Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 35 Á ÍSLANDI hafa menn aldrei litið á það sem svik þótt stjórn- málamenn á einum vettvangi söðli um og reyni fyrir sér á öðrum. Ef skoðaður væri bak- grunnur alþingismanna undanfarna áratugi sæ- ist líklega að stærsti hópurinn kæmi beint úr sveitarstjórnum. Að stjórnmálamenn noti vald sitt til að koma sér í feitar stöður hjá því opinbera hefur vissu- lega farið í taugarnar á fólki, en að alþingis- menn helli sér út í sveitarstjórnar- mál, eða öfugt, hefur ætíð þótt sjálf- sagt. Enda eru frambjóðendur yfirleitt ekki spurðir hvort þeir ætli að ljúka kjörtímabilinu í þeirri stöðu sem þeir sækjast eftir kosningu til, enda þannig spurningar næsta mark- lausar: það mun enginn frambjóð- andi svara því í kosningabaráttu að hann sé hálfvolgur eða tvístígandi. Um þetta mætti nefna ótal dæmi, en nærtæk hliðstæða við umræður lið- inna vikna blasir við: Hverju halda menn að Björn Bjarnason, þá alþing- ismaður og ráðherra, hefði svarað fyrir kosningarnar ’99 ef hann hefði verið spurður hvort hann hefði hug á að klára kjörtímabilið í landsstjórn- armálum næði hann kosningu? Dett- ur einhverjum í hug að hann hefði sagt: „Nei, ég reikna nú svona frekar með að hætta í miðjum klíðum og hella mér út í borgarmálin.“ Auðvitað ekki! En samt gerði hann það, og enginn brigslaði honum um svik; samherjarnir töldu ákvörðun hans meira að segja bera vott um dirfsku og mannkosti. Yfirburðastaða sjálfstæðismanna í íslenskum stjórnmálum hefur byggst á því að þeir einir hafa verið með stóran flokk; hinir í hæsta lagi helm- ingi minni; vinstrivængurinn sundr- aður í áhrifalítil flokksbrot. Fylgi sjálfstæðismanna hefur samt í gegn- um tíðina verið svona tæp 40% – sem þýðir að rúm 60% landsmanna hafa ekki verið á þeirra bandi. Samt hefur íhaldið meira og minna farið með völdin; myndað ríkisstjórnirnar og leitt þær, en skotið smáflokkunum á víxl undir sig eins og hækju. Þetta blasti við í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem D-listinn var með einræð- isvald nær óslitið í hálfa öld. Í þing- kosningum kom jafnan í ljós að minnihluti borgarbúa studdi flokk- inn, en samt réð hann einn, og reglu- lega komu á vettvang nýjar kynslóðir Heimdellinga til að ráðskast með málefni borgarinnar eins og hún væri þeirra einkafyrirtæki. Það var ekki fyrr en Ingibjörg Sólrún kom á vett- vang sem forystumaður allra hinna að tókst að hnekkja þessum völdum. Það var mikið áfall fyrir hægri- menn þegar það gerðist árið 1994. Og enn verra var áfallið þegar leikurinn endurtók sig fjórum árum síðar. Hefði það ekki gerst hefði íhaldið getað sagt: þarna náðu vinstrimenn loks völdum en klúðruðu því auðvitað strax. En sjálfstæðimönnum varð ekki að ósk sinni. Og þegar nálguðust kosningarnar í vor fór þeim ekki að verða um sel. Þeir mátu stöðuna þannig að ekki aðeins ættu þeir á hættu að tapa þriðju kosningunum í röð, og þar með endanlega þeirri hefð að sitja að mestu einir við stjórnvöl í borginni – þeir sáu einnig að í kjölfar sigurs yrði staða borgarstjórans svo sterk að ef hún fyndi upp á því að hella sér út í landsmálin yrði sú hreyfing sem hún tilheyrði illviðráð- anleg. Minnumst þess aftur að það sem íhaldið óttaðist að Ingibjörg Sólrún myndi gera hefur aldrei verið flokkað undir pretti og tál, – nægir í því sam- bandi að nefna að ýmsir af helstu leiðtogum sjálfstæðismanna, t.d. Bjarni Benediktsson, Geir Hallgrímsson og Davíð Oddsson, fóru nákvæmlega svona borgarstjóraleið inn í forystu landsmálanna; í Akureyrarblaði nú á dögunum mátti lesa að sjálfstæðismenn fyrir norðan vildu fá nýend- urkjörinn bæjarstjóra sinn á þing. En það sem gerðist í tilfelli Ingibjargar Sól- rúnar var að sjálfstæð- ismenn af klókindum sínum ákváðu að reyna að svipta hana þessum möguleika. Og herbragðið var að gera hugsanlega brottför hennar úr borgarstjórn að meginmáli kosninga- baráttunnar. Hvergi mátti hún birt- ast og sjást án þess að vera þráspurð um það hvort til greina kæmi að söðla einhverntíma um. Og það má segja sjálfstæðismönn- um til hróss að þetta hafi heppnast nokkuð vel. Því að ekki aðeins þeir fóru að klifa á þessu málefni, heldur virtust flestir aðrir gína við agninu; blaðamenn og spjallþáttastjórar sem ekki spurðu nokkurn annan fram- bjóðanda hliðstæðrar spurningar reyndust hafa minni áhuga á að spyrja borgarstjórann um stefnu hennar og stjórnarhætti en því að yf- irheyra hana um það hvort hún gæti hugsað sér til hreyfings; það var stöðugt verið að heimta af henni lof- orð og svardaga um eitthvað sem enginn annar frambjóðandi, hvar sem var á landinu, þurfti að svara til um. Í rauninni tel ég að á einhverjum punkti hefði Ingibjörg Sólrún átt að neita að svara. Ekki nema það yrði að reglu að allir kosningaframbjóðend- ur á Íslandi yrðu fyrirfram krafðir um þannig yfirlýsingar, skyldi hún gera það fyrir sinn hatt. En hún er meiri stjórnmálamaður en ég, og svaraði því kurteislega og á þann eina hátt sem frambjóðanda er unnt í miðjum kosningaslag: að nú væri hún í framboði til þessa tiltekna embættis og hefði að öllu óbreyttu hug á að gegna því næsta kjörtímabil. Eftir kosningabaráttuna, sem reyndar gekk ekki betur hjá sjálf- stæðismönnum en svo að þeir fengu sína verstu niðurstöðu í áratugi, hafa þeir síðan hamrað á því að Ingibjörg Sólrún hafi gefið út „margendurtekin loforð og yfirlýsingar“ um að hún myndi hvergi hreyfa sig úr ráðhús- inu. Þeir hafa talað sig upp í svo mik- inn hita að þetta er farið að hljóma eins og borgarstjórinn hafi verið á ei- lífum bænastundum með borgarbú- um; það er talað um eiðstafi og svar- daga. Auðvitað kemur sjálfstæðismönn- um þetta ekki við. Og við hvað eru þeir svona hræddir? Af hverju tala þeir núna hver um annan þveran eins og Ingibjörg Sólrún hafi einmitt lofað þeim að hún myndi bíða á hliðarlín- unni? Því fáum við seint svarað, en samt er þetta kannski athyglisverð- asti flötur málsins; þeir líta á þetta sem afgreitt mál fyrir sína parta, gott ef ekki þeirra einkamál – þegar fór í gang umræða nú á dögunum í kjölfar skoðanakönnunar sem sýndi að Sam- fylkingin færi í 35% fylgi með liðs- styrk borgarstjórans, þá skrifaði Jón Steinar Gunnlaugsson klausu í Moggann og var hreinlega hneyksl- aður á að vinstrimenn skyldu leyfa sér að ræða þessa stöðu í sinn hóp; því að hvað hann snerti var ekki um neitt að ræða, málið var lá ljóst fyrir, – „við gengum frá þessu fyrir löngu í Valhöll“, hefði hann getað bætt við, og þar með hefðu öll kurl verið komin til grafar. Sjálfstæðismenn reyndu að egna snöru fyrir borgarstjórann og Sam- fylkinguna. Og það versta sem hefur gerst á undanförnum vikum er að ýmsir bláeygir vinstrimenn hafa gan- að blindandi í gildruna. Og raunar finnst manni oft heyrast einhver álíka vonleysistónn frá vinstrimönn- um allra flokka gagnvart ægivaldi íhaldsins eins og var svo áberandi í Reykjavík áður en menn drifu sig loks í að bjóða fram Reykjavíkurlist- ann. Og það liggur við nágrannar Valhallar geti heyrt þaðan stórkalla- leg hlátrasköllin. Sjálfstæðimenn munu eflaust, og raunar hvað sem gerist, kalla Ingi- björgu Sólrúnu loddara og svika- hrapp. Verði þeim að góðu; þeim hef- ur ekki gengið svo vel að kljást við hana hingað til. En fyrir alla muni Samfylkingarfólk, ekki láta andstæð- ingana stjórna þessum málum – þeir ráða alveg nógu miklu samt. VINSTRIMENN GERÐIR AÐ FÍFLUM Einar Kárason Sjálfstæðismenn reyndu að egna snöru fyrir borgarstjórann og Samfylkinguna, segir Einar Kárason, og ýms- ir bláeygir vinstrimenn hafa ganað blindandi í gildruna. Höfundur er rithöfundur. Vorum að fá í sölu eða til leigu um 410 fm verslunarhúsnæði á jarðhæð á góðum stað í Mjóddinni. Góðir gluggar á tveimur hliðum en húsnæðið er á tveimur hæðum og er hvor hæð um rúmir 200 fm að stærð. Þetta er húsnæði sem hentar undir ýmsan rekstur. Góð hagstæð langtímalán áhvílandi. Frekari upplýsingar veita Bjarni eða Kristinn á Holti fasteignasölu. www.holtfasteign.is VERSLUNARHÚSNÆÐI Í MJÓDDINNI Hóll óskar krökkunum og pabba og mömmu til hamingju með nýja húsnæðið í Hrísrima. Til hamingju Kristófer 8 ára, og Sigrún Kara 3 ára með að vera flutt í nýju íbúðina í Grafarvoginum! WWW.EIGNAVAL.IS OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 5-7 herb. og sérh. Langholtsvegur Afar falleg 111 fm sérhæð á 1. hæð í þrí- býli ásamt ca 45 fm bílskúr á frábærum stað. Parket, flísar og dúkur á gólfum. Vel útlítandi hvít eldhinnr. Hús og íb. í fráb. standi. Áhv 4,8 m. Verð 15,9 m. (3150) 4 herb. Ferjubakki 8 - Opið hús í dag Vorum að fá í einkasölu virkilega góða 4ra herb. 91 fm íbúð á 3. hæð í nýlega stand- settu fjölbýli. 3 mjög rúmgóð herb. Parket á gólfum. Fallegar innréttingar. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17. Ingunn tekur vel á móti ykkur. Verð 10,9 m. (3139) NÓNHÆÐ 1 Opið hús í dag. Nýkomið á sölu mjög góð 4ra herb. 112 fm íbúð á 1. hæð. Góðar innréttingar og parket, flísar og dúkur. 3 góð svefnherb. Íbúðin er nýmáluð og er laus til afhend- ingar strax. Opið hús í dag á milli kl: 14:00 og 16:00. Margrét tekur vel á móti ykkur. V. 14,5m (3143) 3 herb. Víðimelur 44 - Opið hús í dag. Falleg 85,6 fm n.h. ásamt 23,3 fm bílsk. í þríbýlishúsi. Tvær góðar saml. stofur og eitt rúmgott herb. Flísal. baðh. Gróinn garður. Opið hús á milli kl. 14:00 og 17:00. Eva og Ágúst taka vel á móti ykkur. Áhv. 6,8 m. Verð 12,9 m. (3163) WWW.EIGNAVAL.IS HALLÓ! IÐNAÐARMENN OG AÐRIR ATHAFNAMENN - VERSLUNARHÚSNÆÐI Á BRÆÐRABORGARSTÍG 43 - MEÐ LÓÐ OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-16 Suðurlandsbraut 54, við Faxafen, 108 Reykjavík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Í fallegasta húsi vestan Lækjar, sem Halldór H. Jónsson arkitekt er höfundur að, er til sölu 116 fm mjög gott verslunarhúsnæði á jarðhæð og 67,1 fm í kjallara með suðurgluggum. Auðvelt að breyta húsnæðinu í tvær sam- þykktar íbúðir eða skrifstofur með sérinngöngum. Göngufæri í miðbæinn, Háskóla Íslands, Sundlaug vesturbæjar, KR og fleiri merkilega staði í vesturbæn- um. Verð 14,5 millj. Gamli kaupmaðurinn verður á staðnum. Ingileifur Einarsson löggiltur fasteignasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.