Morgunblaðið - 07.09.2002, Side 50
MINNINGAR
50 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Elín ElísabetBjarnadóttir
fæddist á Bæ í Tré-
kyllisvík í Árnes-
hreppi í Strandasýslu
29. október 1913.
Hún lést á St. Franc-
iskusspítalanum í
Stykkishólmi hinn 1.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru þau Hallfríð-
ur Guðmundsdóttir,
f. 21.4. 1892 í Árnes-
hreppi, d. 21.9. 1915,
og Bjarni Bjarnason,
f. 5.3. 1882 á Kaldbak
í Kaldrananeshreppi í Stranda-
sýslu, d. 15.11. 1955. Seinni kona
Bjarna var Halldóra Sigríður
Guðmundsdóttir, f. 8.6. 1880, á Bæ
í Árneshreppi, d. 7.6. 1967. Systk-
ini Elínar eru Hans Hallgrímur, f.
21. feb. 1911, d. 1915; Guðmundur
Björgvin, f. 4. júlí 1912, d. 2. feb.
1987; Hallfreður Guðbjörn, f. 18.
jan. 1917, d. 14. des. 1990, og Hall-
dóra Kristín Leópoldína, f. 26.
okt. 1918, d. 8. júní 1995.
Hinn 11. sept. 1938 giftist Elín
Lárusi Jóhanni Guðmundssyni frá
Byrgisvík, f. 11.
sept. 1913, d. 9.
ágúst 1987. Elín og
Lárus eignuðust
fimm börn. Þau eru:
1) Sigríður Birna, f.
2.3. 1936. Hún er gift
Herði Agnari Krist-
jánssyni og eiga þau
tvö börn. 2) Hallfreð-
ur Björgvin, f. 11.1.
1938. Hann er
kvæntur Helgu
Hjördísi Þorvarðar-
dóttur og eiga þau
sex börn. 3) Sigrún
Elín, f. 1.9. 1943.
Hún er gift Björgvini Kristjáni
Þorvarðarsyni og eiga þau fimm
börn. 4) Sigurmunda Svala, f.
10.3. 1945. Hún var áður gift Sig-
urði Erni Gíslasyni og eiga þau
þrjú börn. 5) Erla Dagmar, f. 16.5.
1952. Hún er gift Róbert Jörgen-
sen og eiga þau fjögur börn. Af-
komendur Elínar eru 61 talsins,
20 barnabörn, 34 langömmubörn
og tvö langalangömmubörn.
Útför Elínar verður gerð frá
Stykkishólmskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ástkær móðir mín er látin, mig
langar að minnast hennar með örfá-
um orðum.
Trékyllisvíkin er fallegasti staður í
heimi var hún mamma þín vön að
segja og þar fæddist þú. Og það var
ekki bara Víkin sem var falleg heldur
fjallahringurinn einnig. Við upplifð-
um það fyrir löngu að ferðast þangað
saman, vakna á sunnudagsmorgni við
sólarupprás og dást að fegurðinni,
horfa á lygnan fjörðinn og sjá hvernig
þokan hörfaði fyrir sólargeislunum og
kuldi næturinnar vék fyrir hlýju
dagsins. Þú varst á margan hátt lík
þessu umhverfi sem þú fæddist í, fal-
leg, hlý og lífsglöð alla ævi. Og eins og
sólargeislunum tókst að breyta um-
hverfinu þennan sunnudagsmorgun,
þannig tókst þér að hafa áhrif á allt
þitt umhverfi og alla þá sem þú um-
gekkst. Sjómannskona og síðar
bóndakona, hlutverk sem ekki eru
auðveld og vinnudagur oftast langur
og strangur en þið pabbi voruð sam-
hent og þegar hann féll frá fyrir 15 ár-
um var missir þinn mikill. En það er
eins og þú hafir vaxið með hverju
mótlæti, trú þín á guð og hið góða í
manninum var þér ætíð leiðarljós.
Alls eignaðist þú 61 afkomanda og
það er svo sannarlega samheldinn
hópur og vonandi tekst okkur að
varðveita það sem þú kenndir okkur,
þ.e. að mæta mótlæti með hógværð
og æðruleysi, geta hlegið og dansað á
góðum stundum og láta aldrei bugast
af erfiðleikum lífsins.
Blessuð sé minning þín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Svala Lárusdóttir.
Og það er margt sem þakka ber
við þessa kveðjustund.
Fjör og kraftur fylgdi þér,
þín fríska, glaða lund.
Mæt og góð þín minning er
og mildar djúpa und.
Þú skilur eftir auðlegð þá
sem enginn tekið fær.
Ást í hjarta blik á brá,
og brosin silfurtær.
Mesta auðinn eignast sá
er öllum reynist kær.
Þín minning öllu skærar skín
þó skilji leið um sinn.
Þó okkur byrgi sorgin sýn
mun sólin brjótast inn.
Við biðjum guð að gæta þín
og greiða veginn þinn.
(G.Ö.)
Með þessum ljóðlínum viljum við
kveðja þig, elsku mamma, amma og
langamma. Efst í huga okkar er
þakklæti fyrir að hafa átt þig að og
alltaf lést þú okkur finna í orðum þín-
um og gerðum hve annt þér var um
okkur öll.
Allan þann tíma sem þú varst svo
mikið veik sagðir þú alltaf að þú hefð-
ir ekki yfir neinu að kvarta og kallaðir
allt hjúkrunarliðið englana þína.
Starfsfólki og læknum á St. Franc-
iskusspítalanum í Stykkishólmi verð-
ur seint fullþakkaður sá hlýhugur og
nærgætni sem þau sýndu þér og einn-
ig að leyfa okkur að vera hjá þér á
hvaða tíma dagsins sem var.
Við kveðjum þig með söknuði og
þökkum allt sem þú gerðir fyrir okk-
ur. Minning um elskulega móður og
ömmu mun lifa í hjarta okkar allra.
Blessuð sé minning þín.
Birna, Hörður og fjölskylda.
Elsku besta, Ella amma. Það er
skrýtið að sitja hér og hugsa til þess
að þú sért virkilega farin frá okkur,
þú sem alltaf hefur verið fastur
punktur í lífi okkar. Einhvern veginn
trúði maður því ekki, að þessi stund
myndi nokkurn tímann renna upp,
Ella amma átti einfaldlega alltaf að
vera til. Það höfðum við einhvern tím-
ann ákveðið þegar við vorum minni.
En maður fær víst ekki allt sem mað-
ur vill, þú varst orðin mjög þreytt og á
endanum kom að því, að við urðum að
sleppa af þér hendinni og leyfa þér að
fara. Eins og þú sagðir stundum við
okkur, þá er það víst hluti af lífinu að
deyja.
Það er svo margt sem kemur upp í
huga okkar þegar við hugsum um þig.
Þú varst hin ekta amma; maður man
varla eftir þér öðruvísi en með svuntu
að baka eða í stól að prjóna, mála eða
föndra eitthvað fallegt. Svo kunnirðu
líka alveg ógrynnin af sögum og vís-
um, sem maður fékk aldrei nóg af. Þú
varst alltaf svo ljúf og góð og lést okk-
ur finnast eins og við værum uppá-
halds barnabarnið, en öllum ömmu-
börnunum þínum hefur örugglega
liðið eins. Róbert Árni var alltaf ,,vin-
urinn hennar ömmu sinnar“ og þegar
amma talaði um ,,vininn sinn’’ þá
vissu örugglega flestir innan fjöl-
skyldunnar við hvern hún átti. Svo ef
við tölum um Ellu ,,litlu nafnbótina“,
þá var sú nafnbót nú ekki alltaf tekin
með fögnuði í gamla daga en í dag er
hún dýrmæt í augum þess sem ber
hana, þar sem hún gerir mann ein-
hvern veginn tengdari þér.
Það mátti læra svo margt af þér,
elsku amma. Þú varst ákveðin fyrir-
mynd og öll litum við upp til þín. Hvað
sem við gerðum af okkur, hversu
stórt eða smátt það var, fyrirgafstu
okkur alltaf og breiddir út faðminn,
sem við vissum reyndar að við ættum
alltaf vísan, og mikið ofboðslega var
faðmurinn þinn alltaf stór og hlýr.
Alltaf áttum við víst skjól hjá þér.
Það var alltaf svo gott að komast til
þín, sérstaklega þegar maður var
svangur og kaldur, oft orðin voða
þreytt eftir að hafa verið að leika allan
daginn. Þá áttir þú alltaf til fyrir okk-
ur kaffi og matarkex, og hitapoka og
teppi þegar við þurfum þess með. Við
slógumst svo um það hver fengi að
sitja í stóra brúna hægindastólnum
hans afa. Hjá þér hvíldum við lúin
bein og fengum að horfa á Herbie eða
Mary Poppins. Spólan með Eurovis-
ionkeppnunum var líka óspart notuð
og var þá auðvitað mikið sungið með,
þó tónarnir hafi nú ekkert alltaf verið
fagrir, en þú lést okkur alltaf líða eins
og við syngjum eins og englar. Svo
var það líka aðalsportið að fá að labba
rúntinn þinn með þér. Við kepptumst
við að mæta á réttum tíma til þín fyrir
morgunröltið og biðum spennt eftir
morgunleikfiminni sem tók svo við á
eftir, rétt fyrir klukkan 10. Það var
gaman að fá að gera eins og amma í
leikfiminni. Þetta er aðeins smábrot
af þeim kæru minningum sem við
systkinin eigum um þig en allar lýsa
þær þér svo vel; svo góðhjörtuð og
yndisleg amma, og um leið einstakur
vinur. Það verður vissulega skrýtið að
koma heim í Hólminn og hafa enga
Ellu ömmu til að taka á móti manni.
Elsku amma, við vitum að nú ertu á
góðum og fallegum stað þar sem þér
líður vel. Lárus afi er lengi búinn að
bíða eftir þér á himnum og hefur
örugglega tekið á móti þér með
stórum hlýjum faðmi, svipuðum þeim
sem þú gafst okkur alltaf.
Mundu alltaf að við elskum þig og
söknum þín sárlega. Við gleymum þér
aldrei og við vitum að þú verður alltaf
hjá okkur til að vernda okkur og
elska. Við þökkum þér fyrir allt það
sem þú gafst okkur.
Elín og Róbert Árni.
Elsku amma, mínar fyrstu minn-
ingar um þig eru frá Ögri, er ég var
hjá ykkur afa á sumrin. Sá tími er
mér afar kær og veit ég að ég á eftir
að búa að því alla ævi að hafa fengið
innsýn í lífið í sveitinni. Ég hef oft velt
því fyrir mér hvernig þú komst yfir
allt sem þú náðir að gera þar, þetta
var stórt heimili ef telja á alla þá sem
voru daglegir gestir hjá þér og afa á
sumrin. Alltaf varstu búin að baka eða
gera eitthvert góðgæti sem þú náðir í
úr búrinu.
Margar minningar um þig eru
einnig tengdar húsinu ykkar á Silf-
urgötu. Þar lékstu þér með okkur
frændsystkinunum, kenndir okkur
hin ýmsu spil og leiki. Það var alltaf
opið hús og þú varst aldrei of upp-
tekin til að sinna okkur.
Amma, þú varst einstakur per-
sónuleiki, ég veit ekki um marga sem
náðu ávallt að kalla það besta fram í
fólki. Ég er ánægður með að hafa
einnig fengið að eiga tíma með þér
eftir að ég komst á fullorðinsaldur því
mér finnst eins og það sé fyrst þá sem
maður læri að meta að fullu það sem
maður hefur.
Maður getur að sjálfsögðu alltaf
hugsað til baka og óskað þess að
stundirnar hefðu verið fleiri en ég er
ánægður með okkar stundir saman
og vildi ekki hafa þær öðruvísi.
Þrátt fyrir erfið veikindi síðustu
mánuði misstir þú aldrei þína ein-
stöku kímni. Hugur þinn var minnst
þrjátíu árum yngri en líkaminn og
finnst mér það ótrúlegt hversu vel þú
varst að þér í hinum ýmsu málum,
jafnt fréttum sem tæknimáli og það
var einstakt að sjá hversu vel þú
fylgdist með öllum afkomendunum og
gleymdir aldrei neinum. Þú virtist
alltaf hafa tíma fyrir alla. Ég er
ánægður yfir því að hafa fengið tæki-
færi til að sýna þér litlu tvíburana
mína og met það mikils.
Elsku amma, ég kveð þig með
söknuði en hlýju í hjarta og er stoltur
yfir því að hafa átt þig sem ömmu.
Þorvarður Lárus
Björgvinsson.
Elsku amma mín. Það er skrýtið að
hugsa til þess að geta ekki lengur
komið til þín í heimsókn, fengið app-
elsínuhring og nýmjólk og spjallað
um heima og geima. Þú varst alltaf
svo kát, glöð, bjartsýn og einhvern
veginn lýstir upp tilveruna í kringum
þig. Þú hafðir líka einstakt lag á að fá
það besta fram í þeim sem þú um-
gekkst. Leiði, reiði, og depurð hurfu
fyrirvaralaust um leið og þú varst ná-
lægt. Jafnvel núna síðustu mánuðina
þegar þú varst veik á sjúkrahúsinu,
þá var alltaf allt í lagi með þig. „Mér
líður bara vel, það fer ágætlega um
mig,“ varstu vön að segja. Svo bætt-
irðu við: „En hvað segir þú, elskan
mín?“ Þú hugsaðir alltaf um alla aðra
á undan þér. Stjanaðir við okkur þeg-
ar við komum í heimsókn og alltaf var
hægt að vera öruggur um að þú ættir
eitthvað gott í munninn. Það var
næstum glæpsamlegt að koma södd
heim til þín.
Þú hafðir líka einstakt lag á að láta
okkur börnin þín finnast við vera í
uppáhaldi og hafðir mikla hlýju og ást
að gefa. Það var alltaf öruggt skjól að
koma til þín og þó þú ættir um 60 af-
komendur þá varstu alltaf til í að vera
Ella amma þeirra sem óskuðu. En þú
varst líka stolt af hópnum þínum og
hélst honum saman. Það er þér að
þakka hversu samheldin og náin við
öll erum og nú er það okkar að halda
því við.
Elsku amma mín, þó að ég viti og
trúi að þér líði vel núna hjá afa og öll-
um hinum ástvinum þínum sem farnir
eru, get ég ekki annað en verið örlítið
eigingjörn og óskað þess að þú værir
hér ennþá hjá okkur. Þú varst ætt-
móðir okkar, stoð okkar og stytta. Ég
mun alltaf sakna þín og minnast hlýju
þinnar. Þú áttir engan þinn líka og ég
veit að ef ég hef erft þó ekki væri
nema helminginn af þínum eiginleik-
um, þá er mér óhætt.
Guð geymi þig ávallt, amma mín.
Þín Halla Dís.
Ég hef labbað langan veg
lífs með þunga byrði,
enda eru skórnir eins og ég
orðnir lítils virði.
ELÍN ELÍSABET
BJARNADÓTTIR
*,311,*,
4 CD
:'
;;
* $ ;&* $
(&
* $
!!
!&E * $
(& & ! !!
* $
(& & & !!
&) &&* $
!!
)&
(&
()0 & 0#&
!
!
/*1
1F231 F/*''
1
$%))" .
<'(
!&@G&!G
&
) !! $ &
(&
)
(&
0 & 0#&()0 & 0 & 0#&
9
2
6
/ (6(
/ 1 1
1
?
3@1
21
)
0 !CC
+(%
4#$&
#"
2
! ,
#!
'
' 1 +( &
(& 6 & && @) " &
!!
/ )0" ! 1&
(&
&)0"#)/ &&
!!
&
!! # 6 &
(&
0 & 0#&() &) $ 0 &
) *
1''
1 33
0))&)
!
&)
0 <
1"
"
-4 /
0 1 (
=/
;>;
+
&) & !!
0! !!
!! && &0"#&
(&
&& ) !!
(& /#$&*#$@%
!!
* $
&) !!
(&
&) &&+
!!
&)0"#) !!
!! #+ 5)
&
(&
() $ 0#&