Morgunblaðið - 07.09.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.09.2002, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 25 SÍÐARA sjónvarpseinvígi fram- bjóðenda stóru flokkanna í Þýska- landi verður annað kvöld og hugs- anlegt er, að frammistaða þeirra muni ráða miklu um úrslitin í kosn- ingunum 22. þessa mánaðar. Síðustu kannanir benda til, að þeir standi jafnt að vígi meðal kjós- enda. Búist er við, að Gerhard Schröd- er, kanslari og leiðtogi jafnaðar- manna, muni veitast hart að keppi- naut sínum, Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæjaralands og kanslaraefni kristilegu flokkanna, en talið er, að helstu umræðuefnin verði Írak, atvinnuleysi og fjármál ríkisins. Alla kosningabaráttuna hafa kristilegu flokkarnir, Kristilegi demókrataflokkurinn og Kristilega sósíalsambandið í Bæjaralandi, haft meira fylgi en jafnaðarmenn í skoð- anakönnunum en nú er jafnt með fylkingunum, báðar með um 38%. Hefur þetta hleypt nýju lífi í bar- áttu jafnaðarmanna en fréttaskýr- endur segja, að svo virðist sem kosningavél Stoibers sé farin að hiksta á lokasprettinum. „Mistök á mistök ofan“ Víst þykir, að Stoiber muni hamra á atvinnuleysinu í Þýska- landi en nú eru rétt rúmlega fjórar milljónir manna atvinnulausar, næstum jafnmargir og þegar Schröder tók við embætti fyrir fjór- um árum. Þá hét hann því að koma þessari tölu niður í 3,5 millj. „Mis- tök á mistök ofan,“ segir Stoiber um atvinnuleysið en Schröder reyn- ir að bera sig vel og bendir á, að at- vinnuleysingjum hafi þrátt fyrir allt fækkað um tæplega 30.000 manns. Þá gerir hann mikið úr því, að at- vinnuleysið hafi aukist mest í Bæj- aralandi, heimaríki Stoibers, sem hingað til hefur hreykt sér af efna- hagsstjórninni þar og segist ætla að yfirfæra hana á landið allt. Um 15 milljónir manna fylgdust með fyrri viðureign kanslaraefn- anna en búist er við, að áhorfendur verði eitthvað færri á sunnudags- kvöld. Síðari sjónvarpsrimma kanslaraefna stóru flokkanna í Þýskalandi Búist við fjörugri viðureign Berlín. AFP. UM 100 vinstrisinnaðir skæru- liðar hafa fallið síðustu daga í átökum við stjórnarherinn í Kólombíu, einkum í bardögum við bæinn La Uribe, sem lengi hefur verið ein helsta bækistöð FARC, stærstu skæruliða- hreyfingarinnar. Þá hafa um 30 bændur fallið fyrir hendi skæruliða og vopnaðra sveita hægrimanna. Yfirvöld hafa einnig skýrt frá því, að óþekktir menn hafi skotið til bana Fern- ando Enrique Mancilla, nýskip- aðan yfirmann leynilögregl- unnar í Antioquia-héraði, en hafði þá ekki enn tekið form- lega við embættinu. Kvartað yfir meðferð ÍGOR Studeníkov, sendiherra Rússlands í Lettlandi, neitar því, að Moskvustjórnin sé að reyna að spilla fyrir hugsan- legri aðild Letta að Atlants- hafsbandalaginu, NATO, með því að kvarta yfir meðferð lettneskra yfirvalda á rúss- neska minnihlutanum í landinu. Lettar, Litháar og Eistlending- ar vonast til að verða boðin að- ild á Pragfundi NATO í nóvem- ber en að undanförnu hafa Rússar frekar dregið úr en aukið andstöðu sína við það. Hver borgar brúsann? ANA Aznar, dóttir Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spán- ar, gekk í það heilaga í fyrra- kvöld og er sá lukkulegi Alej- andro Agag, fyrrverandi aðstoðarmaður föður hennar. Voru brúð- kaupsgest- irnir um 1.000 og þar á meðal Jó- hannes Karl Spánarkon- ungur, Tony Blair, for- sætisráð- herra Bret- lands, og eiginkona hans, Silvio Berlusc- oni, forsætisráðherra Ítalíu, Francisco Flores, forseti El Salvador, fjölmiðlajöfurinn Ru- pert Murdoch og söngvarinn Julio Iglesias. Spænskir fjöl- miðlar og stjórnarandstaðan í landinu vilja nú fá að vita hver hafi borgað fyrir þetta „kon- unglega brúðkaup“ en sagt er, að öryggisgæslan hafi kostað rúmlega 10 milljónir ísl. kr. Enn sem komið er hefur verið lítið um svör. STUTT Mannskæð átök í Kólombíu Ana Aznar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.