Morgunblaðið - 20.09.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 20.09.2002, Síða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 33 að sjá. Þórarinn hafði mikla og sanna góðvild og hjartahlýju til að bera og það urðu allir betri í návist hans. Þegar þau fluttu hingað til Reykjavíkur bjuggu þau sér fallegt heimili á Ásvallagötu 15 og síðar á Dalbraut 20. Guðmunda lést 4. september 1996. Þórarinn bjó áfram á Dal- brautinni þar til fyrir nokkru að hann kom á Hjúkrunarheimilið Eir, fyrst í hvíldarinnlögn en síðar al- kominn. Þar varð hann hvers manns hugljúfi, vildi ekki ónáða neinn að óþörfu. Þórarinn varð þeirrar gæfu aðnjótandi að halda sinni reisn til hinstu stundar og kvaddi lífið á jafn hljóðlátan hátt og hann lifði því. Við biðjum algóðan Guð að styrkja aðstandendur hans. Blessuð sé minning Þórarins Stefánssonar. Svavar og Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir. Þú kvaddir þegar blómin fóru að fölna og fölvi haustsins sló á sumarskaut. Þú hafðir gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum Guð að geyma þín göfga minning okkur heilög er. (G.E.V.) Þessar ljóðlínur finnst okkur eiga vel við þegar við kveðjum elskuleg- an bróður og mág. Við eigum svo fal- legar minningar um þau hjón, Þór- arin og Guðmundu. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir hlýhug og vináttu þeirra í okkar garð í gegnum árin og erum við þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þeirra öll þessi ár. Blessuð sé minning þeirra. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Ernu, Stefáns, og fjölskyldna þeirra. Jón og Guðrún, Keflavík. Í meira en hálfa öld voru Sunn- lendingar að rífast um jarðnæði, sem hentaði fyrsta skólasetri ung- menna í landsfjórðungnum. Rang- æingar bentu á „kalda“ staði eins og Stórólfshvol og Árbæ en Árnesingar nefndu „heit“ svæði eins og Hauka- dal, Reykholt, Reyki í Ölfusi, Hvera- heiði í Ytrihrepp og Laugarvatn. Skálholt og Oddi, gömlu mennta- setrin á Suðurlandi voru nefnd, ekk- ert gerðist, rígurinn blómstraði. Í ráðherratíð Jónasar frá Hriflu skar hann óhikað á hnútinn, þegar Laug- arvatnshjónin, Böðvar Magnússon og Ingunn Eyjólfsdóttir, buðu jörð sína fala til þessa máls. Jónas kom strax auga á yfirburðakosti Laug- arvatns með jarðhita og fágæta náttúrufegurð. Árið 1928 risu fyrstu tvær „burstirnar“ upp við dogg og að ytra útliti var húsið fullgert ári seinna, burstirnar þá orðnar sex. Á Laugarvatni varð með tímanum stærsta skólasetur í sveit á Íslandi. En til að gera það að veruleika þurfti hugmyndir og kjark, auk þeirra sem kynnu að halda á hamri og sög. Auðvitað komu margir við sögu, annaðhvort væri nú. Undirrit- aður leyfir sér þó að halda fram að mestur slægur hafi verið í störfum Þórarins Stefánssonar hvað ráðdeild og framkvæmdagleði varðaði. Hann var boðinn og búinn, snemma og seint að leggjast á árarnar, byggja staðinn upp. Auk þess hollvinur skólastjóra, húsbóndans. Skólasetr- ið ber í dag merki þeirra hátt á loft. Þó mun skógræktin hér á Laug- arvatni bera elju hans fegurst vitni, nýgróður skógarplantna gróðursetti hann víða og er Bjarna-lundur nær- tækur minnisvarði, sem lengi mun standa. Menntasetrið á Laugarvatni á um ókomna tíð störfum Þórarins skuld að gjalda. Þórarinn Stefánsson lærði hús- gagnasmíði í Reykjavík og ætlaði sér að sigla og læra listsköpun í út- löndum. Við þær bollaleggingar bauðst honum handavinnukennara- staða á Laugarvatni, einn vetur og sló til. Undirritaður var um það að kom- ast á lappirnar, aðfluttur í Laugar- dalinn sem reifastrangi, er Þórarinn Stefánsson kom austur haustið 1931. Ári seinna átti hann orðið unga og fallega konu, Guðmundu M. Guð- mundsdóttur frá Vestmannaeyjum, er hann kynntist á matreiðslunám- skeiði á Laugarvatni. Þau fóru ekki í bráð. Koma þeirra var mikill happa- fengur ekki aðeins skólanum heldur sveitarfélaginu öllu. Vinsæll var Þórarinn sem smíða-, teikni- og fag- kennari, hann var laginn að fá fólk með sér og hvetjandi að ýta verkefni úr vör. Er skemmst frá því að segja að Þórarinn varð hvers manns hug- ljúfi og reyndist galvaskur þátttak- andi í félagsmálum. Var í sveitar- stjórn árum saman, hlóðust þá á hann ýmis trúnaðarstörf, s.s. sjúkra- tryggingar, eftirlit með byggingum o.fl. sem upp mætti telja. Á þessum vettvangi kom sér oft vel að vera mannasættir. Þórarinn var skap- maður en stillti vel í hóf og lifði í sátt við Guð og menn alla sína daga. Upphæfist urgur í mönnum lét hann að vísu engan eiga hjá sér en hrein- skilni og drenglyndi einkenndu skoðanir hans, sem leiddu fljótt til sátta þótt viðkvæm mál væru. Spila- maður var Þórarinn, góður í brids og lomber og tóku þeir karlar hér heima oft í spil í góðum félagsskap. Sá snillingur var Þórarinn í hönd- unum, sem dæmin sanna að telja má hann hafa orðið þjóðkunnan lista- mann, ef farið hefði þá braut. Fallega gripi, mótaða, útskorna, skildi hann eftir sig og málara- listinnni sinnti hann líka, einkum á efri dögum er um fór að hægjast. Ekki er gott að spá í hvaða listgrein hann hefði helgað sér, allt lék hon- um í höndum. Ekki má gleyma grófari verkum eins og húsbyggingum, þau tókust vel sem dæmin sanna hér á Laug- arvatni. En um fram allt var Þórarinn Stefánsson gæfumaður í lífinu. Hann átti yndislega konu og myndar húsmóður, sem ól honum tvö heil- brigð og vel gefin börn og tengda- börnin skömmuðu ekki upp á hóp- inn. Öll gengu til mennta og síðar trúnaðarstarfa og hafa nú lokið sinni starfsævi með sóma. Guðmunda lést fyrir 6 árum í Reykjavík, þangað sem þau fluttu eftir áratuga starf á Laugarvatni. Hjónaband þeirra var friðsamt og farsælt. Börnin, Erna Helga og Stefán Guðmundur, gættu foreldra sinna af mikilli alúð í ellinni allt til síðasta andvarps. Afkom- endahópurinn er vel gert fólk, sem skarar framúr á mörgum sviðum og auðfundið að ást þeirra hjóna á af- komendunum fyllti hjörtu þeirra hamingju. Á fyrstu árunum á Laugarvatni bjuggu fjölskylda mín og Þórarins undir vestustu „burst“ héraðsskól- ans. Ég man ekki fyrr eftir mér en mynd Þórarins væri á næsta leiti, enda sannaðist gott og hlýtt hjarta- lag hans með sívakandi athygli á okkur börnunum. „Heyrðu, gæskur, má nokkuð bjóða þér rúsínur?“ Það er sannast sagna að þegar Þórarinn er kvaddur með trega er Guðmunda óaðskiljanleg í minning- unni en þakklæti fyrir hin góðu kynni og vinsemd alla er okkur efst í huga. Við hjónin og fjölskylda okkar sendum samúðarkveðjur, því stund- in er næm en gleðjumst yfir því að vinur okkar lifði við fulla reisn til hinstu stundar. Í Guðs friði. Ester og Þorkell Bjarnason. Með Þórarni Stefánssyni er geng- inn hinn síðasti þeirra kennara Hér- aðsskólans á Laugarvatni, sem réð- ust að honum á allra fyrstu árum hans og unnu við hann til starfsloka sinna. Þórarinn var kennari við skól- ann í smíðum og teikningu samfleytt í fjörutíu ár, 1931 til 71. Um alllangt skeið kom það ávallt í hans hlut að leysa skólastjóra af í fjarvistum eða forföllum og fórst það farsællega úr hendi. Laugarvatni vann hann ótal margt ásamt kennslunni; ég nefni sem dæmi að hann fór með hópi nemenda til Reykjavíkur veturinn 1931–32 til að rífa og flytja austur sýningarskála alþingishátíðarinnar frá 1930, en hann stóð rétt við al- þingishúsið. Skálinn var reistur að nýju niðri við Laugarvatn og var notaður sem íþróttahús í 14 ár og síðar sem iðjuver skólapilta til smíða, sem Þórarinn kenndi lengst af. Í þessu húsi fékk Björn Jakobs- son aðstöðu fyrir íþróttaskóla sinn, sem síðar varð Íþróttakennaraskóli Íslands. Þetta dæmi sýnir eitt með öðru þátt Þórarins, eins og sam- kennara hans, í þróun kennslunnar í Héraðsskólanum á Laugarvatni – og síðar stofnun annarra skóla sem hann fæddi af sér, auk Íþróttakenn- araskólans, bæði Hússtjórnarskól- ans og Menntaskólans. Þá má einnig nefna að Þórarinn tók við því starfi af Guðmundi Ólafssyni, kennara skólans frá stofnun hans, að útvega námsbækur handa nemendum og af- greiða til þeirra á lágmarksverði auk nauðsynlegustu ritfanga. Í tutt- ugu ár annaðist hann ásamt fjöl- skyldu sinni um símaþjónustu fyrir skólastaðinn í símstöð, sem fyrst var til húsa í héraðsskólanum og síðar bústaðnum Hlíð, en hefur nú verið lögð niður illu heilli. Einnig annaðist Þórarinn lengi um skógarfriðun og skógrækt á Laugarvatni, stýrði gróðursetningu nemenda á hverju vori af alúð sinni og ljúfmennsku. Þórarinn var einstaklega vinsæll kennari og dáður af nemendum sín- um. Hann hafði óvenju hlýtt og að- laðandi viðmót sem nemendur kunnu vel að meta og gerðu honum ekki viljandi á móti skapi. Nærvera hans setti þess konar svip á hið dag- lega líf í skólanum og á skólastaðn- um öllum, sem létti tilveruna og gott er að minnast. Ég hugsa til Þórarins með þakk- læti fyrir hönd skólastaðarins á Laugarvatni og sendi börnum hans og fjölskyldum þeirra innilegar kveðjur mínar og minna. Kristinn Kristmundsson. Í dag er til moldar borinn Þór- arinn Stefánsson, sem var mér afar kær vinur. Fyrstu kynni mín af Þórarni og konu hans, Guðmundu, hófust á Ísa- firði 1956 þegar sonur þeirra Stefán gekk að eiga systur mína, Láru Kristínu. Athöfnin fór fram í Ísafjarðar- kirkju með hátíðarblæ. Á eftir var slegið upp veislu með glæsibrag. Í þeirri veislu eftir mikil ræðuhöld og skálaglamur tókum við tal saman. Ég tók strax eftir því hvað Þórarinn var varkár og vandaður til orðs og æðis og traustvekjandi. Síðar á ævinni lágu leiðir okkar oft saman, bæði á sorgar- og gleði- stundum. Það er ekki ætlun mín að rekja lífshlaup hans, það gera mér aðrir færari. Þórarni var margt til lista lagt og var mikill fagurkeri. Hann var völ- undarsmiður og liggja margir fagrir munir eftir hann, sem prýða bæði heimili og kirkjur, útskornir hlutir af sérstakri alúð, smekkvísi og ótrú- legri vandvirkni. Einnig kunni hann að halda vel á pensli og fara vel með liti. Það eru ófáar myndir sem hann málaði og gaf hann þær yfirleitt frá sér til vina og kunningja og gleðja þær augu margra. Það var unun að sjá hvað hönd hans var styrk, skjálftalaus og hug- urinn skýr fram á síðustu stundu. Þórarinn og Guðmunda bjuggu lengst af ævi sinni á Laugarvatni, þar sem hann var handavinnukenn- ari í 40 ár og í 20 ár var hann sím- stöðvarstjóri og póstmeistari með dyggri aðstoð konu sinnar og barna. Einnig gegndi hann trúnaðarstörf- um fyrir samfélag sitt og hafði eft- irlit með viðhaldi húsa á Laugar- vatni. Öllum þessum störfum sinnti hann af kostgæfni og einstakri trú- mennsku. Hann var söngvinn maður og fé- lagslyndur og söng með kórum þar í sveit. Það var gaman að setjast niður með Þórarni í góðu næði og hlusta á hann segja frá liðinni tíð og ógrynni kunni hann af vísum sem margar voru dýrt kveðnar. Þórarinn og Guðmunda voru sam- hent hjón og áttu barnaláni að fagna. Þau eignuðust tvö mannkosta börn, Ernu og Stefán, sem voru augasteinar þeirra og hafa þau verið foreldrum sínum til sóma í hvívetna. Þau bjuggu þeim gott heimili og at- læti þar sem ríkti reglusemi og festa í heimilishaldi og hafa þau systkinin haldið þeim siðum allar götur síðan. Ættartréð hefur vaxið og dafnað eins og sáð var til. Mörg barnabörn og barnabarnabörn hafa litið dagsins ljós og höfðu Þórarinn og Guðmunda yfir miklu að gleðjast og líf þeirra heldur áfram í niðjum þeirra. Þórarinn fór hávaðalaust í gegn- um þetta líf með háttvísi sinni. Hann hafði oft langan vinnudag og féll sjaldan verk úr hendi. Hann afrek- aði miklu með festu sinni og útsjón- arsemi, sívakandi yfir velferð barna sinna og afkomenda og þau hjónin voru miklir barnavinir. Er sárast fyrir smæstu börnin að sjá á eftir langafa og langömmu sem voru þeim svo góð. Ég þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast slíkum öðlings- og heiðursmanni sem bæði sáði og stráði frá sér mannkærleika og ræktaði garðinn sinn vel. Ég gleðst yfir því að hann skyldi fá að halda virðingu og reisn til síð- ustu stundar. Langri og viðburða- ríkri ævi er lokið. Hann kvaddi þennan heim á hljóðlausan hátt eins og hans var von og vísa. Ég veit að algóður Guð fagnar komu hans. Að síðustu vil ég votta börnum og öllum ættingjum hans mína dýpstu samúð. Far þú í friði á Guðs vegum. Amen. Brynjólfur Samúelsson. Nú hefur elskulegur frændi minn, Þórarinn Stefánsson, kvatt þennan heim, háaldraður en alltaf hress og elskulegur og þannig verður hans minnst. Þórarinn frændi var þriðji elsti fimmtán systkina frá Mýrum í Skriðdal. Við móðurmissi reynir á samheldni og sú varð raunin í þess- um stóra systkinahópi. Mér finnst það sýna glöggt hversu góður bróðir Þórarinn hefur reynst, að fimm systkinanna sóttu nám alla leið til Laugarvatns eftir að Þórarinn varð kennari þar. Þar tók Þórarinn á mótum þeim sem sínum eigin börnum og hefur heimili Mundu og Þórarins þá jafnan staðið þeim opið. Pabbi var einn þeirra og minnist hann Þórarins með mikilli hlýju. Þórarinn reyndist honum einstak- lega vel og hefur sú vinátta sem myndaðist á þessum árum haldist óslitin. Pabbi þakkar Þórarni fyrir allt sem hann gerði fyrir hann á lífs- leiðinni. Hann var hans besti vinur og hafa þeir átt margar góðar stund- ir saman bæði á Laugarvatni og í eftirminnilegum ferðum sem þeir fóru með eiginkonum sínum. Það hefur verið ánægjulegt að sjá hvað þeir bræður voru samrýndir og allt- af höfðu þeir nóg umræðuefni. Þeir ræddu mikið um lífið fyrir austan og rifjuðu upp ýmis atvik. Það verða minningarnar um þessar stundir sem ylja pabba í framtíðinni. Með ánægjulegustu minningum æskuára minna eru ferðirnar austur að Laugarvatni til þeirra Þórarins og Mundu. Þar dvöldum við næstum á hverju sumri. Þetta var mjög gest- kvæmt heimili og jafnan fjölmenni í mat og kaffi. Bátsferð með Þórarni út á Laug- arvatn að vitja neta og borða síðan nýsoðinn silung í eldhúsinu hjá Mundu eru góðar minningar. Gönguferðir með Þórarni um skóg- arreitinn hans og upp að styttunni af Jónasi eru einnig minningar sem gott verður að ylja sér við. Þórarinn undi sér vel við skógræktina og finnst mér kvæðið sem hér fylgir með eiga vel við lífið og við elskuleg- an frænda minn. Á meðan vorið vængi sólar breiðir og vetrarkvíði flýr úr hól og tjörnum, þá sýnist ungum elskendum og börnum að allir þeirra vegir séu greiðir Bjarkir laufgast, litir klæða móa og lækir brjóta frerans kalda helsi, skvettast af kæti, fagna nýju frelsi færandi líf að rótum ungra skóga. Í grænum lundi gamall reynir bíður geislanna hlýjú að verma kalda fingur. Þröstur í greinum saknar einn og syngur: Sofandi tré, þín ævi burtu líður. Því enginn geisli, enginn lækjarkliður þig oftar vekur, forni reyniviður. (Þórdís Guðnadóttir.) Síðustu mánuðina bjó Þórarinn á hjúkrunarheimilinu Eir. Hann var mjög sáttur við veruna þar og hrós- aði elskulegu starfsfólki. Þar eign- aðist hann líka nýja vini því allir löð- uðust að Þórarni. Hann mætti í sjúkraleikfimi og föndurtíma og ætl- aði jafnvel fljótlega að byrja að mála aftur. Fyrir hönd pabba og fjölskyld- unnar allrar vil ég votta Lillý og Bóbó og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Minning um góðan frænda lifir. Sigrún Sveinsdóttir.                          +   &      &     & 75    344 * -  >" &'()           !   " #! "   8 +6  ,"  !)  ! ," # ' . , !* " 8 )  ! ,"  65)  !* "   !  ! ," 3 0 ) !!* " //0,///) ('      &                      &   &     & 5# 12 344 * * " '0  "   ' ) 0    '       '    (1  ( &    '     '       ! !     +   0 6 ,"  ( 1*- 6 !* " 1* 6 ,"  ! (;! " //0,///0)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.