Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Björgvin og Ólafur Már komust áfram á Five-Lake/C2 Aðalmarkaskorari enskra ekki með á St. Andrews/C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Vetrarförðun/B1  Bruggað úr berjum/B2  Dregið til stafs/B4  Farsími sem kennslutæki/B6  Brúðkaupsveislur fyrr og nú/B7  Auðlesið efni/B8 Sérblöð í dag STÚLKAN sem lögreglan í Reykja- vík lýsti eftir á miðvikudag er enn ekki komin fram. Hún heitir Íris Dögg Héðinsdóttir, 15 ára, en ekkert er vitað um ferðir hennar síðan laust fyrir klukkan 16 sl. sunnudag. Íris Dögg er um 172 sentimetrar á hæð, með axlarsítt hár og með gler- augu. Hún var klædd í svartar galla- buxur með hvítum röndum niðureft- ir skálmum, grænan mittisjakka og var með blátt sjal. Þeir sem geta gef- ið upplýsingar um ferðir Írisar Daggar eru vinsamlegast beðnir um að láta lögregluna vita. Lögreglan lýsir eftir stúlku STJÓRN Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, sam- þykkti á fundi sínum í gær að leggja til á almennum fulltrúaráðsfundi, að eitt prófkjör fari fram til að velja frambjóðendur á báða lista flokksins í Reykjavík í alþingiskosningunum vorið 2003. Prófkjörið á að fara fram dagana 22. og 23. nóvember nk. Þátttökurétt eiga félagar í sjálfstæðisfélögunum í Reykjavík, sem eru um það bil 14 þús- und talsins, og þeir sem hafa undirrit- að inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag á kjördag. Er þetta sama fyrirkomulag og í fyrri prófkjörum, en síðast fór fram prófkjör hjá Sjálfstæðisflokkn- um fyrir alþingiskosningarnar 1994. Frestur til að skila framboðum rennur út föstudaginn 27. nóv. nk. Prófkjör í nóvember Sjálfstæðisflokkur- inn í Reykjavík BUSAVÍGSLA fór fram í Mennta- skólanum í Reykjavík í gær þar sem nýnemar voru tolleraðir samkvæmt gamalli hefð í skólanum. Í MR er dagurinn jafnan nefndur „toll- eringadagur“ þegar 6. bekkingar ganga niður Bókhlöðustíg, eftir Lækjargötu og að gömlu skóla- byggingunni, íklæddir toga-kuflum við undirspil úr Carmina Burana. Að sögn Sigurðar Arnar Hilm- arssonar, inspector scholae, tókst dagurinn með ágætum og nýnemar og þeir sem eldri eru skemmtu sér konunglega. Að lokinni tolleringu fengu nýnemar barmmerki og boð- ið var upp á súkkulaðiköku og mjólk í félagsaðstöðu nemenda. Reminantar, 4. og 5. bekkingar, voru svartklæddir í tilefni dagsins og aðstoðuðu við busavígsluna. Ný- nemum var hins vegar skylt að mæta í gallabuxum og hvítum bol. Um kvöldið var haldinn dansleikur á Kaffi Reykjavík þar sem yngri og eldri nemendur skemmtu sér sam- an. Morgunblaðið/Golli Nýnemar í MR tolleraðir STEFÁN Hörður Grímsson skáld lést að kvöldi 18. september, 83 ára að aldri. Hann var eitt þekktasta skáld sinnar kynslóðar og verk hans oftast kennd við módern- isma. Stefán Hörður Grímsson fæddist 31. mars 1919 í Hafnar- firði en ólst upp á Álftanesi og undir Eyjafjöllum. Hann stundaði nám við Laugarvatnsskóla 1939–1940 og einnig í ýmsum tungumálaskólum. Auk ritstarfa vann Stefán Hörður margs konar störf um ævina; hann var sjómaður framan af ævi á fiskiskipum og far- skipum og vann einnig við land- búnaðarstörf. Fyrsta ljóðabók Stefáns Harðar, Glugginn snýr í norður, kom út 1946 en verulega athygli vakti önn- ur bók hans, Svartálfadans, frá árinu 1951. Hliðin á sléttunni kom út 1970 og Farvegir 1981. Ár- ið 1987 kom út Tengsl sem var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs tveimur árum síðar, en fyrir síðustu bók sína, Yfir heiðan morgun 1989, hlaut hann Íslensku bók- menntaverðlaunin fyrstur höfunda árið 1990. Heildarsafn með ljóðum Stefáns Harðar kom út árið 2000 og verk hans hafa ennfremur birst á bók í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Danmörku. Stefán Hörður hlaut margvísleg- ar viðurkenningar fyrir verk sín, m.a. úr Rithöfundasjóði Íslands og Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins og heiðurslaun listamanna frá 1995. Einnig var hann heiðurs- félagi í Rithöfundasambandi Ís- lands. Andlát STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON RAUÐUR aðmíráll (vanessa atal- anta) nýtur nú gestrisni vin- kvennanna Hildar Maríu Þór- isdóttur og Rannveigar Hildar Guðmundsdóttur. Sú síðarnefnda rak augun í fiðrildið þegar þær voru í fótbolta fyrir utan heimili þeirra á Seltjarnarnesi í fyrra- kvöld en svo heppilega vill til að þær búa hlið við hlið. Síðan þá hefur aðmírállinn ýmist verið í krukku eða fengið að flögra um inni á baðherbergi og hefur það alveg ágætt, að sögn Hildar. Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að rauðir aðmírálar eru flækingar hér á landi og er líklegast að hann hafi borist hingað með vindum eða skips- farmi. Fiðrildin eru farskordýr og þegar kólna tekur á haustin fara þau suður á bóginn líkt og farfuglar gera. Það er þó of mikil langferð fyrir aðmírálinn á Sel- tjarnarnesi sem getur ekki held- ur lifað af veturinn úti í nátt- úrunni. Á myndinni eru vinkonurnar með aðmírálinn. Morgunblaðið/Þorkell Rauður aðmíráll flögrar um bað- herbergið FÉLAG íslenskra heimilis- lækna samþykkti á fundi sín- um í gær að skora á ríkis- stjórn Íslands að bregðast þegar í stað við erfiðri stöðu sem upp væri komin í heilsu- gæslunni og afnema misrétti í starfsréttindum sem heimilis- læknar hafi mátt búa við. Þá er á það minnt í áskorun fund- arins að alvarlegt ástand hafi skapast innan heilsugæslunnar í kjölfar uppsagna heimilis- lækna sem valdið hafi óöryggi meðal almennings. Að mati fundarins bera stjórnvöld fulla ábyrgð á því að skjólstæðingar heilusgæslunnar fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga lög- bundinn rétt á. Ekki tekið á kröfum Þá var á fundinum sam- þykkt að lýsa fullu trausti á stjórn FÍH og stefnu hennar í réttindabaráttu heimilislækna. Telur fundurinn að nýfram- komnar tillögur stjórnenda Heilsugæslunnar í Reykjavík hafi ekki tekið á grundvallar- kröfu heimilislækna um sömu starfsréttindi og aðrir sér- menntaðir læknar njóta. Áskorun send til ríkis- stjórnar Félag íslenskra heimilislækna ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.