Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Þú hringir FORSÆTISRÁÐHERRA Víetnams, Phan Van Kai, sem staddur er í op- inberri heimsókn hér á landi, heim- sótti Þingvelli í gær ásamt föru- neyti. Þá skoðaði hann Gullfoss og Geysi og heimsótti Nesjavallavirkj- un. Síðdegis í gær átti forsætisráð- herrann fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessa- stöðum og um kvöldið snæddi hann kvöldverð í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Við hlið forsætis- ráðherrans á myndinni er Ingiveig Gunnarsdóttir túlkur. Morgunblaðið/Þorkell Forsætis- ráðherra Víetnams á Þingvöllum NÝ faraldsfræðileg rannsókn ís- lenskra vísindamanna hefur leitt í ljós að tíðni sveppasýkinga í blóði hefur nær fjórfaldast á undanförnum tutt- ugu árum. Niðurstöður rannsóknar- innar eru birtar í septemberhefti bandaríska tímaritisins Journal of Clinical Microbiology, sem er eitt virtasta tímarit heims á sviði klínískr- ar sýklafræði. Höfundar rannsóknar- innar eru Magnús Gottfreðsson, læknir og sérfræðingur í smitsjúk- dómum, Helga Erlendsdóttir meina- tæknir og Lena Rós Ásmundsdóttir aðstoðarlæknir, en þau starfa öll á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Rannsóknin tók til allrar íslensku þjóðarinnar og náði yfir tímabilið frá 1980 til 1999. Er hún ein örfárra rann- sókna á sýkingum af þessum toga sem gerðar hafa verið í heiminum og ná til heillar þjóðar, auk þess sem ís- lenska rannsóknin spannar lengra tímabil en fyrri rannsóknir sem gerð- ar hafa verið. Magnús sagði að sveppasýkingar í blóði væru mjög vaxandi vandamál víða erlendis, sérstaklega á stærri sjúkrahúsum. Greinar sem birst hefðu í læknatímaritum er sýndu aukna tíðni sýkinga hefðu yfirleitt byggst á upplýsingum frá tilteknum sjúkrahúsum þar sem búast mætti við hárri tíðni sýkinga af þessu tagi og því hefði menn greint á um hvort þær endurspegluðu raunverulega tíðni- aukningu meðal þjóða. Niðurstöður íslensku rannsóknarinnar bentu sterklega til þess að sú væri raunin. Rannsóknin leiddi í ljós að sveppa- sýkingar í blóði sjúklinga hafa aukist úr 1,4 tilfellum á ári á hverja 100 þús- und íbúa á árunum 1980–84 í 4,9 til- felli á hverja 100 þúsund íbúa á ára- bilinu 1995–1999. Að sögn Magnúsar er yfirleitt um mjög alvarlegar sýkingar að ræða og dánartíðni af völdum sveppasýkingar í blóði talsvert há. ,,Þrátt fyrir að tíðn- in hafi aukist þá hefur meðferðinni einnig fleygt fram þannig að við náum mun betri árangri í meðferð þessara sýkinga en áður var.“ Ónæmismyndun fyrir sveppa- lyfjum virðist ekki fara vaxandi ,,Við tókum alla þessa sveppastofna og ræktuðum þá upp, greindum teg- undir þeirra og könnuðum næmi þeirra fyrir algengum sveppalyfjum, sem er beitt þegar svona sýking á sér stað. Þá kom tvennt athyglisvert í ljós. Annars vegar að ný tegund sem nýlega hefur verið uppgötvuð reynd- ist hafa valdið fjórum sýkingum. Við höfum þegar sent þessa stofna út til rannsóknar til að athuga skyldleika og fleira. Hins vegar könnuðum við næmi þessara stofna, sem ræktaðir voru, fyrir algengustu sveppalyfjum og kom í ljós að engin breyting hefur orðið á því. Gagnstætt því sem sumir hafa haldið fram í nýlegum fræði- greinum, að ónæmismyndun meðal þessara tilteknu sýkla fari vaxandi, þá kemur það ekki fram hér, allavega ekki enn sem komið er, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Magnús. Aðspurður segist Magnús telja tvær meginskýringar á aukinni tíðni sveppasýkinga í blóði. ,,Aðalskýringin er væntanlega sú að við erum farin að nota öflugri meðferð við ýmsum erf- iðum sjúkdómum og getum gert meira. Við höfum betri og öflugri sýklalyf en áður þannig að hægt er að drepa niður algengustu bakteríusýk- ingar en þá koma oft einhverjir aðrir sýklar í kjölfarið á borð við þessa sveppi, sem eru ónæmir fyrir hefð- bundnum sýklalyfjum. Það hefur líka færst í vöxt að notaðir eru svokallaðir djúpir æðaleggir, þ.e.a.s. plastslöngur sem eru settar í stórar bláæðar sjúk- linga og þessir leggir liggja oft inni vikum saman. Þeir eru að sjálfsögðu mjög mikil framför í allri meðferð en sveppasýkingar eru aftur á móti þekktur fylgikvilli við notkun slíkra leggja og sjúklingar sem eru með svona leggi lengi eru í verulega auk- inni hættu á að fá sveppasýkingar. Í þriðja lagi hefur greiningartæknin batnað á undanförnum árum þannig að þessi aukning endurspeglar senni- lega líka betri greiningu en áður var.“ Sveppasýkingar í blóði nær fjórfaldast á 20 árum Niðurstöður íslenskrar rannsóknar birtar í Journal of Clinical Microbiology BÁTSVERJAR á Sómabátnum Katrínu GK 117 báru fyrir sig þekk- ingarleysi á tilkynningaskyldu ís- lenskra skipa er þeir útskýrðu hvers vegna ferðir hans frá klukkan 19 á föstudagskvöldi til hádegis í gær voru ekki tilkynntar. Töldu þeir nægja að tilkynna ferðir bátsins á sólarhrings- fresti. Bátsverjar höfðu samband við Til- kynningaskylduna eftir að þeir heyrðu í hádegisfréttum útvarps að víðtæk leit hefði staðið yfir frá því snemma um morguninn. Þá var bát- urinn staddur skammt frá Heimaey en bátsverjar höfðu sagt Tilkynninga- skyldunni að þeir ætluðu til Grund- arfjarðar. Lögreglan í Vestmannaeyj- um hugðist taka á móti bátnum og m.a. ganga úr skugga um að menn- irnir hefðu réttindi til að sigla honum. 70 manns tóku þátt í leitinni Samkvæmt upplýsingum sem Landsbjörg fékk frá eiganda bátsins tóku mennirnir bátinn á leigu og hugðust fara á skotveiðar og sjóstöng um helgina. Þar sem sjálfvirka til- kynningaskyldukerfið í bátnum var bilað bar þeim að tilkynna sig símleið- is til Tilkynningaskyldunnar sem þeir gerðu klukkan 18:52 á föstudags- kvöld. Að sögn Valgeirs Elíassonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélags- ins Landsbjargar, bar þeim sam- kvæmt lögum að tilkynna sig á 12 stunda fresti en áttu þó aftur að hafa samband fyrir miðnætti. Þegar ekk- ert heyrðist frá bátnum um kvöldið var reynt að hafa samband við hann en án árangurs. Í kjölfarið var grennslast fyrir um bátinn í höfnum á höfuðborgarsvæðinu, á Reykjanesi og á Snæfellsnesi. Þegar sú leit bar ekki árangur var ákveðið að hefja allsherjarleit á Faxaflóa klukkan sex í gærmorgun. Þrjú björgunarskip frá Landsbjörg héldu til leitar ásamt TF- LÍF þyrlu Landhelgisgæslunnar og leitað var að bátnum í öllum höfnum frá Vestmannaeyjum til Bolungarvík- ur og björgunarsveitarmenn óku meðfram strandlengjunni. Um 70 manns tóku þátt í leitinni þegar mest var. Erfiðlega gekk að fá staðfest hversu margir væru um borð og var lögreglan í Reykjavík fengin til að- stoðar. Það var ekki fyrr en bátsverj- ar höfðu samband í hádeginu í gær að ljóst varð að tveir voru um borð og amaði ekkert að. Valgeir segir að óhjákvæmilegt hafi verið að hefja leit að bátnum þeg- ar ekkert spurðist til hans. Menn sem hafi hlotið réttindi á slíka báta eigi að kunna skil á þessum reglum. Óhjákvæmi- legt að hefja leit að bátnum Báru fyrir sig þekkingarleysi INNFLUTNINGUR á landbúnað- arvörum dróst verulega saman á síð- asta ári frá árinu 2000. Í fyrra nam innflutningur á nautakjöti, kjúkling- um, svínakjöti, ostum og jógúrt sam- tals 366 tonnum, en árið 2000 nam þessi innflutningur 666 tonnum. Samdráttur varð í innflutningi á öll- um þessum tegundum í fyrra nema á unnu svínakjöti, en innflutningur á því fór úr 9,7 tonnum upp í 12,4 tonn. Árið 2000 var talsvert mikið flutt inn af jógúrt, aðallega frá Spáni. Það ár nam þessi innflutningur 365 tonnum, en í fyrra nam hann 172 tonnum. Innflutningur á ostum nam 162 tonn- um árið 2000 en 107 tonnum í fyrra. Dregur úr innflutningi á búvörum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.