Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Loksins Sjúkra- aðhalds-, flug- og nuddsokkar. Græðandi, losar þig við fótrakann Meyjarnar, Háaleitisbraut Borgarnesapótek Apótek Suðurnesja SOLIDEA BAS ET COLLANTS Umsóknir í sjóði RANNÍS Rannsóknarráð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, bréfsími 552 9814, netfang rannis@rannis.is, heimasíða http//www.rannis.is Umsóknir í TÆKNISJÓÐ OG VÍSINDASJÓÐ RANNÍS Umsóknarfrestur um almenna styrki Tæknisjóðs og Vísindasjóðs RANNÍS er 1. nóvember nk. Auglýst er eftir umsóknum um verkefnisstyrki Tæknisjóðs og verkefnis- og rannsóknarstyrki Vísindasjóðs. Vakin er athygli á því að nýir öndvegisstyrkir Vísindasjóðs verða ekki auglýstir í haust. Minnt er á að verkefnisstyrkir Vísindasjóðs eru ýmist 1 m. kr. eða 1,5 m. kr. á ári og rannsóknarstöðustyrkur verður 2,5 m. kr. árið 2003. Umsóknarferlið hjá Vísindasjóði og Tæknisjóði verður með sambærilegum hætti og undanfarin ár. Ítarlegri upplýsingar og umsóknareyðublöð fyrir Tæknisjóð og Vísindasjóð er að finna á heimasíðu RANNÍS, www. rannis.is, og á skrifstofu Rannsóknarráðs, Laugavegi 13, 4. hæð. í þjóðréttarlegum skilningi landa- mæri Þýzkalands eins og þau voru skilgreind í Potsdam-samningnum frá 2. ágúst 1945. Þar voru þau miðuð við dagsetninguna 31. desember 1937, þ.e. eins og þau voru eftir fyrri heims- styrjöld, áður en landvinningar Þriðja ríkisins hófust. Í Potsdam-samningn- um var Þýzkalandi skipt upp í fjögur hernámssvæði og héruðin austan Oder-Neisse-línunnar skilgreind sem „undir pólskri stjórn“ og „undir sov- ézkri stjórn“ (þ.e. norðurhluti A- Prússlands). Landamærin ekki endanleg fyrr en 1990 Oder-Neisse-landamærin voru ekki endanlega þjóðaréttarlega viður- kennd fyrr en með „2+4“-samning- unum svokölluðu, sem ruddu brautina fyrir sameiningu Þýzkalands árið 1990. Þó höfðu bæði þýzku ríkin áður gert samninga við Pólland um landa- mærin, Austur-Þýzkaland 1950 og Vestur-Þýzkaland með „Ostpolitik“- samningunum árið 1970. Þessir síð- astnefndu samningar, sem gerðir voru í kanzlaratíð Willy Brandts, voru tvímælalaust mikilvægasti áfanginn að því að Þjóðverjar viðurkenndu Oder-Neisse-landamærin; að fyrrver- andi austurhéruð landsins yrðu aldrei endurheimt. Í Slésíu er enn þýzkur minnihluti, afkomendur þess fólks sem þrátt fyr- ir mjög erfiðar kringumstæður varð um kyrrt í heimahögunum, og á hann nú fulltrúa á pólska þinginu. Rétt er í þessu sambandi að rifja upp að þótt sáralítið sé um slíka þjóðernisminni- hlutahópa í Póllandi nútímans var Pólland milli stríða fjölþjóðaríki. Pólska stjórnin á þeim tíma rak harða „pólóníseringar“-stefnu, bæði í aust- urhéruðunum þar sem meirihluti íbú- anna voru Úkraínumenn, Hvít-Rúss- ar, auk Rútena, gyðinga, Litháa, Þjóðverja og fleiri þjóðarbrota, og í þáverandi vesturhéruðum landsins voru Þjóðverjar víða allt að helming- ur íbúanna (einkum í borgum eins og Posen/Poznan). Mestu þjóðflutningar í Evrópu í yfir þúsund ár Það sem var sögulega nýtt við þennan flutning landamæranna var að ekki var látið við það sitja að flytja landamærabómurnar, heldur var ákveðið að flæma á brott alla þýzka íbúa héraðanna austan Oder og Neisse. Milljónir íbúa austurhéraða Þýzkalands höfðu á síðustu mánuðum stríðsins flúið undan framrás Rauða hersins, en þar í ofanálag voru á bilinu sex til átta milljónir óbreyttra borg- ara, mestmegnis konur, börn og gam- almenni, hraktar frá heimilum sínum í Austur-Prússlandi, Pommern og Slésíu eftir að stríðinu var lokið – ým- ist undan byssustingjum hermanna Rauða hersins eða sjálfskipaðra pólskra hermanna – og eigum þeirra skipt upp milli pólskra landnema, sem sumir hverjir höfðu sjálfir verið hraktir frá því sem fyrir stríð voru austurhéruð Póllands. Þessar milljónir óbreyttra borgara austurhéraða Þýzkalands urðu fyrir barðinu á því hatri og hefndarþorsta sem hersveitir Hitlers höfðu sáð í hinu villimannslega stríði á austurvíg- stöðvunum. Er talið að yfir ein milljón þýzkra íbúa þessara svæða hafi látið lífið á flóttanum og sem bein afleiðing brottflæmingarinnar á tímabilinu frá vetrinum 1944-45 og næstu misserin þar á eftir, ýmist vegna beins ofbeldis, úr kulda, hungri eða sjúkdómum sem það fékk vegna illrar meðferðar í búð- um og lestum sem þeim var smalað saman í. Jósef Stalín, sem enginn þátttak- andi í Jalta- og Potsdam-ráðstefnu- num efaðist um að hefði víðtæka reynslu af því að hrókera fólki í stórum stíl fram og aftur á landakort- inu, áleit það einn kostinn við þessa þjóðflutninga – sem voru eflaust þeir mestu sem um getur í sögu álfunnar allt frá því á þjóðflutningatímanum – að þeir myndu tryggja til frambúðar fjandskap Pólverja og Þjóðverja og binda Pólverja þeim mun þéttar að Sovétríkjunum, sem ábyrgðust hin nýju landamæri Póllands. Tortryggni vegna reglna ESB um fjárfestingafrelsi Kalda stríðið má segja að hafi sett „fryst“ þau vandamál sem þessir at- burðir allir ollu, einkum og sér í lagi hvað varðar samskipti Póllands og (Vestur-)Þýzkalands. Eins og áður segir gerðist það enda ekki fyrr en ár- ið 1990 að Oder-Neisse-landamærin voru þjóðréttarlega viðurkennd. Meðal Pólverja, einkum þeirra sem nú búa þar sem var þýzkt land þar til fyrir 57 árum, er grunnt á tortryggni í garð hugmynda um að útlendingum verði leyft að kaupa land meira eða minna hömlulaust, eins og „fjórfrels- ið“ á innri markaði Evrópu hefur í för með sér. (Þess er reyndar skemmst að minnast að þetta sama atriði var eitt hið umdeildasta er Íslendingar tóku ákvörðun um að gerast aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu – hér voru uppi raddir um að yrðu hömlur á rétt útlendinga til að kaupa land á Ís- landi afnumdar leiddi það til þess að óðul feðranna og laxárdalir landsins yrðu áður en varði komin í hendur út- lendinga...). Vegna þess hve þetta atriði er við- kvæmt í opinberri umræðu í Póllandi í sambandi við samningana um inn- göngu landsins í Evrópusambandið var samið um tólf ára aðlögunarfrest hvað þetta varðar. Þangað til munu hvorki Þjóðverjar né aðrir sem ekki eru pólskir ríkisborgarar geta keypt land eða lóðir í Póllandi, nema með sérstöku undanþáguleyfi pólskra stjórnvalda. Þótt viðbúið sé að þessar reglur muni standa erlendum fjár- festingum í pólsku atvinnulífi fyrir þrifum sá ríkisstjórnin sér þann kost vænstan að fá að minnsta kosti þenn- an tólf ára frest til að gefa þjóðern- iseinangrunarsinnuðum æsinga- mönnum ekki tilefni til að halda því fram að stjórnarherrarnir væru landsölumenn. Aðildarsamningurinn verður borinn undir þjóðaratkvæði á næsta ári. Og þótt Evrópusambandið sé almennt séð á móti slíkum undan- þágum frá lögum og reglum þess, er ný ríki fá inngöngu, var fallizt á þetta. Hin Mið- og Austur-Evrópuríkin sem eru á leið inn í ESB, Tékkland þar á meðal, fengu þó aðeins sjö ára frest til að innleiða frelsi í fjárfestingum í landi. Ólíkt því sem hér að ofan var rakið um það hvernig afleiðingar brott- flæmingar Súdeta-Þjóðverja eitra enn þann dag í dag samskipti Þýzka- lands og Austurríkis við Tékkland og flækja viðræðurnar um inngöngu Tékka í ESB hefur Pólverjum og samtökum brottflæmdra Þjóðverja tekizt að ná allgóðri sátt og koma samskiptunum sín í milli í uppbyggi- legan farveg. Í Póllandi eru engin sambærileg lög fyrir hendi og Benes- tilskipanirnar í Tékklandi. Dofnandi skuggar Í samantekt er hægt að fullyrða, að skuggar fortíðarinnar munu áfram hvíla yfir Mið- og Austur-Evrópu og þeir skapa stækkunarferli Evrópu- sambandsins ýmis víti sem ber að varast. En svo fremi sem samninga- viðræðurnar um ESB-aðild Póllands, Tékklands og hinna Mið- og Austur- Evrópuríkjanna verða til lykta leidd- ar í anda gagnkvæms trausts og sann- færingar um að Evrópusamruninn sé lykillinn að varanlegum friði og stöð- ugleika í álfunni, eins og menn eru sammála um að hann hafi reynzt Vestur-Evrópuþjóðunum hingað til, er ekki ástæða til að ætla annað en að skuggarnir haldi áfram að dofna eftir því sem fram í sækir. Næsta sunnudag: Eystrasaltslöndin auar@mbl.is Skuggar fortíðarinnar hvíla yfir Mið- og Austur-Evrópu og þeir skapa stækkunarferli Evrópusambandsins ýmis víti sem ber að varast. Morgunblaðið/Auðunn Gömul götumerking í Prag. Fáein teikn eru greinanleg um „þíðu“ í afstöðu Tékka til hins þýzka þáttar í sögu lands þeirra og er þessi götu- merking í gamla bænum í Prag, sem komið hefur í ljós er þetta gamla hús var gert upp, dæmi um það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.