Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 33 hins vegar að nálgun hans varpi ekki ljósi á alla þætti málsins. Ekki verði hjá því litið að Banda- ríkin hafi margsinnis verið í forystuhlutverki við að byggja upp alþjóðlegar stofnanir og reglu- kerfi og megi nefna Sameinuðu þjóðirnar, GATT/ WTO og Bretton Woods-stofnanirnar sem dæmi um slíkt. Þá séu einnig dæmi um að Evrópusam- bandið hafi grafið undan hinu alþjóðlega reglu- verki í þágu eiginhagsmuna. Nefnir Fukuyama bananadeiluna og úrskurð framkvæmdastjórnar ESB um að heimila ekki samruna fyrirtækjanna General Electric og Honeywell þrátt fyrir að samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum og Kanada hefðu lagt blessun sína yfir hann. Þá telur hann að þrátt fyrir talið um að alþjóðleg samskipti verði að lúta ákveðnum reglum hafi ekki tekist sérstaklega vel til innan Evrópusambandsins. Þar hafi verið byggt upp ótrúlega flókið reglu- gerðarveldi sem oft sé mótsagnakennt og þar að auki séu tæki til að framfylgja reglunum veik- burða. Fukuyama segir deilur Evrópu og Bandaríkj- anna að hluta til snúast um stíl. Þótt stefna Bush- og Clinton-stjórnanna sé í sjálfu sér ekki mjög ólík hafi Bush-stjórnin af einhverjum ástæðum brugðist þegar kemur að því að ráðfæra sig við bandamenn, útskýra, réttlæta og sannfæra líkt og fyrri stjórnir hafi gert. Nefnir hann sérstak- lega sem dæmi hvernig Bush-stjórnin hélt á mál- um varðandi Kyoto-sáttmálann. Í stað þess að undirrita Kyoto og láta hann síðan deyja dauða sínum í þinginu, líkt og Clinton, hafi Bush-stjórn- in greint frá því í hádegisverði með NATO-sendi- herrum í Brussel að hún hefði ákveðið að láta Kyoto lönd og leið. Á hinn bóginn hafi Bush lagt áherslu á alþjóðlega samstöðu þegar á reyndi, t.d. í Afganistan. Fukyama telur þó að um djúpstæðari ágrein- ing sé að ræða en einungis varðandi framsetn- ingu stefnumála og stíl. Hann telur að vandinn felist í ólíku viðhorfi til þess hvar uppsprettu lýð- ræðislegs umboðs sé að finna. Með mikilli ein- földun megi segja að Bandaríkin telji að hið lýð- ræðislega umboð komi frá hinu stjórnar- skrárbundna, lýðræðislega þjóðríki. Alþjóða- stofnanir hafi einungis umboð að því marki sem það sé veitt af lýðræðislegum meirihluta í samn- ingaviðræðum. Það umboð megi hins vegar draga til baka hvenær sem er. Evrópumenn telji á móti að hið lýðræðislega umboð spretti frá al- þjóðlegu samfélagi, sem sé mun stærra en hvert einstakt þjóðríki. Þótt þetta alþjóðlega samfélag sé ekki skipulagt í eina stjórnarskrárbundna heild veiti það stofnunum umboð. Fukuyama tel- ur að ekki sé hægt að brúa þetta bil þar sem þeg- ar upp er staðið sé ekki hægt að taka á „lýðræð- ishallanum“ á heimsmælikvarða. Hins vegar sé hægt að draga úr vandanum með því að Banda- ríkin sitji á sér í kerfi er byggist á sjálfstæðum þjóðríkjum. Ekki ein og óstudd Til er annar hópur fræðimanna sem held- ur því fram að þrátt fyrir að Bandaríkin hafi aldrei verið öflugri en nú í samanburði við önnur ríki séu þau ekki síður háð því að eiga mikil samskipti og samstarf við önnur ríki og geti ekki tryggt öryggi sitt á annan hátt. Helsti fulltrúi þessa hóps er Joseph S. Nye, rektor Kennedy- skólans við Harvard-háskóla og fyrrverandi að- stoðarvarnamálaráðherra í stjórn Bills Clintons. Fyrr á þessu ári kom út bók eftir hann sem ber heitið Þversögn hins bandaríska máttar (The Paradox of American Power). Nye lítur á stöðu heimsmála sem flókna þrívíddarskák, þar sem taka verði tillit til allra þátta. Í fyrstu víddinni sé að finna hreinan hernaðarmátt, en þar hafa Bandaríkin yfirburðastöðu í heiminum. Í annarri víddinni er efnahagsmáttur og áhrif, til dæmis hvað varðar iðnaðarstaðla, en á því sviði stendur Evrópusambandið að hluta til jafnfætis Banda- ríkjunum. Í þriðju víddinni eru svo fjölmargir þættir óháðir ríkisstjórnum, s.s. gjaldeyrisflæði, alþjóðleg risafyrirtæki, óháð félagasamtök, Net- ið og aðilar ótengdir ríkjum, s.s. hryðjuverka- samtök. Nye telur Bandaríkin og bandaríska stefnumótun fyrst og fremst taka mið af fyrstu víddinni. Nye segir Bandaríkin standa frammi fyrir fjöl- mörgum vandamálum sem þau geti ekki leyst ein og óstudd, hvort sem þeim líki það betur eða verr. „Stöðugleiki á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum er forsenda bandarískrar velmegunar, en við getum ekki tryggt hann nema í samvinnu við aðra. Loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á lífs- gæði Bandaríkjamanna en það er vandamál sem við getum ekki leyst sjálf. Við búum í heimi þar sem landamæri líkjast stöðugt meira gatasigti þegar kemur að eiturlyfjum, smitsjúkdómum og hryðjuverkum. Við neyðumst því til að starfa með öðrum ríkjum jafnt handan landamæra þeirra sem innan landamæra okkar.“ Lykilhugtak í kenningu Nyes er „hinn mjúki máttur“ (soft power) sem er ólíkur hefðbundinni valdbeitingu með hernaðarmætti eða efnahags- mætti. Í hugtakinu felst að ríki fær önnur ríki til liðs við sig með óbeinum hætti. Sem dæmi má nefna að önnur ríki vilja fylgja fordæmi þess vegna þess að þau eru sammála þeim gildum, sem barist er fyrir, eða þá að þau líta upp til við- komandi ríkis af einhverjum ástæðum. Hann tek- ur dæmi af uppeldi barna og segir að til lengri tíma litið sé líklegra að foreldrar hafi áhrif á börn sín og hegðun þeirra með því að leggja áherslu á ákveðnar reglur og gildi frekar en líkamlegar refsingar eða að skrúfa fyrir vasapeninginn. Þetta eigi einnig við um alþjóðlegt samhengi, þar sem mestu skiptir að móta umræðuna og setja hluti á dagskrá. Nye telur að mikilvægi hins mjúka máttar muni aukast í framtíðinni og að það geti grafið undan mætti Bandaríkjanna að fara sínu fram án þess að taka tillit til þarfa og sjónarmiða annarra ríkja. Einstefna og hroki dragi úr áhrifum Bandaríkjanna. Nye gerir ekki lítið úr hefðbund- inni valdbeitingu í þágu þjóðarhagsmuna en leggur áherslu á að valdi sé ekki beitt með þeim hætti að það grafi undan hinum mjúka mætti. Einungis þannig geti Bandaríkin tryggt stöðu sína. Of mikið afl? Í Bandaríkjunum snú- ast umræðurnar yfir- leitt um það hvernig Bandaríkjunum beri að beita afli sínu og völdum. Í Evrópu heyrast hins vegar oftar þau sjónarmið að afl Bandaríkjanna sé orðið of mikið. Timothy Garton Ash, forstöðumaður Evrópsku rannsókn- armiðstöðvarinnar við St. Anthony’s College við Oxford-háskóla segir í nýlegri grein á leiðarasíðu The New York Times að Bandaríkin hafi nú meira vald en hollt sé, jafnvel fyrir þau sjálf. „Ólíkt því sem margir í Evrópu halda fram er vandamálið við völd Bandaríkjanna ekki það að völdin séu í höndum Bandaríkjamanna. Vanda- málið er vald sem slíkt. Það gæti jafnvel reynst erkiengli hættulegt að fara með þetta mikil völd. Höfundar stjórnarskrár Bandaríkjanna komust að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að ekkert vald- svið, óháð því hversu gott það væri, skyldi vera ríkjandi. Jafnvel þeir bestu gætu fallið fyrir freistingum. Því skyldi hver stoð valdsins gegna því hlutverki að hafa eftirlit með öðrum stoðum. Það á líka við um alþjóðamál.“ Garton Ash spyr hver eigi að halda aftur af hinu bandaríska valdi. Hann telur að Sameinuðu þjóðirnar geti gegnt þar hlutverki en að svarið felist fyrst og fremst í Evrópu. Til að geta sinnt þessu hlutverki verði Evrópa hins vegar að byggja upp hernaðarmátt sinn en jafnframt að losa sig við þau and-amerísku sjónarmið sem oft séu ríkjandi í Evrópu. „Við verðum að byggja upp Evrópu sem lítur ekki á sig sem risaveldi og keppinaut Bandaríkjanna heldur mikilvægasta bandamann Bandaríkjanna í samfélagi frjáls- lyndra lýðræðisríkja. Bandaríkjamenn ættu út frá upplýstu mati á eigin hagsmunum að stuðla að því að Evrópu takist þetta. Annars munu þeir þurfa að takast einir á við einsemd hins fjarlæga ofurveldis.“ Morgunblaðið/RAX Við upptök Skaftár, hægra megin sést í Fögrufjöll. Kagan segir að þeg- ar komi að því að taka afstöðu til mik- ilvægustu málanna á alþjóðavettvangi séu „Bandaríkja- menn frá Mars og Evrópumenn frá Venus“. Samstaða sé fátíð og stöðugt minni skilningur sé á afstöðu hins að- ilans. Í raun hafi leiðir skilið varðandi mótun stefnu í utan- ríkis- og varnar- málum. Laugardagur 21. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.