Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 13 tímum atvinnuleysis og efnahags- lægðar þegar hann hamraði á því að á hverju ári bættust við 600 þúsund útlendingar, sem þyrfti að laga að þýsku þjóðfélagi, en það jafnaðist á við það að árlega bættist við borg á stærð við Dortmund eða Stuttgart. Í raun er fjöldi útlendinga, sem bætist við á hverju ári mun minni. Vissulega sækja um 600 þúsund manns um hæli, atvinnu- eða dvalarleyfi á ári, en útlendingum í landinu fjölgar að- eins um einn tíunda hluta þess fjölda. Bæði Schröder og Fischer hafa hamrað á því að Þýskaland sé inn- flytjendaland. Í þjóðfélagi þar sem öldruðum fjölgar hlutfallslega jafnt og þétt þurfi á nýju blóði að halda ut- an frá. Tölur, sem Deutsche Bank sendi frá sér í vikunni, segja sína sögu. Samkvæmt greiningu bankans gæti íbúum Þýskalands fækkað úr 82 milljónum í 65 milljónir á næstu 50 árum og vinnuafl dregist saman um 27% og verið komið niður í 30 millj- ónir manna árið 2040 nema fleiri inn- flytjendum verði hleypt inn í landið og konum verði í auknum mæli gert kleift að sameina atvinnu og barna- uppeldi. Sagði bankinn að um 500 þúsund innflytjendur þyrfti á ári til að koma í veg fyrir samdrátt vinnu- afls. Vanhugsaðar yfirlýsingar Vanhugsaðar yfirlýsingar hafa einnig sett svip sinn á síðustu dagana fyrir kosningarnar. Allt fór á annan endann þegar haft var eftir Hertu Däubler-Gmelin dómsmálaráðherra að George Bush Bandaríkjaforseti væri aðeins að beina athyglinni frá vandamálum heima fyrir með því að beina spjótum sínum að Írak, en slíkt væri alþekkt bragð, sem Adolf Hitler hefði beitt. Þetta var þegar fordæmt, meðal annars í Hvíta húsinu, og kröfðust bæði Stoiber og Guido Westerwelle, leiðtogi frjálsra demó- krata, tafarlausrar afsagnar ráð- herrans. Schröder kvaðst treysta ráðherranum, en sagði að henni væri ekki stætt ef rétt reyndist eftir haft. Däubler-Gmelin þrætti hins vegar fyrir, kvað blaðamanninn hafa slitið orð sín úr samhengi og sagðist hvergi fara. Blaðið, sem birti ummælin, sagði hins vegar að hún hefði sam- þykkt að ummælin yrðu birt og stóð fast við frásögnina. Engin upptaka er hins vegar til af fundinum þar sem umrædd ummæli eru sögð hafa fallið. Däuble-Gmelin var reyndar sögð hafa látið ýmislegt annað flakka við sama tækifæri, þar á meðal að Bush hefði stundað ólögleg hlutabréfavið- skipti og ætti því heima bak við lás og slá. Frjálsir demókratar hafa einnig þurft að verjast gagnrýni eftir að einn af lykilmönnum flokksins, Jürg- en Möllemann, veittist harkalega að stjórn Ísraels og frammámanni sam- taka gyðinga í Þýskalandi í dreifi- bréfi, sem hann lét bera út í fimm milljónum eintaka í Nordrhein- Westfalen. Var Möllemann sakaður um andgyðinglegan áróður og þykir málið hið vandræðalegasta fyrir flokkinn. Staða litlu flokkanna Það er engin leið að sjá hvaða áhrif upphlaup í kringum ofangreind mál munu hafa á kjósendur. Lykilatriði í kosningunum er hins vegar hvernig fylgið mun dreifast á litlu flokkana þrjá, græningja, sem nú eru í sam- steypustjórn með sósíaldemókröt- um, frjálsa demókrata, sem helst vildu fara í eina sæng með kristilegu flokkunum, en halda öllu opnu, og Flokk lýðræðissósíalisma, PDS, sem berst vonlítilli baráttu fyrir tilveru sinni á þingi. Græningjar hafa að vissu leyti valdið kjósendum sínum vonbrigðum á yfirstandandi kjörtímabili, en þeir hafa þó komið ýmsu í verk af stefnu- málum sínum. Þar á meðal er að auð- veldað hefur verið að öðlast þýskan ríkisborgararétt, sem áður var mjög torvelt ef ekki var um blóðbönd og þýskan uppruna að ræða. Þá hefur verið ákveðið snúa baki við kjarn- orku. Joschka Fischer er vinsælasti stjórnmálamaður Þýskalands um þessar mundir og hefur mikið vatn runnið til sjávar frá uppreisnarárum hans. Í utanríkisráðherratíð hans voru þýskir hermenn í fyrsta skipti sendir á vettvang utan Þýskalands og í samtölum við bæði andstæðinga hans í röðum kristilegra demókrata og embættismenn í utanríkisráðu- neytinu kom fram að talið er óhugs- andi að það hefði verið hægt án há- værra og fjölmennra mótmæla hefðu hægri menn verið við völd. Græn- ingjar benda á að fylgi þeirra sé orð- ið nokkuð traust og taka sérstaklega til þess að fylgisaukning sósíaldemó- krata undanfarnar vikur hafi ekki verið á þeirra kostnað. Frjálsir demókratar miða að því að fá 10% fylgi eða meira. Undir slík- um kringumstæðum yrði flokkurinn sennilega kominn í sína gömlu stöðu að geta stjórnað með hvorum stóru flokkanna sem er. PDS á sterkastar rætur í hinum svokölluðu nýju sambandslöndum í austurhluta Þýskalands. Þar ríkir ákveðin tortryggni í garð vesturhlut- ans og þykir íbúum þar sem ekki hafi verið staðið við loforðin, sem voru gefin við sameininguna. Flokkurinn er vel tengdur í grasrót austursins og spilar mjög á þessar tilfinningar eins og kom fram á kosningafundi, sem flokkurinn hélt í austurhluta Berlínar á fimmtudag. Á borðum var verið að selja bækur þar sem sam- bandið milli austur- og vesturhlutans og gamla þýska alþýðulýðveldið var til umfjöllunar. Fundurinn var hald- inn í stórum tónleikasal og var held- ur tómlegt um að litast, sem vakti furðu fyrir þær sakir að Austur- Berlín er höfuðvígi flokksins. Tvennt þykir hafa orðið PDS að falli. Leið- togi flokksins, Gregor Gysi, dró sig í hlé vegna vildarpunktahneykslisins í sumar og kom þá berlega í ljós að hve miklu leyti flokkurinn snerist um hann. Þegar flóðin skullu á vakti einnig furðu að flokkurinn var hvergi nærri. Einn viðmælandi blaðsins sagði að hefði þetta gerst fyrir fjór- um árum hefði flokkurinn þegar haf- ist handa við að skipuleggja borg- araráð og nefndir til að tryggja rétt þeirra, sem urðu fyrir tjóni, gagn- vart yfirvöldum. Nú hefði hins vegar ekki verið um neina slíka grasrótar- starfsemi að ræða, sennilega vegna þess að flokkurinn hefði enn verið lamaður vegna brotthvarfs Gysis, en fyrir vikið hefði orðið ákveðinn trún- aðarbrestur milli flokksins og stuðn- ingsmanna hans. Mjög ólíklegt er talið að PDS nái þeim 5% atkvæða, sem þarf til að komast á þing. Hins vegar er önnur leið fyrir flokkinn til að komast á þing. Þjóðverjar greiða í raun tvöfalt atkvæði, annars vegar einstaklings- bundið, en hins vegar flokki. Nái flokkur þremur fulltrúum á þing í gegnum einstaklingsbundna kosn- ingu fylgja fleiri þingmenn sjálfkrafa með í gegnum hlutfallskosninguna. Fyrir kosningarnar þótti nokkuð öruggt að flokkurinn næði tveimur mönnum, en mikið þyrfti til ætti hann að ná þriðja manninum. Ef flokkurinn kemst á þing myndi það torvelda alla stjórnarmyndun. Þá þyrfti sennilega annað hvort að mynda þriggja flokka stjórn eða þá að stóru flokkarnir tveir gengju í eina sæng. Kosningarnar, sem fara fram eru mjög tvísýnar, og erfitt að sjá hvað muni ráða úrslitum. Bæði Schröder og Fischer eru vinsælir. Skoðana- kannanir sýna að meirihluti vill að Schröder verði áfram kanslari, þótt það álit skili sér vitaskuld ekki í fylgi flokksins. Þegar spurt er um málefni virðast kjósendur hins vegar treysta bæverska forsætisráðherranum bet- ur til verka. Einn viðmælandi Morg- unblaðsins, sem lengi hefur fylgst með þýskum stjórnmálum, kvaðst telja að úrslitin myndu ráðast af því hvað kjósendur settu á oddinn þegar í kjörklefann væri komið. Ef efna- hagsmálin yrðu þeim efst í huga myndu kristilegu flokkarnir og frjálsir demókratar taka við valda- taumunum eftir kosningar, en ef Írak og áhyggjur af stríðsbrölti yrðu helsta áhyggjuefnið héldi stjórnin velli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.