Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 45 Fyrr á þessu ári var farið af stað með að fá flutning fyrir þig hingað suður á Skjól svo þú gætir verið nær börnun og barnabörnum. Því miður entist þér ekki ævin til þess. Að morgni 12. september kvaddir þú þetta líf með börnin þín sex við hlið þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Nú þegar tengdafaðir minn hefur lokað augunum í hinsta sinn bið ég honum blessunar og þakka samfylgd- ina. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúsins á Hvammstanga fyrir góða umönnun í veikindum hans. Hvíl í friði. Helga Kristín Sigurðardóttir. Elsku góði afi. Í dag kveðjum við þig í síðasta sinn. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn, en nú ert þú engill hjá Guði. Sunnudaginn áður en þú kvaddir fórum við norður með mömmu og pabba í heimsókn til þín. Við komum með súkkulaðimola handa þér og fylltum á kistilinn sem Margrét smíð- aði, því þú elskaðir súkkulaði. Þú sagðir okkur að þú ættir ekki langt eftir. En auðvitað trúðum við því ekki því þú leist svo vel út og þú varst svo hress og glaður. Það gat bara ekki verið, því þú ætl- aðir suður aftur og við hlökkuðum svo óskaplega mikið til að geta heimsótt þig oftar og farið með þig heim til okkar þegar þú hefðir treyst þér til. En þú vissir betur. Tveimur dögum seinna fengum við slæmar fréttir. Þú hafðir veikst alvarlega og að þér myndi ekki batna. Við báðum Guð um kraftarverk, en auðvitað var betra fyrir þig að fá hvíldina. Stundin líður tíminn tekur toll af öllu hér. Sviplegt brotthvarf söknuð vekur, sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri, vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn, þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Þú varst okkur góður afi og við þökkum þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum með þér og geymum minninguna um þig í hjarta okkar um alla ævi.Við elskum þig. Margrét, Andrea og Dagmar. „Hann Jói afi er dáinn og farinn upp til Guðs,“ voru fyrstu orð Helgu Lilju fimmtudaginn 12. september þegar henni hafði verið sagt að Jói afi væri dáinn. Það var alltaf svo gaman að koma til þín í heimsókn því þú varst svo góður við okkur, og ekki var gamansemin og stríðnin langt undan. Afi fór líka oft með okkur í ferðalög, bæði í tjaldvagninn og sumarhús. Þótti honum sérstaklega gaman á ættarmótinu og svo á Borðeyrarhá- tíðinni 1997. Ekki er ætlun okkar að telja allar stundir með þér upp heldur að geyma þær í hjörtum okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, Guð geymi þig. Sigurður, Kristjana og Helga Lilja. Elsku afi, við komum til þín í heim- sókn á Hvammstanga í sumar og það var svo gaman að hitta þig aftur eftir langan tíma. En við vissum ekki að þetta mundi verða í síðasta skipti sem við sæjum þig. Við hlökkuðum svo mikið til að fá þig til Reykjavíkur, svo að við gætum hitt þig oftar og verið með þér á jólunum. Við munum sakna þín mjög mikið og við vitum að nú líð- ur þér vel. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Þín barnabörn Kolbrún, Vignir og Kári Már. Þegar vinir frá barnæsku kveðja fer ekki hjá því að minningar liðinna daga sæki á hugann. Meðal þeirra eru minningar frá löngu liðnum árum í Grænumýrartungu, þegar við systk- inin vorum að alast upp. Þegar lóan kom á vorin frá suðrænun löndum þá var farið að hlakka til að sumargest- irnir að sunnan kæmu til okkar. Margt af þessu fólki er nú horfið sjón- um okkar og nú hefur Jói frændi okk- ar á Strætó, eins og við kölluðum hann, kvatt okkur. Jói var um áratugaskeið vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Jói fæddist í Gilhaga í Hrútafirði, fimmta barn afa míns Guðmundar og ömmu Ragnheiðar. Börn afa míns voru tíu, nú eru eftirlifandi faðir minn, næstelstur þeirra systkina, og þrír yngstu bræðurnir. Jói ólst upp frá eins árs aldri á Fögrubrekku í Hrútafirði hjá Guðrúnu Finnboga- dóttur og Halldóri Ólafssyni og bar hann alla tíð mikla væntumþykju til þeirra hjóna og Gógóar, uppeldissyst- ur sinnar. Á þessum tímum var það mikið lán að koma börnum fyrir hjá góðu fólki þegar börnin voru mörg og veikindi og þröngt í búi heimafyrir. Já, það létti yfir fólkinu á afdala- bænum heima hjá mér þegar þeir komu í sumarfríinu sínu, bræður hans pabba með sínar fjölskyldur. Ég man vel eftir Jóa og Siggu fyrst þegar þau komu og þau voru þá nýtrúlofuð og birtist okkur systrun- um þá nýr og heillandi heimur hinna fullorðnu. Nokkrum sumrum seinna eru komnir tveir litlir strákar, sem leika sér við okkur heimabörnin á hlaðinu. Með tímanum bætast svo við tvær stúlkur, en alls eignuðust þau sex börn. Í sveitinni biðu ótal verk og þau tóku þátt í öllu því sem að höndum bar, þeim féll aldrei verk úr hendi, þó var fólkið í sumarfríi og eins var það um aðra sem dvöldu hjá okkur. Jói tók alltaf jeppann hans pabba í gegn, eitt sumarið var hann málaður og það næsta var eitthvað tekið til skoðunar í vélinni og svo framvegis. Afi minn Guðmundur hafði gaman af því eins og aðrir þegar þeir komu bræðurnir með fólkið sitt og oft var glatt á hjalla á kvöldin í eldhúsinu þegar allir voru saman komnir í kvöldkaffið. Litlir krakkar létu þá fara lítið fyrir sér til að missa ekki af neinu. Jói var einstaklega kátur og glettinn og maður var oft ekki alveg viss hvort hann var að tala í alvöru eða gríni, en hann var viss með það að koma fólki til að hlæja og sá alltaf spaugilegu hliðarnar á hlutunum. Sigga varð mikil vinkona okkar systr- anna og í fábreytni vetrarins var gaman að fá sendar myndir frá liðnu sumri, sem nú vekja hlýjar minning- ar. Síðustu árin átti Jói heimili hjá dóttur sinni Guðrúnu, kaupfélags- stjóra á Borðeyri, og naut þar hlýju og umönnunar, en hann átti við heilsuleysi að stríða sín síðustu ár. Við systkinin komum til þeirra fyr- ir tveimur árum og áttum með þeim ógleymanlegan dag á æskustöðvum okkar allra í Hrútafirðinum. Fyrir það ber nú að þakka. Að leiðarlokum þökkum við fjöl- skyldan frá Grænumýrartungu Jóa samfylgd og vináttu á ævinnar leið og biðjum öllu hans fólki Guðs blessunar. Ingunn Ragnarsdóttir. Mínar fyrstu minningar af Jóa ná aftur til þess tíma er ég var barn. Báðir ólumst við upp við Hrútafjörð, ég í þorpinu Borðeyri, en Jói á sveita- heimilinu Fögrubrekku, sem var þar skammt frá. Hann hafði á unga aldri verið tekinn í fóstur af hjónunum þar. Þar sem Jói var sjö árum eldri en ég kynntist ég honum ekki náið á þeim tíma. Níu ára gamall fluttist ég síðan til Reykjavíkur, en fór frá tíu ára aldri til sumardvalar í nokkur sumur að Fjarðarhorni við Hrútafjörð, en Fjarðarhorn er næsti bær við Fögru- brekku. Jói byrjaði ungur að vinna við vegavinnu. Mikil vegavinna var í kringum Fjarðarhorn og síðar á Holtavörðuheiði og urðu kynni mín af honum nánari á þeim árum, sem ég var í sumardvöl að Fjarðarhorni. Þótt ég væri ungur að árum fór ekki fram hjá mér að Jói bar af sér sértaklega góðan þokka og hafði góða kímnigáfu. Snemma komu einnig í ljós eðlisþætt- ir eins og hjálpsemi og greiðvikni í garð náungans. Undirritaður stofnaði járnsmíða- verkstæði að Melbæ við Sogaveg árið 1959 og fljótlega urðu verkefnin of umfangsmikil fyrir einn mann til að sinna þeim svo vel væri. Jói sem var nú búsettur í Reykjavík og starfaði sem strætisvagnastjóri bjó ásamt fjölskyldu sinni við Sogaveg og gekk daglega fram hjá Melbæ. Í ljósi góðra kynna minna af Jóa hugleiddi ég um nokkurn tíma hvort ég ætti að gefa mig á tal við hann og bjóða honum starf á verkstæðinu. Að lokum lét ég af því verða og gekk einn góðan veð- urdag í veg fyrir hann. Jói þáði sam- stundis vinnutilboðið og hálfri klukkustund seinna var hann kominn í vinnugalla og gekk hreint til verks. Hann hélt þó jafnframt áfram vinnu sinni hjá Strætó. Jói hafði til að bera þá lagni og kunnáttu sem til þurfti til að leysa þau verkefni sem biðu. Enda var Guðmundur faðir hans hagleiks- smiður og tengsl Jóa við foreldra sína héldust alla tíð þó svo hann hafi verið látinn í fóstur. Þórir, bróðir Jóa, hóf síðan störf hjá fyrirtækinu einu ári síðar. Það hafði þá hlotið nafnið Stáliðjan og var nú starfrækt í Súðarvogi 26. Bræðurnir unnu síðan farsælt starf hjá Stáliðjunni í áratugi og áttu þann- ig sinn þátt í framgangi fyrirtækisins. Synir þeirra fylgdu síðan í fótspor feðra sinna og hófu störf hjá Stáliðj- unni þegar aldur þeirra leyfði, enda hafa þeir erft hæfni þeirra á verklega sviðinu. Þannig hefur fjölskyldan markað sín spor í sögu fyrirtækisins og ber að þakka það framlag. Örlögin höguðu því þannig að ég kynntist Jóa snemma á lífleiðinni og leiðir okkur lágu saman í gegnum störf okkar í áratugi. Kynnin sem hóf- ust svo snemma voru farsæl og að leiðarlokum vil ég þakka Jóa fyrir samfylgdina og trúmennskuna í gegnum árin. Helgi Halldórsson.                                       !    "## $      %      &'  ( %(   ) *  '          !"  # $  # $ % &!' # $         %( #% $   ) % $*                                  !    " #$  !  %&  & &'   ! "#$  %& !    $ ## '( )  ! * +,-  $$     $ ! .  ./                                          !"# $ %#$!&  '$ "# $ ( )   '$ "# $  $ *++ '$  +  $ , $ "# $ -+.$)   '$ "# $ !+! !$ $$ #  '$ /  '$  ( ) &0$$  .$    " & .$ "# $ 1 + 2!$ $&!3'!"   $ 4  .$   &.$.5$                         ! "# $%%" &  '  (                     !""# $) )#$  * + " ,& -+ )% ,   " (" #$  * + .  ' / )$, ,   "( ' * ,   "(# ," ) +   0 * ,   .  ) + 1)) * + $) .  & " ( ,   *$(" "(#!  * ,   2 )$" / ) + # #!  + # # #! 3 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.