Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÖNGSVEITIN Fíl- harmónía og Selkórinn búa sig nú af kappi undir tónleika ásamt Fílharmóníuhljómsveit Pétursborgar í Sankti Pétursborg mánudag- inn 30. september næstkomandi. Fílharmóníuhljóm- sveitin er með virtustu hljómsveitum álfunnar og saga hússins, sem hún leikur í, er sam- bærileg sögu Musik- verein í Vínarborg. Á sínum tíma voru frum- flutt þar verk eftir Shostakovitsj og fleiri fræg rússnesk tónskáld. Salurinn tekur 2.000 manns í sæti og er nefnd- ur í höfuðið á Shostakovitsj. Til þess að fylla þetta stóra rými þeim kórhljómi sem við á varð strax ljóst að stækka þyrfti Söngsveitina. Því var sóst eftir samstarfi við Sel- kórinn um þetta verkefni. Félagar úr Selkórnum gengu til liðs við Söng- sveitina og varð með þessu móti til myndarlegur 100 manna kór sem syngur undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Efnisskrá tón- leikanna verður tví- skipt. Fyrir hlé verður sungin um hálftíma- löng íslensk dagskrá með tónlist án undir- leiks (a cappella), m.a. þjóðlagaútsetningum eftir Hafliða Hall- grímsson og lögum eft- ir Jón Ásgeirsson, Árna Harðarson, Jón Nordal, Þorkel Sigur- björnsson og fleiri. Eft- ir hlé verður flutt Sálu- messa Mozarts sem Söngsveitin hefur flutt nokkrum sinnum áður. Fjórir ungir íslensk- ir einsöngvarar taka þátt í flutningi sálumessunnar en þau eru Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sess- elja Kristjánsdóttir alt, Kolbeinn Ketilsson tenór og Davíð Ólafsson bassi. Þau eru nýráðin til Íslensku óperunnar nema Kolbeinn, sem starfar suður í Evrópu. Sálumessan verður á dagskrá tón- leika Sinfóníuhljómsveitar Íslands 10. og 11. október nk. og verður títt- nefndur kór þátttakandi í þeim flutn- ingi. Búa sig undir tón- leika í Pétursborg Bernharður Wilkinson ELÍN Helena Evertsdóttir hefur gert opinbert verk sitt „Mold“ hjá Margréti O. Leópoldsdóttur í gluggagalleríinu Heima er best, Vatnsstíg 9. Um verkið segir lista- maðurinn: „Verkið fjallar um mold- ina og hinar mörgu birtingarmyndir hennar. Moldin er upphaf alls og endir alls.“ Sýningin stendur til 7. október. „Mold“ í glugga- galleríi FÁGÆTA fiðlufjölskyldan ásamt hefðbundnum fiðlum og gömbum verður kynnt í Gerðubergi í dag, sunnudag, frá kl. 14–18. Hún sam- anstendur af átta fiðlum, í átta ólík- um stærðum; sópranínófiðlu, sópr- anfiðlu, mezzófiðlu, altfiðlu, tenórfiðlu, baritónfiðlu, bassafiðlu og kontrabassafiðlu. Þær verða kynntar saman jafnt einar sér og með tóndæmum frá ólíkum tón- verkum. Flytjendur eru Martin Frewer, Hildigunnur Halldórsdóttir, Christian Diethard, Hrafnkell Eg- ilsson, Stefán Örn Árnason, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Sigurður Halldórsson, Richard Korn, Dean Ferrell, David Bobroff og Margrét Bóasdóttir, formaður Félags ís- lenskra tónlistarmanna, kynnir dagskrána. Þau flytja verk eftir D. Ferrell, J.S. Bach, A. Part, G. Gabr- ielli, J. Lanner, G. Wagenseil, G. Rossini, G. Jacob, Jón Leifs og H.I.F. von Biber. Hljóðfærin eru með samstilltan hljóm, hvert með sína stillingu og sitt tónsvið, en saman spanna þau nánast allt tónsvið þeirrar tónlistar sem samin hefur verið í heims- byggðinni allri. Hljóðfærin eru stillt með um hálfrar áttundar milli- bili; allt frá kontrabassafiðlunni, sem er stillt eins og hefðbundinn kontrabassi, til sópranínófiðlunnar, sem er stillt áttund ofar en venjuleg fiðla. Hinn nýi fiðluhljómur Hljóðfærafjölskylda er uppskera rannsókna í Bandaríkjunum sem eðlisfræðingurinn Frederick A. Saunders við Harvard-háskóla hef- ur leitt allt frá árinu 1933. Afburða- fiðlur, eins og Guarnerius-fiðlan sem Jascha Heifetz átti og lék á, voru prófaðar og tónn þeirra not- aður sem viðmið til að skapa eft- irsóknarverð hljómeinkenni nýju fiðlanna. Til þess að hægt væri að ná fram þessum einkennum í öllum nýju fiðlunum var notuð sérstök deilitækni og einkennunum jafnað á allar fiðlustærðirnar. Eftir tíu ára rannsóknir og prófanir á fræði- legum og hagnýtum eiginleikum þessa nýja fiðluhljóms varð nýja fiðlufjölskyldan til. Að rannsókn- unum stóð Catgut Acoustical Soc- iety, rannsóknarstofnunin sem F.A. Saunders stofnaði árið 1963, en meðal vísindamannanna voru eðl- isfræðingar, verkfræðingar, efna- fræðingar, tónlistarfræðingar, hljóðfæraleikarar, tónskáld, fiðlu- smiðir og áhugafólk. Árið 1965 var fyrsta settið af nýrri fiðlufjölskyldu tilbúið. Frá þeim tíma hefur Fá- gæta fiðlufjölskyldan farið víða og verið kynnt á fyrirlestrum og á tón- leikum um öll Bandaríkin, í Kanada og víða í Evrópu og nú í fyrsta sinn á Íslandi. Dagskráin er unnin í samvinnu við Félag íslenskra tónlistarmanna og er framhald á samstarfsverkefn- unum: Gítar í Gerðubergi, Dagur flautunnar, Dagur hinna djúpu strengja og Dagur slagverksins, Búmm! Krass! Bang! Morgunblaðið/Þorkell Fágæta fiðlufjölskyldan ásamt hefðbundnum fiðlum og gömbum verður kynnt í Gerðubergi í dag. Fram koma Dean Ferrell, Sigurður Halldórsson, Richard Korn, Hrafnkell Egilsson, Christian Diethard, Hildigunnur Hall- dórsdóttir og Martin Frewer. Fjarverandi var Stefán Örn Árnason er ljósmyndara bar að garði. Átta hljóðfæra fiðlufjöl- skylda í Gerðubergi SIGRÍÐUR Heimisdóttir iðnhönn- uður heldur fyrirlesturinn Hönnun á norrænum slóðum í LHÍ, Skipholti, kl. 12.30 á þriðjudag. Hún útskrif- aðist með meistaragráðu frá IED og Domus í Mílanó. Sigríður stofnaði eigið fyrirtæki, Hugvit & hönnun, og hefur rekið það síðan 1995. Hún hef- ur einnig verið fastráðinn hönnuður hjá Ikea í Svíþjóð síðan 2001. Þá flytur Kim Do Hyon, tískuráð- gjafi frá Suður-Kóreu, fyrirlesetur í Skipholti 1 á miðvikdag kl. 12.30. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og nefnist „Our approach to fashion“. Kim stundaði nám við Studio Bercot í París, útskrifaðist þaðan árið 2000 og hefur unnið við sama skóla síðan. Hann hefur einnig unnið sem ráð- gjafi fyrir tískuhönnuðinn Robert Norman og Handsome Co í Kóreu. Námskeið Grunnnámskeið í þrívíddargrafík hefst á miðvikudag. Kennari er Bárður Bergsson, grafískur hönnuð- ur. Námskeið í leikstjórn hefst 27. september. Skoðuð verða helstu verksvið leikstjórans og undirbún- ingur. Kennari er Steinunn Knúts- dóttir leiklistarkona. Fyrirlestur og námskeið í LHÍ GUÐJÓN Friðriksson sagn- fræðingur heldur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræð- ingafélags Ís- lands í Nor- ræna húsinu á þriðjudag kl. 12.05–13. Er- indið nefnist „Guðmundur Hannesson og skipulag Reykjavíkur“. Upp úr aldamótum 1900 voru skipulagsmál Reykjavíkur samtvinnuð bar- áttu um bætt heilsufar bæjar- búa. Það er því ekki tilviljun að læknar voru meðal helstu skipulagsfrömuða er byrjað var að huga að þeim málum. Fremstur þeirra var Guðmund- ur Hannesson, en rit hans Um skipulag bæja, sem út kom 1916, var brautryðjandaverk. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hugmyndir Guðmundar og áhrif hans á mótun og skipulag Reykjavíkurborgar á fyrri hluta 20. aldar. Hádegis- fundur sagn- fræðinga Guðjón Friðriksson Ísland, land fegurðar og ævintýra hefur að geyma landslags- ljósmyndir Patrick Des- graupes ásamt völdum textum úr Snorra- Eddu. Bókin kemur út á fimm tungu- málum: íslensku, frönsku, norsku, þýsku og ensku. Patrick Desgraupes er kunnur franskur ljósmyndari sem heimsótt hefur Ísland margoft undanfarin ár, hrifist af landinu og bókmenntum þess. Í bókinni teflir hann lýsingu Snorra-Eddu á sköpun veraldarinnar og fæðingu fyrstu jötnanna saman við ljósmyndir frá Námaskarði, Þórs- mörk, Hrafntinnuskeri, Land- mannalaugum, Reykjanesi, Heklu, Kröflu, Mýrdalsjökli, Hveravöllum, Jökulsárlóni, Þingvöllum og fleiri þekktum stöðum. Útgefandi er Bjart- ur. Bókin er ..., prentuð í Gutenberg hf. Ljósmyndir SÍÐUSTU Septembertónleikar í Selfosskirkju að þessu sinni verða á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Þá leika Gunnar Björnsson á selló og Haukur Guðlaugsson á orgel m.a. verk eftir Fauré, Debussy, Rachmaninoff, Maríu Theresu von Paradis og Björgvin Þ. Valdimarsson. Á milli laganna verður rætt við áheyrendur um tónlistina og höfundana. Aðgangur er ókeypis. Leikur og spjall í Selfosskirkju ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.