Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.09.2002, Blaðsíða 52
FRÉTTIR 52 LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ R A Ð A U G L Ý S I N G A R HÚSNÆÐI ERLENDIS Hús á Spáni Ný þriggja herbergja íbúð á frábærum stað í Torrevieja til leigu í lengri eða skemmri tíma. Íbúðin er með öllum þægindum. Nánari upplýsingar í símum 695 3064 eða 899 9937. KENNSLA Fiðlukennsla Get bætt við mig nokkrum fiðlunemendum. VERA, símar 565 7165 og 820 5680 Þarftu aðstoð við að grennast? Er að bæta við nýjum að- haldshópum! Upplýsingar í síma 847 9118. Guðrún Þóra, næringarráðgjafi. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eign: Norðurgata 3, Seyðisfirði, þingl. eig. Hótel Seyðisfjörður ehf., gerðar- beiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, miðvikudaginn 11. september 2002 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 6. september 2002. TIL SÖLU Lagersala — silkivörur í dag, laugardaginn 7. september, frá kl. 11.00—15.00. Silkivörur: Peysur, bolir, toppar, slæður, náttföt, náttkjólar og náttsloppar. Tilboð helgarinnar: Silkináttkjóll/silkisloppur kr. 7.500. Staðgreiðslusala. Toja, Skógarhjalla 19, 200 Kópavogi, sími 898 5111. Lagersala, Ármúla 15 Mikið úrval af glæsilegum og ódýrum vörum. T.d. Herra- og dömuúr 3.900-4.900 kr. settið. Nokia batterí-hleðslutæki 690-790 kr. Barna- hlaupahjól, 4 litir, 1.000 kr. Íslenskar bíómyndir 500 kr. Teiknimyndir m/íslensku tali 500-750 kr. Ótrúlegt úrval af notuðum bíómyndum, yfir 500 titlar, t.d. MI2, Green Mile, My, myself and Irene, Ed Tv, Truman show, Sixth sense, Leathal Weapon 4, End of days, The Mexican, 007 og fleiri og fleiri. Eitt verð 500 kr. Upplýsingar í símum 869 8171 og 568 1400. Opið alla daga frá kl. 11-18. TILBOÐ / ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 10. september 2002 kl. 13—16 í porti bak við skrifstofu vora í Borgartúni 7 og víðar: 1 stk. Daewoo Musso 4x4 bensín 2000 1 stk. Land Rover Discovery    2 stk. Nissan Terrano II    2 stk. Toyota Hi Lux Double cab 4x4 dísel 1996 2 stk. Subaru Legacy Wagon 4x4 bensín 1996/2000 2 stk. Suzuki Baleno station                1 stk. Toyota Corolla    1 stk. Renault Express 4x2    4 stk. Mazda 323 Wagon      1 stk. Mitsubishi Lancer           ! " #"   $ % &' (()#   "       $ % &'((     *   $ ) + ,- . /    Til sýnis hjá Vegagerðinni Stórhöfða 34-40, Reykjavík: 1 stk. hjólaskófla Caterpillar 966C 4x4 dísel 1981 1 stk. Volvo F-10 með 10.000 lítra Etnyre dreifitanki dísel 1982 Til sýnis hjá Vegagerðinni í Borgarnesi: 1 stk. veghefill Aveling Barford ASG18 6x6 dísel 1990 1 stk. Keflavaltari A Barford VC-065 dísel 1982 1 stk. vatnstankur án dælu 10.000 lítra 1980 1 stk. rafstöð FG Wilson F40W 32 kw í skúr á hjólum (brunninn rafall) 1981 Til sýnis hjá Vegagerðinni á Ísafirði: 1 stk. snjófeykir Barði BRT 2500 drifskaftstengdur 1994 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Ríkiskaupa sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. Vakin er athygli á myndum af bílum og tækjum á vefsíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is (ATH.: Inngangur í port frá Steintúni). TILKYNNINGAR     Handverksmarkaður verður á Garðatorgi í dag, laugardaginn 7. september. Opnum kl. 10.00. Allir velkomnir. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Teiknimiðilinn vinsæli Ragnheiður Ólafsdóttir verður með einkatíma í versluninni Betra Lífi í Kringlunni, 10., 11. og 12. sept. nk. Pantanir í síma 581 1380. ÝMISLEGT Hómópatía og heilun fyrir líkama, huga og sál Nánari upplýsingar: Sólbjört Guðmundsdóttir, heilari, s. 862 4545. Martha Ernstsdóttir, hómópati og sjúkraþjálfari, s. 863 8125, FÉLAGSLÍF 8. sept. Esja — Kistufell (E-7). Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð kr. 1.500/1.700. Fararstjóri Tómas Þröstur Rögnvaldsson. 2.—15. sept. Laugavegurinn – hraðferð. Trússferð. Farar- stjóri: Hákon Gunnarsson. ÖRFÁ SÆTI LAUS.                             !"#$         % &     ' ()  (( ()    ( * Sunnudagur 8. september. Tröllakirkja (862 m y.s.) á Kolbeinsstaðarfjalli í Hnappa- dal. Víðsýnt fjall í góðu veðri. Um 5—6 klst ganga. Þrællyndisgata í Eldborgar- hrauni. Gengið yfir Eldborgar- hraun á Eldborg og endað á Snorrastöðum. Fararstjóri er Reynir Ingibjartsson. Brottför í báðar ferðir kl. 9.00 frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Þátttöku- gjald 2.600/2.900. Haustlita- og fræsöfnunar- ferð í Þórsmörk. Fræðslan, skemmtun, grill o.fl. Sjá nánar á www.fi.is og texta- varp Ruv bls. 619. Íbúð óskast til leigu Traustur aðili hefur beðið okkur að útvega 4ra herbergja íbúð í Reykjavík (Reykjavíkur- svæðinu) til leigu. Leigutími yrði a.m.k. eitt ár. Traustar leigugreiðslur. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. HÚSNÆÐI ÓSKAST Sýna nýja út- gáfu af Nissan Terrano NÚ um helgina, 7.–8. september, frumsýnir Ingvar Helgason hf. nýja kynslóð af Nissan Terrano í húsa- kynnum fyrirtækisins við Sævar- höfða í Reykjavík. Meðal nýjunga í Nissan Terrano má nefna nýja þriggja lítra og 154 hestafla díselvél. „Nissan Terrano hefur verið einn mest seldi jeppi á Íslandi undanfarin ár. Nú hefur enn verið gerð stór breyting til batnaðar á þessum skemmtilega jeppa sem mun kom jeppamönnum verulega á óvart,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Sýningartími er frá kl. 12 til 16 laugardag og sunnudag. Sýna í Grasa- garðinum í Laugardal SÝNING á verkum grunn- skólanemenda sem þátt tóku í verkefninu Lesið í skóginn, verður opnuð í Café Flórunni í Grasagarði Reykjavíkur kl. 14 á sunnudag. Tólf skólar tóku þátt í verk- efninu sem fólst í því að nem- endur fóru í skógarferðir og lærðu að skoða skóginn og nýta efnivið hans. Afrakstur verk- efnisins verður til sýnis í Café Flórunni en þar verða auk nem- enda fulltrúar Reykjavíkur- borgar og Skógræktar ríkisins. Schiffer stjórnar strengjasveit SÍ leikara í sal FÍH í næstu viku. Schiffer er í dag einn eftirsóttasti kennari í kammertónlist í Evr- ópu. Hann er prófessor í víóluleik við Sweelinck-tónlistarháskólann í Amsterdam, Konunglega tónlist- arháskólann í Brussel og við Mús- íkkapellu Elísabetar drottningar í Belgíu. Hann er heiðursprófessor við tónlistarháskólana í Utrecht og Brabant og gestaprófessor við háskóla í Frakklandi og Banda- STRENGJASVEIT Sinfón- íuhljómsveitar Íslands heldur tón- leika í Langholtskirkju í dag kl. 18. Á efnisskránni eru Diverti- mento í D-dúr eftir Mozart, Ou- artetto serioso eftir Beethoven og Strengjasinfónía í D-dúr eftir Mendelssohn. Stjórnandi er Ervin Schiffer, en hann og kona hans, Kati Sebe- styen fiðluleikari, halda mast- erklass-námskeið fyrir strengja- ríkjunum. Hann nam víóluleik við Franz Liszt-akademíuna í Búda- pest og meðal kennara hans voru Zoltán Kodály og György Ligeti. Kati Sebestyen er prófessor í fiðluleik við Tónlistarháskólann í Tilburg og Konunglega tónlist- arháskólann í Brussel. Hjónin eru afkastamiklir námskeiðshaldarar og mjög eftirsótt, og kenna á námskeiðum um allan heim. Morgunblaðið/Kristinn Erwin Schiffer á æfingu með strengjasveitinni. Farskóli safnmanna á Höfn HINN árlegi Farskóli Félags ís- lenskra safna og safnmanna verð- ur haldinn dagana 11.–13. sept- ember á Höfn í Hornafirði. Yfirskrift skólans er: „Undir nýj- um safnalögum“. Farskólinn er vettvangur fræðslu og símenntun- ar þeirra er starfa á minja-, lista-, og náttúrufræðisöfnum landsins. Fjallað verður um hlutverk og stöðu höfuðsafna. Þá verður íslensk safna- og menningarpólitík í brennidepli pallborðsumræðna þar sem þátt taka fulltrúar allra þingflokka og höfuðsafna. Erlendir fræðimenn munu halda fyrirlestra og fjalla m.a. um sýningagerð. Framsögur verða um áætlana- gerð, markaðssetningu, kynningu, sjóði og styrki. Í erindi fulltrúa Brunamálastofnunar verður um- ræðunni enn fremur beint að brunavörnum í söfnum og þjón- usturýmum safna. Fimmtudaginn 12. september verða Íslensku safnaverðlaunin veitt við hátíðlega athöfn á Hótel Höfn. Verðlaunin afhendir Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- málaráðherra. Farskólanum verð- ur slitið með formlegum hætti föstudaginn 13. september. Ferðafélag Íslands Gengið um Þrællyndis- götu og á Tröllakirkju TVÆR gönguferðir verða á vegum Ferðafélags Íslands á sunnudag. Önnur er á Tröllakirkju, (862 m y.s.) á Kolbeinsstaðarfjalli í Hnappadal. Tröllslegt umhverfi, þar sem sjá má allmörg tröll standa aftan við kirkj- una. Þetta er um 5 klst. nokkuð krefjandi ganga og ekki nema fyrir þá sem eru í góðu formi að fara uppá topp. Fararstjóri er Gísli Þórðarsson frá Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi. Hin ferðin er um Þrællyndisgötu Í Eldborgarhrauni. Lagt er upp frá Snorrastöðum, og gatan gengin það- an. Frá Snorrastöðum er gengið yfir á Litla Hraun þar sem Ásta Sigurð- ardóttir skáldkona er fædd og uppal- in. Síðan er gengið yfir Eldborgar- hraun, yfir á Stóra hraun þar sem Árni Þórarinnsson bjó og yfir á Eld- borgina. Síðan er haldið heim. Um 4½ klst. ganga. Fararstjóri er Reyn- ir Ingibjartsson. Brottför í báðar ferðir frá BSÍ kl. 9 með viðkomu í Mörkinni 6 og í Hyrnunni í Borga- nesi. Verð er 2.900 kr. en 2.600 fyrir félaga FÍ. Þátttakendur í báðum ferðum sunnudagsins verða samferða að heiman og heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.