Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að hann hafi fullan vilja til að leysa vandamál sem tengjast mis- munandi kjörum félagsmanna Al- þýðusambands Íslands (ASÍ) sem starfa hjá ríkinu og félagsmanna ann- arra stéttarfélaga opinberra starfs- manna, eins og fram hafi komið í yfir- lýsingu hans 13. desember síðast- liðinn. Samráðsfundur aðildarfélaga ASÍ, sem hafa kjarasamning við fjár- málaráðherra, hefur skorað á Geir að jafna réttindi félagsmanna sam- bandsins hjá ríkinu við réttindi fé- lagsmanna annarra stéttarfélaga op- inberra starfsmanna eins og hann hafi lofað í umræddri yfirlýsingu. „Því verður ekki trúað að ráðherra í ríkisstjórn Íslands undirriti yfirlýs- ingu gagnvart heildarsamtökum á vinnumarkaði og telji síðan að hann beri ekki frekari ábyrgð á niðurstöðu málsins,“ segir í ályktun samráðs- fundar ASÍ. Einnig að níu mánuðir séu liðnir frá yfirlýsingu ráðherra og þrátt fyrir fjölda funda ASÍ með emb- ættismönnum og ráðherrum sé málið enn óleyst. Geir segir að í umræddri yfirlýs- ingu hafi hann lýst fullum vilja ráðu- neytisins til að halda viðræðunum við ASÍ áfram og freista þess að ná við- unandi niðurstöðu í málinu. „Í svona yfirlýsingu er að sjálfsögðu ekki hægt að fullyrða það að niðurstaða náist, enda var það ekki gert. Það hafa verið í gangi viðræður um þetta mál, en við höfum ekki komist að niðurstöðu. Það þýðir ekki að viðræðunum sé lokið eða málið sé óyfirstíganlegt. Mér finnst leitt að þeir skuli bregðast við með þeim hætti sem gert er í þessari yfirlýsingu,“ segir Geir. ASÍ vill ganga lengra en ríkið er tilbúið að gera Hann segir að ASÍ vilji ganga lengra en fjármálaráðuneytið sé tilbúið að gera. „Við höfum gert þeim grein fyrir því um hvað við teljum að þetta mál snúist. Þeir vilja ganga lengra en við og taka upp atriði sem myndu hafa víðtæk áhrif á vinnu- markaði og eiga heima í kjarasamn- ingsviðræðum, en ekki milli kjara- samninga. Á því hefur strandað.“ Geir nefnir lífeyriskerfi sem dæmi, ljóst sé að ef gerðar yrðu breytingar hjá félögum ASÍ sem eru á launaskrá hjá ríkinu myndi það hafa víðtæk áhrif út á hinn almenna vinnumarkað. „Það er stærra mál en svo að menn vippi því fram úr erminni í einni svip- an,“ segir Geir en bætir við að önnur samningsatriði séu auðveldari við- fangs, t.d. mismunandi veikinda- og slysaréttindi og reglur um sjúkra- sjóð. Geir segir málið ekki vera úr sög- unni, hann sé tilbúinn til áframhald- andi viðræðna, en þá þurfi ASÍ að koma til móts við ríkið. ASÍ gagnrýnir fjármálaráðherra fyrir að jafna ekki réttindi á vinnumarkaði Ráðherra segist ekki hafa fullyrt að niðurstaða næðist LÁTINN er Áskell Jónsson, söngstjóri á Akureyri. Áskell var fæddur 5. apríl 1911 á Mýri í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu. Hann lést á Akureyri 20. sept- ember sl. Foreldrar Áskels voru Jón Karlsson bóndi á Mýri í Bárðardal og Aðalbjörg Jónsdóttir húsfreyja. Áskell stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum í S-Þingeyjarsýslu, 1931– 1932. Tónlistarnám stundaði hann í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1940– 1942. Á árunum 1934–1939 starfaði hann við söngkennslu í Héraðsskólanum á Reykjum við Hrútafjörð og í Héraðskólanum á Laugum, 1939–1940, Samvinnuskólanum í Reykjavík 1940–1942 og Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1943–1975. Hann var stjórnandi Karlakórs Akureyrar 1943–1966, aðstoðar- stjórnandi Kantötukórs Akureyrar 1951 og org- anisti Lögmannshlíðar- sóknar 1945–1987. Þá var hann formaður Kirkju- kórasambands Eyjafjarðar frá 1950. Áskell hlaut íslensku fálkaorðuna árið 1983. Eftirlifandi eiginkona Áskels er Sigurbjörg Hlöðversdóttir húsmóðir. Þau áttu sjö börn. Andlát ÁSKELL JÓNSSON RÚMLEGA sautján milljónir frá tveimur bankastofnunum í Reykja- vík, sem höfðu verið týndar í tvo mán- uði, komu nýlega fram í Danmörku. Peningarnir voru í póstsendingu sem var send af stað 19. júlí sl. með flugi áleiðis til Danmerkur en virtist ekki hafa skilað sér á áfangastað. Danski pósturinn neitaði við eftir- grennslan að hafa tekið við póstpok- anum með peningunum á umræddum degi. Lögreglan í Reykjavík hefur rannsakað hvarf peningasendingar- innar og miðaði rannsóknin m.a. að því hvort póstsendingunum hefði ver- ið stolið eða hvort um vanskráningu hefði getað verið að ræða einhvers staðar í meðförum þeirra. Nýlega kom í ljós að dönskum viðtakendum höfðu á endanum borist peningasend- ingarnar. Ekki er vitað hvers vegna svo langur tími leið frá sendingu og þangað til þær voru opnaðar á áfangastað. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, mun lögreglan ekki rann- saka þetta mál frekar enda hafa við- komandi aðilar farið yfir það og gaumgæft hvað mætti betur fara til að minnka líkur á að þetta gæti gerst aftur. Týndar milljónir komnar í leitirnar ÍRIS Dögg Héðinsdóttir, 15 ára stúlka sem lögreglan í Reykja- vík hafði lýst eftir, fannst heil á húfi í borginni í fyrrinótt. Lögreglan hafði lýst eftir henni undanfarna daga en ekk- ert var vitað með vissu um ferðir hennar frá því síðastliðinn sunnudag. Fannst heil á húfi í Reykjavík HAUSTHÁTÍÐ Breiðholtsskóla var haldin í gær í sjötta sinn en í ár var einnig haldið upp á 20 ára afmæli foreldra- og kennara- félags skólans. Hátíðin hófst klukkan 10.30 með skrúðgöngu þar sem Lúðra- sveit Árbæjar og Breiðholts voru í fararbroddi auka skátanna. Boð- ið var upp á andlitsmálun auk þess sem börn og fullorðnir seldu ýmsan varning á markaðstorgi. Lögreglan var á staðnum og fór yfir umferðarreglurnar með börnunum og gestum og gang- andi gafst kostur á að prófa velti- bíl frá Sjóvá-Almennum. Þá mættu slökkviliðsmenn á svæðið með körfubíl sem fólk fékk að skoða. Morgunblaðið/Jim Smart Hausthátíð við Breið- holtsskóla SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- málaráðherra flutti ávarp á fundi sýslumanna á Egilsstöðum á föstu- dag. Þar ræddi hún m.a. um hug- myndir um tilflutning löggæslu frá ríki til sveitarfélaga sem hún sagði að væri án efa skref aftur á bak fyr- ir alla þróun lögreglunnar. „Ég tel það grundvallaratriði að öll lög- gæsla í ríkinu sé og verði áfram í höndum ríkisins og mér kæmi það á óvart ef þið væruð á öðru máli,“ sagði hún við sýslumenn. Þá gerði hún fíkniefnavandann að umtals- efni en hún sagði sýslumenn hafa staðið sig ákaflega vel í hertri bar- áttu gegn fíkniefnum. Morgunblaðið/Steinunn Ríkið sjái um löggæslu KRÖFUR sem gerðar eru til sam- gangna eru allt aðrar en þær voru fyrir nokkrum árum og því er eðlilegt að Vestmannaeyingar séu óþolinmóð- ir, segir Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra. Fólk vill komast leiðar sinnar fljótt og vel en þeir sem búi á eyju verði á hinn bóginn að miða kröfur sínar við það þær samgöngur sem hægt er að að byggja upp, miðað við það fjár- magn sem er fyrir hendi. Á fjölmennum borgarafundi í Vest- mannaeyjum á föstudagskvöld var þess krafist að ríkisvaldið tryggði a.m.k. tvær ferðir á dag með Herjólfi og geri nú þegar ráðstafanir til að fá nýja ferju til landsins. Þá verði rann- sóknum á mögulegu ferjulægi við suðurströndina hraðað svo niðurstaða fáist sem fyrst. Sturla segir ástæðu til að ítreka að í kjölfar mjög fjölmenns borgarafund- ar um samgöngumál í Vestmannaeyj- um síðasta vetur hafi verið skipaður starfshópur til að gera úttekt á þess- um málum og gera tillögur um úrbæt- ur. Í áfangaskýrslu starfshópsins hafi verið lagt til að fjölga ferðum og þeg- ar hafi verið ákveðið að fjölga ferð- unum í 510 á þessu ári og upp í 570 á næsta ári. Gert er ráð fyrir að greiðslur ríkisins til Samskipa muni hækka úr 70 milljónum í um 100 millj- ónir vegna aukningarinnar. Erfið siglingaleið Næsta verkefni starfshópsins sé að kanna hvaða kröfur ný ferja þurfi að uppfylla. Undirbúningur að kaupum á nýrri ferju verði að vera vandaður enda sé sjóleiðin frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja erfið. „Ég get ekki sagt annað um þetta mál í þessari stöðu. Ég bíð eftir þessum tillögum. Í þessum starfshópi eru mjög trúverð- ugir menn sem ég treysti,“ segir Sturla. Þá bendir hann á að innan- landsflugið hafi verið að styrkjast og að endurbætur hafi verið gerðar á Bakkaflugvelli. Spurður um rann- sóknir á hugsanlegu ferjulægi á suð- urströndinni segir Sturla, að um geysilega flókið mál sé að ræða. Öldu- far og mikill framburður valdi því að hingað til hafi menn ekki talið mögu- legt að byggja höfn allt frá Þorláks- höfn til Hafnar í Hornafirði. Á borg- arafundinum síðasta vetur hafi hann tekið ákvörðun um að láta hraða rannsóknum eftir mætti. „Við vinnum að þessu mjög skipulega og með full- komlega eðlilegum hætti,“ segir Sturla. Kröfur þurfa að miðast við það sem er mögulegt Ýmislegt verið gert til að bæta samgöngur til Vestmannaeyja FLUGLEIÐIR gera ráð fyrir að af- koma farþegaflutninga félagsins í ágúst verði mjög góð vegna betri nýtingar og hagkvæmari samsetn- ingar farþegahópsins. Í ágúst minnkaði fyrirtækið sætaframboð í millilandaflugi um 14% og farþegum fækkaði í sama mæli. Sú fækkun kom fyrst og fremst fram á Norður- Atlantshafsmarkaði, sem gefur minnst af sér í rekstri fyrirtækisins. Þetta er sama þróun og undanfarna mánuði sem leiddi til verulegs af- komubata á fyrri helmingi ársins. Í ágúst voru farþegar á leiðum til og frá Íslandi 65% af heildarfjölda farþega en í ágúst í fyrra var þetta hlutfall 57%. Fyrstu átta mánuði árs- ins voru farþegar á leiðum til og frá landinu 61% en á sama tímabili í fyrra var þetta hlutfall 52%. 24,5% fækkun á Atlantshafsleið Áhrif á afkomu félagsins vegna breytinga á eldsneytisverði, gengi gjaldmiðla og vegna vaxtabreytinga voru óveruleg í ágústmánuði. Farþegum sem áttu erindi til Ís- lands eða frá Íslandi fjölgaði um 5,2% í ágúst, en þeim sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið um Ísland í vél- um Flugleiða fækkaði um 24,5%. Farþegum í millilandaflugi Flug- leiða fækkaði í heild um 7,8% í ágúst í samanburði við sama mánuð á síð- asta ári. Þeir voru 153.443 nú en voru 166.422 í ágúst 2001. Farþegum á al- mennu farrými fækkaði um 7,8% en á viðskiptafarrými fækkaði farþeg- um um 8,3%. Sætanýting hjá Flugleið- um mjög góð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.