Morgunblaðið - 20.09.2002, Page 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 21
R í t a
B Æ J A R L I N D 6 , S Í M I 5 5 4 7 0 3 0 - E D D U F E L L I 2 , S Í M I 5 5 7 1 7 3 0
VERSLUN SEM ÞEKKT ER FYRIR GOTT
VERÐ OG GÓÐA ÞJÓNUSTU
st. 36-44 & 44-56
JEMEN mun beita eigin herafla til
þess að leita uppi meinta al-Qaeda-
liða í landinu án hjálpar frá Banda-
ríkjamönnum eða öðrum, sagði jem-
enskur embættismaður í gær. „Ef
hér dvelja menn sem grunaðir eru
um að vera í al-Qaeda getum við leit-
að að þeim og reynt að ná þeim,“
sagði embættismaðurinn, sem ekki
vildi láta nafns síns getið. „Það er
engin þörf á erlendri aðstoð.“
Í fyrradag staðfestu embættis-
menn í bandaríska varnarmálaráðu-
neytinu, Pentagon, að bandarískar
landgöngu- og sjóárásasveitir hafi
verið sendar í nágrenni Jemens og
væri það liður í auknum undirbún-
ingi fyrir leit að liðsmönnum al-
Qaeda í þeim heimshluta.
Sendiherra Bandaríkjanna í Jem-
en, Edmund Hull, og yfirmaður her-
afla Bandaríkjanna í þeim heims-
hluta, Tommy Franks hershöfðingi,
eiga nú í viðræðum við jemensk
stjórnvöld um nánari útfærslu sam-
eiginlegs átaks til að hafa hendur í
hári eða fella meinta hryðjuverka-
menn, að því er bandarísku embætt-
ismennirnir, sem ekki vildu láta
nafns síns getið, tjáðu AP.
Meðal annars er rætt um hvenær
og hvernig hægt væri að ráðast í
leynilegar aðgerðir, hver myndi
framkvæma þær – e.t.v. blönduð
sveit bandarískra og jemenskra her-
manna – og hvort nægilegar upplýs-
ingar um staðsetningu hinna
grunuðu liggi fyrir.
En í Jemen hafði ríkisrekna dag-
blaðið 26. september eftir heimildar-
manni í stjórninni í gær, að „engin
tengsl væru á milli liðssöfnunarinnar
og atburða í Jemen“. Sagði heimild-
armaðurinn ennfremur að Jemen
hýsti ekki hryðjuverkamenn.
Engar aðgerðir
yfirvofandi
Bandarískir embættismenn telja
að Jemen hafi lengi verið bækistöð
meintra meðlima í al-Qaeda og
griðastaður annarra, er flúið hafi
stríðið í Afganistan. Fyrir tveimur
árum féllu 17 bandarískir sjóliðar er
árás var gerð á bandaríska herskipið
Cole í hafnarborginni Aden í Jemen.
Al-Qaeda var kennt um árásina, og
eru einnig sögð ábyrg fyrir hryðju-
verkunum í Bandaríkjunum 11. sept-
ember í fyrra.
Embættismennirnir í Pentagon
sögðu að 800 bandarískir hermenn,
þ. á m. ótilgreindur fjöldi sérsveita-
liða, hafi verið fluttir til smáríkisins
Djibouti á Rauðahafsströnd Afríku,
andspænis Jemen, sem er syðst á
Arabíuskaganum. Þá hefur láðs- og
lagarskip bandaríska hersins, Bell-
eau Wood, einnig verið sent á haf-
svæðið á milli Jemens og Afríku.
Sögðu embættismennirnir að engar
aðgerðir virtust beinlínis yfirvof-
andi, en liðssöfnunin miðaði að því að
koma mannskap og tækjum í heppi-
lega stöðu ef grípa þyrfti til aðgerða
á svæðinu.
Bandaríkjamenn hafa hvatt Jem-
ena til meiri aðgerða gegn meintum
al-Qaeda-liðum í landinu, þ. á m. að
handtaka Qaed Salim Sunian al-Har-
ethi og Mohammed Hamdi al-Ahdal,
sem eru eftirlýstir af Bandaríkja-
mönnum vegna árásarinnar á Cole.
Jemensk stjórnvöld segja að hinir
grunuðu kunni að njóta verndar
vopnaðra ættbálka og að það væri
hættulegt að fara að leita þeirra.
Reiðubúnir til
aðgerða gegn
al-Qaeda-liðum
Reuters
Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra ræðir al-Qaeda við þingheim.
Sana í Jemen. AP.
SERGEI Ívanov, varnarmálaráð-
herra Rússlands, segir Rússa vera
reiðubúna að efna til fyrirbyggj-
andi árása gegn skæruliðum frá
Kákasushéraðinu Tsjetsjníu er
taldir eru hafa hreiðrað um sig í
Pankisi-skarði í grannlandinu
Georgíu. Sagðist hann myndu láta
Bandaríkjamönnum í té sannanir
fyrir veru skæruliðanna í Georgíu
en Bandaríkjastjórn hefur veitt
Georgíustjórn aðstoð við þjálfun
sérsveita til að berjast gegn
hryðjuverkum. Vitað er að tsjetsj-
neskir skæruliðar hafa sumir
hverjir átt samstarf við hryðju-
verkasamtökin al-Qaeda.
Saka ráðamenn í Georgíu
um samráð við skæruliðana
„Ef við sjáum að óbótamenn eru
á leiðinni í átt til okkar og þeir eru
í aðeins 10–15 kílómetra fjarlægð
frá landamærum Rússlands og
Georgíu munum við gera árás
vegna þess að við eigum engan
annan kost,“ sagði Ívanov. Ráð-
herrann sagði að ekki yrði beðið
þar til skæruliðarnir yrðu komnir
yfir landamærin, búnir að dreifa
sér um héraðið og „byrjaðir að
sprengja hús“.
Fréttastofan Interfax hafði þetta
eftir ráðherranum á miðvikudag en
Ívanov er nú ásamt Ígor Ívanov ut-
anríkisráðherra í Washington til
viðræðna við bandaríska ráða-
menn. Í maí sl. var gert samkomu-
lag milli Rússlands og Bandaríkj-
anna um að ríkin tvö skyldu auka
samstarf í öryggismálum.
Rússar segja að uppreisnarmenn
í Tsjetsjníu séu ekkert annað en
hryðjuverkamenn og stjórnvöld í
Moskvu hafa sakað Georgíumenn
um að leggja sig ekki fram um að
uppræta búðir Tsjetsjenanna í
skarðinu. Fullyrti rússneski varn-
armálaráðherrann að ráðamenn í
Georgíu ættu beinlínis samvinnu
við uppreisnarmennina í Pankisi-
skarði og veittu þeim vísvitandi
skjól.
Tsjetsjneskir skæruliðar hafa hreiðrað um sig í Georgíu
Rússar boða fyrir-
byggjandi aðgerðir
Moskvu. AP.