Morgunblaðið - 07.09.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.09.2002, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 27 NÝ skoðanakönnun í Danmörku bendir til þess að 61% kjósenda myndi greiða atkvæði með því að ganga í Efnahags- og myntbanda- lag Evrópu og taka upp evru en 34% vera á móti, að sögn dagblaðs- ins Jyllandsposten í gær. Þátttakendur voru eitt þúsund og allir yfir 18 ára aldri. Stuðningur við evruna hefur ekki fyrr mælst svo hár meðal Dana. Reynsla af nýja gjaldmiðlinum virðist skipta máli, 76% þeirra sem hafa verið með evru í pyngjunni og notað hana á ferðalagi í álfunni vilja að Danir taki hana upp í stað krónunnar. En einnig vekur athygli að liðlega helmingur þeirra sem enga reynslu hafa af notkuninni styður nú upp- töku evrunnar. Aukinn stuðningur við evru Ný könnun í Danmörku DÓMSTÓLL í Svíþjóð hafnaði í gær áfrýjunarbeiðni frá Kerim Chatty, sem grunaður er um að hafa lagt á ráðin um að ræna flug- vél á leið frá Stokkhólmi til London fyrir skömmu. Hafði hann farið þess á leit við réttinn að honum yrði sleppt úr varðhaldi. Chatty er 29 ára og hefur við- urkennt að hafa haft skammbyssu meðferðis er hann fór um borð í flugvélina 29. ágúst sl., en neitar því að hann hafi ætlað að ræna vél- inni. Öryggisverðir fundu byssuna í handfarangri hans. Bróðir Chattys segir hann vera friðarsinna sem hafi orðið að betri manni fyrir áhrif trúarinnar. Áfrýjunar- beiðni hafnað Stokkhólmi. AP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í fyrrakvöld frumvarp þess efnis að flugmönnum farþegaflugvéla skuli heimilt að hafa byssur í flugstjórnarklefanum. Felur löggjöfin í sér að flugmenn, sem skipaðir hafa verið sérstaklega til löggæslustarfa, megi skjóta menn til bana reyn- ist þess þörf til að verja flugvél árás hryðjuverka- manna. Lagasetningin var samþykkt með 87 atkvæð- um gegn 6. „Þessi löggjöf er afar mikilvæg til að tryggja heimavarnir Bandaríkjanna, til að tryggja að við gerum hvaðeina til að koma í veg fyrir að atburðirnir 11. september sl. endurtaki sig,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Barbara Boxer við atkvæðagreiðsluna. Flugmenn hafa allt frá því að hryðjuverkaárás- irnar á Bandaríkin áttu sér stað beitt sér fyrir löggjöf sem þessari. Hafa þeir sagt að aðeins með því að heimila flugmönnum að beita banvænum vopnum sé hryðjuverkaógninni svarað. Ríkisstjórnin var lengi vel andvíg hugmynd- inni, en hefur nú snúið við blaðinu. Þó telur stjórnin að gera þurfi tilteknar ráðstafanir um leið og flugmenn vopnist og mælti t.d. með því við öldungardeildarþingmenn að flugmönnum yrðu látin í té læst hylki til að bera byssurnar, þannig að þær yrðu aldrei skildar eftir í flugstjórnarklef- anum. Þá telur stjórnin að einungis þeir flug- menn sem bjóðist til að bera vopn eigi að gera það. Lögreglumenn eru oft vopnaðir er þeir ferðast með flugvélum og allt fram á sjöunda áratuginn kváðu bandarísk alríkislög á um að flugmenn skyldu vera vopnaðir þegar þeir flygju flugvélum sem bæru póst. Yfirmenn 21 flugfélags, sem eru andvígir því að flugmenn fái að bera skotvopn, sendu öldung- ardeildarþingmönnum bréf og fóru fram á það að fá að ræða málið við þingið og stjórnina. Í bréfinu sagði ennfremur, að það kæmi undarlega fyrir sjónir og virtist hættulegt að ráðstafanir væru gerðar til þess að þúsundir vopna streymdu inn í flugvélar, einkum í ljósi þess að milljörðum doll- ara hefði verið varið til þess að koma í veg fyrir að vopn bærust inn í flugvélar. Flugmenn verði vopnaðir Washington. AFP. MIKIÐ öngþveiti varð á Sikiley í fyrrinótt þegar jarðskjálfti reið yfir eyjuna, sá öflugasti í tuttugu ár. Þrír menn slösuðust og þúsundir manna þustu út á götur borga og bæja þegar skjálftinn reið yfir en hann mældist 5,6 á Richter. Upptök skjálftans voru um 40 km norðaustur af hafnarborginni Pal- ermo, úti í miðju hafi. Hann reið yfir um klukkan hálftvö að íslenskum tíma í fyrrinótt. Voru því flestir í fasta- svefni og fáir á ferli, sem fjölmiðlar sögðu að hefði komið í veg fyrir meiri mannskaða. Skemmdir af völdum skjálftans voru ennfremur litlar. Skjálftinn fannst um alla Sikiley og víða vaknaði fólk og þusti út á götur. Honum fylgdu tveir stórir eftir- skjálftar og meira en 70 smáskjálftar en undir morgun var allt orðið rólegt á ný. Þrír slösuð- ust í skjálfta á Sikiley ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.