Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIM fjölgar sem krefjast frek- ari „einkavæðingar“ í íslensku heilbrigðiskerfi. Til skamms tíma var það í spítalarekstri, en nú hafa heilsugæslulæknar bæst við. Virð- ist mér gæta misskilnings hjá þeim sem tala fyrir einkavæðingu eða einkarekstri, og að þeir telji að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu leiði sjálfkrafa til markaðs- eða samkeppnisvæðingar og hagkvæm- ari rekstrar. Er þessi grein rituð til að freista þess að leiðrétta þann misskilning, þótt tilefnið nú séu nýútkomnar skýrslur Ríkisendur- skoðunar og kröfur heilsugæslu- lækna um sömu „starfsréttindi“ og sérfræðilæknar. Nýtt skref til einkavæðingar Árið 1993 börðust íslenskir sér- fræðilæknar hatrammri baráttu gegn svonefndu tilvísanakerfi, kerfi sem hefði skyldað fólk til að leita fyrst til eigin heimilislæknis áður en það færi til sérfræðings. Kerfi sem notað er í flestum ná- lægum löndum. Kerfi sem þýddi að heimilislæknar hefðu betri heildar- yfirsýn yfir sjúkdóma og meðferð sjúklinga sinna, en stýrðu um leið aðgangi þeirra að sérfræðilækn- isþjónustu. Kerfi sem talið var ódýrara fyrir tryggingakerfið en „frjálst“ aðgengi að sérfræðilækn- um. Samtök sérfræðilækna háðu harða baráttu fyrir því sem þeir kölluðu „frelsi“ sjúklinga til að velja sér lækna. Þeir réðu sér lög- fræðinga, hagfræðinga og auglýs- ingasérfræðinga og eyddu milljón- um í harðvítuga hagsmunabaráttu að bandarískum stíl. Stíl sem þá átti sér engin fordæmi hér á landi. Þáverandi heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, sem vildi koma tilvísanakerfinu á gerði þau mistök að koma fram með málið aðeins hálfu ári fyrir kosningar. Stjórnmálamenn bæði í samstarfs- flokknum Sjálfstæðisflokki – en það sem verra var, einnig í hans eigin flokki, Alþýðuflokknum – hímdu hræddir hjá og létu hann einan um baráttuna við hinn harð- snúna hagsmunahóp, íslenska sér- fræðilækna, og baráttan tapaðist. Hófst þar með nýtt skref í stór- felldri einkavæðingu í íslensku heilbrigðis- kerfi, þróun sem ekki byggðist á faglegu mati; fjárhagslegu eða heilsufarslegu, heldur undanlátssemi stjórn- málamanna við öflug- an sérhagsmunahóp. Afleiðingar „frjáls“ aðgengis Afleiðingar hins ný- fengna „frelsis“ hafa smám saman komið í ljós, eins og þeim var spáð í tilvísanadeil- unni. Visnun frum- heilsugæslunnar, mis- rétti í kjörum ólíkra hópa lækna og margföldun sérfræðilæknaþjón- ustu utan sjúkrahúsa, sem hvort tveggja birtist skýrt í nýjum skýrslum Ríkisendurskoðunar. Undir þetta hvort tveggja hefur einnig ýtt sú ákvörðun heilsu- gæslulækna að berjast fyrir því að komast á fastlaunasamninga og undir kjaranefnd. Í ljós hefur kom- ið að sú ráðstöfun hefur leitt til minni afkasta, sem sést best þegar borin eru saman afköst sama læknis, fyrri hluta dags á fast- launasamningi á heilsugæslunni og síðari hluta dags á afkastahvetj- andi kerfi á Læknavaktinni. Rík- isendurskoðun sýnir einnig fram á að brúttótekjur læknastofa ein- stakra sérfræðilækna, sem jafnvel eru samhliða í störfum hjá sjúkra- stofnunum, geta numið tugum milljóna á ári. Eðlilegt er því að nú geri formaður Félags heimilis- lækna kröfu um að heimilislæknar komist í þennan arðvænlega „bissniss“. Þeir krefjast nú „af- náms misréttisins“ svo vitnað sé í samþykkt þeirra frá 19. septem- ber. Afleiðingarnar birtast einnig í rekstri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Annars vegar flytjast æ fleiri aðgerðir út af spítalanum og kennsluhlutverk hans veikist. Hins vegar koma afleiðingarnar fram í því að stór hluti lækna spít- alans vinnur einnig á eigin stofu og er augljóst að við slíkar aðstæður geta margs konar hagsmuna- árekstrar komið upp. Varla er hægt að ímynda sér fyrirtæki í annarri grein en opinberri heilbrigðisþjónustu þar sem slíkt liðist. Mat á árangri Ekki hefur farið fram neitt fjárhags- legt eða heilsufarslegt mat á þessari þróun, þótt áður nefndar skýrslur séu gott fyrsta skref. Er nýt- ing okkar á takmörk- uðu fé hagkvæm? Við förum eins og áður sagði aðrar leiðir en þær þjóðir sem við berum okkur oftast saman við og mikilvægt er að meta hvort okkar leið er skynsamleg út frá hags- munum skattgreiðenda og sjúk- linga. Þeir sem móta hina opinberu stefnu um þróun verkaskiptingar innan heilbrigðiskerfisins, heil- brigðisráðuneytið og Alþingi, verða hins vegar að hafa eitthvað annað til að byggja á, en „val“ sjúklinga, þegar stefna er mótuð. En ljóst er að sjúklingar sneiða í vaxandi mæli hjá frumheilsugæsl- unni, velja sér sína eigin sérfræð- inga og fara á milli þeirra að vild. Kostnaðarþróun Framlög hins opinbera til heil- brigðisþjónustu hafa aukist ár frá ári og eru hér á landi meðal þess hæsta sem gerist innan OECD, þótt deilt sé um hvar við séum ná- kvæmlega. Samkvæmt upplýsing- um sem ég hef aflað, er kostnaðar- aukningin mjög mikil í sérfræðilæknaþjónustu og lyfja- notkun. En það eru einmitt þeir þættir sem hérlendis eru í svo- nefndum „einkarekstri“, sem er vægast sagt villandi nafngift þar sem hið opinbera greiðir nánast allan kostnað. Fjárframlög til Landspítala – háskólasjúkrahúss hafa hins vegar staðið í stað sl. þrjú ár þrátt fyrir aukna aðsókn og aukinn bráðleika, þ.e. erfiðari veikindi sjúklinga. Enda eru bið- listar langir og starfsemin erfið. Visnun frumheilsugæslunnar og langir biðlistar Landspítala – há- skólasjúkrahúss hafa vakið upp raddir sem fullyrða að leysa megi eða a.m.k. draga úr vanda þessara aðila með auknum einkarekstri. Einörðustu talsmenn þessara sjón- armiða eru læknarnir sjálfir, en einnig pólitíkusar úr Sjálfstæðis- flokki og á Morgunblaðinu. Hags- munir læknanna eru augljósir og gagnsæir, en hjá hinum talsmönn- um „einkavæðingarinnar“ birtist skýrt það sem rithöfundurinn Günter Grass kallaði „heimsku sig- urvegaranna“. „Heimsku“, sem fælist í því, að eftir sigur kapítal- ismans yfir sósíalismanum í lok 20. aldar, teldu sigurvegararnir að leysa mætti öll mannanna mál í samkeppnisrekstri á markaði. Þeir ganga út frá því, að með svonefnd- um einkarekstri muni nýtast betur það fjármagn sem sett er í heil- brigðisþjónustu. Gæði og hag- kvæmni muni aukast, svo sem ger- ist í almennum samkeppnisrekstri á vöru- og þjónustumörkuðum. Því miður eru þessar kröfur ein- ungis studdar þeirri almennu reynslu, að þar sem samkeppni og markaðsaðstæður ríkja sé hvati til að leita hagkvæmustu leiða og bjóða sem besta vöru. Ekki er haft fyrir því að vísa í rannsóknir sem sýni að einkarekstur í heilbrigð- isþjónustu nýti betur fjármagn og skili betri árangri en opinber rekstur. Grundvallarspurningin er þó þessi: Er hægt að líkja heil- brigðiskerfinu við markað þar sem samkeppni ríkir um verð og gæði? Er einkarekstur í heilbrigðisþjón- ustu réttnefnd markaðsvæðing? Hvað er markaðsvæðing? Tilgangur markaðsvæðingar er að fá fram hagkvæmni í rekstri á grundvelli frjálsrar samkeppni. Á markaði keppa bjóðendur vöru um viðskiptavini á grundvelli verðs og gæða. Skilyrði er að upplýsingar um verð og gæði séu tiltækar við- skiptavinum og þeir taki upplýstar ákvarðanir á grundvelli þeirra. Æskilegt hlýtur ennfremur að vera að viðskiptavinir þekki sínar eigin þarfir. Bjóðendur leggja sig síðan fram um að auka hagkvæmni til að geta boðið lægra verð en samkeppnisaðilar. Þegar sam- keppnin hefur tilætluð áhrif leiðir hún til lægra verðs, aukinna gæða og bættrar nýtingar framleiðslu- þátta. Markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu? Að hvaða leyti samsvara við- skipti hér á landi með heilbrigðis- eða læknisþjónustu fyrrgreindri lýsingu? Rekstur sjálfseignarstofn- ana og samtaka í þjónustu við fatl- aða og aldraða er utan viðfangs- efnis þessarar greinar. Verðsamkeppni: Læknis- eða önnur heilbrigðisþjónusta keppir ekki um hylli viðskiptavina í verði, þar sem þriðji aðili, ríkið, borgar nær allan kostnað. Heildarverð er ákveðið í samningum samtaka lækna og stjórnvalda eða með föst- um fjárlögum til sjúkrahúsanna. Engin samkeppni er milli lækna um verð, allir fá greitt eftir sömu töxtum. Og hinum eiginlega við- skiptavini, sjúklingnum, stendur á sama um það hvert verðið er. Samkeppni um gæði: Upplýsing- ar um árangur og gæði einstakra lækna eða sjúkrahúsa liggja ekki fyrir. Ekki eru hér á landi gerðar neinar kerfisbundnar tilraunir til að safna saman og birta slíkar upplýsingar almenningi, eins og t.d. stendur til að gera í Dan- mörku. Sjúklingar verða því að reiða sig á almannaróm eða eigin dómgreind. Þarfir sjúklinga: Í skýrslu Rík- isendurskoðunar kemur fram að samningar við sérfræðilækna byggjast ekki á mati á þörfum sjúklinga, svo sem er í Danmörku. Um sé að ræða svonefnda fram- boðsskapaða eftirspurn, sem bygg- ist á fjölda lækna og þeim tíma sem þeir vilja verja til þjónust- unnar. Sjúklingurinn sjálfur er heldur ekki nema að takmörkuðu leyti meðvitaður um eigin þarfir. Hann veit oftast að eitthvað amar að, en hefur takmarkaða hugmynd um hvers honum er vant í sér- greinaþjónustu, lyfjum eða lækn- ismeðferð. Eftir að sjúklingur hef- ur valið sér lækni á grundvelli slíkra ónógra upplýsinga, gerir „seljandinn“, þ.e. læknirinn, sem í stöku tilfella á einnig hlut í lyfja- búðinni, röntgen- og rannsókna- stofunni, einhliða tillögur um með- ferðina, sem sjúklingurinn sam- þykkir í flestum tilfellum og ríkið greiðir fyrir. Séu þessi þrjú atriði skoðuð er erfitt að sjá að hér sé um rétt- nefnda markaðsvæðingu eða sam- keppni að ræða. Þegar krafist er „einkarekstrar“ í íslensku heil- brigðiskerfi er því í raun verið að fara fram á að læknar eða aðrir einkaaðilar geti boðið þjónustu sem ríkið borgar, en einstaklingar geta valið að nota. Á engan hátt er hægt að halda því fram að mark- aðslögmál tryggi þar hagkvæmni eða gæði. Bandaríkin eru það land sem lengst gengur í einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Þau eyða hærra hlutfalli af þjóðarfram- leiðslu til heilbrigðismála en nokk- ur önnur þjóð, t.d. helmingi hærra en Danir, en eru samt í 17. sæti í heiminum hvað varðar heilbrigði þegnanna. Er ekki ástæða til að staldra við áður en við yfirfærum reynslu okkar af almennum við- skiptum yfir á ríkisfjármagnaða heilbrigðisþjónustu? Framtíðin? Ekkert mat liggur fyrir um það, hvort sá hluti íslenska heilbrigð- iskerfisins sem er einkarekinn, „sérfræðilæknaþjónustan“, sé hag- kvæmur eða hver séu gæði þjón- ustunnar og árangur. Ekki liggur fyrir neinn hlutlægur samanburð- ur á henni og frumheilsugæslunni varðandi almenn læknisverk eða á henni og sjúkrahúsunum varðandi aðgerðir. Í skýrslum Ríkisendurskoðunar er kallað eftir stefnumörkun stjórnvalda um verkaskiptingu innan heilbrigðiskerfisins. „Það er meginhlutverk stjórnvalda að koma á þeirri skiptingu fjármuna sem gefur mestan ávinning fyrir almenning,“ segir þar. Eins og Ríkisendurskoðun bendir á verður sú stefnumörkun ekki gerð án þess að fyrir liggi upplýsingar um hag- kvæmni mismunandi kosta, bæði heilsufarslega og fjárhagslega. Rannsóknir á reynslu okkar liggja ekki fyrir og meðan svo er verðum við að líta til annarra landa um slíkt. Fráleitt er hins vegar að stjórnmálamenn láti einhliða hags- munagæslu lækna fyrir eigin kjör- um ráða ferðinni, eins og því miður hefur of oft gerst. Stjórnmálamenn verða að hafa hugrekki til að láta almannahagsmuni ganga fyrir sér- hagsmunum einstakra starfsstétta. GOÐSÖGNIN UM „EINKAVÆÐ- INGU“ Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Margrét S. Björnsdóttir Fráleitt er að stjórnmálamenn láti hagsmunagæslu lækna ráða ferðinni við stefnu- mörkun, segir Margrét S. Björnsdóttir, og einkarekstur tryggir hvorki aukna hag- kvæmni né gæði. Höfundur var aðstoðarmaður Sig- hvats Björgvinssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þegar Sighvatur var einnig heilbrigðisráðherra og stóð í tilvísanadeilunni árið 1993. Margrét situr einnig í stjórnarnefnd Landspítala – háskólasjúkrahúss. OPIÐ mánud.-fimmtud. frá kl. 9-18, föstud. frá kl. 9-16. Sími 588 9490 Í dag, sunnudag, verður opið hús á Hagamel 26, Reykjavík. Um er að ræða sérhæð, 115 fm, 4ra herbergja íbúð á efstu hæð með tvennum svölum í suður og norð- ur, þrem svefnherbergjum. Gísli og Anna taka vel á móti ykkur í dag á milli kl. 13.00 og 15.00. Opið hús - Opið hús Hagamel 26 - Reykjavík Félag FasteignasalaSími 588 9490 Nýkomið í einkasölu glæsilegt 232 fm hús á 2. hæðum m. innb. bílskúr. Húsið er mjög vel frág. með vönduð- um innréttingum og gólfefnum. Sólpallur. Gott útsýni. Mjög vel stað- sett hús. Áhv. hagst. lán. V. 25,9 millj. eða tilboð. Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Haukalind glæsilegt endaraðhús Vel staðsett 137,1 fm ein- býli á 3.000 fm lóð ásamt hesthúsi. Miklir möguleik- ar fyrir hendi. Fjögur góð herbergi, stofa, eldhús og bað. Laust fljótlega. Verð 21,9 m. Hildur tekur á móti ykkur. DIMMUHVARF 11 - ELLIÐAVATN OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 533 4300 564 6655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.