Morgunblaðið - 07.09.2002, Side 18

Morgunblaðið - 07.09.2002, Side 18
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HVERGERÐINGAR fengu um ým- islegt að hugsa eftir að hafa hlýtt á Stefán Karl Stefánsson leikara, sem farið hefur víða um land og rætt við börn og fullorðna um samskipti, ein- elti, félagslegt áreiti og ýmislegt fleira. Stefán byrjaði á því að hitta nemendur grunnskólans. Á fundinn voru boðaðir nemendur fimmtu til tíundu bekkja. Á þennan fund var fullorðnum ekki heimill aðgangur. Eftir fundinn sögðu krakkarnir að Stefán væri alveg frábær og gaman hefði verið að hlusta á hann, þó að hann segði ekki bara fallega hluti, eins og einn ungur nemandi komst að orði. Stærsti hluti nemenda mætti á fundinn og mátti heyra á þeim sem ekki komust, að þeir voru svekktir að missa af Stefáni. Um kvöldið var síðan fyrirlestur fyrir fullorðna að Hótel Örk. Þang- að mætti fjöldi fólks, því flestir hafa heyrt af því hversu vel Stefán nær eyrum fólks. Stefán er ekkert að skafa utan af hlutunum og segir þá alveg eins og þeir koma honum fyrir sjónir. Hann upplýsti að á síðasta ári voru framin 70 sjálfsmorð á Íslandi, fólk almennt heldur að fjöldi sjálfs- morða sé töluvert lægri og bregður því að heyra svona háa tölu nefnda í þessu sambandi. Þrátt fyrir þennan fjölda sem tekur eigið líf, er ekki nokkur leið að fá peninga til að efla forvarnir í landinu. Stefán var bein- skeyttur og skaut föstum skotum að foreldrum, sem hann sagði að ættu að taka ábyrgð á börnum sínum. Það er ekki verk leikskólans, grunn- skólans, lögreglunnar eða annarra að ala upp börnin, það er hlutverk foreldranna og þeir verða að standa sig í þessu mikilvægasta hlutverki sínu. Stefán Karl velti því upp hvort Elísabet Jökulsdóttir hefði kannski rétt fyrir sér þegar hún sagði: „Kannski fæðum við börn í þennan heim af því að okkur vantar áhorf- endur.“ Ég er með brilljant lausn á samskiptaleysi fjölskyldnanna, sagði Stefán. Á öllum heimilum ætti að vera „leiðindastund“ einu sinni í viku, frá klukkan sex um eft- irmiðdag til næsta morguns. Best er að nota helgarnar til „leiðinda- stunda“ því þá eru flestir í fríi. Þessa lausn útlistaði Stefán síðan fyrir fundarmönnum og sagðist geta sagt það með fullri vissu, að þetta virkar. Kona sem setið hafði fyrirlestur hjá honum, hafði samband og sagði að ekki eingöngu hefði hún náð aftur sambandi við börnin sín, þessi stund hefði líka bjargað hjónabandinu. Fleiri höfðu látið vita af því að þess- ar stundir gerðu fjölskyldum ein- göngu gott. Er þetta ekki eitthvað sem við foreldrar vitum öll, en erum svo upptekin af því að vinna fyrir húsinu, bílnum, síðustu utanlands- ferð og öllum útgjöldunum að við gleymum að hlúa að því sem er mik- ilvægast – fjölskyldunni. Stefán sagði einnig frá því að um þessar mundir er hann að stofna samtök. Þessi samtök hafa fengið nafnið Regnbogabörn. Markmið samtakanna er að koma á fót fræðslu í öllum sveitarfélögum á landinu, þar sem fólk með reynslu deilir henni með öðrum, í þeim til- gangi að bæta líðan þeirra síð- arnefndu. Sannarlega gott framtak sem vonandi á eftir að dafna vel. Fyrirlestur Stefáns vakti fólk til um- hugsunar, því að stundum var hann orðhvass. Þetta var þörf lesning fyr- ir okkur foreldra og vonandi verða „leiðindastundir“ framvegis viku- lega á stundaskrá allra fjölskyldna í Hveragerði. Frábært framtak hjá Stefáni, sem þiggur engin laun fyrir þessa mikilvægu vinnu sína, en ferðast um landið vítt og breitt á eigin reikning. Stefán Karl leik- ari heimsækir Hvergerðinga Hveragerði Stefán Karl veit alveg hvernig á að fá fólk til að hlusta. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Nemendur grunnskólans fjölmenntu á fundinn með Stefáni Karli og hlustuðu vel á mál hans. „DAGINN eftir að ég kom á Stokkseyri fór ég upp í skóla þar sem skólastjórinn tók á móti mér og og ýtti mér inn í eina skólastofuna og sagði: „Þetta er þinn bekkur, gerðu svo vel.“ Þetta var 12 ára bekk- ur og ég held að krakkarnir hafi ekki skaðast á því að ég kenndi þeim,“ segir Óskar Magnússon, fyrr- verandi skólastjóri á Eyrarbakka, þegar hann rifj- ar upp fyrstu ár sín sem kennara en hann hóf störf á Stokkseyri 1951 sem nýútskrifaður kennari. Hann starfaði við kennslu á Stokkseyri í sex ár og síðan við kennslu og skólastjórnun á Eyrarbakka í 28 ár fram til ársins 1996. Óskar sat um tíma í hreppsnefnd á Eyrarbakka og tók þátt í baráttu við að styrkja undirstöður samfélagsins með því meðal annars að berjast fyrir bættu skólahúsnæði frá hendi ríkisins og bættri hafnaraðstöðu. „Það var annars tilviljun að ég lenti á Stokks- eyri. Ég var á síld sumarið eftir að ég útskrifaðist og hafði lítinn tíma til að hugsa eitthvað um um- sóknir en gamli skólastjórinn á Flateyri var þarna einhvern tíma staddur á Fræðsluskrifstofunni í Reykjavík og frétti að það vantaði kennara í afleys- ingu á Stokkseyri og benti á mig. Ég starfaði svo þarna á Stokkseyri hjá þremur skólastjórum í sex ár og eftir þennan kennslutíma á Stokkseyri sótti ég um kennarastöðu og valdi að fara hingað á Eyr- arbakka.“ Kennarastofan var 9 fermetrar Það var nú hálfgert sjokk að koma hingað í skól- ann á þeim tíma því þótt það væri ekki stórkostleg aðstaða á Stokkseyri á þessum tíma var hún betri en hér á Bakkanum. Það voru þrjár kennslustofur hér, sú þriðja kom 1952 í tilefni af 100 ára afmæli skólans. Kennarastofan hjá okkur á Eyrarbakka var 9 fermetrar og þar geymdum við öll okkar tól og tæki auk þess sem bókasafn skólans var þarna líka. Engin önnur aðstaða var í skólanum nema nokkur landakort. Svo áskotnaðist skólanum fjöl- ritari en ef maður vildi nota þetta tæki þurfti mað- ur að skaffa sjálfur stensla og það sem með þurfti til að fjölrita og líka pappír, kennarinn skaffaði hann. Þegar kom að því að prófa krakkana las maður upp spurningarnar fyrir þau og gaf þeim þann tíma sem þau þurftu, en auðvitað var það oft leiðinlegt fyrir þá sem voru duglegir. Við kenndum hér sam- an, ég, Guðmundur Daníelsson heitinn, sem var skólastjóri, og Bjarni Þórarinsson, síðar skóla- stjóri á Þingborg. Einnig kenndi með okkur Helga Guðjónsdóttir og sá um handavinnu stúlkna, annað kenndum við.“ Barátta að fá úrbætur „Það var mikil barátta á þessum tíma að fá úr- bætur í húsnæðismálum skólans. Framkvæmdir við skóla voru á hendi ríkisins og ég minnist þess að það var í kringum 1968 sem síldin byrjaði að hverfa og þá mokaði ríkið peningum í skóla á Norð- urlandi og þeir voru byggðir upp en við hér á Suð- urlandi sátum hjá og það þótti okkur skólamönnum hér á svæðinu illt. Ég er ekki frá því að þetta sé svona enn á ýmsum sviðum; það er eins og við Sunnlendingar höfum okkur ekki nóg í frammi. Ég var á þessum árum í hreppsnefnd og við byrjuðum strax 1972 þegar ég kom í hreppsnefndina að ýta á eftir því að fá viðbyggingu við skólann en lítið gekk þar til 1988 að viðbygging kom.“ Áhersla á vináttu og samkennd „Skóladagurinn á þessum tíma byrjaði klukkan 9 á morgnana og við kenndum til klukkan 12. Svo voru smíðar, handavinna og íþróttir eftir hádegi og litlu börnin komu þá líka, en þau voru í tveimur hópum. Við kenndum tveimur árgöngum saman og ég hafði þá reglu að ef barn í yngri árgangi komst í þriðja sæti hvað árangur snerti hjá eldri árgang- inum þá leyfði ég honum að halda áfram og það gekk yfirleitt vel. Ég hafði þá meginreglu í skólastarfinu að að vera vinur krakkanna og eins að þau væru vinir innbyrðis í skólanum. Við vorum með þemavinnu einu sinni á vetri þar sem allir árgangar voru saman í hópi og litlu peðin líka. Þannig náðum við góðri samkennd í hópnum. Þessi góða innri samkennd gerði okkur mögulegt að taka við börnum sem áttu erfitt annars staðar. Þá var rætt við krakkana og þau tóku yfirleitt vel á móti þeim sem kom nýr og hjálpuðu honum. Það er nú þannig og verður alltaf að krakkar þurfa sjálf að bera ábyrgð og fá hæfilegan skammt af umbun og hrósi. Svo er nauðsynlegt að þau hafi að einhverju að keppa og finna að þeim takist vel upp,“ segir skólastjórinn fyrrverandi á Eyrarbakka, Óskar Magnússon, sem segist ekki gera neitt um þessar mundir en samt er hann að dytta að húsinu og hef- ur gripið í fiskvinnu á Eyrarbakka hjá Jóa í Fiski- veri. „Maður er svona að dunda sér,“ segir hann. 150 ára afmæli 25. október Barnaskólinn á Eyrarbakka er elsti starfandi barnaskóli landsins en hann var settur í fyrsta sinn 25. október 1852, fyrir 150 árum. Haldið verður upp á afmælið með samkomu á afmælisdaginn og ýmsum atburðum á haustdögum. Þá kemur út bók með sögu skólans næsta vor. Óskar er sjötti í röð sjö skólastjóra við skólann en núverandi skóla- stjóri er Arndís Harpa Einarsdóttir. Óskar Magnússon, fyrrverandi skólastjóri á Eyrarbakka Meginreglan var að vera vinur krakkanna Eyrarbakki Óskar Magnússon á tröppunum heima í hús- inu Hjallatúni, númer 50 við Túngötu. Morgunblaðið/ Sigurður Jónsson BRÚARHLAUP Selfoss fer fram í dag, laugardag, í 12. sinn og hefst klukkan 13 með keppni í hjólreiðum. Keppni í hálfmaraþoni hefst klukkan 13.30 en aðrar vegalengdir klukkan 14. Allir keppendur hefja keppni á Ölfusárbrú. Í ár er keppt í hálfmara- þoni og er einnig um að ræða Meist- aramót Íslands í þeirri grein. Allir keppendur fá stuttermabol við skráningu og verðlaunapening við komuna í mark. Hægt er að skrá sig í hlaupið í dag milli klukkan 9 og 12 í Tryggvaskála þar sem miðstöð hlaupsins er. Allar vegalengdir eru löglegar og mældar af viðurkenndum aðilum. Brúarhlaup í dag Selfoss NÝ og endurnýjuð heimasíða Sveit- arfélagsins Árborgar var formlega tekin í notkun á fimmtudagsmorgun 29. ágúst að viðstöddum starfsmönn- um í Ráðhúsi Árborgar og bæjar- fulltrúum. Á heimasíðunni er yfirlit yfir alla þjónustuþætti sveitarfélagsins auk þess sem þar er hægt að nálgast fundargerðir bæjarstjórnar, bæjar- ráðs og nefnda. Endurnýjun síðunn- ar var unnin í samstarfi við fyrirtæk- ið Vef ehf. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Ásmundur Sverrir Pálsson og Guðlaug Sigurðardóttir opnuðu nýju síðuna. Ný heimasíða Selfoss

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.