Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 51 Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is ● Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr. ● Traustur bifvélavirki óskast sem meðeigandi og framkvæmdastjóri að alhliða bílaþjónustufyrirtæki á Selfossi. Gott húsnæði og vel tækjum búið. ● Rótgróin deild úr heildverslun með búsáhöld. Sala 10,2 m. kr. á ári, framlegð 5 m. kr. ● Gömul og þekkt sérverslun við Laugaveg með nærföt og náttföt. Góð evrópsk umboð. Velta um 2-3 m. kr. á mánuði sem hægt er að marg- falda. Ágætur hagnaður. Auðveld kaup. ● Innflutnings- og þjónustufyrirtæki með vinnuvélar, lyftara o.fl. Ársvelta 20-30 m. kr. ● Rótgróin heildverslun með gjafavörur o.fl. Ársvelta 50 m. kr. ● Ein stærsta og besta myndbandasjoppa borgarinnar. Ársvelta 100 m. kr. Mikill hagnaður, góð fjárfesting. ● Rótgróið veitingahús við Bláa lónið. Góður og vaxandi rekstur í eigin húsnæði á þessum fjölsóttasta ferðamannastað landsins. ● Rótgróin deild úr fyrirtæki, sala mælibúnaðar fyrir framleiðslu- og mat- vælafyrirtæki. Framlegð 5 m. kr. á ári. ● Lítil smurbrauðsstofa með góð tæki og mikla möguleika. ● Lítil en vel þekkt heildverslun með iðnaðarvélar. Hentar vel fyrir 1—2 starfsmenn, sérstaklega smiði. ● Heildverslun með tæki og vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 130 m. kr. Góður hagnaður um margra ára skeið. Hagstætt verð. ● Stór krá í miðbænum. Einn stærsti bjórsölustaður borgarinnar. ● Þekkt innrömmunarfyrirtæki með eigin innflutning. Ársvelta um 20 m. kr. Meðeign eða sameining möguleg. ● Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi. ● Barnavöruverslun og heildverslun. Góð umboð. Ársvelta 25 m. kr. ● Trésmiðja í nágrenni Reykjavíkur. Eigið húsnæði. Ágæt tæki. ● Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40-50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. ● Vel þekkt húsgagnaverslun. Eigin innflutningur. Ársvelta 24 m. kr. Hag- stætt verð. ● Kaffihús við Laugaveg. Velta 1,5 m. kr. á mánuði. Auðveld kaup. ● Stór heildverslun með iðnaðarvélar. Ársvelta 200 m. kr. ● Heildverslun með sælgæti. 60 m. kr. ársvelta. Föst viðskipti. Góður hagnaður. Meðeign eða sameining möguleg. ● Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning. ● Þekkt myndbandasjoppa í Breiðholti með góða veltu. Auðveld kaup. ● Vinnuvélaverkstæði í eigin húsnæði, vel staðsett. Ársvelta 35 m. kr. Föst viðskipti við traust fyrirtæki. Hentugt fyrir tvo samhenta bifvéla- virkja. ● Lítil rótgróin bókaverslun í góðu hverfi. Ársvelta 13 m. kr. ● Verslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið húsnæði. Mjög góður hagnaður. Ársvelta 180 m. kr. og vaxandi með hverju ári. Sérstak- lega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón. ● Rótgróin lítil sérverslun með töskur o.fl. Ársvelta um 10 m. kr. Auðveld kaup. ● Eitt af vinsælustu veitingahúsum bæjarins. Mjög mikið að gera. ● Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda, ársvelta 40 m. kr. ● Lítil verslun og verkstæði með reiðtygi og aðrar hestavörur. ● Stór og mjög vinsæl krá í úthverfi. Einn sá heitasti í borginni. ● Rótgróin hárgreiðslustofa í Múlahverfi. 5 stólar og aðstaða fyrir snyrti- og naglastofu. ● Blómakúnst, Selfossi. Rótgróin blómaverslun með góða veltu og af- komu. ● Lítill söluturn - myndbandaleiga í Háaleitishverfi. Auðveld kaup. ● Lítil en mjög efnileg heildverslun með umhverfisvæn hreinsefni. ● Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður. Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Aðalfundur - Kjördæmisþing Aðalfundur Kjördæmisráðsins verður haldinn dagana 5. og 6. október 2002 á Hótel Héraði, Egilsstöðum Á fundinum verða framboðsmál flokksins vegna alþingiskosninganna nk. vor tekin til umræðu m.a. hvort viðhaft skuli prófkjör við val á framboðslista flokksins. Stjórn kjördæmisráðsins gerir ekki tillögu um prófkjör. Dagskrá aðalfundar: Fundur verður settur kl. 13.30 laugardaginn 5. október. 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skipun kjörbréfanefndar, uppstillingarnefndar og allsherjarnefndar. 3. Skýrsla fráfarandi stjórnar og reikningar kjördæmisráðsins. 4. Ræða: Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. 5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. 6. Lagabreytingar. 7. Ákvörðun árgjalds. 8. Stjórnmálaályktun lögð fram: Umræður. 9. Kosningar: - Kjör formanns. - Kosning 6 stjórnarmanna. - Kosning 7 varamanna. - Kosning kjörnefndar. - Kosning fulltrúa í flokksráð skv. 14. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins. - Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. 10. Ávörp þingmanna. 11. Framboðsmál; Framsaga og umræður. Fundarhlé verður gert um kl. 18.00 en kl. 19.00 koma þingfulltrúar saman, blanda geði og halda til kvöldverðar, sem gert er ráð fyrir að hefjist kl. 20.00. Ýmislegt verður sér til gamans gert undir borðum og eftir borðhald. Fundi verður fram haldið á sunnudag kl. 10.30. 12. Lagabreytingar; afgreiðsla. 13. Stjórnmálaályktun; afgreiðsla. 14. Önnur mál. Þingslit áætluð kl. 12.00. Geir H. Haarde Halldór Blöndal Tómas Ingi Olrich Arnbjörg Sveinsdóttir Sigríður Ingvarsdóttir EI N ST AK T AR KITEKTA HÚS Í VESTURBÆ KÓPAVOG S O PIÐ HÚS sun. 22.9. • KÁRSNESBRAUT 64 • KL. 1 0-18 • upp l. 6 99 11 79 277 fm. mjög vandað einbýli. Mikil lofthæð. Stórkostlegt útsýni.Bækl á staðnum. NÝTT MORGUNBLAÐIÐ hefur í gær og fyrradag, í tveimur greinum skrif- uðum á ritstjórn blaðsins, sagt að Flugleiðir geti sjálfum sér um kennt og það sé bein afleiðing af markaðs- starfi félagsins að flugfreyjur ís- lensks flugfélags séu sýndar í vafa- sömum félagsskap í nýjasta þætti Sopranos í Bandaríkjunum. Það er afar ósanngjarnt að setja samasemmerki á milli landkynning- arstarfs fyrir Ísland undanfarna áratugi og þess að „starfsfólk Ice- landic Air“ sé sýnt í amerískri glæpamynd við grófar, ósiðlegar og ólöglegar athafnir. Í þessum greinum í Morgun- blaðinu, sérstaklega viðhorfsgrein eftir Steingerði Ólafsdóttur í gær, er dregin upp sú mynd af kynning- arstarfi Flugleiða undanfarna ára- tugi að það hafi meira og minna snúist um að laða hingað karla í kynlífsleit. Það er fjarri sanni. Flugleiðir hafa um áratuga skeið borið að langmestu leyti ábyrgð á markaðssetningu Íslands sem ferðamannalands. Þúsundir starfs- manna okkar hafa komið að þeirri vinnu og ómældum fjármunum hef- ur verið varið í gerð auglýsinga og annars kynningarefnis á þeim mörkuðum sem unnið er á. Minnst af þessu kynningarefni ber fyrir sjónir Íslendinga sjálfra. En afleið- ingin af þessu starfi er miklum mun sterkari ímynd landsins en áður var, hin gríðarlega fjölgun ferðamanna til landsins á undanförnum árum og sú staðreynd að ferðaþjónustan er nú annar stærsti gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur Íslendinga. Við gerð allra þeirra þúsunda auglýsinga, plakata, bæklinga og annars kynningarefnis sem fram- leitt hefur verið með ágætum ár- angri í þessum tilgangi af Flugleið- um úti á hinum ólíku mörkuðum hefur sumt heppnast betur en ann- að. Í örfáum tilvikum hafa verið gerðar auglýsingar sem hafa verið gerðar að umræðuefni hér heima og einhverjum fundist orka tvímælis. Flestir kannast við þessi dæmi: Auglýsingu í Svíþjóð um 1980 með ljósmynd af þremur stúlkum í lopa- peysu, auglýsingu í London um 1990 sem ætlað var að fá ferðafólk til að hafa viðdvöl í eina nótt á Ís- landi á leið yfir hafið sem hét One Night Stand og nú síðast auglýs- ingu sem gerð var í samvinnu við Ferðamálaráð þar sem undir mynd af brosandi fólki í bláa lóninu, með hvíta leðju framan í sér, stóð textinn Fancy a Dirty Weekend? Engin þessara auglýsinga hefur nokkru sinni birst í heimalandi Tony Sopr- anos. Þetta eru þrjár auglýsingar af nokkrum þúsundum. Eflaust má finna fleiri dæmi í því gríðarlega flóði auglýsinga og kynningarbæk- linga um íslenska náttúru og ís- lenska menningu þar sem gripið hefur verið til orðaleikja sem ein- hverjum hafa fundist tvíræðir. En að halda því fram að það sé inntakið í markaðsstarfi Flugleiða fyrir Ís- land er fjarstæða. Besti mælikvarð- inn á eðli markaðsstarfsins eru þeir ferðamenn sem koma til landsins. Til hvaða hóps höfða auglýsingarn- ar? Allir landsmenn verða varir við ferðamennina nú orðið. Hvernig fólk er það? Svarið er einfalt: Þetta er upp til hópa fyrirmyndarfólk, vel menntað fólk af báðum kynjum sem kemur til landsins vegna náttúrunn- ar, menningarinnar, sögunnar, og einnig til að skemmta sér. Nákvæmlega eins og við Íslend- ingar gerum þegar við ferðumst. Nákvæmlega ferðamennirnir sem við viljum helst fá. Þegar umfjöllun erlendra fjöl- miðla um land og þjóð eykst jafnt og þétt fer ekki hjá því að sitthvað misjafnt fljóti með. Í Hollywood- myndinni Mighty Ducks sem gerð var fyrir nokkrum árum var ís- hokký-lið unglinga frá Íslandi sýnt sem samsafn af dónum og fautum. Í næstu James Bond-mynd mun víst vondi maðurinn sem ætlar að tor- tíma heimsbyggðinni vera búsettur á Íslandi. Ég held að það hafi ekk- ert með markaðssetningu á íslensk- um körlum og börnum að gera. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða. Um Flugleiðir og Sopranos SAMTÖKIN Landsbyggðin lifi hafa opnað heimasíðu á slóðinni www.landlif.is. Mark- mið samtakanna er að efla al- menna umræðu, fræðslu og stefnumótun um byggðamál. Í frétt frá samtökunum seg- ir að ætlunin sé að stofna svæðafélög í öllum byggðum landsins og skapa tengsl við önnur velferðar- og framfara- félög sem fyrir eru. Hafa þeg- ar verið stofnuð nokkur slík fé- lög. Landsbyggðin lifi með heimasíðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.