Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.09.2002, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Yfir 14.000 MANNS Sýnd kl. 6 og 8. FRUMSÝNING Sýnd kl. 10. B.i. 12 ára.  HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6. með ísl. tali. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 5.15, 8, 10.40 og POWERsýning kl. 12. B.i. 14. Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.  HL Mbl Yfir 14.000 MANNS kl. 4.45, 7.30 og 10.10.  Kvikmyndir .com  DV Sýnd kl. 8. The Sweetest Thing Sexý og Single miðaverð aðeins 350 kr! STUTTMYND HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 4 og 4.30. Sýnd með íslensku tali. Ný Tegund Töffara  HK DV Powersýning kl. 12. „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali. FRUMSÝNING ENDUR fyrir löngu sáu nokkrir tónelskir meðlimir í Bifhjóla- samtökum lýðveldisins sér þann kost vænstan að setja á stofn hljóm- sveit til að fá spilagleðinni farveg, sem síðan var rekin undir hatti sam- takanna. Fljótlega hóf sveitin, sem skírð var Sniglabandið (nema hvað!), þó að brjótast undan þeim takmörkum og í upphafi tíunda ára- tugarins var hún orðin ósvikin gleðisveit, og meira að segja ein sú vinsælasta af því taginu. Í dag, og á morgun, ætlar Snigla- bandið að hefja innreið inn í íslenskt menningar- og skemmtilíf á nýjan leik. Þeir Pálmi Sigurhjartarson og Björgvin Ploder, músíksniglar með meiru, gera sitt besta til að upplýsa blaðamann um ástæður þessa. „Við fórum í frí fyrir fimm árum,“ segir Pálmi. „Þá vorum við búnir að spila stanslaust í þetta sjö til átta ár. Nú er gítarleikarinn okkar kominn til landsins aftur og þess vegna fannst okkur tilvalið að byrja aftur. Hvað sem verður meira á svo bara eftir að koma í ljós.“ Minnisstætt er þegar Sniglaband- ið hélt úti eigin útvarpsþætti á Rás 2 um skeið, og var hann með allsér- stæðu sniði. Fólk gat hringt inn og beðið um óskalag og sveitin reyndi sitt besta til að spila viðkomandi lög – á staðnum! Þetta ætla þeir og að endurtaka í dag á milli kl. 15.00 og 16.00 á Rás 2 sem fyrr. „Þetta var örugglega það skemmtilegasta sem við gerðum,“ segir Björgvin. „Þannig vildum við sjá hljómsveitina, við vildum skapa okkur sérstöðu. Undir það síðasta vorum við orðnir ansi færir að elta hver annan í lögum sem kannski einn af okkur kunni!“ Um lagaval helgarinnar segir Björgvin kerknislega að þeir reyni líklega að taka skástu lögin. Þeir fé- lagar leggja svo hins vegar stoltir áherslu á það frelsi sem felst í band- inu og þegar hafi liðið á feril sveit- arinnar fór fólk í ríkari mæli að tengja nafnið við galsa og gleði fremur en vélhjól. „Við getum leyft okkur meira sem tónlistarmenn í þessu bandi,“ segir Pálmi. „Í þessum hópi má stoppa í miðju lagi; skeyta ólíkum lögum saman o.s.frv. Við höfum all- ir starfað í öðrum sveitum þar sem við komumst ekki upp með slík fífla- læti. Þannig að það verður gaman að takast á við þessar aðferðir á nýj- an leik.“ Endurkoma Sniglabandsins fer fram á Kaffi Reykjavík í kvöld og annað kvöld. Munið líka að kveikja á viðtækinu í dag. Ein af mörgum útgáfum Sniglabandsins stillir sér upp, einhverntíma á tíunda áratugnum. Björgvin og Pálmi eru lengst til vinstri. Sniglabandið snýr aftur arnart@mbl.isAUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.