Morgunblaðið - 07.09.2002, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 07.09.2002, Qupperneq 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 61 Vesturgötu 2 sími 551 8900 Hádegisverðartilboð Kvöldverðarhlaðborð kr. 990 kr. 1.990 frá kl. 11.30-14.30 frá kl. 18-22 Fjölkerfa DVD spilari DVP-NS300 Spilar (Evrópu) svæði 2 og (Ameríku) svæði 1• Tveir aðskildir geislar Mjög notendavænt Yfir 500 lína myndupplausn Sýnir DVD og CD texta Listaverð: 49.950,- kr. Skeifunni 17 • Sími 550 4000 • Fax 550 4001 • www.atv.is (100.000,- afsláttur – ekki slæmt það!) Nú er raunhæft að kaupa skjávarpa í stað risasjónvarps!! JB B /A coT æ k n ival Skjávarpi VPL-CS4 1000 ANSI lumens / 150 tommur Zoom / Hljóðlátur / Fjarstýring Auðveldur í uppsetningu / Breiðtjald til heimanota Taska fylgir með! Listaverð: 302.838,- kr. anþættir séu sýndir um víða veröld við miklar vinsældir þá virðast breskir grínistar eiga talsvert erf- iðara uppdráttar í heimi kvik- myndanna en kollegar þeirra í Bandaríkjunum, þar sem uppistand- arar og leikarar í grínþáttum á borð við Saturday Night Live hafa átt greiða leið til Hollywood og upp á hvíta tjaldið. Nægir að nefna nöfn heimsþekktra kvikmyndastjarna á borð við Steve Martin, Chevy Chase, Eddie Murphy, Mike Myers og Jim Carrey því til sönnunnar. Coogan segir breska grínara full- komlega meðvitaða um þessi blá- köldu sannindi og er nokkuð viss um að skýringuna sé að finna í viðhorfi Breta til grínsins og grínista: „Það er ekki laust við að á Bretlandi sé lit- ið niður á grín og þá sem stunda þá iðju að reyna koma öðrum til þess að hlæja. Ef þú hefur ekki staðið á fjöl- um einhvers af virtu leikhúsunum og farið með hlutverk í sígildu leik- verki, sértu einfaldlega ekki alvöru- leikari. Með öðrum orðum finnst mér eins og gamanleikurinn sé álit- inn annars flokks listform. Á meðan hampa Bandaríkjamenn gamanleikurum sínum og vilja sjá sem mest af þeim. Það kemur þeim í sjónvarpið og þaðan upp á hvíta tjaldið. Þar er ekkert snobb í gangi og góður gamanleikari þarf ekki að sanna sig í dramahlutverki til þess að hljóta virðingu. En ég kvarta samt ekki, því ferill minn hefur verið mjög farsæll.“ Coogan fullyrðir að uppistand sé listform út af fyrir sig og göfugt sem slíkt. Uppistand byggist á skapgerð- argríni því uppistandarinn sé alltaf að bregða sér í hlutverk persóna sem eru hans eigin sköpunaverk, því eigi menn erfitt með að ímynda sér hann í hefðbundnu kvikmynda- hlutverki. „Kvikmyndastjörnur eiga það til að vera alltaf að leika sig sjálfar, eins og t.d. Bruce Willis og Mel Gibson, sama hver myndin er. Það virkar. Grínistar eiga líka auð- veldara uppdráttar í Bandaríkjunum vegna þess að þar er allt fjármagnið og tækifærin því miklu fleiri. Kost- irnir við að vinna þar eru því margir. Vissulega er heilmikið af drasli framleitt þar vestra en það sem er gott er virkilega gott. Enda hlýtur það að fara svo þegar allt þetta magn er framleitt. Það er bara rökrétt að álykta sem svo að af 100 gam- anþáttum fram- leiddum vestra séu þeir bestu betri en þeir besti í hópi 20 þátta sem fram- leiddir eru á Bret- landi.“ Kvikindið Coogan Á háskólaárum sínum í Manchester segist Coogan hafa stundað Haçienda- klúbbinn grimmt en stemmningin þar er eitt af meginvið- fangsefnum 24 Hour Party People. Hann þekkti meira að segja Tony Wilson, áður en hann tók að sér að leika hann: „Við sáum saman um sjónvarpsþátt fyrir áratug og við kynntumst nokkuð vel þá.“ Þegar Winterbottom hafði samband við Coogan og bað hann um að leika Wilson segist Coogan hafa verið tví- stígandi: „Ég spuðri strax hvort enginn annar hefði áhuga á hlut- verkinu því mér fannst ég eiginlega þekkja manninn og viðfangsefnið of vel.“ Það er alkunna hversu illa liðinn Wilson er í heimabyggð sinni og ná- grenni hennar en hvaða skoðun hafði Coogan á honum áður en hann tók að sér hlutverkið? „Tony Wilson er náttúrlega nett fífl,“ segir Coogan en sér síðan að sér. „Nei annars, það er bara ekki rétt. Þetta er bara eitthvað almenn- ingsálit sem hefur myndast á hon- um. Þegar ég var yngri sá hann um tónlistarþætti í sjónvarpinu. Bróðir minn var alltaf í einhverjum hljóm- sveitum (Martin Coogan, aðalsöngv- ari og lagahöfundur í The Mock Turtles sem átti einn smell, „Can You Dig It“, árið 1990) og við fylgd- umst grannt með því hvað Wilson spilaði og hann spilaði aldrei bróður minn og við hötuðum hann fyrir það. En hann er náttúrlega stórmerki- legur náungi þótt öllum hafi fundist hann fífl. Ég held þó að tímans rás hafi verið honum hliðholl því fleiri og fleiri eru farnir að átta sig á hvað hann gerði í raun mikið fyrir breskt tónlistarlíf og ímynd Manchester- borgar. Hann hefur alltaf verið ótrú- lega frjór og athafnasamur en bisn- issmaður er hann enginn og það er alltaf að koma honum í koll.“ Coogan segist hafa nálgast hlut- verk Wilsons mjög varlega, mark- miðið hafi aldrei verið að aflífa manninn. „Vissulega var samt ekki hjá því komist að gera hann hlægi- lega fáránlegan á stundum því, svo hégómagjarn og sjálfelskur er hann að eðlisfari.“ Þegar Coogan var í uppistandinu átti hann líka til að herma eftir Tony Wilson og hann segir það hafa örugglega nýst sér eitthvað þótt hann hefði nú lagt frekari áherslu á að ná rétta fasinu og klæðaburð- inum, því hann hafi alltaf þótt afar afgerandi. „Annars þurfti ég að eyða ótrú- lega litlum tíma í að búa til per- sónuna vegna þess að Tony er sjálf- ur búinn að eyða hálfri öld í að fullskapa hana. Þegar hann spurði mig eitt sinn hvernig ég ætlaði að leika hlutverkið, svaraði ég að það myndi innihalda 70% af Tony Wilson og 30% af Steve Coogan. Hann hafði voðalegar áhyggjur, í ljósi þess að ég er alltaf í gríninu, að ég ætlað að gera hann að algjöru fífli en mér tókst að sannfæra hann um að það hvarflaði ekki að mér. Og ég held hann hafi keypt það,“ segir Coogan kvikindislega og kímir. Persónur og leikendur. Tony Wilson (t.h.) og Steve Coogan saman á tökustað og sá fyrrnefndi lætur ljós sitt skína – aldrei þessu vant. skarpi@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.