Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR talað er um að ein-hver sé afreksmaður dett-ur sjálfsagt fæstum í hugað nefna húsmóður. Þaðhefur sjaldan verið flokk- að sem afrek að vera húsmóðir allt sitt líf. En hvað er hægt að segja um lífsstarf konu sem hefur eignast 16 börn, alið upp 13 og það á tímum þegar leikskólar og ýmis nútíma- þægindi voru vart til? Er slík mann- eskja ekki afreksmaður? Jóhanna Lind Pálsson frá Borg- arnesi mótmælir þegar hún er spurð hvort hún sé ekki afreksmaður. „Mér finnst ég ekki hafa unnið neitt afrek. Það var reyndar oft mikið að gera, en þetta gekk allt vel.“ Jóhanna er fædd 11. september 1916 í Svíney í Færeyjum. Hún var fjórða í röðinni af sex systkinum. „Móðir mín hét Kristina Danielsen. Hún varð ekkja 28 ára gömul þegar eiginmaður hennar, Guttormur Mikaelsen, fórst árið 1913 ásamt fimm öðrum sjómönnum frá Svíney. Hún átti þá tvö lítil börn, Hans Pet- er fjögurra ára og Karólínu tveggja ára, en auk þess var hún ófrísk þeg- ar þetta gerðist og árið eftir fæddist dóttirin Gunnhild. Eins og nærri má geta var þetta hræðilega slys mikið áfall fyrir Sví- neyinga ekki síst vegna þess að tæpu ári áður hafði annar Svíneyj- arbátur farist og með honum fimm ungir menn. Í Svíney bjuggu á þess- um tíma innan við 200 manns. Stórt skarð var höggvið í þeirra raðir. Sjó- slys voru hins vegar tíð á þessum ár- um og sjálfsagt hefur fólkið reynt að láta þetta ekki á sig fá. Þetta hefur án efa verið mikið áfall fyrir mömmu. Hún ræddi þetta hins veg- ar aldrei við okkur systkinin. Þegar Guttormur féll frá höfðu hann og mamma komið sér upp ágætu húsi. Það stóð aðeins fyrir ut- an meginbyggðina í Svíney á stað sem kallaður var Bö. Þar voru átta hús og meðal þeirra sem bjuggu úti á Bö voru Jóhannes og Jóhanna Lind. Elsti sonur þeirra var Páll Lind, fæddur 1890. Það leið ekki á löngu þangað til hann og mamma fóru að búa saman, en þau gengu í hjónaband 1915. Árið eftir fæddist ég. Síðar eignuðust þau tvær dætur til viðbótar, Hansínu, sem var fædd 1918 og Jenný, sem var fædd 1921.“ Fékk silfurpening frá danska kónginum Jóhanna sagði að það hefði verið gott að alast upp í Svíney. Þar hefði verið skemmtilegt fólk. „Jóhannes Lind, afi minn, var afskaplega skemmtilegur maður. Hann var með mikið grátt skegg og ég man eftir því að einhverju sinni þegar afi kom heim eftir að hafa verið í uppskipun að amma tók á móti honum og þvoði honum um andlitið. Síðan þvoði hún fætur hans. Einhver hafði á orði hvort Jóhannes Lind gæti ekki þvegið sér sjálfur. „Hann er svo þreyttur. Hann er búinn að vera í uppskipun,“ svaraði hún. Það var örugglega rétt hjá ömmu, að menn urðu þreyttir eftir að hafa unnið í uppskipun. Það var engin höfn í Svíney og því urðu stóru skip- in að liggja við festar úti fyrir eyj- unni. Allur farmur var fluttur að landi í litlum bátum og þaðan báru menn hann á bakinu í land. Afi var því örugglega þreyttur en ég held nú samt að hann hefði nú kannski getað þvegið sér sjálfur. Amma var hins vegar mikil gæðakona og dekr- aði við hann afa. Mér þótti afar vænt um Jóhönnu, ömmu mína, sem ég er skírð eftir. Ég leitaði mikið til hennar. Amma sýndi mér stundum í kistuna sína þar sem hún geymdi ýmislegt dót. Þar var m.a. dót sem hún geymdi til minningar um Hanus, en hann var sonur hennar sem lést í blóma lífs- ins. Einu sinni sýndi amma mér silf- urpening sem afi hafði fengið frá danska kónginum og um leið sagði hún mér söguna af því hvernig hann eignaðist peninginn. Þannig var að einhverju sinni kom Friðrik VIII, sem þá var konungur Danmerkur, í heimsókn til Færeyja. Þegar Jó- hannes Lind frétti af því að von væri á konungi fylltist hann ákafri löngun til að hitta hann og færa honum kveðju frá Svíneyingum. Hann klæddi sig því upp í sín fínustu föt, sem voru að sjálfsögðu færeyski þjóðbúningurinn, og fór til Þórs- hafnar þar sem von var á konung- inum. Ferðalagið frá Svíney tók tvo daga. Einhvern veginn náði Jóhannes að heilla Friðrik konung; a.m.k. gaf konungur honum silfurpening. Amma sagði mér að kónginum hefði þótt hann vera í svo fallegum fötum og með svo fallegt skegg að hann hefði aldrei séð jafnfallegan mann í færeyskum þjóðbúningi. Ég veit ekki hvort það var rétt eða hvort henni sjálfri þótti afi einfaldlega vera svo fallegur maður og að það hlyti að hafa verið þess vegna sem kóngurinn gaf honum peninginn. Jóhannes Lind var glaðsinna og þótti dálítið gaman að fá sér í staup- inu. Einu sinni fékk hann sér helst til mörg staup. Hann hafði sofnað, en þegar hann vaknaði vissi hann ekki hvort hann var staddur á himn- um eða einhvers staðar á verri stað. Í ljós kom að hann var staddur úti á rúmsjó í skoskum togara. Togarinn var á leið til veiða við Ísland. Afi átti ekki annan kost en dvelja í skipinu þangað til það kom aftur til Fær- eyja. Væntanlega hefur hann tekið til hendinni eins og aðrir í áhöfninni því þegar honum var skilað á land í Færeyjum mörgum vikum seinna voru honum greidd laun.“ Jóhönnu segir sig hafa grunað að afi sinn hafi verið dálítið fljótfær. Þegar Tummas, sonur hans, kvænt- ist flutti hann til Austureyjar þar sem hann byggði sér hús. Jóhannes fór til að hjálpa honum við húsbygg- inguna og varð svo hrifinn af að- stæðum í eyjunni, ekki síst hvað stutt var í mó, að hann ákvað að flytja húsið sitt og allt sitt hafurtask til Tummasar. Hún sagði að Svíney- ingum hefði fundist þetta hið mesta óráð og hefðu reynt að fá hann ofan af þessu. Honum hefði hins vegar ekki verið þokað. „Ég var 13 ára þegar þetta gerð- ist og ég komst í mikið uppnám þeg- ar amma gekk niður í fjöru til að sigla burt frá Svíney. Tveimur árum seinna kom afi hins vegar aftur til Svíneyjar. Ástæðan fyrir því að hann sneri aftur var sú að honum leiddist í Austurey og saknaði Svíneyjar.“ Sjómennirnir í Svíney höfðu sterk tengsl við Ísland því að áratugum saman sóttu þeir sjóinn við sunnan- og austanvert Ísland. Í Klakksvík var öflug útgerð sem var í eigu Jegvan Kjölbro útgerðarmanns. Hann átti mörg skip sem hann sendi til veiða við Ísland og Grænland þar sem voru gjöful fiskimið. Nær allir karlmenn í Svíney unnu hjá þessari útgerð og voru fjarri heimilum sín- um stærstan hluta ársins. Jóhanna sagði að litlu hefði mátt muna að faðir hennar færist við Grænland. „Sjómennirnir fiskuðu alltaf á litlum opnum bátum sem var róið frá skonnortunni. Pabbi var á bát með tveimur öðrum mönnum. Veður breytist oft snöggt við Græn- land og það fengu þeir að reyna að þessu sinni. Bátnum hvoldi og skips- félagar pabba drukknuðu báðir. Pabbi komst hins vegar á kjöl og var þar talsvert lengi. Það sem bjargaði honum var að hann var í gulum olíu- stakk og það glampaði á hann þegar sólin fór að skína. Félagar hans á skonnortunni komu auga á hann og björguðu honum. Pabbi fór aldrei aftur til veiða við Grænland eftir þetta óhapp.“ Lærði að synda í Svíney Allmörg börn voru í Svíney og þar var að sjálfsögðu rekinn skóli. „Við krakkarnir í Svíney vorum sérstaklega heppin með kennara. Hjalmar Joensen, sem seinna kenndi sig við Hátún, kom ungur maður til Svíneyjar og kenndi þar í um 20 ár. Hann var einstaklega góð- ur kennari. Hann var mikill mús- íkmaður og spilaði bæði á fiðlu og orgel. Hann stofnaði barnakór í Svíney, sem var fyrsti barnakórinn sem starfræktur var í Færeyjum. Hjalmar kenndi okkur líka að synda. Engin sundlaug var í Svíney, en þar er hins vegar mikið af góðu vatni. Það var einhverju sinni þegar karlmennirnir voru komnir heim af sjónum og lítið var að gera hjá þeim að hann fékk þá til að byggja laug í á sem kölluð er Stórá. Steyptur var veggur þvert fyrir og lágir veggir til sitthvorrar hliðar. Vatnið rann í laugina og síðan yfir vegginn á ein- um stað. Þetta var ágætis sundlaug. Vatnið var að vísu nokkuð kalt en við létum það ekki á okkur fá. Danir fylgdust sérstaklega með dönskukennslunni. Sérstakur náms- stjóri kom frá Danmörku til að prófa okkur í dönsku. Hann las upp texta og við áttum að skrifa niður. Ég fann að Hjalmar var dálítið stress- aður þegar námsstjórinn var að prófa okkur. Hann hefur sjálfsagt haft áhyggjur af útkomu nemend- anna, en hann hefði getað sleppt því. Dag einn kom Hjalmar brosandi inn í skólann og tilkynnti okkur að hann hefði fengið bréf og að í því stæði að Svíneyjarskóli væri besti skólinn í Færeyjum. Hann var bæði ánægður og stoltur og við vorum það líka.“ Eftirminnilegt grindhvaladráp Færeyingar eru frægir fyrir grindhvalaveiðar sem stundaðar hafa verið um aldir. Jóhanna sagði að grindin hefði skipti miklu máli fyrir Færeyinga. „Það var mikið fjör og spenningur ef það fréttist af grindhval. Það var aldrei drepin grind við Svíney vegna þess að þar er enginn mjór fjörður, en Svíney- ingar fengu hins vegar sinn hlut í veiðinni. Mér er eftirminnilegt þegar ég var viðstödd grindhvaladráp í Klakksvík. Ég var þá 15 ára. Þegar fréttist af grind stutt frá Klakksvík varð uppi fótur og fit og menn þustu af stað. Æsingurinn og kapp- ið var mikið. Klakksvíkurfjörður er langur og það tók talsverðan tíma að reka grindina inn í fjarðarbotn, en þegar þangað kom hófust menn handa við að drepa hvalina. Þetta var óhemju stór grind og mikill hamagangur og læti eins og jafnan er þegar verið er að drepa grindina. Á sama tíma og grindhvaladrápið stóð yfir var skip að koma frá Spáni til að ná í fisk. Skipverjarnir vissu ekki hvað var að gerast í firðinum. Þeir sáu bara menn með hnífa á lofti sem börðust í fjarðarbotninum og sjórinn var orðinn rauðlitaður. Skip- verjarnir höfðu aldrei séð annað eins og þorðu ekki fyrir sitt litla líf að fara í land. Þeir sendu að lokum lít- inn bát frá skipinu til að kanna hvað væri að gerast. Það er kannski ekki furða þó að þeir væru óttaslegnir því hvergi í heiminum er staðið að hval- veiðum með sama hætti og í Fær- eyjum.“ Jóhannes Patursson dregur upp færeyska fánann Eftir að skólagöngu lauk fór Jó- hanna að vinna í fiski í Klakksvík. Hún sagði að pabbi sinn hefði hins vegar haft mikinn áhuga á að hún héldi áfram að læra og því hefði orð- ið úr að hún færi á saumanámskeið í Þórshöfn. „Meðan ég var í Þórshöfn dvaldi ég hjá Siggu Maríu, systur pabba, sem þar bjó. Hún var ráðs- kona hjá tveimur kaupmönnum, Hans Niklasen og Sigurði Niklasen, en þeir ráku bókaverslun og prent- smiðju í miðbæ Þórshafnar. Hús kaupmannanna var mjög vel búið innandyra og við það var fal- legur garður. Þeir hafa sjálfsagt Góða skapið hefur Amma og afi Jóhönnu Lind hétu Jóhanna og Jóhannes Lind. Jóhannes flutti húsið sitt frá Svíney til Austureyjar, en sneri svo aftur tveimur árum seinna því að hann saknaði Svíneyinga. Myndin er tekin í kringum 1930, en Jóhannes og Jóhanna voru fædd 1860. Jóhanna Lind Pálsson flutti frá Færeyjum til Ís- lands tæplega tvítug að aldri. Hún eignaðist 16 börn, en ól upp 13 börn. Jóhanna rifjar upp við- burðaríka ævi sína í Færeyjum og á Íslandi. Við sögu koma meðal annars Friðrik Danakonungur, Jóhannes Patursson sjálfstæðishetja Færeyinga, Jó- hannes Lind sjómaður í Svíney og Egill Pálsson verkamaður í Borgarnesi. Morgunblaðið/Þorkell Jóhanna Lind er að verða 86 ára gömul en heldur enn góðri heilsu þrátt fyrir að hafa unnið langan vinnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.