndað mér að
hann myndi afgreiða það með setn-
ingunni sinni: „Það er þá frá.“
Jón Bjarnason.
SVEINN
SKAFTASON
1
4:+434%
?
"
) 9
5 . )# ="'
!
*
&$ &)
- 4--
5 & ,
9,,!))
9,
'
9, . 2 -!,!))
9,
9, > F)5 2 " ,!))
. .2 . . .2 *
5
&
'3670238 9722:738 !
!
;--
2 ! '% & "'*
<
4%:%3<
%
) 9 % )' 8
!
&
2
&
< 4--
)'
. ,,!)) -!-.
-!< -!*
' #
3
+%*3+ . )AH
$ &
/ 0 ! "
=
; //-
=# "!
&
,!)) *