Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HLÍÐARHJALLI 27 KÓPAVOGI OPIÐ HÚS Í dag milli 13:00 - og 16:00 er þetta glæsilega einbýli til sýnis. Það er einstaklega vel skipulagt og er mjög vel staðsett neðan við götu. 5 svefnherb. Húsið er mikið endurnýjað m.a. nýtt eldhús og massivt parket. Stór sólpallur með heitum potti. Fallegt útsýni. Verð 32 millj- ónir. Þetta er vandað hús sem vert er að skoða. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Nýkomnar í sölu á þessum frábæra út- sýnisstað vel skipulagðar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir (með bílskúr) í 12 íbúða, klæddu, litlu fjölbýli. Íb. afh. fullbúnar án gólfefna í des. 2002. Tvennar svalir. Sér- inng. Einstakt útsýni. Traustur verktaki. Teiknað af Sigurði Þorvarðarsyni. Nánari uppl. og teikn. á skrifst. Hraunhamars. ÞRASTARÁS 14 - HF - NÝJAR ÍBÚÐIR Vorum að fá glæsil. 3ja og 4ra herb. íbúð- ir í vönduðu fjölb. á frábærum stað, út- sýni. Húsið skilast fullbúið að utan og full- búið að innan, án gólfefna. Lóð frágengin. Afh. mars/apríl 2003. Verð frá 12,9 millj. Byggingaraðili Fjarðarmót. Teikningar á skrifst. SVÖLUÁS 1 - HF. - NÝJAR ÍBÚÐIR Glæsilegt, nýtt fjölb. 3ja og 4ra herb. íbúðir á þessum frábæra útsýnisstað. Af- hendast fullbúnar án gólfefna. Verð frá 12.150.000. Verktaki: G. Leifsson. Allar nánari upplýsingar og teikningar á skrifstofu Hraunhamars. ÁSLANDSHVERFI Hafnarfjörður, nýjar íbúðir, frábær útsýnisstaður ÞRASTARÁS 73 - HF. - NÝTT FJÖLB. ✝ Sveinn SkorriHöskuldsson prófessor fæddist á Sigríðarstöðum í Hálshreppi í Suður- Þingeyjarsýslu 19. apríl árið 1930. Hann lést á Land- spítalanum – Borg- arspítala 7. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sólveig Bjarnadótt- ir húsfreyja, f. 10. ágúst 1905 í Vatns- horni, d. 24 júlí 1979, og Höskuldur Einarsson bóndi og hreppstjóri í Vatnshorni í Skorradalshreppi, f. 23. nóvember 1906 á Finnstöðum í Ljósavatnshr. í S-Þing., d. 11. mars 1981. Sveinn var elstur fimm systkina. Systkini hans eru: Sigríður, f. 19. maí 1933, Krist- jana, f. 12. júlí 1936, Einar Árni, f. 28. nóvember 1939, og Bjarni Þormar, f. 19. mars 1943, d. 3. desember 1979. Hinn 27. september 1953 kvæntist Sveinn Skorri eftirlif- andi eiginkonu sinni, Vigdísi Þor- móðsdóttur bankafulltrúa og húsfreyju í Reykjavík, f. 1. júní 1931. Foreldrar hennar voru Þor- móður Sigurðsson, prestur á Vatnsenda í Ljósavatnshr. í S-Þing., f. 30. apríl 1903, d. 26. mars 1955, og Nanna Jónsdóttir, f. 7. maí 1907, d. 17. september horni í Skorradal og ólst þar upp til fermingaraldurs og fór þá til mennta. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1950 og MA-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1958. Þá var Sveinn Skorri við nám í dönskum bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla árið 1958–1959, nám í enskum bók- menntum við Manitoba-háskóla í Winnipeg árið 1960–1961 og nám í almennri bókmenntasögu og poetik við Háskólann í Uppsölum árin 1964–1967. Þá má nefna rannsóknarstörf við Kaupmanna- hafnarháskóla, við Manitoba-há- skóla og í Þýskalandi. Sveinn Skorri starfaði sem kennari í íslensku við Iðnskólann á Akureyri 1949–1950, bókari hjá fjármálaráðuneytinu 1952–1956, kennari í íslensku við Hagaskóla, kennari í íslensku og Íslandssögu við MR 1959–1960 og 1961–1962 og lektor í íslensku máli og bók- menntum við háskólann í Uppsöl- um árin 1962–1968. Hann var lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands 1968–1970 og prófessor við sama skóla frá árinu 1970. Sveinn Skorri gegndi fjölda trúnaðarstarfa tengdra starfi sínu. Eftir hann liggja nokkrar fræðibækur auk þess sem hann stjórnaði útgáfu fjölmargra rita. Síðustu árin hefur hann unnið að verki um ævi og störf Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Útför Sveins Skorra Höskulds- sonar fer fram frá Hallgríms- kirkju á morgun, mánudaginn 23. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1976. Börn Sveins og Vigdísar eru: 1) Þor- móður, f. 5. júní 1953, arkitekt í Reykjavík, kona hans er Sigríður Hjörleifsdóttir, f. 5. júlí 1954, félagsráð- gjafi. Börn þeirra eru Vigdís, f. 10. apríl 1979, og Hjörleifur Skorri, f. 13. ágúst 1984. 2) Höskuldur, f. 26. júlí 1954, arkitekt í Reykjavík, kona hans Helena Þórðar- dóttir, f. 14. febrúar 1961. Börn þeirra eru Sveinn Skorri, f. 22. september 1987, og Sólveig Lóa, f. 22. mars 1995. 3) Ásgerður, f. 6. júlí 1964, íslenskufræðingur í Reykjavík, maður hennar Hallgrímur Óli Hólmsteinsson, f. 3. desember 1965, viðskiptafræðingur. Sonur þeirra Hólmsteinn Skorri, f. 17. ágúst 2000. Börn Ásgerðar frá fyrra hjónabandi eru Valgerður Arnardóttir, f. 2. janúar 1983, og Guðmundur Örn Arnarson, f. 17. apríl 1986. 4) Gunnhildur, f. 27. apríl 1967, lífefnafræðingur í Garðabæ, maður hennar Svan- björn Thoroddsen, f. 3. septem- ber 1965, hagfræðingur. Synir þeirra eru Ásgeir Skorri, f. 20. mars 1990, og Tryggvi, f. 24. febrúar 1992. Sveinn Skorri fluttist með for- eldrum sínu á fjórða ári að Vatns- Heimurinn verður mér aldrei sam- ur. – Þessi tilfinning greip mig sterkt þegar mér var tilkynnt lát Sveins bróður míns. Sigga, segðu okkur frá því í gamla daga, þegar þið pabbi vor- uð lítil, sögðu synir Sveins við mig fyrir röskum 40 árum heima í Vatns- horni, þegar þeir voru þar í sumar- dvöl hjá afa og ömmu. Þá átti ég að rifja upp minningar frá bernsku okk- ar systkina í gömlu torfbaðstofunni. Í þá daga var stóri bróðir áberandi persóna í mínum heimi. Ég var fjög- urra ára um vorið þegar smiðirnir komu og fyrir jól vorum við flutt í nýja húsið. Það þykir ef til vill ekki líklegt að ég muni margt frá þeirri tíð en svo finnst mér samt vera. Í dag er ég ein um að minnast þeirrar stundar er minn stóri bróðir las fimm ára gamall fyrir prestinn, séra Eirík Albertsson. – Já, hve von- laust mér var að ná nokkurn tíma með tærnar þangað sem hann hafði hælana. Því að þá gat ég ekki einu sinni sagt nafnið mitt. Ég man hann sem fráan smala, hlaupa heim skóg- arbrúnirnar að vorlagi á sundskýlu einni fata. Man veturinn sem hann var síðast heima eftir gagnfræðapróf í Menntaskólanum á Akureyri. Þá stundaði hann skíðagöngu ef færi gaf. Man hann fara ferðir upp á Hnjúka og sveifla sér í svigi ofan brekkurnar. Þetta var upplyfting frá gegningun- um. Man hann standa við slátt á túninu dag eftir dag og skella sér til sunds í ána eftir vinnutíma að kvöldi hvernig sem viðraði. – Og pabbi sagði: „Hvað ætli væri sagt ef ég færi svona með hann Gamla-Jarp?“ Það var hraustur dráttarhestur. „Hann er svo slitviljugur, hann Sveinn,“ sagði amma, Sigríður, oft. Sveinn varð snemma læs og gleypti í sig fróðleik af bóklestri, svo sem Ís- lendingasagna. Tók fullnaðarpróf barna, eins og það hét þá, 13 ára. Inn- tökupróf í MA 1944 sama vor og hann fermdist. Honum datt í hug að hætta í skóla eftir gagnfræðapróf og snúa sér að búskap. Þess vegna var hann heima veturinn 1947–48 og síðast sumarið 1948 við heyskap, þá 18 ára. Glögg er minningin um einn hey- bandsdag frá því sumri. Það var hey, um alla Fit og Mjóanesið, í yfir- breiddum sætum. Þetta var smágert hey og þungt í sér því að þessir bakk- ar voru slegnir á hverju sumri. Nú rann upp sólfagur bindingsdagur. Sveinn batt, ég bar á reipin og hélt við hagldir. Kristjana hreinsaði rök. Einar flutti heim á þremur hestum og reið Rauðtola sínum. Pabbi tók á móti við hlöðuna. Man kapp Sveins þennan dag. Það var ekki bara að hann byndi, heldur sveiflaði hann þessum bögg- um á klakk, „lét upp“ eins og það heitir. Hann batt 82 hestburði þenn- an dag. Það var fyrir strengileg boð pabba að þá var hætt. Ég man hvað Svein langaði að fylla hundraðið. Það var til þurrt hey í sætum til þess en pabba þótti nóg að gert. Taldi sem rétt var að við værum aðeins óharðn- aðir unglingar og búin að gera vel þann daginn. Þótt leiðir skildi og ólíkar aðstæður tækju að móta okkur ræktum við ætíð okkar systkinasamband. Oft stóð ég uppi í hárinu á honum eftir mætti og gagnrýndi hann harðlega en hann erfði það aldrei við mig. Ég naut vináttu við þau hjón bæði því að Vigdís var skólasystir mín í kvenna- skólanum á Hverabökkum. Dvaldi til dæmis hjá þeim vikutíma eftir sjúkrahúsdvöl 1983. Margt bar á góma í spjalli okkar systkina. Hvað sárast sakna ég þó símtal- anna. Held það samband hafi verið okkur báðum kær gleðigjafi. Um það leyti sem hann var að skrá minninga- bók sína Svipþing hringdi hann stundum og las mér glefsur. Ég átti að gera athugasemdir ef mér þætti ástæða til. Handritið sendi hann mér til yfirlestrar. Ég sparaði ekki út- strikanir og aðfinnslur. Man hann segja: „Ég tek allt til greina sem þú segir, Sigríður mín,“ eða „ég geri ekkert með það sem þú segir, Sigríð- ur,“ og það held ég að hafi verið sönnu nær. Mér þótti honum hætta til að færa í stílinn og ýkja um of. Sem dæmi um vínhneigð Bjarna afa þótti mér þessi draumsýn hans að afi hefði fólgið vínflöskur undir mosaþúfum í Vatnshornshlíð fráleit. Svo var það eitt sumarið að skógræktarfólk í Borgarfirði fékk hann til að vera leið- sögumann á göngu um hlíðina. Þá hringdi hann til mín á eftir og sagði: „Jæja, Sigríður mín, nú þýðir ekkert fyrir þig að segja mig ljúga lengur.“ Nú, nú og hverju nú. Þá tjáði hann mér að nú væri hann búinn að segja svo mörgum þessa víngeymslusögu að ég kæmist ekki yfir að vefengja það. „Jæja, bróðir góður, það breytir samt ekki því að ég er jafn viss um að ef einhvern tíma skyldi finnast eðal- vín í glæstum umbúðum við rætur trjánna þarna í hlíðinni, þá væru það dreggjar frá þinni tíð en ekki afa.“ Þá hló hann sposkur við tilsvari mínu. Þegar ég nú renni huganum yfir lífshlaup bróður míns verður mér hugstæðast hve sterkur hann var þegar á reyndi. Hvað vel hann studdi pabba þegar mamma háði sína hinstu glímu við illvígan sjúkdóm og hvernig hann reyndist mágkonu okkar þegar yngsti bróðir okkar dó. Ég kveð góðan bróður með sárri eftirsjá og alúðarþökk. Veit að hann lifir í verkum sínum og afkomendum. Veit að umhugsun um hann mun ætíð efla mér styrk. Votta samhug öllum þeim er sakna. Sigríður Höskuldsdóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast afa míns, sem nú er látinn. Í mínum huga var hann hinn dæmi- gerði afi, sem ætíð var tilbúinn að leiðbeina mér um reglur lífsins og til- veruna. Það var í raun ekki mjög flók- ið í hans huga. Hann sagði að ég ætti að stunda námið vel og vera heiðar- legur og góður þjóðfélagsþegn, ef svo væri, þá hefði vel tekist til og mér myndi vegna vel í lífinu. Hann var mér góður og hlýr, studdi mig og hjálpaði. Við systkinin, ég og Sólveig Lóa, áttum margar góðar stundir hjá honum og ömmu Dísu í Grænuhlíðinni og gott var að koma þangað eftir skóla, en þaðan voru þau nýlega flutt að Kórsölum í Kópavogi. Hann kallaði mig alltaf „nafni minn“ og margar gleðistund- irnar áttum við saman. Man ég eftir þeim mörgu dögum þegar ég var með honum uppi í Skorradal. Þá var alltaf gott veður og ég fékk að fara með honum og pabba út á bátnum hans og vitja um silunginn í netunum, „ná sér í soðið“, eins og hann kallaði það. Þá var hann ávallt klæddur í lopapeysu og með lopahúfu með plastpoka inn- anundir svo kríurnar gætu ekki goggað í hausinn á honum. Þegar við vorum búnir að róa dálítið út á vatnið man ég að hann leit oft inn dalinn sinn, Skorradalinn, svona rétt til þess að sjá hvort allt væri ekki eins og það ætti til sín að vera. Stundum sagði hann þá: „Hvað heldurðu að hún Sig- ríður amma mín myndi segja, ef hún gæti séð dalinn núna, fullan af sum- arbústöðum?“ Síðan var farið með sil- unginn upp í Skorraskjól og hann borðaður strax með graslauk í smjöri og nýjum kartöflum. Eða þegar við frændurnir, Hjölli og Gummi, tókum upp kartöflur með honum sl. haust. Einu sinni, þegar ég var lítill, kom hann frá útlöndum og hafði keypt handa mér bangsa, sem ég skýrði auðvitað „Afi“. Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan bangsa og ætla að geyma hann sem eina af mörgu góðu minningunum um afa Skorra. Gaman þótti mér að hlusta á afa segja sögur frá liðnum tíma þegar hann var ung- ur og frá fólkinu, sem hann hafði um- gengist á sínum æskuárum. Hann sagði svo skemmtilega frá og þá voru stundirnar oft fljótar að líða. Alltaf var afi mér hjálplegur í námi þegar ég leitaði til hans og benti mér á góðar bækur og ljóð fyrir skóla- verkefni. Þytur óséðra vængja fer um rökkvaða sál mína eins og rautt ljós Í nótt mun ég sofa undir sjöstirndum himni við hinn óvæða ós. Meðan rödd þín flýgur upp af runni hins liðna eins og rautt ljós. (Steinn Steinarr.) Elskulegi afi minn, fyrir þetta allt vil ég þakka og veit ég að við Sólveig Lóa munum alltaf sakna þín. Nafni minn. Sveinn Skorri Höskuldsson. „Þú skrifar nú fallega um mig, þeg- ar ég dey,“ er sagt djúpri hljómþýðri röddu, framburðurinn er þingeyskur, með rammíslenskum áherslum og þögn af hæfilegri lengd fylgir á eftir: Sveinn Skorri móðurbróðir situr í stól við arin sem logar í mjúkri birtu og slær gullnum blæ á glös á gnægta- borði þeirra Grænuhlíðarhjóna. Vig- dís tekur þátt í umræðunni en er jafn- framt á ferðum á milli eldhúss og stofu og sér um að öllum líði vel, jafnt til líkama og sálar. Húsbóndinn helg- ar sig andanum, enda lét Óðinn sér nægja við öl eitt gleðjast. Ég reyni að dreifa umræðunni um mín tilvonandi skrif, en tek undir að auðvitað þurfi SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.