Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                       BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í DAG, sunnudaginn 22. september, verður haldinn bíllaus dagur í Evr- ópu í 4. sinn. Í ár munu um 1.l323 sveitarfélög í álfunni taka þátt. Vik- una þar á undan, 16. til 22. sept- ember, er efnt til sérstakrar sam- gönguviku. Fjögur sveitarfélög á landinu standa fyrir dagskrá á bíl- lausa deginum eða í samgönguvik- unni. Þessi sveitarfélög eru Mýrdal- ur, Hafnarfjörður, Akranes og Hveragerði og eiga þau hrós skilið fyrir framtakið. Mörg sveitarfélög hafa nú samþykkt staðardagskrá 21 og ættu þau að mínum dómi að standa fyrir bíllausum degi. Bíllausa deginum er ekki sérstak- lega beint gegn einkabílnum sem slíkum. Honum er ætlað að vekja menn til vitundar um að einkabíllinn er ekki eini valkostur fólks í ferðum milli staða og að ef til vill skipar hann of ríkan sess í samfélaginu. Þótt sveitarfélög landsins standi sig ekki sem skyldi getur almenn- ingur samt gert 22. september að bíllausum degi. Hver og einn getur litið i eigin barm. Menn geta spurt sig spurningar eins og: ,,Hef ég ferðast allra minna ferða í bíl síðast- liðið ár?“ „Hef ég gert það frá 17 ára aldri?“ Hefur meðfylgjandi hreyf- ingarleysi áhrif á heilsu og líðan? Hreyfing úr og í vinnu og skóla eða annað er einfaldasta leiðin til að fá nauðsynlega daglega hreyfingu. Bíllausi dagurinn er fyrst og fremst tækifæri til að prófa aðra val- kosti. Þessi viðburður er til að ýta við fólki og losna úr viðjum vanans. Það er um að gera að vera jákvæður því of oft sökkvum við Íslendingar í það fen að finna afsakanir fyrir at- ferli okkar. Útkoman verður oftar en ekki undarleg hringrök. Það er ekki hægt að hjóla vegna þess að það vantar hjólreiðastíga. – Það er ekki hægt að leggja stíga vegna þess að enginn hjólar! Það er ekki hægt að taka strætó því leiðakerfið er svo lé- legt. – Leiðakerfið er svo lélegt vegna þess að enginn tekur strætó! Það er ekki hægt að ganga vegna þess að veðrið er svo vont. – Veðrið er svo vont vegna þess að enginn gengur! Þetta snýst fyrst og fremst um hugarfar og vana. Gera þarf ráð fyr- ir tíma og auðvitað þarf að klæða af sér veður með fötum en ekki bílum og hugsa fyrir leiðum og tímatöflum ef farið er í strætó. Það þarf að yf- irstíga smá hjalla áður en breyttur ferðamáti kemst upp í vana. Eftir það er þetta ekki erfiðara en að skafa rúðuna á morgnana og aka af stað. Í mörgum tilvikum held ég að það komi á óvart hvað aðrir ferða- mátar er auðveldir og fljótlegir. Sem dæmi má nefna, að það tekur ekki nema 20 mín. að hjóla úr Kópavogi og niður í miðbæ um 5 km leið en tekur um 10-15 mín. í bíl á annatíma. Þá er ekki reiknað með tímanum sem tekur að leggja bílnum. Að taka strætó milli Kópavogs og Mosfells- bæjar tekur ekki nema 40-45 mín. um 15 km leið en tekur um 20-25 mín. í bíl á morgnana. Þegar vega- lengdir eru styttri munar minna á bíl og öðrum valkostum. Ég hvet alla til að nota þetta tæki- færi til að velja aðra ferðakosti held- ur en einkabílinn. Nú í ár ber bíl- lausa daginn upp á sunnudegi en það ætti ekki að hindra einstaklinga og fjölskyldur frá því að njóta dagsins. Fyrst ekki er verið að spana neitt eins og virka daga má einfaldlega bregða sér í gönguferð eða fara strætóandi eða hjólandi í bæinn eða í næstu kringlu. Nánar um bíllausa daginn: www.islandia.is/nature/ Hjólreiðar, náttúra og umhverfi. www.22september.org/ EU Car-free day. www.samband.is/dagskra21/ Um staðardagskrá 21. www.stjr.is/umhr Umhverfisráðuneytið. ÁRNI DAVÍÐSSON, líffræðingur, Suðurbraut 1, Kópavogi. Bíllausi dagurinn í dag Frá Árna Davíðssyni: Morgunblaðið/Arnaldur Greinarhöfundur bendir á að það taki ekki nema um 40–45 mínútur að hjóla á milli Kópavogs og Mosfellsbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.