Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ tæki barnið með. Það væri enginn vafi á að það myndi fara vel um það hjá mömmu og pabba í Svíney. Ég sagði henni eins og var að ég vildi helst reyna að ala barnið upp sjálf á Íslandi. Herborg spurði þá hvort ég vildi ekki einfaldlega fara með heim til Færeyja. Ég sagði henni að ég væri búin að gera það upp við mig að mig langaði ekki heim. Ég gæti hreinlega ekki hugsað mér að fara þangað. Það má kannski segja að Herborg hafi á endanum tekið af mér völdin. Hún sagði að hún myndi fara með barnið heim til Færeyja og mér væri velkomið að koma með. Ef ég vildi það ekki gæti hún útvegað mér pláss í sveit hjá góðu fólki. Magnús ætti systur sem byggi í Sólheimatungu í Borgarfirði og hún væri tilbúin að taka mig í vist.“ Jóhanna viðurkennir að dagarnir áður en Sóley fór til Færeyja hafi verið erfiðir og kveðjustundin hafi verið sérstaklega erfið, en hún var þá orðin fjögurra mánaða gömul. „Ég hef í reynd aldrei sætt mig fylli- lega við að svona skyldi fara. Þó að Sóley fengi gott atlæti í Svíney hefði ég viljað ala hana upp sjálf.“ Jóhanna hitti Sóleyju ekki aftur fyrr en 1956 þegar hún fór í fyrsta skipti í heimsókn til Færeyja. Þá var Sóley orðin 19 ára gömul. Stofnaði heimili í Borgarnesi Leið Jóhönnu lá nú upp í Sól- heimatungu þar sem hún hitti Egil Pálsson, en hann var þar vinnumað- ur. Hann hafði komið fjögurra ára með móður sinni og tveimur systk- inum í Borgarnes. Þau bjuggu þar við knöpp kjör en hann fór að vinna strax og hann hafði aldur til. Jó- hanna og Egill stofnuðu heimili í Borgarnesi árið 1939, en það ár fæddist þeim sonur, Ólafur. Þau leigðu herbergi og höfðu aðgang að eldhúsi. Árið eftir fæddist annar sonur, Hilmar, en það ár fluttu þau og tóku á leigu herbergi annars staðar í bænum. Þriðja veturinn í Borgarnesi fluttu þau aftur og enn bættist barn við, Kristinn. „Þegar við hófum búskap skuldaði Egill dálítið fé vegna þess að hann hafði hjálpað móður sinni að stækka hús sem hún hafði eignast við Borg- arbraut en hún átti erfitt með að greiða húsið ein þrátt fyrir að hún ynni hörðum höndum við ullarþvott og fleira. Egill borgaði þessa skuld á tiltölulega skömmum tíma en eðli- lega gátum við sjálf ekki fest okkur húsnæði meðan skuldin var ógreidd. Við höfðum stefnt að því að eign- ast eigið húnæði því að mér fannst við vera að henda peningunum út um gluggann með því að borga leigu. Auk þess var að sjálfsögðu mun þægilegra að búa út af fyrir sig en inni á öðrum.“ Jóhanna sagði að þegar sam- vinnufélaginu Grímur í Borgarnesi, sem gerði út Eldborgina, var breytt í hlutafélag hefði Egill eignast dá- litla peninga vegna þess að hann var félagsmaður í Grími. Þessa peninga notuðu þau til að kaupa sér lítið hús sem stóð við Gunnlaugsgötu, skammt frá þeim stað þar sem Borgarneskirkja stendur í dag. Hús- ið var kallað Þorbergsbær, en það var kennt við Þorberg Þorbergsson sem þar bjó ásamt Sigrúnu Magn- úsdóttur. Þorbergur var einn fyrsti daglaunamaðurinn til að setjast að í Borgarnesi. „Sigrún og Þorbergur eignuðust ekki börn en þau létu allar eigur sín- ar renna til kirkjubyggingarsjóðs, en Þorbergur barðist fyrir því að kirkja yrði byggð í Borgarnesi. Fyrstu peningarnir sem komu í þennan sjóð voru því peningarnir sem við Egill borguðum fyrir húsið.“ Launin greidd í vöruúttekt Egill fékk fyrst vinnu hjá Jóni Björnssyni kaupmanni, sem kallað- ur var Jón í Bæ, við almenn verka- mannastörf, uppskipun, slátrun og fleira. Á þessum árum tíðkaðist enn sá siður sem viðgengist hafði um langan aldur að greiða laun með vöruskiptum. Egill fékk því ekki greidda neina peninga, en fékk hins vegar að taka út vörur í versluninni fyrir þau laun sem hann vann sér inn. „Við vorum bæði ósátt við þetta fyrirkomulag. Ég vildi frekar að Eg- ill fengi greidda peninga og ráðstafa þeim sjálf og hann var sama sinnis. Erfiðlega gekk hins vegar að fá þessu breytt þó að Egill kvartaði yf- ir þessu.“ Jóhanna sagðist einu sinni hafa farið sjálf og kvartað yfir því að Eg- ill fengi ekki launin greidd í pen- ingum. Í framhaldi af því hefði Egill farið að vinna hjá Kaupfélagi Borg- firðinga, en það borgaði í peningum. Egill starfaði þar áratugum saman. Árið sem Jóhanna og Egill fluttu í Þorbergsbæ fæddist fjórði drengur- inn, sem skírður var Guðmundur og lýðveldisárið eignuðust þau enn einn drenginn sem gefið var nafnið Páll. Hann fæddist 14. júní, þremur dög- um fyrir lýðveldishátíðina. „Allir sem það gátu fóru á Þing- völl til að vera viðstaddir lýðveld- istökuna, en ég gat að sjálfsögðu ekki farið. Einar Sigurðsson og Hólmfríður Jónsdóttir á Stóra-Fjalli voru meðal þeirra sem fóru á Þing- völl, en Einar var bróðir Magnúsar lögregluþjóns eiginmanns Herborg- ar og Sigríðar húsfreyju í Sólheima- tungu. Á leiðinni heim komu þau við hjá okkur Agli. Líklega hefur Hólm- fríði fundist ég þurfa á hjálp að halda með þennan barnahóp. Elsta barnið var fimm ára, en það yngsta fjögurra daga. Niðurstaðan varð því sú að hún fór með Ólaf, Hilmar og Kristin heim að Stóra-Fjalli. Þar voru þeir í nokkurn tíma á meðan ég var að jafna mig eftir fæðinguna.“ Alltaf nóg til að borða Þegar Jóhanna og Egill fluttu í Borgarnes fékk Egill sér strax nokkrar kindur og fljótlega fékk hann sér líka kú og nokkra hænur. Á þessum árum má segja að önnur hver fjölskylda í Borgarnesi hafi verið með skepnur. Ástæðan var einföld. Fólk þurfti að nýta alla möguleika sem gáfust til að komast af. Kaupið var ekki það hátt í þá daga að það dygði alltaf fyrir mat og öðrum nauðþurftum. En með því að vera með skepnur og rækta kart- öflur gat fólk aukið verulega tekjur heimilisins. „Þó að við Egill værum með stórt heimili þurftum við að kaupa sáralít- inn mat. Það var helst að við keypt- um fisk, en við þurftum ekki að kaupa kjöt, mjólk eða kartöflur. Það var alltaf til nægur matur handa öll- um þótt marga munna væri að metta. Mikill tími fór í að heyja handa skepnunum á sumrin því að það var að sjálfsögðu grundvöllur þess að búskapurinn gengi upp að alltaf væri til nóg af heyjum og það pass- aði Egill ávallt vel upp á. Við eignuðumst tún ofan við Borg- arnes sem kallað var Egils-tún eða bara Túnið. Þarna heyjuðum við í mörg sumur og raunar byggði Egill sér fjárhús á þessum stað og var með kindurnar þar í mörg ár. Ég tók alltaf virkan þátt í heyskapnum með Agli. Hann sló og ég sneri heyinu. Það var hins vegar dálítið mál fyrir mig að fara með öll börnin upp á tún til að snúa því að þangað var þó- nokkur spölur. Við áttuðum okkur fljótlega á því að það var best fyrir okkur að dvelja þar samfleytt yfir sumarið meðan við vorum að heyja. Egill byggði því lítið hús upp á túni, nokkurs konar sumarhús. Raunar var þetta hús af sumum kallað fyrsti sumarbústaðurinn í Borgarnesi. Í húsinu var eitt herbergi og eldhús. Við komum kolaeldavél fyrir í eld- húsinu. Þarna vorum við öll meira og minna allt sumarið. Egill þurfti að sjálfsögðu að stunda sína vinnu hjá Kaupfélaginu þó að nóg væri að gera í heyskap en hann fór á milli á hjóli. Það var oft spaugilegt að fylgj- ast með þegar hann kom hjólandi úr vinnunni. Krakkarnir hlupu fagn- andi á móti pabba sínum. Kýrin og kálfurinn hlupu líka á móti honum og jafnvel hænurnar hlupu af stað til að bjóða hann velkominn. Egill vann öll haust í slátrun, en hann þótti einstaklega duglegur fláningsmaður. Sauðfjárslátrun er líkamlega mjög erfið vinna og Egill kom oft þreyttur heim. Þó að hann ynni alveg fram í myrkur við slátrun þurfti hann eins og áður að mjólka kýrnar. Og að sjálfsögðu þurfti hann að vakna fyrir allar aldir á morgn- ana til að fara að mjólka og sinna kúnum. Ég hafði stundum áhyggjur af Agli því að kappið var oft svo mikið að hann gætti ekki að sér. Það kom líka fyrir að hann ofgerði sér í vinnu. Ástæðan fyrir vinnuhörkunni var m.a. sú að fláningsmennirnir unnu í akkorði sem kallað var, þ.e. kaup þeirra tók að hluta til mið af því hvað þeir afköstuðu miklu, en í þá daga sá fláningsmaðurinn um flán- ingu á hverri kind fyrir sig. Síðar breyttist vinnan mikið við slátrun þegar færibandið var tekið í notkun. En það var fleira en akkorðið sem átti þátt í ákafanum í Agli við flán- inguna. Fláningsmennirnir kepptust að sjálfsögðu við að vera efstir eftir daginn, að nokkru leyti vegna þess að litið var upp til þess sem var efst- ur. Segja má að því hafi fylgt viss virðingarsess. Til að tryggja rétta talningu skáru fláningsmennirnir dindilinn af lömbunum og í lok dags voru dindlarnir taldir. Æðioft var það Egill sem var með flesta dindla í fötunni sinni eftir daginn, en hann fékk harða keppni frá öðrum dug- legum mönnum. Svo var það einhverju sinni sem það gerðist aftur og aftur að annar fláningsmaður reyndist vera með fleiri dindla í fötunni en Egill. Hann kunni þessu illa og kepptist við sem aldrei fyrr, en samt varð hann að láta í minni pokann. Þetta þótti hon- um undarlegt, en hann glotti þegar hann komst að því að keppinautur hans hafði sigrað með því að beita brögðum. Þannig var að hann hafði stundað það að kaupa dindla af öðr- um lakari fláningsmönnum til að tryggja sér sigur í keppninni við Eg- il.“ Það var oft mikið að gera Jóhanna hefur ekki mörg orð um sína eigin vinnu þegar hún er spurð hvort hún hafi ekki oft verið þreytt, en hún og Egill eignuðust alls 15 börn en tvö þeirra dóu ung. Þetta eru Ólafur, Hilmar, Kristinn, Guð- mundur, Páll, Rannveig, Þorbergur, Sigrún, Eygló, Sonja, Sólrún, Hans og Jenný. Öll bera þau millinafnið Lind. „Það var oft mikið að gera, en þetta gekk allt vel. Maður þurfti kannski að vera dálítið skipulagður í húsverkunum til að allt gengi upp. Egill keypti snemma rafmagnstæki; hrærivél, þvottavél og fleiri tæki. Einnig keyptum við prjónavél. Þessi heimilistæki léttu mér vinnuna. Þá gat ég t.d. unnið við prjónavélina á meðan kaka var að bakast í ofninum og þvottavélin var að þvo þvottinn. Þó við værum með stórt heimili og marga munna að metta söfnuðum við Egill aldrei skuldum. Búskap- urinn tryggði að það var ávallt næg- ur matur á borðum og það leið eng- inn skort. Að sjálfsögðu þurftum við að gæta aðhalds í öllu. Ég saumaði t.d. öll föt á börnin, oft upp úr gömlu. Rúmfötin saumaði ég upp úr hveitipokum. Í pokunum var ágætt efni og þegar búið var að þvo þá saumaði ég lök og koddaver upp úr þeim.“ Jóhanna sagði að það hefði orðið mikil breyting þegar rafmagn var lagt í Þorbergsbæ. „Egill var strax áhugasamur um að nýta sér kosti rafmagnsins en til þess þurfti að sjálfsögðu að kaupa rafmagnstæki. Hann var í hópi þeirra Borgnesinga sem fyrstur pantaði rafmagnselda- vél. Hann hafði gaman af því að segja frá því að þeir menn sem fyrstir keyptu sér rafmagnseldavél í Borgarnesi voru sýslumaðurinn, pósthússtjórinn og Egill Pálsson. Rafmagnseldavélin okkar var stór vél af amerískri gerð. Hún leysti kolaeldavélina af hólmi. Nýja elda- vélin vakti að vonum forvitni og margir lögðu leið sína til okkar til að skoða hana. Meðal þeirra var Guð- finna gamla hálfsystir Guðveigar móður Egils. Henni varð að orði þegar hún sá nýju eldavélina: „gat hin ekki dugað?“ Ég gat ekki stillt mig um að hlæja og sagði að kolavélin hefði sjálfsagt getað dugað lengur en þessi nýja rafmagnseldavél væri svo þægileg. Þannig var þetta í þá daga. Aukin þægindi voru ekki endilega efst í huga gamla fólksins.“ Góða skapið er dýrmætt Egill Pálsson lést árið 1992, en þegar hann veiktist var Jóhanna stödd í heimsókn í Færeyjum. Hún hefur heimsótt ættingja og vini í Færeyjum mörgum sinnum á síð- ustu árum. „Það er gaman að koma til Færeyja, en ég er ekkert viss um að ég hefði viljað búa þar alla tíð. Það er svo oft skýjað og mikil þoka í Færeyjum. Ég vil hafa sól í kringum mig. Ég á lítið fallegt gróðurhús heima á Gunnlaugsgötu og þar finnst mér gott að vera.“ Eftir að Jóhanna komst á efri ár hefur hún stundað sundleikfimi und- ir stjórn Írisar Grönfeldt íþrótta- þjálfara. Hún sagði að sú hreyfing sem hún fengi í sundinu hefði hjálp- að sér að halda góðri heilsu. Afkomendur Jóhönnu eru orðnir 75. Hún á 14 börn á lífi, 37 barna- börn og 24 barnabarnabörn. „Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa átt góða og hamingjuríka ævi. Það hefur hjálpað mér mikið að guð gaf mér létta lund. Það er svo miklu auðveldara að takast á við lífið og þau vandamál, sem vissulega geta komið upp, ef maður á gott skap. Það er óskaplega dýrmætt. Mamma var sérlega skapgóð mann- eskja og það var alltaf líf og fjör í kringum hana. Þaðan er lunderni mitt runnið. Börnin mín hafa einnig erft þennan hæfileika því þau eru öll frekar skapgóðar manneskjur og hafa jákvætt viðhorf til lífsins. Ég vona að barnabörnin og barnabarna- börnin fái einnig sinn skerf af góða skapinu. Ef svo er hef ég gefið þeim gott veganesti í lífinu sem ég vona að þau beri gæfu til að rækta,“ sagði Jóhanna Lind að lokum. Morgunblaðið/Egill Jóhanna Lind með Sóleyju dóttur sinni sem ólst upp í Færeyjum. Með þeim á myndinni eru börn Sóleyjar, Gissi og Jórunn. egol@mbl.is Morgunblaðið/Egill Þegar Jóhanna heimsótti Færeyjar sl. vor hitti hún frænda sinn, Jóhannes Lind, sem býr í Æðuvík. Þau höfðu þá ekki sést í áratugi, en Jóhanna var skírn- arvottur þegar Jóhannes var skírður 1936.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.