Morgunblaðið - 07.09.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 07.09.2002, Síða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 33 ÞAÐ skar í hjartað ákallið, sem birtist í Morgunblaðinu 27. ágúst sl. frá einum elsta og virtasta listmálara þjóðarinnar, Kjartani Guðjónssyni, vegna þess að hvergi er lengur hægt að sækja um sýn- ingaraðstöðu í hinum opinberu sýningarsöl- um. Og víst er að list- fræðingarnir, sem flestu ráða á sviði myndlistar í landinu, viðurkenna ekki þær staðreyndir, er fram koma í grein Kjartans. Stjórnmála- mennirnir sem altaf tala af svo miklum fjálgleik um menn- inguna hafa afsalað sér lögbundnum völdum til svokallaðra „sérfræðinga“ á sviði myndlistar. Ekki er hægt að koma auga á að neitt eftirlit sé haft með framferði þeirra frá ári til árs. Á árinu 1991 voru nokkur blaðaskrif vegna greinar, sem undirritaður skrif- aði í Morgunblaðið, undir fyrirsögn- inni „Er verið að eyðileggja Kjarvals- staði?“. Greinin sú gæti verið skrifuð í dag, því ef eitthvað er þá hafa hlut- irnir versnað. Afmenntunarstefna sér- fræðinganna og fylgifiska þeirra í krafti opinberra peninga hefur virkað sérlega vel, sem lýsir sér í algjöru áhugaleysi almennings og doða mynd- listarmanna. Viðbrögð forstöðumanna hinna opinberu myndlistarstofnana eru að þegja þegar þeir verða fyrir gagnrýni. Hannes Sigurðsson list- fræðingur, sem ræður yfir Listasafni Akureyrar, fullyrti í útvarpsviðtali á útvarpsstöðinni Sögu nýlega að ís- lenskir myndlistarmenn hefðu hætt að mála um 1960 og bætti um betur með því að reyna að gera lítið úr Fær- eyingum, því þeir væru enn að mála málverk. Þessi ummæli lýsa í hnot- skurn þeim viðhorfum og þeirri stefnu, sem rekin er í opinberum sýn- ingarsölum þessa lands og ef marka má af máli manna og greinaskrifum Braga Ásgeirssonar nú nýverið um Listaháskóla Íslands hefur allri hefð- bundinni myndlistarfræðslu verið ýtt út af borðinu. Heilaþvottur í anda sértrúasafnaða tekinn við sem skilar nemendum ráð- villtum út í þjóðfélagið. Það er einnig mjög alvarlegt mál hvernig forstöðu- maður Listasafns Íslands, Ólafur Kvaran listfræðingur, fær óátalið að falsa lista- söguna að eigin geð- þótta eftir formúlunni að málverkið hætti nán- ast að vera til eftir 1960. Söguskoðun hans fær engan veginn staðist á þeirri sýningu sem stað- ið hefur yfir í sumar og á að sýna yfirlit yfir ís- lenska myndlist á seinni hluta 20. aldar. Að draga fjöður yfir heila kynslóð íslenskra málara sem mikið hafa komið við sögu íslenskr- ar myndlistar lýsir annðhvort algjöru virð- ingarleysi við staðreyndir eða þá til- finningalegum viðbrögðum við gagn- rýni, sem komið hafa fram á hendur honum frá nokkrum málurum af þess- ari kynslóð. Væl hans um peninga- leysi hefur ekkert með þessi mál að gera. Stjórn Listasafns Íslands með Knút Bruun lögfræðing í broddi fylk- ingar virðist ekki bera meiri ábyrgð á starfsemi safnsins en að mæta á opn- unum og skála í hvítvíni. Já, mikil er ábyrgð stjórnmálamannanna og hvernig væri nú að athuga með allt það fé sem ofangreindir aðilar fá að ráðstafa í rétttrúnað sinn að ég tali nú ekki um úthlutun starfslauna. Það liggur við að taka megi undir með Heimdellingum um að leggja af stuðn- ing við listir. Leyfa listamönnum að keppa á jafnréttisgrundvelli. Örva má myndlistir á margan annan hátt en með því að láta klíkunefndir úthluta til vina, skoðanabræðra og -systra. Spor í þá átt var ágæt þingsálykt- unartillaga Ágústar Einarssonar, fv. alþingismanns, um stuðning við listir og vísindi í gegnum skattakerfið. Eins og málum er nú háttað elur stuðn- ingur við myndlistir ekki á neinu öðru en sundrungu og ójöfnuði meðal myndlistarmanna og spurningin er hvort ekki sé verið að brjóta lög um samkeppni við það að búa til atvinnu- grundvöll fyrir suma og aðra ekki. Þessi ójöfnuður að viðbættri útilokun til sýningarhalds í sýningarsölum, sem standa undir nafni og listfræðing- arnir ráða í krafti áhugalausra stjórna og nefnda, er hægt og bítandi að draga allan móð úr listmálurum og stórhættulegt lifandi listsköpun í landinu. Allt tal um að það þurfi fleiri stóra opinbera sýningarsali fær ekki staðist. Betra væri að breytt væri um stefnu og þeir glæsilegu salir, sem fyrir eru væru opnaðir fyrir umsókn- um frá öllum starfandi listamönnum, einnig listmálurum. Sem hugmynd gæti þriggja manna sýningarnefnd, sem skipuð væri til eins árs í senn, val- ið úr og úthlutað sýningartíma til listamanna. Ég hef nýverið kynnt mér menn- ingarstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var á síðastliðnu ári. Þar kemur fram mjög svo jákvæður tónn um ýmiskonar stuðning við listir og að borgarbúum og öðrum gestum sé gert kleift að „fylgjast með því sem er að gerjast í myndlist“. En hefur það ver- ið svo? Því miður ekki og ástæða þess sú að listfræðingarnir sem farið hafa með stjórn sýningarsalanna bæði Kjarvalsstaða og Listasafns Reykja- víkur hafa haft það í hendi sér hverj- um er boðið að sýna og hverjum ekki. Í áðurnefndri menningarmálastefnu er hvergi minnst á að þessi háttur skuli vera á. Því segi ég opnið aftur fyrir umsóknir að sýningarsölunum, bjóðið út sýningar til verktaka, sýnið öldruðum myndlistarmönnum þá virð- ingu, sem þeim ber á annan hátt en kom fram í þeim hrokafullu svörum er listfræðingarnir gáfu við opnu bréfi Kjartans Guðjónssonar til borgar- stjórnar Reykjavíkur. Ég er bjart- sýnn á að nýskipaður formaður menn- ingarmálanefndar Reykjavíkur, Stefán Jón Hafstein, muni taka á þessum málum af festu eftir að hafa lesið svar hans við bréfi Kjartans. Það ástand sem nú ríkir í sýningarmálum íslenskra listmálara er með öllu óvið- unandi og alls ekki í anda þeirrar menningarmálastefnu sem Reykja- víkurborg hefur gefið út. Listmálarar í vanda Einar Hákonarson Myndlist Stuðningur við mynd- listir, segir Einar Há- konarson, elur ekki á neinu öðru en sundr- ungu og ójöfnuði meðal myndlistarmanna. Höfundur er listmálari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.