Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 43 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.                     !    ! "     # $     $  %  &             !    " #               !     "      $% & $                                 !!" #$      %     %     &    '   &  ( #  $ #           !  !  "#         $"%&     "! !   '     ( ! !   #  ! !  #&) !  *                                !"# $ %                      !   "    #$     %%& '            "   "       (   )    ( *   )  & '( $ ! &"$$  ) *(   "   + ,( $ ! &"$$  -   * ))# $""    $ ! &""  ! .$ (  #/0 "$$  $ 1 $ ! &""  ! .$ * "$$  2 $ ! &""  3 )!  4( !  $$  , ! $ ! &""  $  1"$$  ! .$  &"$$   "$ ( !+""  ! /0)") (                               !"   " # $  %  " &  '$     (           !  "#$ % & ' (#$)  * + einhver að skrifa fallega en bendi honum jafnframt á, að honum væri nær að skrifa meira fallegt sjálfum. „Neeiii, maður á ekki að skrifa mikið, betra að hafa það minna, en gott.“ Húmorinn var alltaf á hárréttum stað, frásagnir stundum með meiri þunga á þagnir en orð, ummælin stundum kjarnyrtari en einhverjir kunnu að meta – en alltaf borin fram af þekkingu, tilfinningu og list. Ég var svo heppin að vera send í fóstur á menntaskólaárum til Sveins móðurbróður og hans góðu konu Vig- dísar að Grænuhlíð 14. Þau höfðu þá skömmu áður gengið í gengum erfitt tímabil í sínu hjónabandi og náð að yfirstíga það, sem er mun merkilegra en að lenda í erfiðleikunum og láta þá síðan ráða för. Með þeim var jafnræði sem endurspeglaðist í öllum þeirra heimilisbrag. Heimilið í Grænuhlíð var mótað af lífsviðhorfi þeirra beggja. Þar var dyrum aldrei læst. Þar voru allir vel- komnir og andleg og líkamleg næring til reiðu hvenær sem var sólarhrings. Börnin fjögur, Þormóður, Höskuld- ur, Ásgerður og Gunnhildur, og síðan ég fósturbarnið, gátum gengið þar inn með vini og kunningja, í fæði og húsnæði, til lengri eða skemmri tíma, án þess að gera boð á undan eða þurfa að gera grein fyrir viðurvistinni á einn eða annan hátt. Þar nutum við unga fólkið hlýju og athygli sem allof sjaldgæft er að fullorðnir veiti fróð- leiksþyrstum og leitandi unglingum. Þau hjón áttu vinafjöld sem kunni að meta þokkann og höfðingsskapinn sem mætti gestum í Grænuhlíðinni; skáld hvort sem þau voru margverð- launuð og virt eða ung, fátæk og skó- laus drógust að þessu heimili. Þeir sem kunnu að meta gott ljóð eða góð- an prósa voru þar líka. Okkur ung- mennunum á heimilinu var skipað til borðs með þessum menningarjöfrum þjóðarinnar og tókum þátt í um- ræðum eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Slíkt uppeldi verður seint full- þakkað. Hver einasta helgarnótt í Grænu- hlíðinni á þessum árum var menning- arnótt: Ljóðalestur og frásagnir, söguskýringar og pólitísk rýni á sam- félagið, oftar en ekki með hárbeittum athugasemdum sem tilheyrðu djúpri röddu Sveins Skorra. Þess á milli var tónlist framborin, ýmist af gammófón eða harmóníum; Grieg, Bellmann, Fikki á Halldórsstöðum eða Mozart. En umfram allt var áherslan lögð á orðið og andann. Húsbóndinn var orðsins maður og minnti okkur oft á það að aldrei yrðu skrifaðar merki- legri setningar en þær sem kenndar eru við Móses og hans fyrstu bók. En orð án innhalds er einskis virði; og hvaða orð er það þá sem skiptir máli spurðum við unglingarnir: Svarið var einfalt: „Hið fagra, góða og sanna.“ Vorið er liðið, ilmur ungra daga orðinn að þungum, sterkum sumarhita, æskan er horfin, engir draumar lita ókomna tímans gráa sinuhaga. --- Þó hef ég aldrei elskað daginn heitar eilífðar nafnið stafar barnsins tunga – fátæka líf! að þínum knjám ég krýp, --- (Jóhann Sigurjónsson.) Nú við kveðjustund náum við ekki að leggja Skorradalsvatn ísi og flytja symfóníuhljómsveitina þangað á sleðum, þar sem hún myndi flytja Finnlandíu á spegilsléttum ísnum þannig að endurómaði um snævi þaktan dalinn í minning Sveins Skorra. Í staðinn ómar í huga okkar hans djúpa rödd, okkar dýrmæt minning. Rödd sem minnir okkur á að mann- eskjan skiptir máli, rödd sem fyrirlít- ur græðgi og hjóm, rödd orðs og anda. Salvör Jónsdóttir. Vinur minn og frændi, Sveinn Skorri Höskuldsson, hefur kvatt þennan heim. Vinátta mín og þeirra hjóna, hans og Dísu sem líka er frænka mín, hefir staðið lengi. Þótt oft hafi verið vík milli vina var alltaf eins og við hefðum hist í gær, og nóg voru umræðuefnin; gjarnan var þá horfið aftur í tímann og rætt um ým- islegt – menn og málefni og skemmti- lega atburði. Ég átti síðast svolitla rabbstund með þeim hjónum fyrir örfáum vik- um. Þau voru hress og kát, voru flutt í nýja og hentugri íbúð og höfðu hvort annað. Ég fann þó að einhverja glóð vantaði í eldhugann og gáfumanninn Svein Skorra, enda hafði hann fengið aðvörun fyrir rúmu ári. Og svo kom kallið, og það var snöggt. Vissulega er hann harmdauði fjölskyldu sinni og vinum. Ævistarf Sveins var að kenna bókmenntir við Háskóla Ís- lands, hann var þar prófessor. Af kynnum mínum af honum veit ég að hann hefir verið afburða kennari og oft farið á flug með nemendum sín- um. Þá hlið þekki ég að vísu ekki af eigin raun, en ritleikni hans var ein- stök. Eftir hann liggur ýmislegt, bæði fræðirit og greinar. Það er ekki öllum gefið að lýsa svo íslenskum lyng- og kjarrgróðri að maður bók- staflega finni ilminn við lesturinn, en þannig fór fyrir mér þegar ég las grein eftir hann í Árbók Ferðafélags- ins um sveitina hans, Skorradalinn. Sveinn var af borgfirskum og þing- eyskum bændaættum. Árið 1998 sendi hann frá sér bókarkorn sem nefnist Svipþing. Þar bregður hann upp myndum af þessu skyldfólki sínu. Bókin er að mínum dómi hreint snilldarverk. Í fyrsta lagi kemur glöggt fram hversu honum var lagið að rita fagurt íslenskt mál svo unun var að lesa og í öðru lagi er það að hann hnjóðar þar ekki í nokkra per- sónu og var þó margt af þessu stór- brotið og stórlynt fólk og ekki sam- mála um alla hluti. „Ég harma það oft sem orðið gat en ekki varð,“ segir Pálmi Hannesson á einum stað um Jónas Hallgrímsson. Sveinn Skorri féll frá rétt eftir að hann hafði lokið brauðstritinu og hefði því getað helgað sig ritstörfum. Ég átti von á fleiri gullkornum úr penna hans, en alveldið ræður. Um leið og ég votta minningu Sveins virð- ingu mína og þökk sendi ég Dísu frænku og allri fjölskyldunni mínar innilegustu vinar- og samúðarkveðj- ur. Þeir sem mikið hafa átt hafa mikils að sakna. Hólmfríður Jónsdóttir. Sveinn Skorri lýsti sjálfum sér sem yngri samtíðarmanni Egils Skalla- grímssonar í frásögn af því þegar hann leit fyrst hin „björtu ljós“ Reykjavíkur. Þá var hann 13 ára gamall, og það tók hann, samkvæmt frásögninni, fjóra sólarhringa að ferðast með nýsaumuð reiðföt, sem amma hans hafði gert honum, í far- teskinu ofan úr Skorradal. Þetta var á árum heimsstyrjaldar nr. 2. Svo vildi til að meðal þeirra sem tóku á móti honum í „Borg hinna björtu ljósa“ var Árni frændi hans og faðir minn. Hann var upphaflega sveita- maður eins og Sveinn, og ég get vott- að að hann átti reiðbuxur eins og þær sem Skorri hafði með sér til Reykja- víkur. Árni hafði gerst borgari þegar þarna var komið sögu og átti að kenna hinum unga Borgfirðingi mál- fræði Björns Guðfinnssonar. Mér og mínu fólki eru dýrmætar myndir sem hann bregður þar og annars staðar upp af pabba og öðrum skyldmenn- um. Nú þegar Sveinn er allur teljum við að hann hafi dáið allt of snemma. Hann sem mundi til þjóðhátta frá dögum Egils dó fyrir aldur fram í upphafi 21. aldar. Þótt hann hafi komið víða við og verið með afkasta- meiri fræðimönnum okkar á nýliðinni öld, þá átti hann margt ógert og bjó yfir fróðleik um líf og þætti sem varla verða raktir af síðari mönnum. Hann var kominn vel á veg með stórt verk um Gunnar Gunnarsson, þegar tekið var í taumana. Vonandi tekst að leiða þetta verk til einhverra lykta að Skorra látnum. Þrátt fyrir sorgina er margt að þakka, þegar Skorri kveður þennan heim. Ég vil sérstaklega þakka hon- um fyrir góða samvist í Árnagarði hin síðari ár. Af kaffistofunni er útsýn til Esjunnar, sem hann sjálfur hafði einu sinni líkt við fjóshaug í útvarps- spjalli, ungur og hvatvís framsókn- armaður, og sagt var að hann hefði þar með fest íhaldsmeirihlutann end- anlega í sessi. Með augun á Esjunni sagði Skorri okkur sögur úr Köldu- Kinn. En ég hefði viljað nema fróð- leikinn betur og óttast að margt hafi nú týnst. Það er nokkur bót í máli, að Dísa kona hans, sem líka er Kinnung- ur og frænka, segist muna vísur Kristins á Finnstöðum vegna hrepps- nefndarkosninganna þegar Þórhallur á Halldórsstöðum felldi Kristján í Fremstafelli, eða var það Baldur á Ófeigsstöðum sem felldi Sigurð á Landamóti? Ég man þetta ekki, en kannski tekst að rifja það upp enn um sinn, áður en það hverfur alveg … Við Arna og Nanna sendum Dísu og allri fjölskyldunni okkar bestu samúðarkveðjur. Kristján Árnason. Ekki skal fjölyrt um fræðimann- inn, kennarann og fagurkerann, en nokkrar setningar um gleðimanninn. Hann var þrem árum á undan í há- skólanum og ég sá hann fyrst flytja erindi í tíma hjá Alexander Jóhann- essyni sem snerti hinn torskilda upp- runa mannlegs máls. Aðeins eitt dæmi hans man ég: Grænlendingar segja „íle, íle“ þegar þeir siga hund- um af stað, enda færist tungan þá fram í munninum, en þeir segja „íke, íke“ þegar þeir kalla hundana til baka, enda dregst tungan þá aftur á við. Skorri sagðist eftirá lítt hafa botnað í eigin málflutningi. Þetta var grannur og fríður fram- sóknarmaður og setti ljós sitt ekki undir mæliker, átti jafnvel til að kalla þá fífl sem ekki voru sammála. Þeir Skúli Ben. höfðu verið sumarritstjór- ar á Tímanum og unnið sér til óhelgis að gera lítið úr fegurð Esjunnar, þóttust enda aldir upp við tilkomu- meiri fjöll. Þeir sögðu hún líktist helst útrunnum fjóshaug, enda stórtapaði Framsókn í næstu kosningum í Reykjavík. Hann var talsverður æringi í eðli sínu og hafði gaman af uppátækjum annarra. Við slíkt tækifæri kynntist ég honum næst. Eitt sinn var Óli Jóns krítiker staddur hjá mér árla dags. Af næringarskorti gerðumst við herskáir og þóttumst þurfa að höggva mann og annan, fundum brauðhnífa í eldhúsinu og ákváðum að fara að Jökli Jakobssyni vestur á Mela. En skolli var ekki heima, og þá kvað Ólafur annan mann eiga jafnillt skilið en það væri Sveinn Skorri. Hann bjóst til varnar af þvílíkri ein- urðarkátínu að við fórum burt alsælir og gleymdum brauðhnífunum. Við umgengumst einna mest kringum fertugsaldurinn, enda báðir nokkuð í gleðskapnum um það leyti. Aldrei var Skorri annað en ljúf- mennskan í þeim umsvifum, nema hvað hann gat orðið býsna ræðu- glaður í samkvæmum. Í afmæli eins kunningjans elti Jónas Kristjánsson Skorra á röndum gegnum mann- þröngina og tautaði í sífellu: „Ekki halda ræðu, ekki halda ræðu.“ Veturinn 1955 hafði Stúdentaráð bókmenntakynningu á verkum þess voðalega manns Halldórs Kiljans sem þá var ekki enn orðinn nóbel. Við lásum þar fræðslunefndarfundinn úr Fegurð himinsins, Skorri, Sigurður Líndal, Baldur Jónsson og ég. Okkur tókst að endurtaka þennan gjörning í maraþonlestrinum á hundrað ára af- mæli Halldórs á síðasta vori. Þar sá ég Skorra seinast, og fór vel á að hann skyldi þá vera í hlutverki Ólafs Kárasonar. Árni Björnsson.  Fleiri minningargreinar um Svein Skorra Höskuldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.