Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 06.09.2002, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FUNDIST hafa áður óþekktir hellar í Skaftáreldahrauni sem teljast til merkilegustu hellaupp- götvana síðari ára. Sumir þeirra eru mörg hundruð metra langir og sá stærsti tæpir 2 km að lengd eða á stærð við stærsta helli landsins, sjálfan Surtshelli. Það voru íslenskir og erlendir vís- indamenn sem fundu hellana og verður rannsóknarskýrsla um þá rædd á alþjóðlegri ráðstefnu sem byrjar í Reykjavík á sunnudaginn. Ljósmynd/Hellarannsóknafélag Íslands Einn merkilegasti hellafundur síðari ára  „Mikil ævintýraveröld…“/6 SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR, Sam- fylking og Vinstrihreyfingin – grænt framboð auka fylgi sitt lítillega frá síðustu alþingiskosningum fyrir þremur árum, en Framsóknarflokk- urinn og Frjálslyndi flokkurinn tapa fylgi ef marka má niðurstöður nýrr- ar skoðanakönnunar Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt niðurstöðunum naut Sjálfstæðisflokkurinn stuðnings 41,7% aðspurðra en fékk í kosning- unum fyrir þremur árum 40,7% at- kvæða. Samfylkingin fengi 27,1% en fékk í kosningunum 1999 26,8% at- kvæða. Framsóknarflokkurinn fékk nú 17,6% , en fékk í kosningunum 1999 18,4%, VG fékk 11,7% en fékk í kosningunum 9,1% atkvæða og Frjálslyndi flokkurinn fékk nú 1,6% en fékk 4,2% í kosningunum árið 1999. 27,1% neitaði að svara Um er að ræða símakönnun sem fram fór á tímabilinu 24.–31.ágúst. Úrtakið var 1.200 manns á aldrinum 18–80 ára og var nettósvörun 56,1%. Þeir sem neituðu að svara voru 27,1% og ekki náðist í 16,8%. Spurt var: Ef alþingiskosningar væru haldnar á morgun hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Ef fólk sagðist ekki vita það var haldið áfram og spurt hvaða flokk eða lista líklegast væri að það kysi og ef svar fékkst ekki við því var spurt hvort líklegra væri að það kysi Sjálfstæð- isflokkinn eða einhvern annan flokk. Skoðanakönnun Félagsvísindastofn- unar HÍ fyrir Morgunblaðið Fylgið svipað og í síðustu kosningum  Svipuð niðurstaða/10 Íslendingar sækja í sólina vegna ótíðar TALSMENN ferðaskrifstofa hér á landi sem Morgunblaðið ræddi við í gær, segjast hafa orðið varir við aukna eftirspurn eftir sólar- landaferðum nú á haustmánuð- um. Segja þeir að svo virðist sem margir hverjir séu orðnir heldur þreyttir á vætutíðinni að und- anförnu. „Fólk kemur til okkar og vill bara komast í sól,“ segir Páll Þór Ármann, markaðs- og sölustjóri hjá Úrvali–Útsýn. Hann segir mikið hafa verið að gera hjá ferðaskrifstofunni síðustu tvær til þrjár vikurnar, en Úrval–Útsýn býður m.a. ferðir til sólarstaða á borð við Portúgal, Mallorca, Krít og Benidorm. Hann segir að þeg- ar sé að verða uppselt til margra þessara áfangastaða í september. „Maður finnur oft fyrir aukinni eftirspurn þegar veðrið hefur verið eins og það hefur verið á undanförnum vikum.“ Sigurjón Hafsteinsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri hjá Terra Nova–Sól, segir að bókanir hafi verið líflegar hjá ferðaskrifstof- unni síðustu vikurnar, en félagið flýgur m.a. til Portúgals og Spán- ar. „Maður heyrir á fólkinu sem er að bóka að það er búið að fá nóg af veðráttunni,“ útskýrir hann. „Það er mikið um að fólk fari í styttri ferðir. Því finnst jafnvel nóg að komast í sól í viku og fá þannig tilbreytingu frá veðrinu hér á landi.“ MARKAÐSVERÐ Baugs hækkaði um 2,3 milljarða króna eða 10,6% í viðskiptum gærdagsins í Kauphöll Íslands og er verðmæti félagsins nú 23,5 milljarðar króna. Þessi hækkun varð í framhaldi af tilkynningu um að samkomulag hefði orðið milli Baugs og breska fjárfest- isins Philips Greens um að Baugur seldi Green 20% hlut sinn í Arcadia. Green gerir nú tilboð í allt hlutafé Arcadia. Verði af viðskiptunum mun Green greiða yfir eitt hundrað milljarða króna fyrir Arcadia, og hlutur Baugs fer á rúman 21 milljarð króna. Sölu- hagnaður Baugs af þessum viðskipt- um verður 9,5 milljarðar króna. Markaðs- verð Baugs hækkar um 2,3 milljarða  Baugur/18 SJALDAN er ein báran stök, sólar- minnsti mánuður á Akureyri í þrettán ár er rétt að baki og ekki hefur betra tekið við. Á Akureyri rigndi eins og hellt væri úr fötu í allan gærdag og muna menn vart annað eins. Úrkoman mældist tæpir 30 mm frá því klukkan 9 í gær- morgun til kl. 18 og þá hélt enn áfram að rigna. Gert var ráð fyrir að stytta myndi upp um nóttina eða með morgninum og að hið þokkalegasta veður yrði fyrir norðan í dag. Harðfengir knattspyrnumenn á Akureyri létu polla og slabb ekki á sig fá og æfðu af krafti glaðbeittir á svip. Hvort svipurinn breyttist við faðmlag við móður jörð er ekki vit- að. Morgunblaðið/Kristján Úrfelli í Eyjafirði Skipverji féll út- byrðis í Faxaflóa SKIPVERJI á dragnótabátnum Reykjaborg RE-25 bjargaðist giftu- samlega eftir að hafa fallið útbyrðis á áttunda tímanum í gærkvöld, en þá var báturinn í Faxaflóa, um 20 sjó- mílur norður af Reykjavík. Rafn Haraldsson, framkvæmda- stjóri útgerðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld, að krani, sem m.a. hefði það hlutverk að draga veiðarfæri um borð, hefði rifn- að af dekki bátsins, og farið í sjóinn. Svo virtist sem kraninn hefði í leið- inni rekist í skipverjann með þeim afleiðingum að hann féll líka í sjóinn. „Skipstjórinn, sem var í stýrishús- inu, sá atvikið, reif upp hurðina og fór á eftir skipverjanum,“ sagði Rafn. Skipstjórinn náði í handlegg mannsins Skipstjórinn, Guðmundur Hall- dórsson, sagði að hann hefði haldið sér í bátinn, teygt sig til skipverjans og náð í handlegginn á honum, þann- ig að hann hefði getað gripið í kran- ann. Síðan hefðu aðrir skipverjar komið til hjálpar og náð þeim báðum um borð. Aðspurður segir Guðmund- ur að nokkur alda hafi verið. Alltaf sé alvarlegt þegar maður fari fyrir borð. „Með sameiginlegu átaki okkar allra náðum við honum um borð,“ segir Guðmundur. Skipverjanum virðist ekki hafa orðið meint af volk- inu, en hann var nokkrar mínútur í sjónum. Hann var með hjálm og klæddur venjulegum sjógalla. „Hann slapp furðanlega vel,“ segir Guðmundur. Eftir atvikið hélt báturinn til lands og var búist við honum í Reykjavík- urhöfn um miðnætti, með kranann í eftirdragi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.