Morgunblaðið - 07.09.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.09.2002, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H INN 11. september verður þess minnst, að liðið er eitt ár frá hinni hryllilegu árás á tvíburaturnana í New York og Penta- gon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna, í Washington. Minningu þúsund- anna, sem týndu lífi, verður sýnd virðing og þeir hylltir, sem drýgðu hetjudáð við ótrúlegar aðstæður. Öll eigum við minningu um, hvar við vorum, þegar við heyrðum fréttirnar þennan örlagaríka dag, hver og einn rifjar það upp með sjálfum sér, sem þá gerðist, þótt hann væri víðsfjarri eyðileggingunni, eldhafinu og mannfallinu. Við vitum, að heimsmyndin breyttist við þessi voða- verk, þó er enn ekki unnt að gera sér fulla grein fyrir því á hvern veg. Samúðarbylgjan í garð bandarísku þjóðarinnar var mikil og á ótrúlega skömmum tíma tókst Bandaríkjastjórn undir forystu George W. Bush forseta að sameina þjóðir heims til virkrar andstöðu við hryðjuverkamennina. Nutu ákvarðanir um að ráð- ast á Afganistan og koma talibönum frá völdum, trú- arofstækismönnunum, sem veittu hryðjuverkasamtök- unum al-Qaeda og Osama bin Laden, foringja þeirra, skjól. Þeir voru margir, sem spáðu því, áður en látið var til skarar skríða gegn talíbanastjórninni, að árás á hana leiddi til óróa og uppreisnar í arabaheiminum og öðrum löndum múslíma. Ný heimsstyrjöld milli ólíkra menn- ingarheima væri yfirvofandi. Daglegu lífi í Bandaríkj- unum yrði stefnt í voða. Þær spár hafa ekki ræst, þvert á móti studdu öflugir forystumenn múslímaríkja að- gerðir Bandaríkjamanna og munar þar ekki minnst um afstöðu Pervez Musharrafs, forseta Pakistans, næsta nágranna Afganistans, sem telur enn of snemmt fyrir Bandaríkjaher að draga saman seglin í Afganistan. Hernaðurinn í Afganistan sannaði enn, að Bandaríkin eru öflugasta herveldi heims. Þótt 5. grein Atlantshafs- sáttmálans, stofnskrár Atlantshafsbandalagsins (NATO), um að árás á einn sé árás á alla, hafi verið virkjuð í fyrsta sinn í sögunni eftir árásina á Bandaríkin, hefur ekki komið til sameiginlegra hernaðaraðgerða á vegum bandalagsins í tilefni af árásinni 11. september. Þvert á móti mátu Bandaríkjamenn það svo eftir reynslu sína af þátttöku í sameiginlegum NATO- hernaðaraðgerðum í Júgóslavíu fyrrverandi, að þeir ættu einir að eiga síðasta orðið um beitingu herafla síns í Afganistan. x x x Stríð gegn hryðjuverkahópum er allt anna sá hernaður, sem heimurinn hefur áður kynn semi hryðjuverkahópa hefur einnig breyst fr um kalda stríðsins, þegar þeir gátu næsta öru skjóls innan landamæra einstakra ríkja, eins Þýskalands í Evrópu. Eitt af því fyrsta, sem t Bandaríkjastjórnar sögðu eftir árásina 11. se var, að ekki yrði látið við það sitja að hafa hen þeirra, sem illvirkið unnu, heldur yrðu þær rí sem veittu ódæðismönnum skjól, látnar gjald Skýrasta dæmið um framkvæmd þessarar í Afganistan. Bandaríkjastjórn hefur hins veg látið að sér kveða annars staðar, þar sem tali angar al-Qaeda teygi sig. Donald H. Rumsfel armálaráðherra Bandaríkjanna, segir, að hið asta við nýja andstæðinga Bandaríkjanna sé, fljóti um allt. Hryðjuverkasamtök starfi án ti landamæra, höfuðstöðva eða hefðbundins her fylgist náið með ráðstöfunum Bandaríkjaman sér og hagi starfsemi sinni í samræmi við það Hryðjuverkum fjölgar um heim allan. Á mi 1968 og 1989 voru að meðaltali unnin 1.673 hr ári, en á árunum 1990 til 1996 eftir að kalda s fjölgaði hryðjuverkum um 162% (urðu 4.389 á síðari ár hefur þessum ódæðisverkum enn fjö beinast þau frekar gegn almenningi en opinb ilum. Fimmtíu þúsund manns féllu fyrir hend verkamanna á milli 1990 og 1996. Til að bregðast við þessum hættum þarf að öryggisráðstafana, sem eru allt annars eðlis e skipulag varna þjóðríkja, til dæmis á tímum k stríðsins. Sameina verður krafta þeirra, sem gæslu, starfa í utanríkisþjónustunni, sinna nj fjármálaeftirliti á annan veg en áður hefur ve Eftir 11. september hefur verið leitast við að þjóðasamstarf á þessum sviðum og í Bandarí hafa verið gerðar ráðstafanir til að tryggja in með því að endurskipuleggja stjórnkerfi ríkis x x x Forysta Bandaríkjastjórnar í baráttunni v verkamenn er óvtíræð. George W. Bush hefu dregið ríki í óvinadilk Bandaríkjanna og kalla möndulveldi hins illa. Eitt þessara ríkja, Írak VETTVANGUR Eftirleikur 11. septe Eftir Björn Bjarnason Á ÞVÍ ári sem liðið er frá hryðju- verkaárásunum ellefta septem- ber hafa spurningar um Íslam, eðli trúarinnar, sérstöðu og þá ógn sem Vesturlöndum stafar hugsanlega af henni verið í sviðsljósi fræði- legrar og pólitískrar umræðu. Á meðan helstu átök tuttugustu aldarinnar við fas- isma, kommúnisma og aðra „isma“ voru fyrst og fremst hugmyndafræðilegs eðlis beindu hryðjuverkin í september í fyrra kastljósinu á nýjan leik að „menningarstyrj- öldum“ og árekstrum „menningarheima“. Múslimar staðhæfa gjarnan að vegna þess að ein af fimm frumskyldum múslima sé Zakat (að hjálpa fátækum) snúist íslamskt þjóðfélag ekki eins mikið um grunnein- inguna, sem takmarkar ójöfnuð og fé- lagslega útskúfun. Á sama tíma líta margir á Vesturlöndum svo á að íslamstrú takmarki einstaklingsfrelsi, ekki síst kvenfrelsi. Staðreyndir virðast renna stoðum undir þessar fullyrðingar. Í ríkjum múslíma er yf- irleitt minna um ójöfnuð og afbrot (sem er ágætur mælikvarði á félagslega útskúfun) en í öðrum þjóðfélögum þar sem efnahagsþróun er á svipuðu stigi, t.d. í hinni kaþólsku Róm- önsku-Ameríku. En getur köld tölfræði um meðaltekjur sagt okkur eitthvað sem skiptir máli? Ekki ef marka má stjórnmálafræðinginn Francis Fukuyama, sem segir að tiltekin fé- lagsleg útkoma (þar á meðal tekjur) sé af- leiðing þess að ríki séu á ólíkum stigum nú- tímavæðingarferlis, þar sem öll þjóðfélög séu að færast í átt að algildum gildum. Samuel Huntington við Harvard-háskóla tel- ur einnig að samanburður af þessu tagi sé misvísandi en er þó ekki sammála greiningu Fukuyama. Huntington lítur svo á að myrk öfl séu að störfum innan íslam, að hin félagslega út- koma íslams endurspegli ekki stöðu ísl- amskra þjóðfélaga varðandi nútímavæðingu heldur kennisetningar trúarinnar. Þar sem Íslam byggist á messíanískum samruna hinna pólitísku, trúarlegu og menningarlegu vídda, segir Huntington, er árekstur Vest- urlanda og íslams óhjákvæmilegur þar sem kerfin eru ósamrýmanleg í grundvallaratrið- um. En ef við viljum komast að því hvaða hlutverki trúarbrögð á borð við íslam gegna við að ákveða grundvallarform samfélags er vissulega hætta á því að við leiðumst inn á villigötur með því að bera saman ólík ríki eða heimssvæði. Við verðum að líta á einstak- linga í einstökum ríkjum til að skilja hið sanna afl „íslamskra gilda“ þegar kemur að mótun samfélagsins. Til að takast þetta verð- um við að hafa ríki þar sem eru skýr trúarleg skil á milli íslam og kristni og takmarkað samneyti á milli félagslegra hópa, ólíkt því sem á við í hinum bandaríska suðupotti. Í tveimur rannsóknum, sem ég hef gert ásamt starfsbræðrum við Beirút-háskóla, er Líbanon notað til að kanna tengsl trúar- bragða o einkenna fram yfir Líbanon e þar sem þ sem eru uppi stra landamör Raunar sem skipt telja sig v og telja s ingarlega um. Við kön brögð þei ólskra), sú Eru íslömsk gildi Eftir Ugo Panizzi ©The Project Syndicate. Múslimar liggja á bæn í moskunni í Bagdad. Greinarh BAUGUR OG ARCADIA Það þarf sterkt innsæi og dirfskutil þess að ná þeim árangri á al-þjóðlegum hlutabréfamarkaði, sem forráðamenn Baugs hafa náð með viðskiptum sínum með hlutabréf í brezku verzlunarkeðjunni Arcadia. Samkvæmt tilkynningu, sem Baugur sendi frá sér í gær, mun hagnaður fé- lagsins af þessum viðskiptum nema um 8 milljörðum króna eftir skatta og þeg- ar kostnaður hefur verið greiddur. Þetta er annar mesti hagnaður, sem ís- lenzkir kaupsýslumenn hafa náð í við- skiptum á alþjóðavettvangi. Björgólf- ur Guðmundsson og samstarfsmenn hans seldu bjórverksmiðju í Rússlandi fyrir 40 milljarða króna og þótt ekki hafi verið gefið upp hver nettóhagn- aður þeirra var af þeirri sölu má gera ráð fyrir, að hann hafi verið umtals- verður. Þessi miklu viðskipti sýna, að ís- lenzkir kaupsýslumenn búa nú yfir því sjálfstrausti, sem þarf til að stunda viðskipti á hinum alþjóðlega markaði, en þeir búa líka augljóslega yfir þekk- ingu og þori og hafa ákveðna framtíð- arsýn, sem vísar þeim veginn. Forráðamenn Baugs náðu ekki öll- um markmiðum sínum í þessum við- skiptum. Þeir náðu ekki samningum um kaup á ákveðnum verzlunum, sem hafa tilheyrt Arcadia. Enginn nær öllu fram í samningum og miðað við þann hagnað, sem hluthafar Baugs hafa náð, þurfa forsvarsmenn Baugs ekki að vera óánægðir með frammistöðu sína, þótt allt hafi ekki fengizt fram, sem að var stefnt. Í opinberum umræðum hér á Íslandi að undanförnu hafa forráðamenn Baugs kvartað undan því, að efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra hafi gert húsleit í húsakynnum fyrirtækis- ins á sama tíma og þeir hafi staðið í við- kvæmum samningaumræðum og að húsleitin hafi valdið þeim milljarða tjóni. Þeir hafa jafnvel haft á orði að krefjast skaðabóta af hálfu hins opin- bera. Nú er það staðreynd, að húsleit í fyr- irtækjum er orðin algengari hér en áð- ur var. Þannig hafa öll olíufélögin mátt sæta húsleit, sem forsvarsmönnum þeirra þótti afar harkaleg af hálfu Samkeppnisstofnunar eins og fram kom í ummælum þeirra á sínum tíma. Eftir að húsleitin var gerð hjá Baugi gerðu starfsmenn Samkeppnisstofn- unar húsleit hjá Eimskipafélagi Ís- lands hf., sem hefur verið eitt af grund- vallarfyrirtækjum þjóðarinnar í tæpa öld. Fyrr á þessu ári gerði skattrann- sóknarstjóri húsleit hjá Norðurljósum hf. vegna rannsóknar, sem beindist að stjórnarformanni fyrirtækisins. Þess ber þó að gæta að sá grundvall- armunur er á slíkum aðgerðum efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og t.d. Samkeppnisstofnunar að ríkis- lögreglustjóraembættið rannsakar meint sakamál en Samkeppnisstofnun meint brot á samkeppnislögum. Þegar horft er til þeirra fyrirtækja, sem húsleit hefur verið gerð hjá, er engin leið að halda því fram, að þar sé einhver mannamunur á ferð. Þvert á móti er ljóst, að eitt gengur yfir alla, bæði gömul fyrirtæki og ný. Húsleit Samkeppnisstofnunar hjá Eimskipafélagi Íslands er gerð í kjöl- far kæru frá keppinaut, Samskipum hf. Húsleit efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra hjá Baugi er gerð í kjölfar ásakana, sem bornar hafa verið fram á forráðamenn Baugs af aðila, sem lengi hefur átt viðskipti við fyrirtækið. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra á engan annan kost en fylgja þeirri kæru eftir, sem lögð er fyrir embættið, sé hún byggð á gögnum, sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Það er einfaldlega skylda þess lögum samkvæmt. Rannsóknin sem slík getur svo leitt til þeirrar niðurstöðu, að ekki sé tilefni til neinna athugasemda. Ef opinberar eftirlitsstofnanir, hvort sem um er að ræða Fjármálaeft- irlit, Samkeppnisstofnun, Skattrann- sóknarstjóra eða efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, telja tilefni til slíkra aðgerða á grundvelli gagna og upplýsinga, sem þessir aðilar hafa undir höndum, hljóta þessir aðilar að fylgja þessum skyldum sínum eftir samkvæmt eigin tímaáætlun en ekki út frá hugsanlegum viðskiptahagsmunum þeirra fyrirtækja, sem í hlut eiga. Það gefur augaleið, að húsleit á veg- um opinberra aðila hjá fyrirtækjum kemur sér afar illa fyrir fyrirtækin hvenær sem er og hvernig sem á stend- ur. En það ber jafnframt að hafa í huga að sérhver er saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Þess vegna er frá- leitt að líta svo á fyrirfram, að forráða- menn olíufélaganna þriggja, eða Eim- skipafélags Íslands séu sekir um brot á samkeppnislögum eða forráðamenn Baugs um brot á öðrum lögum ein- göngu vegna þess, að húsleit hefur ver- ið framkvæmd hjá fyrirtækjunum. Það sem skiptir máli fyrir fyrirtæki í þessari stöðu er einfaldlega að taka þátt í því með þeirri opinberu eftirlits- stofnun, sem um er að ræða, að upp- lýsa mál. Viðskiptamál geta verið mjög flókin og þar blasir veruleikinn ekki alltaf við. Í ljósi framangreindra sjónarmiða er ljóst að gagnrýni á lögregluyfirvöld af þessum sökum er ekki réttmæt. Lögreglan er að sinna skyldu sinni. Fyrirtækin taka til varna eins og eðlilegt er og leita þeirra úrræða, sem þau geta fyrir dómstólum. Þar er gert út um hin lögfræðilegu deiluefni. Í því sambandi má heldur ekki gleyma því, að hvorki efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra né Samkeppnisstofnun geta framkvæmt húsleit án þess að fá fyrst heimild héraðsdómara til þess og til þess að fá þá heimild þarf að leggja fyrir héraðsdómara gögn, sem rétt- læta slíka aðgerð. Það er áleitið umhugsunarefni út frá sjónarhóli almannahagsmuna, að ís- lenzkt viðskiptalíf er orðið svo flókið og víðfeðmt, að það þarf bæði fjármuni, mannskap og þekkingu til þess að fylgja því eftirliti eftir, sem til er ætl- ast lögum samkvæmt. Og það er mikill misskilningur að halda að markaður- inn stjórni sér sjálfur og hreinsi út þau mistök, sem verða. Bandaríkin eru skýrasta dæmið um það, hvað við- skiptalífið þarf sterkt aðhald. Það á ekki síður við hér en þar. Og alveg ljóst að Alþingi og ríkisstjórn verða að sjá til þess að opinberar eftirlitsstofnanir hafi það bolmagn, sem þær þurfa á að halda til að sinna skyldum sínum. Engar ásakanir hafa verið bornar fram á forráðamenn Baugs vegna samninganna um Arcadia. Þar er þvert á móti um viðskiptalegt afrek að ræða, sem unnið hefur verið að töluverðu leyti fyrir opnum tjöldum og þeir, starfsmenn fyrirtækisins og hluthafar hljóta að fagna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.