Morgunblaðið - 20.09.2002, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
" "##
$%& ""
% "%
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
SAMGÖNGUMÁL eru ofarlega í
huga flestra Vestmannaeyinga þessa
dagana. Við sem búum hér erum
háðari samgöngum en flestir aðrir
landsmenn enda getum við ekki sest
upp í bíl og ekið af stað til annarra
áfangastaða en
þeirra sem eru
innanbæjar.
Þannig erum við
háð flugi og ferju-
siglingum en
þessar sam-
gönguleiðir eru
þó fjarri því að
vera aðgengileg-
ar fyrir hvern
sem er.
Ef ég ætla að fara með fjölskyldu
mína, tvo fullorðna og tvö börn, með
flugi til Reykjavíkur og til baka aftur
kostar það kr. 37.192. Ég hef ekki
efni á að nýta mér þann valkost.
Þannig er mín eina samgönguleið
alla jafna með Herjólfi og kostar það
9.700 krónur báðar leiðir taki maður
bílinn með.
Það er þó ekki verðið heldur tíðni
ferða og takmarkað rými um borð í
ferjunni sem gerir það að verkum að
tala má um sannkallaða einangrunar-
stefnu. Í sumar fór Herjólfur tvær
ferðir milli lands og Eyja á dag fyrir
utan laugardaga þar sem farin var
ein ferð. Var það þó töluverð aukning
frá því sem áður var þar sem tvær
ferðir voru eingöngu farnar á föstu-
dögum og sunnudögum. Þrátt fyrir
þessa fjölgun ferða þurfti að panta
far með bátnum tveimur vikum fyr-
irfram svo maður yrði öruggur um að
koma bílnum með og fá klefa en á
þriggja stunda langri sjóferð verða
þeir sem ekki eru sjóvanir að geta
legið til þess að lifa af sjóferðina.
Það var sem sagt ekki hægt að
ákveða með nokkurra daga fyrirvara
að skella sér upp á land því það var
uppselt í Herjólf fyrir bílinn og
enginn klefi eða koja fáanleg. Það
kom oftar en ekki fyrir að við þurft-
um að hætta við að fara upp á land
vegna þessa. Ég efast um að Reyk-
víkingar myndu sætta sig við að
komast ekki upp í sumarbústað af
þeirri ástæðu að uppselt væri á
Hellisheiðina eða Hvalfjörðinn.
Nýlega kom út vetraráætlun fyrir
Herjólf þar sem gert er ráð fyrir
einni ferð á dag fyrir utan föstudaga
en þá á að fara tvær ferðir. Ef ég er
svo heppin að fá far á föstudegi er
þannig alls óvíst um að ég komist til
baka á sunnudegi þar sem þá er bara
ein ferð. Reykjavík er okkar höfuð-
staður og þótt þjónusta sé góð í Eyj-
um þarf fólk að sækja til borgarinnar
af ýmsum ástæðum. Ef ég þarf að
vera í Reykjavík frá kl. 10-12 á
þriðjudegi þarf ég að fara með Herj-
ólfi á mánudagsmorgni og ég er
komin heim aftur á miðvikudegi kl.
15 þar sem ég næ ekki þriðjudags-
ferjunni sem fer kl. 12 frá Þorláks-
höfn. Þetta eru þrír vinnudagar fyrir
tveggja tíma fund í Reykjavík.
Nú er Herjólfur að fara í slipp sem
er að sjálfsögðu nauðsynlegt og er
áætlað að það taki tvær vikur. Við
fáum í staðinn ferjuna Baldur sem
tekur u.þ.b. 20 bíla, u.þ.b. 200 far-
þega og er 4 klst. á leið milli lands og
Eyja þegar sjór er sléttur. Þeir sem
hlusta á veðurfréttir vita hve oft er
logn á Stórhöfða. Til samanburðar
má nefna að Herjólfur tekur u.þ.b.
65 bíla, 500 farþega og er tæpa þrjá
tíma á leiðinni. Búið er að ráðleggja
okkur sem búum hér að vera ekkert
að ferðast á þessu tímabili.
Það er gott að búa í Vestmanna-
eyjum en við sem höfum sest hér að
sættum okkur ekki við að lifa í
einangrun. Við viljum heldur ekki
láta hrekja okkur héðan vegna sam-
gangnaleysis sem þó er auðvelt að
ráða bót á. Það er hægt að fá ferju
sem tekur rúma klukkustund að fara
sömu leið og það tekur Herjólf að
fara tæpar þrjár klukkustundir.
Hægt yrði að fara nokkrar ferðir á
dag og allir sem vildu koma hingað
eða fara héðan gætu gert það án fyr-
irhafnar.
Það er krafa okkar Vestmannaey-
inga að fá slíka ferju og að þangað til
hún kemur verði tvær ferðir á dag
með Herjólfi. Ég skora hér með á
samgönguráðherra og aðra ráða-
menn að ráða bót á þessu máli nú
þegar.
EVA S. KÁRADÓTTIR,
Faxastíg 41, Vestmannaeyjum.
Einangrunarstefna
í samgöngumálum
Vestmannaeyja
Frá Evu S. Káradóttur:
Eva S.
Káradóttir
Glæsilegar danskar innréttingar
í öll herbergi heimilisins.
G
æ
ð
i
á
N
e
tt
o
ve
rð
i.
..
ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500
Fást aðeins hjá okkur
og kosta minna en
þig grunar!
Mörkinni 3, sími 588 0460
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Húsgögn
Sérpantanir