Morgunblaðið - 20.09.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.09.2002, Qupperneq 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórarinn Stef-ánsson, fyrrver- andi smíða- og teiknikennari á Laugarvatni, fædd- ist á Víðilæk í Skriðdal í S-Múla- sýslu 17. maí 1904 en ólst upp á Mýr- um í sömu sveit. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 11. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Þórarinsson, hrepp- stjóri og bóndi á Mýrum í Skriðdal, og kona hans, Jónína Salný Einarsdóttir. Al- systkini Þórarins voru níu og eru sjö þeirra látin, en hálfsystk- ini eru fimm. Þórarinn lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði í Reykjavík 1931 og gerðist þá kennari í smíðum ber 1932 Guðmundu Margréti, f. 19. mars 1908, d. 4. september 1996, Guðmundsdóttur Magnús- sonar trésmíðameistara í Vest- mannaeyjum og konu hans, Helgu Jónsdóttur. Börn Þórarins og Guðmundu eru tvö: 1) Erna Helga, f. 1933, hússtjórnarkenn- ari og fyrrv. hótelstjóri, gift Daníel Emilssyni húsgagna- sm.meistara, og eiga þau þrjú börn, Hafstein, Þór og Helgu. 2) Stefán Guðmundur, f.1934, fyrrv. starfsmanna- og rekstrar- stjóri Seðlabankans, kvæntur Láru Kristínu Samúelsdóttur myndmenntakennara og leir- listakonu og eiga þau fjögur börn, Þórarin, Ragnhildi, Mar- gréti og Láru. Barnabarnabörn- in eru nú fimmtán talsins. Eftir fjörutíu ára búsetu á Laugarvatni fluttust Þórarinn og Guðmunda til Reykjavíkur árið 1971. Þau bjuggu á Ásvallagötu 15 til ársins 1988 er þau fluttust að Dalbraut 20 þar sem Þór- arinn átti heimili til æviloka. Útför Þórarins fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og teikningu við Héraðsskólann á Laugarvatni. Auk kennslunnar var honum falin verk- stjórn við flestar framkvæmdir á veg- um skólans, jafn- framt því sem hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum á staðn- um og fyrir Laugar- dalshrepp. Hann var m.a. um árabil fulltrúi Skógræktar ríkisins á staðnum, í stjórn sjúkrasam- lagsins og form. áfengisvarnar- nefndar. Hann var póst- og sím- stjóri á Laugarvatni 1950–1971, í hreppsnefnd Laugardalshrepps 1954–1970 og formaður skóla- nefndar Húsmæðraskóla Suður- lands á Laugarvatni 1960–1971. Þórarinn kvæntist 23. septem- Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt, aðgát skal höfð í nærveru sálar. (E. Ben.) Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegs föður míns, sem nú hefur kvatt þennan heim eftir langa og farsæla ævi, sáttur við Guð og menn. Engu að síður er sökn- uðurinn mikill, því allt í einu vantar svo mikið þegar hann er ekki lengur hér, en gott er að vera í fullvissu um að þau mamma eru sameinuð á ný. – Pabbi var mikill öðlingur, alltaf já- kvæður og sá björtu hliðarnar á öll- um málum. Þessir góðu eiginleikar og manngæska hans gerðu það að verkum að öllum leið vel í návist hans og sóttust eftir félagsskap hans. Pabbi var kennari af lífi og sál, en það hafa fjölmargir fyrrverandi nemendur vitnað um. Samhliða kennslunni hlóðust á hann ótal verk- efni, þar á meðal margvísleg nefnd- ar- og stjórnunarstörf, og var undra- vert hvernig hann komst yfir þetta allt. Samt var ekkert fjær honum en að sækjast eftir völdum og manna- forráðum og umbun var oftar en ekki sú ein sem felst í gleðinni yfir vel unnu verki. – Sérstaklega fannst mér spennandi sumarið sem pabbi stjórnaði hótelinu í héraðsskólanum. Þetta var eina hótelið á stóru svæði og því vel sótt. Glæsilegt hlaðborð var haft á hverju kvöldi með nógu af nýju grænmeti úr gróðrarstöðinni. Skógrækt og garðyrkja voru pabba hugleikin. Þau mamma áttu gróðurhús og ræktuðu þar m.a. tóm- ata, agúrkur og vínber og í garð- inum var ræktað allskyns grænmeti undir góðri handleiðslu Ragnars Ás- geirssonar ráðunautar og Grethe konu hans, sem voru góðvinir for- eldra minna. Þetta voru mikil bú- drýgindi, auk þess sem þeim var þá þegar ljós hollusta þess að neyta líf- ræns ræktaðs grænmetis. Ekki má gleyma silungnum sem nóg var af í vatninu og var oft gam- an að fara með pabba að vitja neta og var þá stundum róið út í Álfta- hólma í leiðinni. Einnig má minnast á hvíta gæsahópinn okkar, sem synti með álftunum og margir rugluðu saman. Gæsirnar gáfu okkur egg á vorin í eggjaköku, sem mamma bar fram með njólajafningi sem tilbreyt- ingu frá silungnum og rabarbara- grautnum. Á haustin var farið í fjallagrasa- og berjatínslu, en í Stóragili var oft mikið af hrútaberj- um sem þóttu nauðsynleg með rjúp- unum á jólum, en þær sótti pabbi upp í fjall fyrir hver jól. Ungur að árum hafði pabbi lært á orgel, en píanó eignuðumst við ekki fyrr en ég var á tólfta árinu, og sett- ist pabbi þá niður eftir margra ára hlé og spilaði sálma og ættjarðarlög eins og ekkert væri. Hann var mikill fagurkeri og naut þess að hafa fal- lega hluti í kringum sig. Áhugi á myndlist var mikill og oft fór hann með okkur systkinin á listasöfn borgarinnar. Hann var sjálfur gæddur listrænum hæfileikum og málaði fjölda mynda, auk þess sem hann skar út ótal fallega muni. Hlut mömmu má ekki gleyma, en hún tók virkan þátt í flestu því sem hann tók sér fyrir hendur og var honum ómissandi hjálparhella. Þau báru gæfu til að njóta hamingjuríkra samvista í 64 ár. Einstök gestrisni og myndarskapur einkenndi heimili þeirra alla tíð. Þrátt fyrir mikinn söknuð við fráfall mömmu, hélt hann áfram að halda heimili og alltaf var þar hver hlutur á sínum stað. Í dag fylgjum við pabba síðasta spölinn. Hann hefur sannarlega lok- ið góðu dagsverki og á ég honum mikið að þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. – Hann var yndislegur faðir. Guð blessi minningu hans. Erna Helga. Þórarinn ólst upp í stórum systk- inahópi á Mýrum í Skriðdal og var Stefán faðir hans hreppstjóri þar í sveit. Móður sína Jónínu Salnýju missti hann 13 ára og hafði oft á orði hversu sár sá missir hefði verið, sem leiddi til þess að hann varð líka að sjá á eftir tveim yngstu systkinum sínum í fóstur. Fjölskylduböndin slitnuðu þó aldrei og hefur sam- heldnin ávallt verið mikil innan Mýraættarinnar. Um tvítugt hélt Þórarinn til höf- uðborgarinnar til að nema hús- gagnasmíði og var lokaverkefni hans meistaralega vel smíðað og marg- flókið skatthol sem prýddi heimili hans alla tíð. Hann var einstaklega handlaginn og hélt styrkleika hand- anna fram á háan aldur. Eftir hann liggja óteljandi smíðisgripir, askar, spænir o.fl. og í þrem kirkjum finn- ast fagurlega útskornir skírnarfont- ar, sem hann vann að öllu leyti. Þórarinn var mikill gæfumaður í sínu langa lífi og steig stórt gæfu- spor þegar hann valdi sér að lífs- förunaut Guðmundu Margréti Guð- mundsdóttur frá Vestmannaeyjum. Þau gengu í hjónaband 23. septem- ber 1932 og varð sambúð þeirra sér- staklega farsæl og samstillt. Þau kynntust á Laugarvatni þar sem þau stofnuðu heimili og eignuðust óska- börnin sín tvö, Lillý og Bóbó. Þau voru afar umhyggjusamir foreldrar og sú umhyggja var vel endurgoldin þegar aldurinn færðist yfir þau. Áttu þau 60 ára brúðkaupsafmæli 1992, en Guðmunda lést 1996. Fyrir milligöngu Jónasar frá Hriflu, sem var mikill áhugamaður um uppbyggingu Laugarvatns, hóf Þórarinn störf sem smíðakennari við nýstofnaðan héraðsskólann þar árið 1931. Kennarastarfið varð hans að- alævistarf, en hann tók virkan þátt í málum Laugvetninga og má segja að hann hafi verið þar allt í öllu. Hann var forgöngumaður í skóg- ræktarmálum og kom ásamt tveim öðrum á fót gróðurhúsarækt á staðnum. Hann sat lengi í hrepps- nefnd og var einnig formaður skóla- nefndar húsmæðraskólans. Hann sá um flestar verklegar framkvæmdir á vegum héraðsskólans, þ. á m. end- urbyggingu skólans eftir stórbruna, en þar hafði hann áður verið hót- elstjóri eitt sumar – einnig treysti Bjarni skólastjóri honum vel fyrir embætti sínu þegar hann þurfti að bregða sér af bæ. Þórarinn tók ásamt konu sinni við rekstri póst- og símstöðvar staðar- ins 1950 og seinna tóku þau að sér sölu námsbóka og ritfanga fyrir alla skólana. Það var því alltaf nóg að gera í Hlíðinni, sem var kennara- og nemendabústaður, sem þau fluttu í eftir að hafa í tíu ár búið við afar þröngan og ófullkominn húsakost, sem tæpast þætti boðlegur í dag. Alla tíð var heimili þeirra hjóna opið gestum og gangandi og var Þórarinn í essinu sínu sem gestgjafi því hans helsta yndi var að vera veit- andi, sá sem gefur og gleður. Hann var mikill allra barna vinur og þá ekki síst barnabarnanna sinna sjö sem eiga sterkar og góðar minning- ar um afa sem var óþreytandi að finna upp á ýmsu skemmtilegu og óspar á tíma sinn þegar þau voru í heimsókn hjá afa og ömmu á Laug- arvatni. Þórarinn ávann sér virðingu allra sem hann starfaði fyrir og með og brást ekki því trausti sem Jónas þá- verandi menntamálaráðherra hafði sýnt honum við ráðningu hans 1931. Jónas segir m.a. um Þórarin fimm- tugan: „Á fjölmennasta skólaheimili landsins hefur hann með prúðmann- legri umgengni, viturlegum afskipt- um og lagni í sambúðinni við unga fólkið unnið kyrrlátt en markvisst uppeldisstarf.“ Um hann sextugan skrifar Bjarni Bjarnason fyrrv. skólastjóri og lýsir mannkostum hans og segir í lok greinar sinnar: „Ég er honum mjög þakklátur, ekki einungis fyrir þá miklu vinnu í þágu Laugarvatns og hollráð meðan ég var skólastjóri, heldur miklu fremur fyrir hans óbrigðulu vinfestu og drengskap hvar sem á reyndi. Tel ég Þórarin í fremstu röð allra þeirra mörgu manna sem ég hef starfað með á langri starfsævi.“ Á áttatíu og fimm ára afmæli Þórarins skrifar Jensína Halldórsdóttir fyrrv. skóla- stjóri Húsmæðraskóla Suðurlands og vekur upp minningar: „Oft var gaman að horfa á Þórarin næstum prúðbúinn með hatt á höfði ganga úr smíðahúsinu að aflokinni kennslu- stund með strákahópinn á eftir sér. Strákarnir virtust keppast við að ganga sem næst honum til þess að geta spjallað við hann. Þær eru líka eftirminnilegar stundirnar á vorin þegar Þórarinn gekk með allan nemendaskarann í Héraðsskólanum upp í skóg til að kenna þeim að gróð- ursetja tré.“ Það má því segja að þrívegis á æviferlinum hafi hann séð á prenti um sig þvílíkar lofgreinar að engin minningargrein gæti bætt þar um. Á fjórða og fimmta áratugnum var algengt að ýmsir mektarmenn dveldu hluta úr sumri á Laugar- vatni, þar á meðal skáld og listmál- arar. Þórarinn kynntist nokkrum þessara málara vel og fylgdist með vinnu þeirra og má þar sérstaklega nefna vin hans, Höskuld Björnsson. Kviknaði fljótlega mikill áhugi á málaralistinni og fór hann sjálfur að mála sér til gamans þegar tími gafst. Pensilinn lagði hann ekki alveg á hilluna fyrr en um níutíu og sex ára aldur þegar sjónin var farin að dapr- ast og prýða myndir hans víða veggi. Á unglingsárum sínum lærði Þór- arinn að leika á orgel hjá sinni mætu fóstru Ingifinnu og var hann um skeið organisti við kirkjuna í Múla þar eystra. Seinna á námsárunum í Reykjavík leigði hann herbergi með hinum landskunna flugmanni Birni Pálssyni og fékk Björn hann til að ganga með sér í stúku af því að þar vantaði tilfinnanlega orgelleikara á samkomum. Þórarinn var söngelsk- ur og kunni firnin öll af ljóðum og hnyttnum stökum, sem hann hafði á hraðbergi þegar og þar sem við átti. Uppáhaldsskáldið var þó alltaf Ein- ar Benediktsson. Þórarinn og Guðmunda fluttust til Reykjavíkur árið 1971, eftir 40 góð ár á Laugarvatni. Þau bjuggu á Ás- vallagötu 15 um 17 ára skeið, en fluttu þá í þjónustuíbúð á Dalbraut 20, þar sem þau urðu sem fyrr vina- mörg. „Hann er höfðingi,“ sagði einn góðvinurinn þar nýlega með áherslu í orðum, og víst er að ald- urinn bar Þórarinn vel og reisn sinni vildi hann halda fram til hinstu stundar. Seinasta hálfa árið dvaldist Þór- arinn á hjúkrunarheimilinu Eir þar sem hann naut mikillar hlýju og frá- bærrar umönnunar, sem hann var mjög þakklátur fyrir. Tengdaföður minn kveðjum við fjölskyldan með söknuði og þakklæti fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hans. Lára Kristín Samúelsdóttir. Nú hefur hann elsku afi kvatt okkur í hinsta sinn og við afabörnin komum saman til að rifja upp allar góðu stundirnar sem við áttum með honum og ömmu í Hlíðinni á Laug- arvatni og seinna í Reykjavík. Afi var fastur punktur í tilveru okkar, hann tengdi okkur saman á margan hátt. Þegar við vorum yngri fórum við á hverju sumri að Laug- arvatni til afa og ömmu. Við fengum að fylgja afa í öllu sem hann þurfti að sinna. Hann fór snemma morg- uns út á vatn að vitja um netin og í hádeginu var soðinn silungur í mat- inn. Amma bjó til rúgbrauðsdeig og setti í dós sem við grófum með afa í hverinn niður við vatnið og fengum nýbakað seytt rúgbrauð með smjöri daginn eftir. Afi var skógarvörður á Laugar- vatni. Hann fór oft með okkur í fjall- göngur, stundum til að reka kindur úr skóginum eða til að planta trjám. Við töldum fyrir víst að hann ætti skóginn og því var hann aldrei kall- aður annað en skógurinn hans afa. Á ferðalögum um landið þekkti hann hvern hól og hverja hæð og tengdi oft við sögu eða ljóð. Afi var smíða- og teiknikennari við Héraðsskólann á Laugarvatni. Hjá honum lærðum við að teikna, smíða og fara með verkfæri. Hann var svo ótrúlega þolinmóður við okk- ur börnin og kom ætíð fram við okk- ur sem jafningja. Sögustundirnar hjá afa eru minnisstæðar. Hann las sjaldnast fyrir okkur sögur upp úr bók, heldur endursagði þær eða ein- faldlega skáldaði þær jafnóðum. Jólin eru sérstök í huga okkar. Þá komum við öll saman í Hlíðinni á Laugarvatni hjá afa og ömmu. Afi lék alltaf jólasveininn. Hann var al- vöru, því hann kom þrammandi langt ofan úr fjallshlíðinni með full- an poka af gjöfum. Svo settist hann við píanóið og spilaði jólalögin. Héld- um við að jólin væru bara til þar. Afi keypti snemma kvikmyndavél og eftir hann liggja á filmu brot úr sögu okkar allra, allt frá barnsaldri fram á fullorðinsár. Afi var listamaður og mikill list- unnandi. Eftir að hann og amma fluttu til Reykjavíkur hafði hann meiri tíma til að skera út og mála. Við eigum öll myndir, aska, strokka, spæni og fleiri fallega hluti eftir afa. Afi bjó yfir ótrúlegri ró og yfir- vegun. Hann varð einhvern veginn aldrei gamall því honum tókst alla tíð að varðveita barnið í sér. Hann hafði mikla frásagnargleði og sagði svo skemmtilega frá. Hjá honum fræddumst við um gamla tíma, en hann hafði lifað tímana tvenna. Nærvera hans geislaði af hlýju, um- hyggju og einstökum skilningi. Heimsókn til afa og ömmu var alltaf skemmtileg. Allt kapphlaup við tím- ann stöðvaðist í nærveru þeirra og maður fór óneitanlega að hugsa um hvað það er sem skiptir máli í lífinu. Við búum að því alla okkar ævi að hafa átt hann afa. Við komum til með að sakna hans sárt, enda er hann búinn að vera svo lengi stór partur af tilveru okkar. Í huga okkar barnabarnanna voru afi og amma einhvern veginn óaðskiljanleg og við trúum því í hjarta okkar að þau séu sameinuð á ný. Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna, að gleðja og hjálpa stærst þín unun var. Því hlaust þú hylli Guðs og góðra manna, og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar. (I.S.) Afabörnin sjö. Á litlum skóm ég læðist inn og leita að þér, afi minn. Eg vildi að þú værir hér og vært þú kúrðir hjá mér. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert. Í anda ertu mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég bið guð að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. ( S.P.Þ.) Guð geymi þig, elsku langafi okk- ar. Ísabella, Gabríela, Daníela. Emil og Embla. Í dag er til moldar borinn hjart- kær bróðir og mágur, Þórarinn Stef- ánsson. Hann fæddist 17. maí 1904 á Víðilæk í Skriðdal. Hann flytur með foreldrum sínum til Mýra í sömu sveit árið 1907 og þar bjuggu for- eldrar hans síðan allan sinn búskap. Ólst Þórarinn upp á Mýrum í Skrið- dal þar til hann fer suður til Reykja- víkur að læra húsgagnasmíði. Síðar fór hann til Laugarvatns og kenndi þar. Árið 1944 fer ég að Laugarvatni til sumardvalar til að vinna fyrir skólavist minni fyrir veturinn. Eru mér minnisstæðar móttökur þeirra hjóna Þórarins, Guðmundu og barna þeirra. Það var svo mikil umhyggja og hlýja sem ég fékk hjá þessari dásamlegu fjölskyldu að því get ég aldrei gleymt. Heimili þeirra bar merki þess hve miklir fagurkerar þau hjón voru. Þórarinn var góður listamaður, smíðaði og skar út alls- konar muni og einnig var hann góð- ur listmálari. Hann gaf öll sín verk til vina og vandamanna, sem prýða nú heimili margra. Á Laugarvatni höfðu þau gróðurhús sem þau rækt- uðu í margs konar grænmeti og bök- uðu rúgbrauð í sandinum nálægt hvernum. Einnig var veiddur silung- ur í vatninu og mikið var þessi mat- ur gómsætur á bragðið. Mikið höfð- um við gaman af að horfa á hvítu gæsirnar sem Þórarinn átti synda með ungana sína eftir spegilsléttu vatninu. Þær þurftu ekkert að óttast því þær voru aldar eingöngu til ánægju. Mikill gestagangur var á heimilinu og margir í mat og kaffi, enda Þórarinn í mörgum störfum; kennari, hreppstjóri, sá um síma- vörslu, bóksölu fyrir skólana o.fl. Það þurfti því mikla útsjónarsemi til að hafa alltaf nóg til, því ekki var hægt að hlaupa út í búð og kaupa, en aldrei heyrði ég Mundu kvarta, allt framreitt með bros á vör. Þegar við hjónin fórum okkar fyrstu ferð að Laugarvatni þá fórum við með þeim Metúsalem, Svövu og dóttur þeirra, Eddu Kolbrúnu. Þegar við komum til Þórarins var fullt af gestum og þó að fólkinu fjölgaði virtist það ekki raska ró eða gleði húsbændanna. Þórarinn faðmaði okkur öll og bauð okkur hjartanlega velkomin, mikið væri nú gaman að fá að hafa okkur yfir helgina og sagðist vilja sýna mér skógarreitina sem hann var að planta í og alla fallegu staðina á Laugarvatni sem ég mætti til með ÞÓRARINN STEFÁNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.