Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 29 KVENNALEIKFIMI Í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ SELTJARNARNESS (sundlaugarmegin) Vegna góðra undirtekta hef ég bætt við tímum á mánudögum og miðvikudögum kl. 16.30. Góð alhliða kvennaleikfimi með styrkjandi æfingum ásamt góðum teygjum og slökun. Þóra Sif Sigurðardóttir, íþróttakennari, thorasif@heimsnet.is, sími 899 9354. Straumar og stefnur í tungumálakennslu á Íslandi Menntamálaráðuneytið boðar til málþingsins Straumar og stefnur í tungumálakennslu á Íslandi fimmtudaginn 26. september næstkomandi á Evrópskum tungumáladegi. Málþingið verður á Grand Hóteli í Reykjavík, kl. 14.00-17.30. 14.00 Ávarp Tómasar Inga Olrich, menntamálaráðherra. 14.10 Tungumálakönnun 2001, helstu spurningar og niðurstöður. Hjálmar Sveinsson, útvarpsmaður. 14.40 Viðhorf stjórnenda fyrirtækja til tungumála og tungumálakunnáttu. - Frosti Bergsson, stjórnarformaður Opinna kerfa. - Anna Gunnhildur Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Bláa lónsins. - Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri utanlandssviðs Eimskips. 15.10 Ungt fólk með tungumálakunnáttu í farteskinu. - Sigríður Ásthildur Andersen, lögfræðingur hjá Verslunarráði Íslands. - Björgvin Þór Björgvinsson, meistaranemi í sjávarútvegsfræðum. - Katrín Þórðardóttir, starfsmaður Sendiráðs Kanada. 15.40 Kaffihlé. 16.00 Kostir og gallar námskráa í erlendum tungumálum. - Guðmundur Helgason, enskukennari, Langholtsskóla. - Valgerður Bragadóttir, þýskukennari, MH. - Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, kennsluráðgjafi á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. - Margrét Helga Hjartardóttir, frönskukennari, Kvennaskólanum. 16.50 Almennar umræður. Stjórnandi umræðna er Hólmfríður Garðarsdóttir, formaður STÍL. Kynnir: Guðrún Guðsteinsdóttir, dósent í ensku við HÍ. Ritari: Auður Torfadóttir, dósent í ensku við KHÍ. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir þátttakendum að kostnaðarlausu. Þingið er haldið af menntamálaráðuneytinu en Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands annast skipulagningu og framkvæmd þingsins. Nánari upplýsingar um Evrópska tungumáladaginn eru á vef menntamálaráðuneytisins, www.menntamalaraduneyti.is. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ www.menntamalaraduneyti.is Stofnun VIGDÍSAR FINNBOGADÓTTUR í erlendum tungumálum ÞAÐ verður ekki af Finnum skafið að þeir kunna sig þegar um hönnun er að ræða, janframt að tengja hana umhverfi sínu. Fyrir það eru þeir heimsþekktir í smáu og stóru, allt frá því þeir félagar Saarinen Gesellius og Lindgreen hagnýttu sér efnivið úr finnskri náttúru við hönnun bygginga sinna í upphafi síðustu aldar, einkum Þjóðminjasafnsins í Helsinki. Við höfum séð dæmi þessa í fjöl- mörgum lærdómsríkum sýningum finnskra hönnuða hér í borg, ekki síst Norræna húsinu, en einnig í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg þar sem þeir félagar Eero Lintus- aari (f. 1957) og Harri Syrjäanen (f. 1949) eru með sýningu um þess- ar mundir. Báðir hafa þeir haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í enn fleiri samsýningum heima og er- lendis. Syrjaänen hefur meira að segja tvisvar verið á ferð með einkasýningu í í Listhúsi Ófeigs (1997 og 2000). Eero Lintusaari vinnur ein- göngu á sviði skarts og sækir föng sín víða, blandar mikið til saman hrosshári og silfri, í einu tilviki jafnvel mannshári og silfri. Að- allega eru smíðisgripir hans arm- bönd, hárnálar, hálsfestar og háls- men og beitir hann mikilli hugkvæmni í gerð þeirra, þar sem heild og einfaldleiki vinna saman. Harri Syrjänen þekkjum við einkum fyrir hinar þokkafullu svörtu leðurtöskur og bakpoka, sem handhafar geta verið öruggir um að endist alla ævi, en hann vinnur ekki síður í skart og sýnir nú einkum nælur og hálsmen. Ein- faldleiki, markviss vinnubrögð og hrein form eru hér í fyrirrúmi ásamt frjálsum leik hugarflugsins. Viðbrugðið hvað norrænir hönn- uðir ganga smekklega frá uppsetn- ingu sýninga sinna í hinu takmark- aða rými, sem þó lumar á ýmsum víddum ef hugarflugið er virkjað í spreng líkt og gerst hefur um sýn- ingu þeirra félaga og er þó alls ekki þröngt um munina. Í stuttu máli afburða falleg sýning sem bóka má að enginn unnandi finnskrar hönnunar verður fyrir vonbrigðum af. MYNDLIST Listhús Ófeigs Opið á verslunartíma. Lokað sunnudaga. Til 25. sept. Aðgangur ókeypis. HÖNNUN EERO LINTUSAARI HARRI SYRJÄNEN Náttúruhönnun Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Töskur eftir Harri Syrjänen og skart eftir Eero Lintusaari. Bragi Ásgeirsson ÞAÐ er ánægjulegt að sjá hversu breitt úrval kvikmyndagreina er að finna á spænsku kvikmyndahátíðinni sem staðið hefur yfir að undanförnu og notið góðrar aðsóknar. Á hátíðinni voru sýndar saman fimm stuttmyndir, sem allar eru styrktar af Spænska kvikmynda- sjóðnum. Fyrsta myndin í röðinni er sú veigamesta, um er að ræða 30 mínútna heimildarmynd um ungan mann sem smitaður er af eyðni. Nefnist hún Postivo sem þýðir já- kvæður, en leikið er á áhugaverðan hátt með þann titill í myndinni. Ungi maðurinn sem fylgst er með hefur nefnilega sigrast á óttanum við sjúk- dóm sinn, og lítur framtíðina já- kvæðum augum. Það er ekki síst þessi jákvæðni og innra jafnvægi sem langan tíma tók að ná, sem gerir honum kleift að lifa heilbrigðu lífi. Stuttmyndinni Buxur væri betur lýst sem örmynd. Hún er djörf og beinskeytt, og nær ekki lengra en það tekur að láta kynningartextana rúlla, en hefur margvísandi merk- ingu sem kemur þó ekki til áhorfand- ans fyrr en eftir á. Eplailmurinn (Olor de la Manzanas) er ágætis stofudrama, með fallegri sjónrænni sviðsetningu og Unglingar (Nerabe) er ljóðrænn en dálítið mistækur óður vanfærrar konu til eigin óléttu. Jákvæð framtíð Höfundar: Pilar Carcía Elegido (30 mín.), Ana Fernandez (4 mín.), Juan Cruz (12 mín.), Helena Taberna (11 mín). STUTTMYNDIR: SMITAÐUR, BUXUR, EPLA- ILMURINN OG UNGLINGAR Heiða Jóhannsdóttir ÞESSA heimildarskáldmynd Jose Luis Guerin er ekki hægt að nálgast á neinum hefðbundnum forsendum. Þar er blandað saman heimildarmyndaforminu og leikn- um senum, sem eiga sér þó rætur í veruleika raunverulegs fólks, með öðrum orðum íbúa Kínahverfisins í Barcelona. Um er að ræða nið- urnítt bóhemahverfi er í hjarta borgarinnar, hverfi sem einhvern veginn hefur verið í friði fyrir þrot- lausri skipulagningu, endurnýjun og uppbyggingu borgaryfirvalda, og þar hafa vændiskonur, heim- ilisleysingar, fátæklingar og ekki síst innflytjendur hreiðrað um sig. Það stendur þó til að flikka upp á hverfið og þær verðmætu lóðir sem þar eru, og fylgist myndin En Construccion með fyrstu skrefun- um í uppbyggingarstarfinu. Við kynnumst nokkrum íbúum hverf- isins, meðal þeirra eru vændiskona og kærasti hennar, heimilisleys- ingjar og fremur félitlar fjölskyld- ur. Byggingaverkamennirnir sem byggja nýjar íbúðir fyrir ríka fólk- ið verða líka vinir okkar, enda fá áhorfendur djúpa innsýn í hlut- skipti þeirra í tilverunni, einfald- lega með því að fylgjast með hver- dagslegum samræðum og venju- legum vinnudegi þeirra. Þetta er ljóðræn kvikmynd og heillandi, en hún reynir á þolrifin hvað lengd varðar. Þetta er reyndar ekki galli á myndinni, áhorfandinn er einfald- lega dreginn inn í heim þess fólks sem býr við loftbora og jarðýtu- hljóð dag frá degi, fólks sem veit að bráðum þarf það að hrekjast undan hinum óumflýjanlega vilja borgaryfirvalda. Þetta er áhuga- verð kvikmynd, ólík flestu öðru sem maður hefur séð. SPÆNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Regnboginn Höfundur: Joes Luis Guerin. Aðal- hlutverk: Juana Rodríguez, Iván Guzmán, Juan López. 127 mín. Spánn, 2000. EN CONSTRUCCIÓN (BYGGT UPP Á NÝTT)  Umrót í borgar- landslagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.