Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað, Haust–vetur 2002. Við getum flogið, frá Ecco. Blaðinu verður dreift um allt land. UTANRÍKISRÁÐHERRA Suður-Afríku, dr. Dlamini Zuma, kemur í opinbera heim- sókn til Íslands 22.–24. septem- ber næstkomandi í boði Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra. Á fundi utanríkis- ráðherra Íslands og Suður- Afríku 22. september á Þing- völlum verða rædd meðal ann- ars gagnkvæm samskipti ríkjanna, ástand mála í sunn- anverðri Afríku, allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og ráð- stefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Utanríkisráð- herra Suður-Afríku mun einnig eiga fund með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra og heimsækja Delta hf. Þá mun utanríkisráðherrann halda fyrirlestur um svæðis- bundna þróunarsamvinnu í Afríku, NEPAD, á vegum HÍ. Utanríkis- ráðherra S-Afríku í heimsókn á Íslandi sjálfur forstjóri færeyska flug- félagsins Air Atlantik,“ segja sér- fræðingar Lasersjónar, læknarnir Eiríkur Þorgeirsson og Þórður Sverrisson. Erfiður sjúklingur „Það má eiginlega segja að við höfum tekið mikla áhættu, hann er tiltölulega erfitt tilfelli, eins og við segjum, og er auk þess aðili að samkomulagi sem við munum gera við flugfélagið um að senda hingað fólk frá Færeyjum. Þannig að við þorum hreint ekki að hugsa út í þann möguleika að aðgerðin takist illa.“ Eiríkur segir að það hafi alltaf verið stefnan að kanna hvort möguleiki væri á að ná hingað til lands erlendum sjúklingum. Fyrir um ári hafi verið ákveðið að kanna möguleika í Færeyjum og síðan hafi verið tekið upp samstarf við tvo augnlækna og annar þeirra, FYRIRTÆKIÐ Lasersjón hefur hafið samstarf við tvo augnlækna í Færeyjum sem felur í sér að sér- fræðingar Lasersjónar mun fram- kvæma augnaðgerðir á Færeying- um en færeysku læknarnir munu annast forskoðun og eftirmeðferð sjúklinganna. Þetta er væntanlega í fyrsta sinn að íslenskt einkafyrirtæki í heilbrigðis- eða læknisþjónustu sækir með formlegum hætti inn á erlendan markað. Sérfræðingar Lasersjónar hafa framkvæmt um tvö þúsund aðgerðir frá stofnun fyrirtækisins fyrir tveimur árum og er það því orðið ein stærsta leysiaðgerðastöðin á Norðurlönd- um. Markaðssóknin er þegar hafin ef svo má segja því fyrsti Færeying- urinn er kominn til landsins og fór í aðgerð hjá sérfræðingum Las- ersjónar í gær. „Sjúklingurinn er ekki af verri endanum, það er Kaj Vilhelmsen, sé nú hingað kom- inn til þess að kynna sér starfsem- ina og hvernig aðgerðir eru fram- kvæmdar og ganga formlega frá samstarfinu. „Það sem er áhugavert við þetta er að þetta er í raun í fyrsta sinn að einkafyrirtæki í heilbrigðis- eða læknisþjónustu sækir inn á erlend- an markað með formlegum hætti. Við erum beinlínis að markaðssetja hátækni heilbrigðisþjónustu sem þróuð hefur verið af íslenskum læknum inn á annað markaðssvæði og höfum raunar aldrei byggt starfsemi okkar á niðurgreiðslum frá Tryggingastofnun. Og við kjós- um Færeyjamarkað því hann er nálægt okkur og eðlilegt að þreifa sig áfram á honum.“ Færeyski augnlæknirinn sem hingað er kominn, Kaj Vilhelmsen, segir að það liggi fyrir að ekki sé hagkvæmt að koma á fót svona fyrirtæki í Færeyjum, stofnkostn- aðurinn sé mikill og markaðurinn ekki nægjanlega stór. „Þannig að mér líst mjög vel á þetta samstarf og tel það vera hentugan kost fyrir Færeyinga. Það gildir sama í Fær- eyjum og hér að hið opinbera hef- ur ekki greitt fyrir svona aðgerðir. Við munum bjóða upp á „einn pakka“, þ.e. ferð og aðgerð og ég hef ekki trú á öðru en Færeyingar muni nota sér þessa þjónustu enda stutt að fara og sérfræðingarnir hér mjög færir og í stöðugri þjálf- un en það skiptir öllu máli.“ Færeyingar í leysi- aðgerðir á Íslandi Morgunblaðið/Jón Svavarsson Læknarnir Þórður Sverrisson, Eiríkur Þorgeirsson og Kaj Vilhelmsen. DR. HÁKON Hákonarson, barna- læknir og sérfræðingur í lungna- lækningum barna, hefur hlotið við- urkenningu úr verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar barnalæknis fyrir vísindaleg afrek á sviði barna- lækninga. Þetta er í annað sinn sem sjóðurinn veitir viðurkenningu en hana fær dr. Hákon fyrir rann- sóknir sínar á astma. Leit að erfðavísum sem orsaka astma Rannsóknarverkefni Hákonar eru á sviði sameindalíffræði og á sviði erfðarannsókna. Þær hafa staðið frá 1993 og í þeim hefur Há- kon leitast við að finna erfðavísa sem orsaka astma þannig að hægt sé að þróa nýja og sértækari meðferð við astma á grunni rannsóknanna. Bent Sch. Thorsteinsson stofnaði Verðlaunasjóð Óskars Þórðarsonar árið 2000 með veglegri peningagjöf til minningar um Óskar fóstra sinn en sjóðurinn er í vörslu Háskóla Ís- lands og ákveður rektor úthlutun hverju sinni að höfðu samráði við forseta læknadeildar skólans. Hákon er fæddur á Akureyri árið 1960, stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri og brautskráð- ist frá læknadeild Háskóla Íslands 1986. Hann lauk sérfræðiprófi í barnalækningum 1992 frá Univers- ity of Connecticut og í lungnalækn- ingum barna frá University of Penn- sylvania School of Medicine árið 1996. Á liðnu vori varði Hákon dokt- orsritgerð sína sem fjallaði um ofan- greindar rannsóknir. Hákon hefur leitt lungnarannsóknarsvið Ís- lenskrar erfðagreiningar frá 1998 og er þar yfirmaður lyfjafræðarann- sókna og rannsóknasviðs bólgu- og sjálfsofnæmissjúkdóma. Jafnframt sinnir Hákon lungnalækningum við barnadeild Landspítala Háskóla- sjúkrahúss. Hákon er kvæntur Mar- íu Björk Ívarsdóttur, grafískum hönnuði, og eiga þau börnin Ívar Örn, Sigrúnu Maríu og Sólveigu Helgu. Óskar Þórðarson barnalæknir fæddist 1897 og stundaði sérnám í barnalækningum í Austurríki og Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Hann stofnaði lækna- stofu í Reykjavík árið 1930 og rak hana til dauðadags árið 1958. Sam- hliða var Óskar skólalæknir Austur- bæjarskólans og Laugarnesskólans, læknir barnaheimilis Sumargjafar og eftirlitslæknir við barnaheimili Reykjavíkur. Óskar kvæntist Guð- rúnu Sveinsdóttur frá Hrauni á Skaga, móður Bents, stofnanda verðlaunasjóðsins. Úthlutað hefur verið úr verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar barnalæknis Hlýtur viðurkenn- ingu fyrir rann- sóknir á astma Morgunblaðið/Sverrir Bent Scheving Thorsteinsson, stofnandi sjóðsins, afhenti dr. Hákoni Há- konarsyni viðurkenninguna. Milli þeirra er Páll Skúlason rektor. ALLLANGRI hefð í fjárflutningum milli lands og Breiðafjarðareyja á 95 ára gömlum áttæringi lýkur á þessu hausti þegar fé verður smalað í landi og flutt í síðasta skipti úr sumarhögum í landi út í Flatey og Skáleyjar. Bræðurnir Eysteinn og Jóhannes Gíslasynir í Skáleyjum hafa verið með 120 fjár og Svanhildur Jóns- dóttir og Magnús Jónsson í Flatey með 40 fjár. Skáleyjabræður eru að fækka fé sínu um tvo þriðju svo það verður ekki flutt oftar í land. Þeir bræður eiga nú einir lög- heimili í Skáleyjum, en þeir eiga stóra fjölskyldu sem er með þeim meira eða minna í eyjunum. Jó- hannes segir ekki stefnt að því að leggja af fasta búsetu þrátt fyrir fækkun fjárins en þeir bræður hafa búið í Skáleyjum frá 1977 er þeir tóku við búi af foreldrum sínum. Búinn seglum í öndverðu Áttæringurinn sem notaður hefur verið í flutningana milli eyjanna og Skálaness tekur um 40 fjár í einu og á sér langa sögu. Í öndverðu var hann búinn seglum og róið með féð en síðar var farið að draga hann með vélbát. Jóhannes segir áttær- inginn, Svan gamla, farsælt skip sem aldrei hafi lent í óhappi. „Svan- ur var léttur undir ár og lipurt skip. Í góðu veðri réru honum tveir menn auðveldlega,“ segir Jóhannes og bætir við að hann hafi ekki þurft mikinn byr til að skríða drjúgt. Fénu verður smalað um helgina í Kollafirði og flutt út í eyjar á mánu- dag ef veður leyfir. „Maður er búinn að sætta sig við þetta,“ segir Jóhannes aðspurður um þau tímamót sem framundan eru. „Það er langur aðdragandi að þessu, það hefur verið vitað að að þessu kæmi, þótt ekki hafi verið beinlínis stefnt að því að vera með búskap til að ljúka honum á þennan hátt. En það er víðar en í eyjabú- skap sem uppgjöf er í landbúnaðin- um í þeirri stöðu sem hann er.“ En hvað verður um Svan gamla? Jóhannes segir framtíð hans óráðna, en vill síður að skipið endi ónotað á safni. „Ég vil að Svanur verði virkur, þannig að hægt verði að sýna hann undir seglum á floti, hvar sem hann verður varðveittur, en það er önnur saga hvort þessi ósk rætist.“ 95 ára gamalt skip að ljúka hlutverki sínu sem fjárflutningaskip á Breiðafirði Fé flutt á Svani gamla í síðasta sinn á mánudag Morgunblaðið/RAX Ungir fjárhirðar í Svani gamla með kindur á leið í haga sumarið 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.