Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á NÆSTU dögum er þessvænzt að hinn virti þýzkisérfræðingur í þjóða-rétti, Jochen Frowein,birti skýrslu sem Evr-
ópuþingið fól honum að vinna fyrir
um hálfu ári. Er jafnvel búizt við því
að sú niðurstaða sem Frowein kemst
að í þessari skýrslu geti spillt fyrir
þeim ásetningi dönsku ESB-for-
mennskunnar að ljúka samningum
um ESB-aðild átta fyrrverandi
kommúnistaríkja í Mið- og Austur-
Evrópu, auk Miðjarðarhafseyríkj-
anna Möltu og Kýpur, á leiðtogafundi
sambandsins í Kaupmannahöfn í des-
ember. En hvernig má það vera, að
slík lögfræðileg sérfræðiskýrsla geti
komið stækkunaráformum Evrópu-
sambandsins, sem meira og minna
allt starf ESB á undanförnum árum
hefur miðazt að, út af sporinu?
Það er von að spurt sé. Því hvaða
venjulegur borgari Vestur-Evrópu
nútímans kannast við hinar svoköll-
uðu Benes-tilskipanir? Þær eru nefni-
lega umfjöllunarefni sérfræðiálits
þjóðaréttarprófessorsins. Málið snýst
um lagatilskipanir sem Edvard Ben-
es, fyrsti eftirstríðsforseti Tékkóslóv-
akíu, gaf út á árunum 1945-1946 og
sköpuðu lagalegan grundvöll fyrir
eignasviptingu og brottflæmingu um
þriggja milljóna Súdeta-Þjóðverja,
þ.e. þýzkumælandi íbúa héraðanna
Bæheims og Mæris, og reyndar ung-
verskra borgara Tékkóslóvakíu einn-
ig.
Er Benes, sem var síðasti forseti
Tékkóslóvakíu fyrir stríð og fór fyrir
útlagastjórn í London á stríðsárun-
um, hafði myndað bráðabirgðaríkis-
stjórn í Prag í maí 1945 sagði hann:
„Kjörorð okkar er, að við verðum að
hreinsa land vort af öllu þýzku, menn-
ingarlega, efnahagslega og pólitískt.“
Með brottflæmingu Súdeta-Þjóð-
verja urðu Bæheimur og Mæri, hinar
fornu lendur Bæheimskonunga sem
Tékkland nútímans nær yfir, í fyrsta
sinn í sögunni því sem næst hrein-
tékkneskt svæði.
Benes-tilskipanirnar frá 1945-1946
eru enn þann dag í dag hluti af rétt-
arkerfi Tékklands – reyndar sam-
þykkti tékkneska þingið í apríl sl. ein-
róma ályktun um að Benes-
tilskipanirnar væru óhagganlegur
hluti lagaarfleifðar lýðveldisins – og
spurningin sem Evrópuþingið bað
Frowein að svara snýr að því hvort sú
staðreynd, að slík lög um „þjóðern-
ishreinsanir“ er að finna í lagasafni
tilvonandi aðildarríkis, samræmdist
grundvallargildum ESB og hvort
ESB beri að gera tékkneskum stjórn-
völdum að lýsa viðkomandi lög ógild
áður en forsvaranlegt er að bjóða
landið formlega velkomið í raðir að-
ildarríkja þess.
Bæði á lögfræðiskrifstofu fram-
kvæmdastjórnar ESB í Brussel sem
og meðal manna á Evrópuþinginu
sem gjörla til þekkja er búizt við því
að Frowein muni í skýrslunni gagn-
rýna með ótvíræðum orðum lög sem
ríkisstjórn Benes setti árið 1946 og
veitti öllum borgurum Tékkóslóvakíu
sakaruppgjöf fyrir glæpi framda á því
fólki sem með fyrri tilskipunum var
búið að gera réttlaust, þ.e. Súdeta-
Þjóðverjum og Ungverjum í Slóvak-
íu. Samkvæmt heimildum austur-
ríska dagblaðsins Die Presse telja
menn í æðstu stöðum innan fram-
kvæmdastjórnarinnar það ekki úti-
lokað að stjórninni í Prag verði gert
að ógilda þessi sakaruppgjafarlög –
sem teljast að vísu ekki eiginlegur
hluti hinna svokölluðu Benes-tilskip-
ana en voru sett á sama tíma – áður
en Tékkland fær lögformlega aðild að
sambandinu. Eftir sérfræðingi hjá
Evrópuþinginu er hins vegar haft, að
í skýrslunni sé komizt að þeirri nið-
urstöðu að „málaflokkurinn sem
varðar eignasviptingu og brottflæm-
ingu muni að öllum líkindum ekki
skipta lengur máli“, þ.e. að ekki sé
ástæða fyrir Evrópusambandið að
gera ógildingu tilskipananna sem að
þessu lúta að skilyrði fyrir inngöngu í
sambandið. Talsmenn dönsku stjórn-
arinnar, sem fer með formennskuna í
ráðherraráði ESB þetta misserið,
höfðu áður lýst því yfir að Benes-til-
skipanirnar væru ekki hluti af aðild-
arsamningunum við Tékkland og
deilurnar um þær ættu ekki að hafa
nein áhrif á þá.
Eftir að þessar deilur blossuðu upp
sl. vetur hafði Günter Verheugen,
sem fer með stækkunarmálin í fram-
kvæmdastjórn ESB, lýst því yfir m.a.
í ræðu í Prag að þær ættu ekki að
snerta aðildarsamningana. Ekki
mætti leyfa að deilur um þessa
skugga fortíðarinnar yrðu látnar
spilla fyrir því einstæða sögulega
tækifæri sem fælist í næstu stækk-
unarlotu Evrópusambandsins; sam-
einingu Evrópu í friði og bræðralagi
þjóðanna sem álfuna byggja, í austri
og vestri.
Tékkneskir stjórnmálamenn
hrökkva í þjóðernisbaklás
Rifjum upp hvernig þessar deilur
hófust. Hvatinn að því að þingmenn
úr öllum flokkum Tékklands fundu
hjá sér þörf fyrir að samþykkja ein-
róma ályktun af því tagi sem greint er
frá hér að ofan, um að Benes-tilskip-
anirnar séu ósnertanlegar, var m.a.
beiðni Evrópuþingsins um vinnslu
sérfræðiálits á því hvort þær stöng-
uðust á við lög og reglur ESB.
Kveikjan að þessari beiðni þingsins
var að nokkrir meðlimir þess – þýzkir
– höfðu vakið athygli þess á tilvist
þessarar löggjafar í Tékklandi og
spurt hvort land sem héldi fast í slík
haturslög ætti að óbreyttu heima í
Evrópusambandinu, þjóðabandalagi
sem grundvallaðist ekki sízt á sam-
stöðu um virðingu fyrir mannréttind-
um.
Þetta varð Milos Zeman, þáverandi
forsætisráðherra Tékklands, og öðr-
um tékkneskum stjórnmálaleiðtogum
Skuggar síðari heimsstyrjaldar dofna seint í Mið-Evrópu
Flækir áformin um stækk-
un Evrópusambandsins
Afleiðingar brottflæmingar
um 13 milljóna Þjóðverja
frá Mið- og Austur-Evrópu í
kjölfar síðari heimsstyrj-
aldar eru nú með ýmsu
móti farnar að skjóta upp
kollinum í tengslum við
samningaviðræðurnar um
stækkun Evrópusambands-
ins til austurs. Auðunn Arn-
órsson rekur hér, í fjórða
hluta greinaflokks, hvernig
þessir skuggar fortíðarinnar
flækja áformin um inn-
göngu Tékklands og Pól-
lands í ESB.
Þorp á Suður-Mæri. Í þessum hús-
um, rétt norður af landamærunum við
Austurríki, bjó þar til fyrir rúmri hálfri
öld þýzkumælandi fólk, sem Tékkar
flæmdu á brott eftir lok síðari heims-
styrjaldar. Deilur um löggjöf sem skap-
aði grundvöllinn fyrir brottflæmingu
Súdeta-Þjóðverja eitra samskipti
Tékklands við Þýzkaland og Austurríki
og flækja samninga um inngöngu
Tékklands í ESB.
!
"#
"#
"#
"#
"#
"#
$ !#
$ !#
$ !#
"#
% & & ! &
' (
!
"#
$%$&
) ! * ) & "
+, "
)!*)-%).
'/!&!
###
! "#
+, "
)!*)-%).
!
! *-%)."
"#
"#
$
% "# $& $
! '($!
& '#
& "#
) !! $
*
+