Morgunblaðið - 20.09.2002, Side 17

Morgunblaðið - 20.09.2002, Side 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 17 SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf., keyptu þann 18. september sl. 100 milljónir að nafnverði hlutafjár í Ís- landsbanka hf. á verðinu kr. 5,175. Söluverðmætið var því 517,5 milljónir króna. Eignarhlutur Sjóvár-Al- mennra trygginga eftir kaupin er kr. 479.386.141 að nafnverði, eða 4,79% hlutafjár í Íslandsbanka. 32,5 milljón- ir af nafnverði bréfanna hafa verið af- hentar, en 67,5 milljónir afhendast 15. janúar 2003, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Einar Sveinsson forstjóri Sjóvár- Almennra trygginga hf. situr í banka- ráði Íslandsbanka hf. Lokagengi hlutabréfa Íslandsbanka í gær var 4,90 krónur á hlut. Sjóvá-Almennar með 4,79% í Íslandsbanka ÁÆTLUN um samruna Hlutabréfa- sjóðsins Auðlindar hf. og Kaupþings banka hf. hefur verið samþykkt af stjórnum beggja félaga. Hlutabréfa- sjóðurinn Auðlind hf. var skráður á markað árið 1992 en Kaupþing banki er rekstraraðili sjóðsins. Í kjölfar sameiningar sjóðsins við Kaupþing verður honum slitið og hann afskráð- ur. Allir hluthafar Auðlindar fá 0,1923 hluti í Kaupþingi banka fyrir hlut sinn en þeim verður einnig boðið að fá reiðufé í skiptum fyrir og er þá greitt m.v. gengið 12,5 krónur á hvern hlut. Ennfremur hafa hluthafar möguleika á að yfirfæra hlutabréfaeign sína að hluta eða öllu leyti í verðbréfasjóði Kaupþings banka. Skattaafsláttur afnuminn Niðurfelling skattaafsláttar ein- staklinga vegna kaupa á hlutabréfum er ein helsta ástæða sameiningarinn- ar. Frá næstu áramótum geta ein- staklingar ekki lengur fengið þá fjár- hæð (eða hluta hennar) sem varið er til hlutabréfakaupa dregna frá skatti. Afsláttur vegna hlutabréfakaupa ein- staklinga var tekinn upp árið 1984 en síðustu ár hefur hann verið lækkaður verulega og skv. gildandi löggjöf verður hann afnuminn með öllu í lok þessa árs. Í tilkynningu frá Kaup- þingi segir að niðurfelling á skattaaf- slætti vegna fjárfestinga einstaklinga í hlutabréfum komi væntanlega til með að „auka innlausnir og torvelda sölu nýrra hluta í hlutabréfasjóðum eins og Hlutabréfasjóðnum Auðlind hf. og óhjákvæmilega leiða til þess að þeir dragast saman með tímanum“. Ennfremur segir í tilkynningu að fyr- irhugaðar séu breytingar á lögum um verðbréfasjóði og að hlutabréfasjóðir verði með tímanum felldir undir verð- bréfasjóðalöggjöfina. Langtímaáhrif verði þau að æskilegt sé að slíta hlutabréfasjóðum með einum eða öðrum hætti. Hlutabréfasjóðir eru skv. gildandi lögum frábrugðnir verðbréfasjóðum að því leyti að þeir eru tvískattlagðir. Annars vegar greiða þeir sem standa að sjóðnum tekjuskatt af hagnaði sjóðsins og hins vegar leggst fjár- magnstekjuskattur á sjóðsfélaga. Verðbréfasjóðir greiða ekki tekju- skatt af hagnaði. Tekjuskattlagning hlutabréfasjóða kemur þó ekki að sök þegar innstreymi er í sjóðinn, þ.e. þegar hlutabréfin fara hækkandi og sjóðurinn og hluthafar hagnast. Þá er hægt að fresta greiðslu tekjuskatts og endurfjármagna sjóðinn með því að kaupa önnur hlutabréf. Öðru máli gegnir þegar útstreymi er úr hluta- bréfasjóði, eins og raunin hefur verið hjá Auðlind og fleiri hlutabréfasjóð- um að undanförnu. Þá reynist erfið- ara að fresta tekjuskatti og ekki er unnt að endurfjármagna sjóðinn með hlutabréfakaupum. Vegna útstreym- is úr sjóðnum hefur Auðlind því ekki getað frestað tekjuskatti. Tap Auð- lindar vegna tekjuskattbyrði nýtist Kaupþingi banka hf. til skattaafslátt- ar og er hluti af yfirverði til hluthafa Auðlindar. Blómatími sjóðanna liðinn „Það eru að verða miklar breyting- ar á starfsumhverfi þessara sjóða. Það er verið að afnema skattaafslátt- inn um áramótin og sökum þessa er fyrirséð að það verður erfitt að selja nýja hluti í svona sjóðum,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson, aðstoðar- forstjóri Kaupþings banka. Hann segir sameininguna breyta töluverðu fyrir Kaupþing. Aukning eigin fjár um 30% muni auka möguleika félags- ins til vaxtar. Hreiðar kveðst telja sameininguna jákvæða fyrir hluthafa beggja félaga. „Við teljum að þetta sé jákvætt fyrir hluthafa Auðlindar. Í fyrsta lagi fá þeir 14% hærra verð en innra virði sjóðsins er. Í öðru lagi fá hluthafar rétt til að selja bréfin og fá reiðufé í staðinn. Í þriðja lagi er þeim tryggður réttur til að færa sig yfir í aðra verðbréfasjóði sem við rekum. Það er því enginn þvingaður til sam- starfsins. Ég held að þetta sé einnig hagstætt fyrir hluthafa Kaupþings. Þetta styrkir vaxtamöguleika okkar og stöðu Kaupþings sem norræns fjárfestingabanka,“ segir Hreiðar. Að mati stjórnarformanns Auð- lindar, Sveins Hannessonar, fá hlut- hafar Auðlindar sanngjarnt verð fyrir hlutabréf sín. „Það er okkar hlutverk í stjórninni að gæta hagsmuna hlut- hafanna. Ég tel það samkomulag sem náðst hefur við Kaupþing banka vera mjög hagstætt fyrir okkar hluthafa sem eru að fá talsvert yfirverð á sín bréf. Við sjáum það að undanfarin miss- eri hefur verið talsvert útstreymi úr hlutabréfasjóðum. Segja má að blómatími þeirra sé liðinn. Flestir þessir sjóðir voru stofnaðir þegar fólk var að byrja að kaupa hlutabréf og nýta sér skattaafsláttinn en núna er fólk frekar að fjárfesta sjálft í ein- stökum félögum,“ segir Sveinn. Kaupþing banki og Hlutabréfasjóðurinn Auðlind Afnám skattaafsláttar ástæða sameiningar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 18 79 0 0 9/ 20 02 Verð áður: 26.892 kr. Verð áður: 29.980 kr. Opnari, Motorlift 1000. 19.890 kr. Opnari, Motorlift 2000. 21.995 kr. Verð áður: 1.354kr. Skúffur á vegg. 795 kr. Verkfærataska, 16". 695 kr. Upphengjur. Verð frá 209 kr. Allt í bílskúrinn Áltrappa, Elkop 4 þrepa. Verð áður: 4.482 kr. 2.913 kr. 35% afsláttur Plasthúðað hilluefni, uppistöður og hilluberar á 25% afslætti. Verð áður: 1.743 kr. Allt að 35% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.