Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ björgunaræfing-um erum við að æfaleikrit, sem við von-umst til að þurfaaldrei að frumsýna. Ef við hinsvegar neyðumst til að frumflytja verkið, hlýtur það að vera markmiðið að ná hámarksár- angri, hvort sem við þurfum að berj- ast við eld, bjarga skipi eða skips- félögum, sem kunna að vera ofan í sjó eða innilokaðir einhvers staðar um borð. Eins og í öllum leikritum, þarf sérhver meðlimur áhafnarinnar að kunna upp á hár sitt hlutverk svo hægt sé að freista þess að afstýra áföllum. Æf- ingar um borð í skipum eru hluti skylduverkefna áhafnar. Tilgangurinn með þeim er að gera áhöfnina fær- ari en ella um að bregðast við ef neyðarástand skapast svo bjarga megi skipi og mannskap úr aðsteðj- andi hættu. Í öryggisviku sjómanna er stefnt að því að leggja áherslu á slysavarnir og æfingar um borð í skipum sem því miður eru ekki stundaðar í þeim mæli sem lög og reglur kveða á um,“ segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarna- skóla sjómanna. Margir bera við tímaskorti fyrir að stunda ekki reglubundnar björg- unaræfingar, að sögn Hilmars. „Við vitum að þetta er bara fyrirsláttur. Ef menn hafa tíma til að fara út á sjó til að veiða fisk, hafa þeir líka þeim skyldum að gegna að búa til tíma fyrir æfingarnar. Björgunar- æfing, sem felur í sér að yfirgefa skip, á ekki að taka nema mínútur enda höfum við ekki heilan dag til að komast frá skipinu ef eitthvað kemur fyrir. Við þurfum að bregð- ast við strax enda er það viðbragðs- flýtirinn sem skiptir mestu máli og verið er að þjálfa. Sjómenn verða að fara að átta sig á því að í björgunar- æfingum felast ákveðnar vinnu- skyldur, líkt og það er skylda skip- stjórans að stjórna skipinu, hásetans að standa í vinnslunni, vél- stjórans að ræsa vélina og kokksins að elda mat. Þar sem skipstjórinn hefur með höndum alla verkstjórn um borð, er það að sama skapi hans að boða til æfinga. Honum ber jafn- framt að vera þátttakandi en ekki áhorfandi, eins og dæmi eru um, enda hefur hann ákveðnum skyldum að gegna í öllum neyðaráætlunum, skyldum sem hann þarf að æfa sig í.“ Kröfur um tíðni og umfang æf- inga eru breytilegar eftir starfsemi og tegund skipa, en þær gera ráð fyrir báta- og brunaæfingum a.m.k. vikulega á farþegaskipum, mánaðar- lega á flutningaskipum yfir 500 brúttótonnum, á þriggja mánaða fresti á fiskiskipum 15–24 metrar að lengd og mánaðarlega á skipum yfir 24 metrar að lengd. Æfingar skulu haldnar innan sólarhrings frá því skipið lætur úr höfn, hafi meira en fjórðungur áhafnar ekki tekið þátt í þeim báta- og brunaæfingum sem haldnar voru síðast um borð í skip- inu. Í reglum er skýrt kveðið á um hvað skuli æft um borð í skipum. Halda skal báta- og brunaæfingu, þ.e. „skipið yfirgefið“ og „eldur um borð“. Jafnframt er krafa um æfing- ar í meðferð léttbáta ef skip eru bú- in slíkum bátum. Æfð skal sjósetn- ing þeirra með áhöfn eigi sjaldnar en á þriggja mánaða fresti. Í öllum skipum, 24 m eða lengri, skulu vera neyðaráætlanir og öryggisplön. Neyðaráætlunin skal innihalda skýr fyrirmæli um viðbrögð á neyðar- stundu og skal því æft eftir henni. Mikilvægt er að loknum æfingum að ræða árangur æfingarinnar. Taka skal saman atriði, sem betur mega fara og endurskipuleggja aðgerðir ef þess þarf. Neyðaráætlunin skal síðan leiðrétt og næsta æfing haldin samkvæmt nýju áætluninni. Eitt slys á dag Tilkynnt slys á sjó til Trygginga- stofnunar eru nú nálægt því að vera eitt á dag og er hér bæði um að ræða minniháttar og meiriháttar slys, en rétt er að taka fram að slys á sjó eru alls ekki öll tilkynnt. Ef lit- ið er til banaslysa á hafi úti, er fjöldi þeirra afar breytilegur. Til að mynda hafa tveir sjómenn farist í einu slysi það sem af er þessu ári. Sex menn fórust í fyrra í þremur skipssköðum og á tveimur árum þar á undan fórust samtals þrír menn. „Við þurfum að standa saman svo fækka megi slysum á sjó sem eru alltof mörg þótt segja megi að þeim hafi fækkað um nær helming á und- anförnum tíu árum. Þess má reynd- ar líka geta að sjómönnum hefur einnig farið fækkandi.“ Þegar Hilmar er inntur álits á hugsanlegum orsökum fyrir slysa- tíðni á sjó, svarar hann því til að í sínum huga sé það fyrst og fremst þreyta sem sé að hrjá íslenska sjó- menn. „Þreyta, sem endilega þarf ekki að þýða svefnleysi, orsakar það að menn temja sér aðgæsluleysi og er hún að mínu mati stór liður í þeirri orsakakeðju, sem að lokum leiðir til slyss. Svo má auðvitað ekki gleyma þeirri almennu tiltrú manna um að ekkert geti hent mann. Það er svo merkilegt að menn eru að slasa sig við venjubundin rútínu- störf, sem þeir hafa stundað ár eftir ár í misjöfnum veðrum. Allt í einu verður eitthvað til þess að venjulegt vinnuumhverfi breytist í slysaum- hverfi sem augnabliksathyglisbrest- ur eða aðgæsluleysi veldur. Það er ekki nóg að koma á frívakt og eyða henni í myndbandsgláp þegar lík- aminn kallar á hvíld. Menn eiga auð- vitað hiklaust að hugleiða það hvers konar vaktakerfi er líklegast til að hvíla mannskapinn sem best á milli tarna því ekki er gefið að okkar hefðbundna vaktafyrirkomulag sé best til þess fallið.“ Undirbúningsnefnd öryggisvik- unnar gerir sér vonir um að há- punktur hennar verði klukkan 13.00 þriðjudaginn 1. október, en þá er stefnt að því að fá sem flesta ís- lenska sjómenn til að taka þátt í björgunaræfingum um borð í sínum skipum, fiskiskipum jafnt sem kaup- skipum, hvort sem þau eru bundin við bryggju eða á hafi úti. „Við von- um að sem flestar neyðarbjöllur hringi á þessum tíma og að sjómenn þessa lands taki höndum saman og haldi æfingar um borð í skipunum og velji sér sem viðfangsefni eitt- hvað af því, sem þeim ber lögum samkvæmt að æfa sig í. Í skipum, sem eru yfir 24 metrar að lengd, eiga menn að vera með og æfa reglulega áætlun um viðbrögð ef skipið sekkur, eldur kemur upp eða maður fellur fyrir borð. Við hjá Slysavarnaskóla sjómanna leiðbein- um um æfingar og komum mönnum af stað með hvernig þeir eigi að bera sig að á sex stöðum á landinu með stutt námskeið í hvernig æfingar eru haldnar. Verður þetta föstudag- inn 27. og mánudaginn 30. septem- ber. Öryggisvikan hefst fimmtudag- inn 26. september kl. 11.00 og viljum við að sem flest skip flauti örygg- isvikuna inn með skipslúðrum í eina mínútu. Á sama tíma mun björg- unarbátur verða sjósettur í Sunda- höfn af einu skipa Eimskipafélags- ins. Sérstakur öryggisdagur sjó- manna verður haldinn við Reykja- víkurhöfn laugardaginn 28. sept- ember þar sem til sýnis verða mismunandi skipategundir og þá mun þyrla frá Landhelgisgæslunni koma á staðinn. Ýmsir aðilar munu væntanlega kynna starfsemi sína og þá verður efnt til kappsunds. Við hvetjum sjómenn til að koma og taka þátt í öryggisdeginum og þeir, sem eru utan höfuðborgarsvæðisins, fari niður á bryggjur í sínum byggð- arlögum og sameinist í umræðum og athöfnum um öryggismál sín. Þá er í undirbúningi að ljúka öryggisviku að þessu sinni með ráðstefnu um aukið öryggi sjófarenda fimmtudag- inn 3. október. Að undirbúningi ör- yggisvikunnar standa: samgöngu- ráðuneytið, Siglingastofnun, Slysa- varnaskóli sjómanna, Landhelgis- gæslan, Samband íslenskra kaup- skipaútgerða, Landssamband ís- lenskra útvegsmanna, Landssam- band smábátaeigenda, Farmanna- og fiskimannasambandið, Vélstjóra- félagið, Sjómannasambandið og Reykjavíkurhöfn. Hnattvæðing kallar á samræmingu Eitt af höfuðverkefnum Alþjóða- siglingamálastofnunarinnar er að auka menntun, þjálfun og öryggi sæfarenda og hafa aðildarþjóðir IMO samþykkt tvær alþjóðagerðir, sem lúta að menntun, þjálfun og ör- yggi sæfarenda. Árið 1990 var sam- þykktur alþjóðakóði um öryggis- stjórnun skipa og mengunarvarnir. Reglur þessar lúta að ábyrgð stjórn- enda skipafélaga á því að skipafloti á þeirra vegum uppfylli ströngustu öryggiskröfur og sé búinn fullkomn- ustu mengunarvörnum. Kóðinn kveður einnig á um að innan hvers skipafélags, bæði í landi og á skip- um, sé gæðakerfi sem nær til örygg- isstjórnunar og mengunarvarna. Ár- ið 1995 var svo samþykkt breyting á alþjóðasamþykkt um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður far- manna á kaupskipum. Hún miðar að því að um allan heim séu gerðar sömu kröfur til þeirra, sem starfa í siglingum, um menntun, þekkingu og slysavarnir á sjó. Með þessum al- þjóðasamþykktum hafa verið lög- leiddar reglur um lágmarksöryggi og menntun sjómanna í aðildarlönd- um IMO þar sem aukin hnattvæðing kalli á samræmdar kröfur í mennt- un og öryggi sjómanna. Í tilefni hálfrar aldar afmælis Al- þjóðasiglingamálastofnunarinnar í september í fyrra boðaði samgöngu- ráðherra til hringborðsumræðna þar sem samþykkt var tillaga Hilm- ars Snorrasonar þess efnis að al- þjóðlegi siglingadagurinn yrði hér eftir haldinn hátíðlegur sem al- mennur öryggisdagur íslenskra sjó- manna. Ráðherra hefur í kjölfarið gert að tillögu sinni að lokavika septembermánaðar ár hvert verði tileinkuð öryggi íslenskra sjómanna. Sú vika verði nýtt til að vekja menn til umhugsunar um öryggismál sjó- manna, hvetja áhafnir íslenskra skipa til björgunaræfinga á sjó og umræðna um hvar úrbóta sé þörf í þjálfun og meðferð öryggisbúnaðar skipa. Langtímaáætlun í öryggismálum Jafnframt er nú verið að vinna eftir svokallaðri langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda 2001– 2003, sem samþykkt var samhljóða á Alþingi 19. maí 2001. Meginmark- mið hennar er átak í öryggismálum og var gert ráð fyrir að veita 45 milljónir króna til verkefnisins. Sér- Æfingar auka öryggi Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna og skipstjóri, siglir Sæbjörginni út Eyjafjörð í átt til Ísafjarðar. Æfð er björgun manna úr sjó með ýmiskonar búnaði eins og Markúsarnetinu. Öryggisvika sjómanna verður haldin hér á landi dagana 26. september til 3. október í tengslum við alþjóðlegan siglingadag Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar, IMO, næstkomandi fimmtudag. Í sam- tali við Jóhönnu Ingvarsdóttur sagði Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, að tilgangurinn væri að fá íslenska sjómenn til að hugsa um eigið öryggi. Blásið verður til björgunar- æfinga í sem flestum íslenskum skipum kl. 13 1. október og framvegis verður stefnt að því að helga alþjóðlega siglingadaginn öryggi íslenskra sjómanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.