Morgunblaðið - 07.09.2002, Síða 48

Morgunblaðið - 07.09.2002, Síða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Útför frænda míns, Ásgeirs Hösk- uldssonar frá Tungu, fer fram í dag frá Melgraseyrarkirkju við Ísafjarð- ardjúp þar sem hann verður lagður til hinstu hvíldar hjá foreldrum sín- um, eiginkonu og þremur börnum. Það sem ekki brýtur mann, styrkir mann, var eitt sinn sagt við mig og það átti svo sannarlega við um hann frænda minn því sterkari persónu- leika hef ég ekki kynnst. Hann fór það sem hann ætlaði sér. Ég man eft- ir því sem krakki að oft fórum við feðginin ásamt Ásgeiri frænda í fjall- göngu á sunnudagsmorgnum snemma því ekki voru þeir bræður mikið fyrir að sofa út. Einn sunnu- ÁSGEIR HÖSKULDSSON ✝ Ásgeir Höskulds-son fæddist á Hallsstöðum í Naut- eyrarhreppi við Ísa- fjarðardjúp 4. októ- ber 1916. Hann lést á Landspítalanum Landakoti 21. ágúst síðastliðinn. Minn- ingarathöfn um Ás- geir fór fram í Lang- holtskirkju 30. ágúst. Útför hans verður gerð frá Melgraseyrarkirkju við Ísafjarðardjúp í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. dagsmorguninn geng- um við á Vífilsfellið og þegar upp var komið stóðum við fyrir framan þverhníptan klett en þessi klettur var hæsti tindurinn. Það var möguleiki að komast aðeins ofar með því að fara aftur fyrir og það- an uppá smá hól. Þessa leið fórum við feðginin en þegar við komum upp á hólinn kallaði frændi til okkar frá hæsta klettinum, hann ætlaði sér alla leið og komst á toppinn, þaðan sem hann lýsti fyrir okkur ægifögru útsýninu. Náttúran er einskis virði ef hún heit- ir ekki neitt og það var ekki komið að tómum kofunum í þeim efnum hjá þeim Tungubræðrum, ekki bara fékk ég að vita nöfnin á fjöllunum í kring heldur fylgdu með sögur um það hvernig nöfnin voru tilkomin með til- vísunum í Íslendingasögurnar og ein- hver vísubrot var farið með. Einu sinni á sunnudagsmorgni vorum við á leið til Þorlákshafnar, ég og vinkona mín í bílnum hjá pabba, en Ásgeir frændi ók á eftir okkur á sínum bíl, ekki man ég nákvæmlega hvert erindið var en þetta var stuttu eftir gosið í Eyjum og við vorum í einhverjum björgunarleiðangri. Alla- vega, þegar við vorum komin í Þor- lákshöfn og búin að bíða þar smá- stund eftir Ásgeiri frænda, fórum við að ókyrrast og ákváðum að aka til baka á móti honum, það gæti hafa sprungið á bílnum hans. Við vorum ekki komin langt þegar við mættum honum, hann fór hægt, enda bíllin al- veg í köku, hann hafði oltið heilan hring, en hann kom niður á hjólunum svo Ásgeir frændi hélt bara áfram og við kláruðum erindi okkar á staðn- um, en mig minnir að bíllinn hans hafi orðið eftir í Þorlákshöfn. Ásgeir frændi var vel lesinn og fróður um alla hluti, hann hafði ferðast víða og dvaldi stundum lengi enda synir hans báðir búsettir er- lendis, Ásgeir í Danmörku og Hösk- uldur bæði í Frakklandi og Englandi. Hann naut þess að fylgjast með barnabörnunum sínum. Ásgeir frændi var virðulegur í fasi og lagði mikið uppúr því að vera vel klæddur. Síðast þegar ég sá hann uppáklæddan var hann í svörtum jakkafötum með hvítan trefil, hann minnti mig á franskan greifa. Við vorum að fara á tónleika hjá bróð- urdóttur hans, Sigríði Aðalsteins- dóttur, en hann fór á alla hennar tón- leika sem hann mögulega gat. Sigga söng við minningarathöfn Ásgeirs frænda sl. föstudag og mikið held ég að það hafi glatt hann frænda minn. Ég vil senda ykkur bræðrum, Ás- geir og Höskuldur, eiginkonum ykk- ar og börnum samúðarkveðjur. Elsku pabbi, þú hefur misst mikinn félaga og votta ég þér samúð mína. Ingibjörg Petra Guðmundsdóttir. Ég ætlaði svo sannarlega að vera við minningarathöfn í Langholts- kirkju, um kæran vin og vinnufélaga Ásgeir Höskuldsson, en mjög skyndilega breyttust aðstæður og ég komst ekki, því miður. Ég vona, kæri vinur, að þú og þínir fyrirgefi mér það. Ég kynntist Ásgeiri fyrir 33 ár- um, þá var hann póstvarðstjóri í póst- hólfadeild aðalpósthússins í Reykja- vík. Við urðum fljótt vinir, báðir mjög rótttækir. Ásgeir var fluggáfaður og vissi nánast um allt og alla hluti. Hann gat verið geysilega skemmti- legur, við sérstakar aðstæður, í glaum og gleði. Við fórum saman á norrænt póstmannaþing, ásamt hópi ágætra félaga úr Póstmannafélagi Íslands. Póstmannaþingið var haldið í Kaupmannahöfn. Í móttöku, þar sem mikill fjöldi gesta var, virtist Ásgeir þekkja flesta og flestir heilsuðu honum hlýlega, þá var minn maður í essinu sínu. Við fór- um saman á Ólympíuleikana í Moskvu, þar var Ásgeir vel kunnug- ur. Ég man að eitt sinn kom löng lim- ósína sem stoppaði við hótelið sem við vorum á. Út steig einn af ráðherr- um Sovétríkjanna, og féllust þeir í faðma ráðherrann og Ásgeir. Eftir þetta heilsuðu hermenn sem voru við hótelið Ásgeiri að hermannasið og dyraverðir lutu niður í gólf. Ég held að félaga hafi líkað þetta vel. Síðar meir fórum við víða um Evr- ópu í bílaleigubíl, að sjálfsögðu var Ásgeir fararstjórinn, og hvar sem við komum, þuldi hann upp sögu stað- arins. Það eitt var mér fávísum manni ógleymanlegt. Ásgeir var formaður Póstmannafélags Íslands og eins og allir formenn vann hann að bættum kjörum póstmanna. Hann var einnig bæjarfulltrúi fyrir Alþýðubandalag- ið. En sjúkrasaga Ásgeirs var hrika- leg, hann var með annan fótinn á spítölum árum saman, stundum kom- inn heim í Austurbrún 6, stuttu síðar aftur á spítala. Mér fannst það furðu- legt, að það var eins og hann kættist allur er hann var kominn inn á spít- ala. Eftir á að hyggja, er hægt að skilja hann, öryggið og frábær umönnun á öllum spítölum fannst honum mikill kostur. Eftir að hann komst á Landakot var hann alsæll, enda hugsaði Erla Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur um hann af mik- illi hlýju og ástúð. Ég tók eftir því að Ásgeir lifnaði allur við, þegar Erla kom inn á stofu hans. Elsa Þórisdóttir, kona Hösk- uldar, lét sér mjög annt um hann, og sá um öll hans mál, ég veit að það gladdi hann mjög. Elsa sýndi honum ávallt mikla hlýju, sem var honum mikils virði. Ég vissi að það gladdi hann mjög, þegar gott fólk heimsótti hann. Milli hans og Guðmundar bróður hans var ljúft og gott samband, enda báðir heiðursmenn. Ég kveð þig nú, kæri vinur og fé- lagi, ég á svo margar fallegar minn- ingar um þig, að þú gleymist ekki. Ég votta sérstaklega Guðmundi bróður hans, Höskuldi og Ásgeiri og fjöl- skyldum mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning um Ásgeir vin minn og félaga. Vilhjálmur K. Sigurðsson. ✝ Hjörtína Tómas-dóttir fæddist að Bjarnastöðum í Blönduhlíð 25. ágúst 1906. Hún andaðist á Dvalarheimili aldr- aðra við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Tómas G. Björnsson, bóndi að Spáná í Unadal, o.v. f. 3. maí 1873, d. 4. maí 1951, og Ingileif R. Jónsdóttir f. 6. júní 1877, d. 14. maí 1959. Hjörtína var þriðja í röðinni af sjö systkinum. Hjörtína giftist Márusi Guðmundssyni frá Illugastöðum í Flókadal, f. 25. júlí 1902, d. 18. nóvember 1982. Börn þeirra eru: 1) Halldóra, búsett á Hofsósi, gift Ingólfi Sigmarssyni, hann er látinn. 2) Guðmundur, búsett- ur í Varmahlíð, kvæntur Nönnu Hall- grímsdóttur. 3) Sig- ríður, búsett í Hjalta- staðahvammi, gift Þorsteini Sigurðs- syni. 4) Sigurbjörg, búsett á Akranesi, gift Sveini Hjálmars- syni. 5) Tómas, var giftur Þórdísi Jóns- dóttur þau slitu sam- vistir, hann er látinn. 6) Þrúður, búsett í Reykjavík, gift Ágústi Björnssyni. 7) Salbjörg, búsett á Sauðárkróki, gift Bjarna Gíslasyni. Útför Hjörtínu verður gerð frá Flugumýrarkirkju í Blönduhlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Eftir giftinguna eru Márus og Hjörtína á ýmsum bæjum í Blöndu- hlíð, Þverá, Hjaltastöðum, Frosta- stöðum og Ystu-Grund. Á þessum bæjum eru þau ýmist leiguliðar eða í húsmennsku. Lengst voru þau á Ystu-Grund, leigðu jörðina af þeim Frostastaðahjónum Magnúsi og Kristínu, þeim hjónum sem þau vildu taka sér til fyrirmyndar á sem flestan hátt. Árið 1944 ráðast þau í að kaupa jörðina Bjarnastaði og má segja að þá hafi lokið vissum kafla í lífi þeirra, þau voru komin heim. Á Bjarnastöðum áttu þau heima æ síð- an. Þau voru aldrei með neitt stórbú, a.m.k. ekki á nútíðarmæli- kvarða, en notadrjúgt samt. Fór það saman hjá þeim báðum, afburða dugnaður, snyrtimennska og ást til jarðarinnar. Márus lést eftir skamma legu á Sjúkrahúsi Skagfirðinga hinn 18. nóvember 1982. Það var þungt áfall fyrir Hjörtínu, hún bognaði samt ekki. Árið 1950 urðu þau fyrir miklu áfalli, þegar bærinn á Bjarnastöð- um brann til kaldra kola. Engu varð bjargað, aðeins fötunum, sem fólkið stóð í. Góðir grannar voru þá til staðar og hjálpuðu til eftir megni. Þetta gerðist að vorlagi, um haustið var komið nýtt, steinsteypt hús. Hjörtína mundi tímana tvenna enda lifði hún langa ævi, hartnær heila öld. Heilsuhraust var hún allt fram undir hið síðasta en óstyrks í fótum var farið að gæta. Fyrir tæp- um tveimur árum vistaðist hún á Dvalarheimili aldraðra við Sjúkra- húsið á Sauðárkróki og þar lést hún 26. ágúst sl. þá nýorðin 96 ára. Ég kynntist henni ekki fyrr en hún var komin yfir miðjan aldur. Fyrstu kynni mín af henni voru þannig að mér fannst hún hrjúf og kaldlynd nokkuð, og kann fleirum að hafa fundist það sama, en þetta var aðeins á ytraborðinu, klaka- brynja sem þiðnaði fljótt við nánari kynni og stutt í glettnina. Hún var sívinnandi, og féll aldrei verk úr hendi. Aldrei kom ég svo í heimsókn til hennar á Sjúkrahúsið að hún sæti ekki ýmist við prjóna eða útsaum. Hún las óhemjumikið og má segja allt sem hún náði til, enda var hún lítt farin að missa sjón þá hún féll frá. Hún las blöðin, tímarit og bæk- ur. Uppáhaldslesning hennar var ýmiskonar gamall fróðleikur. Hún var hagmælt vel sem og systkini hennar öll, en flíkaði því lítt. Hún var sterkgreind og stálminnug og hafsjór af fróðleik löngu liðinna ára. Hún var sterk. Ekki voru alltaf sólskinsstundir á langri ævi, það fékk Hjörtína að reyna ekki síður en aðrir. Mestu áföllin voru þegar elsta barnabarn hennar lést, þá full- orðinn; hún missti mann sinn og síð- astliðið sumar missti hún ástkæran son sinn. Það ætla ég að hafi verið hennar mesti harmur á lífsleiðinni, aldraðri móður. En – hún bognaði ekki. En samt varð hún að hlíta því sem okkur öll- um er áskapað að „brotna í bylnum stóra, seinast“. Blessuð sé minning þín. Bjarni Gíslason. Vinnan var mér áður kær víst er í skjólin fokið. En bráðum kemur hvíldin kær og hversdagsönnum lokið. (Hjörtína Tómasdóttir.) Á kveðjustundu kemur þessi vísa ömmu minnar upp í huga mér. Hjá okkur öllum er hvíldin kær og ekki síst þegar aldurinn er orðinn hár. Amma varð 96 ára sunnudaginn 25. ágúst, lést að morgni mánudagsins 26. ágústs. Víst er þetta ansi hár aldur og þakkarvert að hún skyldi fá að halda heilsu sinni og þreki svo til fram að síðasta degi. Hún var stálminnug á allt og fylgdist vel með öllu sínu fólki sem er orðinn stór hópur. Amma gat lesið og gert handavinnu sína, s.s. saumað út og prjónað allt til hinsta dags. Síðast- liðin tvö ár hefur hún verið vistmað- ur á Dvalarheimili aldraðra á Sauð- árkróki. Minningar streyma fram og efst eru mér í huga sumrin sem ég var á Bjarnastöðum hjá afa og ömmu. Afi vann í brúarvinnu á sumrin og var mikið í burtu, þá vorum við syst- urnar hjá ömmu. Amma var ákveðin kona, hafði sínar skoðanir sem ekk- ert varð hnikað ef svo bar við. Samt var hún sanngjörn, ákaflega verk- lagin og snyrtimennska hennar var mikil. Barngóð var hún og hændust öll börn að henni enda var þolin- mæði hennar einstök við okkur krakkana, sama hversu mikið var umleikis hjá henni, alltaf hafði hún tíma fyrir okkur. Öll spilin sem hún kenndi okkur og spilagaldrarnir, og hver man ekki eftir öllum ævintýr- unum og þulunum sem hún kunni og sagði okkur frá. Smjörbitli, Fóu feykirófu o.fl. og bækurnar um Dísu ljósálf, Alfinn álfakonung og Rauð- grana – oft var hún búin að lesa þær fyrir okkur og aldrei fengum við nóg. Amma var alvel bráðstríðin og ósjaldan var hún búin að láta okkur hlaupa og gera eitthvað sem var sauðmeinlaust, en mikið gátum við alltaf hlegið með henni á eftir. Amma hafði mikla ánægju af lestri góðra bóka og var hafsjór af fróðleik. Þær eru ófáar vísurnar sem hún hefur sett saman í gegnum árin en lítt vildi hún flíka þeim. Elsku amma, ég vildi að ég ætti miklu, miklu fleiri vísur eftir þig en þú varst búin að skrifa nokkrar nið- ur í bækur og gefa mér – en ég átti bara að eiga þær fyrir mig – því ekki fannst þér þetta vera það merkilegur skáldskapur. Það er ekki hægt að minnast hennar ömmu án þess að tala um alla hennar handavinnu sem hún er búin að gera. Það er örugglega óletjandi, því alltaf var hún með eitthvað í höndunum, sauma út og prjóna. Aldrei fór maður tómhentur frá henni, iðulega gaukaði hún að manni sokka- eða vettlingaplöggum. Ófá eru plöggin sem hún er búin að færa mér og strákunum mínum þremur og alveg var það víst að allt- af þurfti hún að færa Pétri sokka aukalega því ekki mátti honum verða kalt á fótunum. Það er mér sterk minning er við systurnar ákváðum fyrir ein jólin að skreyta á Bjarnastöðum – gera eitt- hvað fyrir afa og ömmu – en það fannst þeim hinn mesti óþarfi, hvað svona gamalt fólk, eins og þau sögðu, hefði með það að gera. Seint gleymi ég ánægjunni þegar verki okkar var lokið og er það mér dýr- mæt minning sem var á við marga jólapakka hversu glöð þau urðu. Eftir það var árlega farið í Bjarna- staði og skreytt fyrir jólin og var það einn af skemmtilegustu þáttum okkar í öllum öðrum jólaundirbún- ingi. Elsku amma, efst er mér þó í huga öll sú umhyggja sem þú sýndir mér og fjölskyldu minni alla tíð. Allt sem þú kenndir mér og miðlaðir til mín þessi sumur sem ég var hjá þér er og verður góður grunnur að mínu veganesti og öll samveran með þér yljar mér um hjartarætur. Góðar minningar eru gulls ígildi. Elsku amma, Guð geymi þig og varðveiti. Þegar dags er þrotið stjá og þarf að fara sofa. Mér finnst gott að mega þá miklan Drottinn lofa. (Hjörtína Tómasdóttir.) Þorbjörg. Henni Hjörtínu minni á Bjarna- stöðum var ekki fisjað sama. Alla sína ævi, sem spannaði nær heila öld, hélt hún skerpu sinni og dugn- aði. Það gekk undan þeim hjónum, henni og Márusi, í heyskap á mýr- unum og voru þau þó komin á miðj- an aldur þegar ég man þau þar við heyskap. Mýrarnar voru grasgefnar en ekki véltækar, svo þar var heyj- að með gamla laginu, þótt komin væri vélaöld. Márus sló og stækkaði teigurinn hratt með stórum sláttu- múgum. Ekki var gangurinn síðri þar sem Hjörtína rakaði eftir og rifjaði. Ég hygg henni hafi þótt betra, að þeir sem nærri henni voru og störf- uðu ynnu verk sín rösklega og af vandvirkni. Ekkert var henni þó fjær en koma þeim verkum sem hún gat unnið á aðra. Níræðri þótti henni það dragast nokkuð fyrir Tómasi syni sínum, sem stóð einn í sauðburði og öðrum vorverkum, að stinga upp kartöflugarðinn. Hún sótti sér því kvísl og stakk hann upp sjálf. Til þess þurfti bæði kjark og áræði, svo hnigin að aldri. Hjörtína var höfðingleg kona bæði í sjón og raun. Hún var hörku- greind og víðlesin, hagyrðingur góð- ur en flíkaði því lítt. Listakona á hannyrðir, skemmtileg viðræðu, gestrisin og höfðingi heim að sækja. Lífið fór ekki alltaf um hana mjúkum höndum. Márus mann sinn missti hún fyrir allmörgum árum, og þungt var höggið þegar Tómas sonur hennar og stoð og stytta í ell- inni varð bráðkvaddur, langt um aldur fram, fyrir rösku ári. Fljótlega eftir að við hjónin hóf- um búskap, fyrir 15 árum, fórum við Tómas á Bjarnastöðum að standa saman að heimfjallasmölun, enda liggja jarðirnar saman. Þá var rekið til réttar á Bjarnastöðum, enda þar mun fleira fé en hjá okkur. Á svip- uðum tíma myndaðist sú hefð að fjölskylda okkar færi öll í kaffi á Bjarnastöðum á smaladegi í fyrstu smölun. Var þá enginn munur gerð- ur á fullvöxnum smalamönnum og smábörnum, öllum gert jafn hátt undir höfði. Þetta voru sannkallaðir gleði- og hátíðardagar. Börnin hlökkuðu til þeirra vikum saman, og ekki er örgrannt um að það sama hafi verið um þá fullorðnu. Bæði var að húsráðendur voru skemmtileg viðræðu og veislan stórkostleg, og ekki spillti fyrir hjá börnunum stór skál af nammi. Þegar aldur fór að þyngja verulega um fyrir Hjörtínu kallaði hún dætur sínar, þær Dóru og Dúddu, heim til að sjá um að hvergi væri slakað á í veisluhöldum á smaladaginn. Fyrir alla þessa dýrðardaga vilj- um við í fjölskyldunni þakka að leið- arlokum. Þeirra er gott að minnast. Ungum var mér kennt að fátt væri meira hrós en segja um mann að hann væri góður granni. Hjört- ína á Bjarnastöðum var svo sann- arlega góður granni. Blessuð sé minning hennar. Rögnvaldur og fjölskylda Flugumýrarhvammi. HJÖRTÍNA TÓMASDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.