Morgunblaðið - 07.09.2002, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2002 65
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
SG. DV
SV Mbl
Sýnd kl. 6, 8 og 10.20. B.i. 12 ára. Vit 427
Sýnd í lúxussal kl. 4, 8 og 10.20. B. i. 16. Vit 428
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Vit nr. 410.SÝND Í KRINGLUNNI kl. 6, 8, 10 og 12. Vit 426
Sýnd kl. 6, 8 og 10.20. Vit 422
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP
Kvikmyndir.is
Roger Ebert
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Vit 418
DV
Kvikmyndir.com
1/2
SK.RadioX
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Vit 432
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Vit 429
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Enskt tal. Vit 430
ATH SÝND Í KRINGLUNNI
FRUMSÝNING FRUMSÝNINGM E L G I B S O N
Hetja framtíðarinnar
er mætt í frábærri
grínmynd!
EddieMurphyog RandyQuaidí sprenghlægilegri
gamanmynd sem kemur verulega á óvart.
1/2
Kvikmyndir.is
“Litla bláa geimveran Stitcher skemmtilegasta
persónan sem komið hefur úr smiðju Disney.” “Frábær
skemmtun fyrir börn og fullorðna.” “Stitcher ekkert
venjulegt Disneykrútt!”
ÞÞ Fréttablaðið
Sýnd kl. 8.15 og 10.20. Vit 431
Það er einn í hverri
fjölskyldu!
Sýnd kl. 8 og 10. Vit 432
FRUMSÝNING
Hetja framtíðarinnar
er mætt í frábærri
grínmynd!
EddieMurphyog RandyQuaidí sprenghlægilegri gamanmynd sem kemur verulega á óvart.
Kvikmyndir.is
Roger Ebert
AKUREYRI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
KEFLAVÍK
Kvikmyndir.com
1/2
SK.RadioX
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 432
Sýnd kl. 2 og 6. Ísl tal. Vit 429
1/2
Kvikmyndir.is
AKUREYRI KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl tal. Vit 429
Sýnd kl. 8. B.i. 12 ára. Vit 427
Sýnd kl. 10.
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára. Vit 427
Sýnd kl. 2 og 4. Vit 426
AKUREYRI
Sýnd kl. 6. Vit 422
AKUREYRI
Sýnd kl. 4. ísl tal.
KEFLAVÍK KEFLAVÍK
Svipmyndir frá síðustu öld í
tilefni Ljósanætur
kl. 1, 2, 3, 4 og 5.
HANN er búinn að vinna fyrir
sér með tónlist í tuttugu ár, dæg-
urlagasöngvarinn eini og sanni
Eyjólfur Kristjánsson. Þessu
hyggst hann fagna í kvöld í Borg-
arleikhúsinu, þar sem hann mun
njóta fulltingis nokkurra færustu
tónlistarmanna þjóðarinnar. M.a.
verður þarna 16 manna strengja-
sveit og er Eyjólfur staðráðinn í
að gera þetta með glans.
„Árið 1982 tók ég þá ör-
lagaríku ákvörðun að gera ekk-
ert annað en að vera í tónlist,“
segir Eyjólfur með vinalegu
brosi.
„Í fyrsta sinn sem ég fékk
borgað fyrir að spila var það í
gömlum krónum (hlær). Þannig
að maður er orðinn nokkuð aldr-
aður í þessu!“
Eyjólfur segist hafa gengið
með hugmyndina að tónleikunum
í maganum nokkuð lengi.
„Lögin mín eru þannig að þau
bjóða alveg upp á þetta. Útsetn-
ingarnar eru venjulega fremur
„stórar“.“
Í hugum flestra er Eyjólfur eða
Eyfi ábyggilega fyrst og fremst
söngvari en fáir vita að hann er
hörku lagasmiður auk þess að
vera afar lipur gítarleikari. Af
lögum Eyfa má t.d. nefna „Nína“,
„Álfheiður Björk“, „Danska lag-
ið“, „Dagar“ og „Ég lifi í
draumi“. Öll lögin í kvöld verða
eftir Eyfa, fyrir utan eitt.
„Ég og Bergþór ætlum að
syngja saman John Denver-lagið
góða „Kannski er ástin“ („Per-
haps Love“). Það geri ég nú bara
af því mig langaði svo að fá
Bergþór með. Hann er svo
skemmtilegur!“
Eyjólfur er og hefur alltaf ver-
ið sannur „poppari“ og hann sam-
sinnir því.
„Ég hef aldrei verið í jað-
artónlist eða neinu svoleiðis og
haldið mig á minni línu, „Eyfa-
poppi“ eins og vinur minn kallaði
það (hlær). Ég hef bara samið lög
sem ég hef gaman af að semja og
þau falla kannski ekkert í kramið
hjá öllum enda er það ekki ætl-
unin. Svona er þetta bara.“
Eins og gefur að skilja hefur
Eyjólfur ekki notið fastra tekna í
öll þessi ár – nokkuð sem mörg-
um hrýs hugur við.
„Já, ég hef í rauninni verið
mjög heppinn,“ svarar Eyjólfur.
„Ég hef aldrei haft áhyggjur af
því að hafa ekki laun af spila-
mennskunni. Ég er sveigjanlegur
og get t.d. komið fram aleinn
með gítarinn við hin ýmsu tæki-
færi. Mig hefur aldrei skort verk-
efni í gegnum tíðina – þau fara
líka að koma til manns þegar
maður er búinn að vera í þessu í
einhvern tíma.“
Tónleikarnir í kvöld hefjast kl.
20.00.
Sannur poppari
arnart@mbl.is
Það var við hæfi að taka dramatíska mynd vegna tímamótanna.
Eyjólfur Kristjánsson fagnar 20 ára starfsafmæli
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson