Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 31 Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt Úrval-Úts‡n Tyrkland Marmaris er einn vinsælasti sólarlandastaðurinn á Miðjarðarhafsströnd Tyrklands. Gullnar strendur, þægilegt loftslag, góður matur, iðandi mannlíf, gestrisið fólk og ótrúlega hagstætt verðlag. Marmaris * Innifali›: Beint leiguflug, flugvallarskattar, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Sí›ustu sætin á stökkpalli kr. *69.950 á mann m.v. tvo í íbú› Skattar innifaldir. Ver› frá: 30. sept / Uppselt 10. okt í 10 nætur www.urvalutsyn.is Á TÍBRÁRTÓNLEIKUM, und- ir yfirskriftinni „Stríðstónar í Salnum“, héldu fjórir ungir hljóð- færaleikarar tónleika í Salnum sl. þriðjudagskvöld. Á efnisskránni voru tvö verk, sem eiga það eitt sameiginlegt, að vera samin á tím- um síðari heimsstyrjaldarinnar. Um er að ræða tríó op. 67 eftir Dmitri Shostakaovitsj og kvart- ettinn „Fyrir endalok tímans“ eftir Olivier Messiaen. Píanótríóið eftir Shostakovitsj er að því leyti til sérkennilegt, að hvað vinnubrögð snertir hefur höf- undurinn horft til barokktímans í formskipan, því sérkennilegt upp- haf verksins er keðja (kanón), þar sem stefið er kynnt í flaututóna- leik á sellóið. Síðan er stefinu svarað á lágsviði fiðlunnar og pí- anóið kemur inn og stefið þá leikið í áttundum en undir lok inngangs- ins losnar um kanónformið og að- alkaflinn hefst. Hægi kaflinn er í barokktilbrigðaformi, sérlega áhrifamikill, sem og reyndar allir fjórir kaflarnir, og var verkið í heild sérlega vel flutt, þó sérstak- lega leikur píanistans, sem var skarpur og skemmtilega mótaður. Flytjendur voru Una Svein- bjarnardóttir á fiðlu, Nicole Vala Cariglia á selló og Árni Heimir Ingólfsson á píanó. Tríóið eftir Shostakovitsj gerir mjög ákveðnar kröfur til flytjenda og í flutningi seinna verksins, sem er „Kvartett fyrir endalok tímans“ eftir Messia- en, var sú sérkennilega þversögn sláandi, að flytjendurnir, ungir listamenn, fólk bjartrar framtíðar, voru að flytja tóngaldur, þar sem heimsendaspáin vofir yfir sigruð- um hermönnum í grimmum hild- arleik síðari heimsstyrjaldarinnar. Til leiks með fyrrtöldu listafólki kom Freyja Gunnlaugsdóttir á klarinett. Það er að bera í bakka- fullan lækinn að fjalla um þetta meistaraverk Messiaens en flutn- ingur unga listafólksins var glæsi- legur og var í raun spá um að enn gefist dagur til að fagna. Morg- unstemmning og fuglasöngur fyrsta þáttar, sterkar andstæðurn- ar í öðrum þætti, fallegur klarin- ettuleikur Freyju í þriðja þætti, einum sérkennilegasta þætti verksins, fjórði þáttur, sem er glaðlegt tríó, lofsöngurinn „til ei- lífðar Jesú“, syngjandi fallega leik- in sellósóló af Völu, hinn furðulegi einraddaði reiðidans sjötta þáttar, er var áhrifamikill og hrynviss, regnbogaþátturinn og túlkun óreiðunnar í næstsíðasta þætti, sem var einhver best leikni þáttur verksins, og lofsöngurinn, sem tónskáldið í trú sinni á almættið túlkar með leit sinni á hásviði fiðlu og píanós að sannfærandi niður- lagi, var allt á sínum stað, oft í sérlega vel mótuðum leik. Þrátt fyrir að túlkun unga lista- fólksins væri gædd æskubirtu og átökin væru jafnvel leikandi og allt að því fjörug var flutningurinn mjög góður. Það væri ef til vill skemmtilegt að heyra þau leika þetta verk eftir svo sem þrjátíu til fjörutíu ár, þegar lífið hefur dregið sínar dökku línur í hina djúpu duld tilfinninganna og nálgun endalok- anna, sem býr í verkinu, er að verða þeirra veruleiki. Jón Ásgeirsson TÓNLIST Salurinn Kvartett skipaður ungu tónlistarfólki flutti verk kammerverk eftir Shost- akovitsj og Messiaen. Þriðjudaginn 10. september. KAMMERTÓNLEIKAR Nálgun endalokanna HENRIETTA Horn, listdansari og danshöfundur og annar af tveimur listrænum stjórnendum Folkwang Tanzstudio í Essen í Þýskalandi, er stödd hér á landi ásamt tíu öðrum dönsurum úr hópnum. Koma þeirra hingað til lands er í tengslum við hausthátíð sem fram fer í Borg- arleikhúsinu þar sem nútímadans og dansleikhús verða í brennidepli. Sýning hópsins verður í kvöld kl. 20.30 en til hátíðarinnar er einnig boðið dansflokk Merce Cunningham frá Bandaríkjunum. Henrietta stýrir sem fyrr segir Folkwang Tanzstudio ásamt Pinu Bausch. Verk hennar þykja vera þungamiðja þeirrar vinnu sem fram fer hjá flokknum og er hún almennt talin arftaki Pinu Baush við að þróa áfram nútímadansleikhús í Þýska- landi. Henrietta stundaði nám í dansi við Deutsche Sporthochschule í Col- ogne á árunum 1987–1992. Árið 1992 stofnaði hún danshópinn Terza e Uno þar sem hún starfaði sem danshöfundur og dansari. Sama ár hóf hún framhaldsnám í dansi við Folkwang-akademíuna og lauk því námi árið 1996. Í apríl árið 1999 tók hún við sem listrænn stjórnandi hjá Folkwang Tanz- studio og hefur hún stýrt hópnum í samstarfi við Tinu. Dansflokkurinn á rætur sínar að rekja til Folkwang-akademíunnnar í Essen. Í honum eru ellefu dans- arar með ólíkan bakgrunn og hefur flokkurinn víða komið við og haldið sýningar meðal annars í Suður- Ameríku, Indlandi, Egyptalandi og Kóreu auk þess sem haldnar hafa verið sýningar víðsvegar um Evr- ópu. Flokkurinn hefur hlotið verð- skuldaða athygli og viðurkenningu, meðal annars frá þýskum gagnrýn- endum sem segja sýningar flokksins á heimsmælikvarða. Hingað til lands kemur hópurinn fyrir milli- göngu Goethe Zentrum í Reykjavík, þýska sendiráðsins og sam- bandslandsins Nordrhein-West- falen. Ferðalögin taka mikinn tíma Verkin sem flutt verða hér á landi eru Auftaucher (Sá sem birtist) og Solo sem Henrietta Horn dansar ein, m.a. við tónlist Arvos Pärts. Í Solo notast Henrietta við borð og stól sem eru persónugerð í verkinu. Í Auftaucher taka tíu dansarar þátt en Henrietta dansar ekki með. Verkið hefst á kvöldverðarboði þar sem gestir mæta prúðbúnir til leiks. Hægt og rólega hverfur virðuleik- inn fyrir óbeislaðri framkomu gest- anna hvers í annars garð. Í verkinu nota dansararnir hristur sem eiga þátt í magna upp andrúmsloftið. Henrietta segist fá ákaflega mik- ið út úr dansinum en um leið sé mik- ilvægt fyrir hana að semja dansa. Með því móti fái hún ákveðna sýn á dansverkin sem hana skortir þegar hún dansar sjálf. Á undanförnum árum hefur Folkwang Tanzstudio ferðast vítt og breitt um heiminn. Aðspurð hvernig sé að lifa og starfa sem dansari á eilífum ferðalögum segir Henrietta að ferðalögin taki vissu- lega mikinn tíma og við bætist að oft gefist ekki tími til að skoða markverða hluti í þeim löndum þar sem hópurinn er með sýningar. Á móti bendir hún á að þegar hún fái tækifæri til að vinna með listamönn- um í viðkomandi löndum nái hún gjarnan að kynnast betur fólkinu sem þar býr. Henrietta heldur af landi brott ásamt dansflokknum á mánudag. Dagurinn í gær var eini frídagurinn hér á landi og ætlaði hún m.a. að nota tækifærið og bregða sér í Bláa lónið. Hún segist hafa hlakkað mik- ið til ferðarinnar hingað til lands og að sér finnist gaman að fá að dansa á Íslandi sem sé sjaldgæfur mun- aður fyrir dansara. Hún þekkir ekki til íslenskra dansara en segist þekkja nafn Katrínar Hall frá því hún starfaði í Þýskalandi. Hugs- anlega fái hún tækifæri til að hitta einhverja íslenska dansara áður en hún heldur af landi brott á mánu- dag. Henrietta Horn, dansari, danshöfundur og stjórnandi Sjaldgæfur munaður að fá að dansa á Íslandi Henrietta Horn dansar ein í verkinu Solo sem flutt verður á hausthátíð í Borgarleikhúsinu í kvöld, sunnudag. Sýningin hefst klukkan 20.30. Morgunblaðið/Kristinn HIN árlega haustsýning í Galleríi Kambi var opnuð í gær, með sam- sýningu sextán listamanna. Þeir eru fulltrúar fjögurra kynslóða, sumir eru vel þekktir aðrir minna og enn aðrir hálfgerðir huldumenn í ís- lenskri myndlist. Öll verkin eru í eigu staðarhald- ara. Þeir sem sýna eru: Bjarni Ragnar Haraldsson, Bragi Ásgeirsson, Elías Hjörleifsson, Eyjólfur Einarsson, Guðmundur Guðmundsson, Erro, Guðmundur Ingólfsson, Gunnar Guðsteinn Gunnarsson, Magnús Kjartansson, Ólafur Elíasson, Sam- úel Jóhannsson, Sigurður Örlygs- son, Sigurgeir Sigurjónsson, Svavar Guðnason, Sverrir Ólafsson, Tryggvi Ólafsson og Örn Þorsteinsson. Gallerí Kambur er í Rangárþingi ytra, á Þjórsárbökkum. Sýningin er til 13. október 2002. Opið daglega kl. 12–18. Lokað miðvikudaga. Haustsýn- ing á Þjórs- árbökkum Gallerí Kambur. Kauptu eina flík, hún endist á við þrjár www.bergis.is Nýr lífsstíll Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.