Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Vædderen og Brúarfoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Jakob Merchant kemur í dag. Brúarfoss kemur til Straumsvíkur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 vinnustofa og leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist. Árskógar 4. Á morgun kl. 9–12 opin handa- vinnustofa, kl. 10.15 leik- fimi, kl. 11 boccia, kl.13– 16.30 opin smíðastofa/ útskurður, opin handa- vinnustofa, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 mynd- list, kl. 10–16 púttvöll- urinn. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 9–17 fóta- aðgerð, kl. 10–11 samverustund, kl. 13.30– 14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Uppl. í s. 568 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borgara í Damos. Laug- ard: kl. 10–12 bókband. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Púttað er annan hvern fimmtud. að Korpúlfsstöðum kl. 10, og annan hvern fimmtud. er leikin keila í Keilu í Mjódd. Þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30 vatnsleikfimi í Graf- arvogslaug, byrjar þriðjud. 1. okt. Síðasta miðvikud. í hverjum mánuði eru haldnir fræðslu- og skemmti- fundir í fundarsal Mið- garðs við Langarima 21. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9 myndlist, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 10– 10.45 leikfimi, kl. 13 spil- að. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Mánud: kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.15 og 11.15 leikfimi, kl. 12. leirvinnsla. Snyrtinámskeiðið byrjar 30. sept. Þriðjud: kl. 9 vinnuhópur gler, kl. 10.30 boccia, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13 mál- un, kl. 13.30 tréskurður og spilað í Kirkjuhvoli. Leshringurinn byrjar 1. október. Miðvikud.: kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.30 og 11.15 leikfimi, kl. 13.30 trésmíði nýtt og notað og tréskurður, kl. 14. handavinnuhornið. Fimmtud. kl. 9 vinnu- hópur gler, kl. 10.30 boccia, kl. 13 leikfimi karla, bútasaumur byrj- ar 3. okt. og postulíns- málun 10. okt. Föstud: kl. 14.15 spænska, leir- mótun byrjar í okt. Fé- lagsvist 26.sept í Kirkju- hvoli kl. 19.30 í umsjá Félags Eldri borgara Garðabæ. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Á morgun félagsvist kl. 13. 30. Þriðjud: handavinna og brids og frjáls spila- menska kl. 13:30, púttað á Hrafnistuvelli kl 14– 16. Leikfimi í íþrótta- miðstöðini Björk á þriðju-, fimmtu- og föstudögum kl. 11. 30, skráning í Hraunseli s. 555 0142 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ.Sunnud: Dans- leikur kl. 20. Mánud: Brids kl. 13. Þriðjud: Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Miðvikud: Söngvaka kl. 20.45. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun böðun kl. 9–12, opin handavinnustofan kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 14. Hárgreiðslustofan opin 9–16.30. Félagsstarfið Furugerði 1. Á morgun kl. 9, aðstoð við böðun, alm. handa- vinna og bókband. Kl. 13, ganga og kl. 14 sögu- lestur. Allir velkomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun 9–16. 30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, dans fellur niður. Mynd- listasýning Brynju Þórð- ardóttir opin 13–16 lista- maðurinn á staðnum. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin. Leið- beinandi á staðnum kl. 9–17, kl. 10.45, hæg leik- fimi (stólaleikfimi), kl. 9.30 gler- og postulíns- málun, kl. 13 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi kl. 9.55 ró- leg stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postlínsmálun, perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13. 30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað. Fóta- aðgerðir. Allir velkomn- ir. Boccia er á þriðjud. kl. 9 og á fimmtud. kl. 10, vantar fleiri liðsmenn. Uppl í síma 588 9335. Allir velkomnir. Kl. 13.30 fellur gangan nið- ur. Norðurbrún 1. Kl. 10–11 ganga, kl. 9–15 fótaað- gerð, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 opin handa- vinnustofa. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl.10.30–11.30 jóga, kl.12.15–13.15 dans- kennsla, kl.13–16 kóræf- ing. Vitatorg. Á morgun kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, sund og boccia, kl. 13 hand- mennt, glerbræðsla og spilað. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45, spilamennska hefst kl. 13. Starf aldraðra í Bú- staðakirkju, hauststarfið byrjar með haustlitaferð miðvikud. 25. sept. farið frá kirkjunni kl. 13.15. Skráning fyrir 24. sept. hjá kirkjuvörðum, s. 553 8500. Kvenfélag Kópavogs. Fundur 26 sept. kl 20. Gestur fundarins verður snyrtifræðingur sem sýnir förðun. S.V.D.K Hraunprýði, Hafnarfirði, heldur auka aðalfund þriðjudaginn 24. sept. kl. 20 í húsi deildarinnar að Hjalla- hrauni 9. Dagskrá; kosn- ing nýs formanns. Hnúnvetningafélagið. Hana-nú, Kópavogi. Fundur í Bókmennta- klúbbi miðvikud. 25. sept. kl. 20 á Bókasafn- inu í Menningarmiðstöð Kópavogs. Leiklist- arnámskeið hefst mið- vikud. 2. okt. kl. 20 í Gjá- bakka. Upplýsingar og skráning í Gjábakka 554 3400 og Gullsmára 564 5261 Skráningu lýk- ur 30. sept. ITC Harpa í Reykjavík. Fundur í sal Flugvirkja- félags Íslands í Borg- artúni 22, þriðjud. 24. sept. kl. 20–22. Allir vel- komnir. Uppl. s. 581- 3737. Lilja Öldungaráð Hauka. Fundur verður mið- vikud. 25. sept. kl. 20 á Ásvöllum. Kristniboðsfélag karla. Fundur í Kristniboðs- salnum mánudaginn 23. sept. kl. 20. Jónas Þór- isson sér um fundarefni. Allir karlmenn velkomn- ir. Minningarkort Hrafnkelssjóður (stofn- aður 1931) minning- arkort afgreidd í símum 551-4156 og 864-0427. Minningarkort Félags eldri borgara, Selfossi, eru afgreidd á skrifstof- unni Grænumörk 5 mið- vikudaga kl. 13–15. Í dag er sunnudagur 22. sept- ember, 265. dagur ársins 2002. Máritíusmessa. Orð dagsins: Regl- ur þínar eru dásamlegar, þess vegna heldur sál mín þær. Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa vitra. (Sálm. 119, 129–130.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 álygar, 8 bjart, 9 nagla, 10 orsök, 11 þrástagast á, 13 sár, 15 fóru á kaf, 18 með tölu, 21 op milli skýja, 22 slétt, 23 sjúgi, 24 kraftmikill. LÓÐRÉTT: 2 illvirki, 3 beiska, 4 nag- dýr, 5 rúlluðum, 6 sak- laus, 7 mynni, 12 sædrif, 14 reyfi, 15 róa, 16 skarð, 17 kvendýrum, 18 hafna, 19 smá, 20 sláin. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 vitur, 4 þögul, 7 ræman, 8 ætlar, 9 der, 11 agar, 13 barr, 14 úrinu, 15 frúm, 17 rass, 20 kná, 22 jafna, 23 liðar, 24 tíðin, 25 tíran. Lóðrétt: 1 virða, 2 tomma, 3 rönd, 4 þvær, 5 gilda, 6 lær- ir, 10 efinn, 12 rúm, 13 bur, 15 fljót, 16 úlfúð, 18 auður, 19 sárin, 20 kann, 21 álft. Víkverji skrifar... ÓSKILJANLEG umræða fór afstað í vikunni, vegna lokaum- ferðar Símadeildar karla í knatt- spyrnu sem var á dagskrá í gær, laugardag. Dettur einhverjum í hug að Akurnesingar hafi ætlað sér að gefa eitthvað eftir gegn Fylk- ismönnum, í því skyni að þeir síð- arnefndu yrðu frekar meistarar en KR-ingar, erkióvinir ÍA í gegnum árin? Ekki Víkverja. x x x VÍKVERJI fékk svohljóðandibréf á dögunum, í framhaldi af skrifum um beinar útsendingar frá knattspyrnuleikjum á Spáni á Sýn: „Kæri Víkverji. Vegna skrifa yðar undanfarið um sjónvarpsstöðina Sýn (enski – spænski boltinn) og svar Sýnar 15. sept. kom hvergi fram það órétt- læti sem Sýnar-áskrifendum er sýnt á hverjum laugardegi kl. 14 en þá sýna þeir leik á Stöð 2 þrátt fyr- ir fjölda áskrifenda Sýnar sem hringir inn og mótmælir þessu fyr- irkomulagi sem beinlínis neyðir menn til að hafa Stöð 2 líka. (Minn- ir dálítið á vinnubrögð RÚV.) Áskrifendum Sýnar hefur stór- fjölgað eftir HM og ættu Sýnar- menn að nýta tækifærið og halda þeim sem bættust við með því að færa kl. 14 leikina yfir á Sýn. Viðurkvæðið hjá þeim er að þeir þurfi að þjónusta landsbyggðina, þ.e. að Stöð 2 hafi fleiri senda og þess vegna þurfi að sýna einn leik í viku á Stöð 2. Sem sagt, þjónið okkur Sýnaráskrifendum líka á laugardögum kl. 14. Takk fyrir góðan dálk. Virðingarfyllst, Ingi Stein.“ Víkverji hefur hér með komið þessu sjónarmiði á framfæri en getur varla tekið undir þessa kvörtun. Og þó; er ekki hreinlega möguleiki að laugardagsleikirnir verði sýndir bæði á Stöð 2 og Sýn? x x x SJÓNVARPSEFNI er ákaflegamisjafnt að gæðum. Sumt er þannig að Víkverji vill helst ekki missa af því, en ekki þess virði að kveikt sé á viðtækinu. Misjafn er smekkur fólks, sem betur fer, en Víkverji er á þeirri skoðun að ekki sé mjög margt sem heilli um þessar mundir á íslensk- um sjónvarpsstöðvum. Á leið yfir hafið í Flugleiðavél á dögunum varð Víkverji þeirrar ánægju að- njótandi að sjá gamlan sjónvarps- þátt, í þáttaröð sem var í miklu uppáhaldi hjá honum og mörgum fleirum. Í stuttu máli sagt hafa þessir þættir bersýnilega elst mjög vel, og spurning hvort Ríkissjón- varpið ætti ekki að hugleiða að taka þá til endursýningar – ellegar þá einhver önnur stöð að tryggja sér sýningarréttinn. Víkverji er hér að tala um þætt- ina Allo, allo – stórkostlega grín- þætti þar sem síðari heimsstyrj- öldin er til umfjöllunar, einkum barátta andspyrnuhreyfingarinnar í Frakklandi við þýska herinn. Kráareigandinn René, eiginkona hans og annað starfsfólk á veit- ingastaðnum, þýsku hermennirnir og aðrir sem koma við sögu eru óborganlega fyndnir og eru þetta einhverjir allra bestu þættir sem sést hafa í íslensku sjónvarpi í gegnum árin, að mati Víkverja. Hvetur hann ráðamenn stöðv- anna hér með til að taka þætti þessa til sýningar. NÝLEGA missti félags- málaráðherra það út úr sér að einhverjir væru að kjafta upp húsaleiguna. Ég hef reyndar áður heyrt þessum barnalegu orðleppum kast- að rétt eins og markaðurinn gangi fyrir blaðri en ekki hinum velkunnu markaðs- lögmálum. Annaðhvort á þetta rætur í algerri fáfræði eða verið er að reyna að búa til sökudólg til að firra kerf- ið sjálft og stefnu þess ábyrgð. Það er ekki nýtt í sögunni að valdsmenn vilji hálshöggva boðbera slæmra tíðinda. Hér hefur aldrei mátt byggja upp leigumarkað sem hluta af húsnæðiskerf- inu. Afleiðingin er að leigu- markaður hefur byggst fyrst og fremst af íbúðum sem ekki seldust. Því fengu menn samning í 6-12 mán- uði svo hægt væri að losa íbúðina ef hún skyldi selj- ast. Hátíð var að fá lengri samning. Í sölusprengingu fyrir nokkrum árum seldist stór hluti leigumarkaðarins strax. Þá varð neyðarástand víða sem olli því að fólkið tók hvaða tilboði sem var, hversu hátt sem það var. Og þá hækkaði leigan. Þegar svo framboð jókst aftur þá hætti fólk að taka hæstu til- boðunum og leigan byrjaði að lækka. Það skiptir engu máli hvað við Páll Pétursson segjum. Við ráðum engu um leiguverðið nema við getum stækkað markaðinn með því að auka framboð á leigu- íbúðum. Þarna ræður lög- mál framboðs og eftirspurn- ar enda leigumarkaðurinn hér fyrst og fremst upp- boðsmarkaður. Jón Kjartansson frá Pálmholti, form. leigjendasamtakanna. Góð þjónusta hjá BT ÉG fór í BT-verslun í Skeif- unni um daginn og ég vil endilega vekja athygli á því hvað starfsfólkið var liðlegt og kurteist. Það vildu allt fyrir mig gera, ég hef sjald- an fengið svona góða þjón- ustu. Ég mæli eindregið með að fólk beini viðskipt- um sínum að þessari versl- un. Takk fyrir mig. Ánægður viðskiptavinur. Vöktum endurnar Í FRÉTTABLAÐINU ný- lega var frétt um að fólk sé að stela öndum og jafnvel gæsum á Tjörninni og hafi tvisvar sést til fólks við þessa iðju. Vil ég skora á borgaryf- irvöld að láta vakta Tjörn- ina. Er ekki nóg að fáir and- arungar komist á legg vegna þess að mávurinn ét- ur stóran hluta þeirra. Heidi. Að nýta plastpoka VÍKVERJI skrifar 18. september um plastpoka sem hann kaupir á hverjum degi þegar hann verslar inn og endi síðan í ruslinu. Vil ég benda Víkverja á að nýta þessa plastpoka undir sorp- ið á heimilinu, þetta eru bestu sorppokar sem ég hef notað. Guðrún. Tapað/fundið Nokia GSM-sími týndist NOKIA 3310 með blárri framhlið með 2 Disney-lím- miðum á týndist fyrir utan Broadway fimmtudags- kvöldið 19. september síð- astliðinn. Símakortið hefur mikla persónulega þýðingu fyrir eigandann og skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Hjördísi Öldu í síma 567 6774 eða 866 9141. Dýrahald Páfagaukur týndist LJÓSBLÁR páfagaukur flaug út um glugga í Mið- túni sl. miðvikudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 694 5812. Grár fress týndist GRÁR fress týndist frá Borgarholtsbraut aðfara- nótt 6. september. Hann er geltur og eyrnamerktur, 02G218, en hann er ólarlaus. Hann gæti verið kominn langt að heiman þar sem hann var staðinn að því að fara inn í bíl nýlega. Eins gæti hann verið mannfæl- inn þar sem hann var áður villtur. Fólk í nágrenni Borgarholtsbrautar er beð- ið að athuga geymslur og bílskúra og þeir sem hafa orðið hans varir, lífs eða lið- inn, hafi samband í síma 554 6062. Svartur, loðinn kettlingur í óskilum SVARTUR, lítill, loðinn ca. fjögurra mánaða fress er í óskilum á Baldursgötu. Hann er búinn að vera á flækningi í Þingholtunum undanfarið. Hann er með brúna ól með hylki sem í vantar upplýsingarnar. Upplýsingar í síma 552 5859 eða 847 1064. Köttur í óskilum í Grafarvogi HANN er grábröndóttur, með dökkt bak, hvíta bringu, hvítar hosur á aft- urloppunum og hvíta rönd á nefinu. Mjög fallegur og gæfur. Upplýsingar í síma 698 2868 og 567 2878. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Um leigu- markaðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.