Morgunblaðið - 20.09.2002, Page 7

Morgunblaðið - 20.09.2002, Page 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 7 100% RÉTT FULLAR BÚÐIR AF NÝJUM FÖTUMBÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS NIKE - ADIDAS - PUMA - O’NEAL - REEBOK - HELLY HANSEN - McKINLEY - NORTHBROOK - CASALL - FIREFLY - PRO TOUCH - RUNNIS - ISITZO f a s t la n d - 8 2 9 3 HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Mál og menningu hf. til að greiða Land- mælingum Íslands rúmar 2,7 millj- ónir króna fyrir að brjóta höfund- arrétt á Landmælingum með því að gefa í leyfisleysi út landakort sem byggð voru á stafrænum korta- grunni Landmælinga Íslands. Var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 13. febrúar þar með staðfestur. Mál og menning keypti þrjár þekjur í stafrænum kortagrunni landmælinga og undirritaði söluskil- mála um bann við birtingu, fjölföld- un eða dreifingu unnina eða óunnina gagna án leyfis. Um útgáfu-, afnota- og höfundarrétt átti að fara eftir ákvæðum laga nr. 95/1997 um land- mælingar og kortagerð. Óumdeilt var að Mál og menning gaf út kort án þess að fá til þess birtingarleyfi. Var ágreiningur um hvort slík leyfi þyrfti fyrir útgáfunum og hvert væri hæfilegt gjald fyrir þau, þyrfti þeirra með. Mál og menning hélt því fram að 10. gr. laga um landmæl- ingar og kortagerð, sem mælir fyrir um fjármögnun Landmælinga Ís- lands, hefði á árinu 2000 ekki gert ráð fyrir því að gjald væri tekið af umræddum þekjum og því ætti ekki að greiða sérstakt gjald fyrir afnot efnisins. Ekki óhæfileg gjaldtaka Hæstiréttur taldi að höfundar- réttarlög giltu um réttindi ríkisins af gögnunum og taldi Landmælingar Íslands hafa haft lagaheimild til að taka gjald fyrir sölu upplýsinga og afnot þeirra. Taldi dómurinn enn- fremur að Mál og menning hefði ekki sýnt fram á að landmælingar hefðu ákveðið gjaldið of hátt sam- kvæmt gjaldskránni eða að gjald- taka samkvæmt henni væri á annan hátt óhæfileg. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Haf- stein. Lögmaður Máls og menningar var Halldór Þ. Birgisson hrl. og lög- maður Landmælinga Íslands, Erla S. Árnadóttir hrl. Landmælingum dæmd- ar 2,7 milljónir króna Í GÆRKVÖLDI hófst opinber heimsókn forsætisráðherra Víet- nams, Phan Van Kai, hingað til lands í boði Davíðs Oddssonar, forsætis- ráðherra. Í för með forsætisráð- herranum eru þrír ráðherrar úr rík- isstjórn Víetnams, aðstoðarráð- herrar, embættismenn og sérstök viðskiptasendinefnd. Á dagskrá heimsóknarinnar eru fundir með forsætisráðherra, sjáv- arútvegsráðherra og iðnaðar- og við- skiptaráðherra og forseta Íslands, auk heimsókna í Ráðhús Reykjavík- ur og fyrirtæki. Á laugardag fara forsætisráðherrann og fylgdarlið í hefðbundna skoðunarferð um Suð- urland; til Nesjavalla, Þingvalla, og að Gullfossi og Geysi. Haldið verður af landi brott snemma sunnudags- morguns. Með þessari heimsókn er endur- goldin heimsókn Davíðs Oddssonar til Víetnams í apríl sl. Með í þeirri för var fjölmenn sendinefnd ís- lenskra fyrirtækja á vegum Útflutn- ingsráðs Íslands. Í tengslum við heimsóknina nú mun verða efnt til sérstaks hádegisverðarfundar á föstudag, sem að standa Útflutn- ingsráð og sjávarútvegsráðuneytið, þar sem forsætisráðherra Víetnams mun kynna land sitt sem samstarfs- land í viðskiptum. Opinber heimsókn for- sætisráðherra Víetnams ELLEFU kærur vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um Norðlinga- ölduveitu höfðu borist umhverfis- ráðuneytinu þegar skrifstofutíma lauk í gær. Frestur til að skila inn kærum rann formlega út á miðviku- dag. Kærur sem póstlagðar voru þá gætu borist ráðuneytinu í dag. Til viðbótar við þá kærendur sem nefndir voru í Morgunblaðinu í gær hafa borist kærur frá Landvarða- félagi Íslands, Hjörleifi Guttorms- syni, Hildi Rúnu Hauksdóttur og Ósk Magnúsdóttur. Aðrir sem kært hafa eru Náttúruvernd ríkisins, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Umhverfisverndarsamtök Íslands, Áhugahópur um verndun Þjórsárvera, Skeiða- og Gnúpverja- hreppur og Fuglaverndarfélag Ís- lands. Ellefu kærur vegna Norð- lingaölduveitu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.