Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.09.2002, Blaðsíða 11
að þýða eða staðfæra umræddan bækling. Þá er vísað til þeirrar samhljóða niðurstöðu nefndar- manna í auglýsinganefnd, sem er samkeppnisráði til ráðgjafar, að ekki sé talin ástæða til að setja frekari reglur um börn og auglýs- ingar en þær sem fram komi í sam- keppnislögum og öðrum lögum um auglýsingar. „Með hliðsjón af fram- angreindum niðurstöðum Sam- keppnisstofnunar þá telur ráðu- neytið að svo stöddu ekki nauðsynlegt að það hlutist til um að nánari reglur, s.s. leiðbeining- arreglur o.s.frv. verði settar um auglýsingar sem beint er að börn- um og unglingum.“ Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, var mjög ósátt við þessa nið- urstöðu, sem fékkst 21 mánuði eftir að hún hóf fyrst bréfaskipti við ráðuneytið. „Viðbrögð iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins ollu mér miklum vonbrigðum og get ég ekki varist þeirri hugsun að verið sé að draga taum auglýsenda í stað þess að hugsa um hagsmuni barnanna,“ segir umboðsmaður og heitir að vinna áfram að málinu til að tryggja börnum lágmarksvernd gegn auglýsingum og markaðssetn- ingu hvers konar. Tollskoðun og geðheilbrigði Eitt málanna sem nefnt er í árs- skýrslu umboðsmanns barna varð- ar réttarstöðu barna við fram- kvæmd tollskoðunar þegar þau koma til landsins án fylgdar for- sjáraðila. Umboðsmaður fundaði með sýslumanninum á Keflavíkur- flugvelli og varð niðurstaðan sú að sýslumaður myndi, í samráði við barnaverndarnefnd, semja reglur um framkvæmd tollskoðana hjá börnum. Þær reglur hafa nú litið dagsins ljós, en þar segir m.a. að gefa skuli fulltrúa barnaverndar- nefndar kost á að vera viðstaddur tollleit á börnum yngri en 18 ára og líkamsleit á börnum skuli ekki gera nema til þess séu ríkar ástæður. Málefni barna með geðræn vandamál eru Þórhildi Líndal sér- staklega hugleikin og fjallar hún töluvert um þau í ársskýrslu sinni. Hún hefur lagt áherslu á að mótuð verði skýr opinber heildarstefna í geðheilbrigðismálum barna og ung- linga og að gerð verði samræmd áætlun ríkis og sveitarfélaga til nokkurra ára um það hvernig stefnumarkmiðum verði náð. Í kjöl- far skýrslu starfshóps, sem heil- brigðisráðherra skipaði, um stefnu- mótun í málefnum geðsjúkra óskaði umboðsmaður barna upplýsinga um framkvæmd á tillögunum sem þar voru lagðar fram og spurði hvort framkvæmdaáætlun hefði verið gerð. Heilbrigðisráðuneytið benti á að ráðherra hefði lagt skýrsluna til grundvallar við ákvarðanatöku í mörgum málum, en sumar tillög- urnar hefðu ekki verið samþykktar eða talist framkvæmanlegar, m.a. vegna kostnaðar. Heilbrigðisráðuneytið sagði hins vegar að m.a. í tilefni fyrirspurnar umboðsmanns barna yrði tekin saman greinargerð um þróun geð- heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga og þau áform sem nú væru uppi varðandi málaflokkinn. „Ætlunin er að greinargerðin verði tilbúin um miðjan febrúar og verð- ur umboðsmanni þá kynnt hún,“ sagði ráðuneytið. Í september 2001 bólaði enn ekki á greinargerðinni. Í október barst umboðsmanni bréf frá ráðuneytinu þar sem segir m.a.: „Verið er að leggja lokahönd á skýrslu þessa og er ætlunin að óska eftir að umboðs- maður barna komi á fund ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála til að fá skýrsluna afhenta og til þess að ræða ýmis hagsmunamál barna er heyra undir verksvið þessa ráðu- neytis.“ Umræddur fundur hefur enn ekki verið haldinn, þrátt fyrir óskir umboðsmanns barna. Heildarstefna í burðarliðnum Eitt af því, sem umboðsmaður fagnar sérstaklega í ársskýrslu sinni, er boðuð heildarstefnumótun í málefnum barna og unglinga. „Allt frá stofnun embættis umboðs- manns barna fyrir sjö árum, hef ég lagt ríka áherslu á og hvatt til þess, að mótuð yrði opinber heildar- stefna í málefnum barna og ung- linga yngri en 18 ára og á grund- velli þeirrar stefnumótunar yrði gerð framkvæmdaáætlun til nokk- urra ára. Það var mér því mikið fagnaðarefni þegar þingmenn úr öllum flokkum, er sæti eiga á Al- þingi, lögðu fram tillögu til þings- ályktunar um þetta málefni,“ segir Þórhildur Líndal. Umrædd tillaga hljóðar svo: „Al- þingi ályktar að fela ríkisstjórninni að útbúa heildstæða og samræmda opinbera stefnu í málefnum barna og unglinga. Markmið stefnumótunar verði að tryggja hag og velferð barna og unglinga á öllum sviðum þjóðlífsins og búa þeim sem best og jöfnust skilyrði til uppvaxtar og þroska. Í því skyni verði skipuð nefnd með aðild forsætisráðuneytis, félags- málaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, dóms- málaráðuneytis, menntamálaráðu- neytis, umhverfisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á grundvelli stefnumótunar framangreindra aðila verði gerð fimm ára framkvæmdaáætlun í samráði við opinberar stofnanir og félagasamtök sem vinna að mál- efnum barna og unglinga, þ.m.t. fé- lagasamtök unglinga. Framkvæmdaáætlunin verði lögð fyrir Alþingi til staðfestingar eigi síðar en á haustþingi 2002.“ ráðuneyta og stofnana Morgunblaðið/RAX MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 2002 11 FRÍTT ÓTRÚLEGT EN SATT! Verslunin Kjötborg, Ásvallagötu 19 Kjöthöllin, Háaleitisbraut 58-60 • Pétursbúð, Ránargötu 15 Kaupfélag Borgfirðinga • Garðs Apótek • Nesapótek Apótekið Ólafsfirði • Apótek Sauðárkróks Kosmeta Síðumúla 17 • 108 Reykjavík Sími: 588 3630 • Fax: 588 3731 Netfang: kosmeta@islandia.is CITTRÉ SHINE, amerísku, ódýru, úrvals hárvörurnar með lauf- létta ávaxtailminum, hafa slegið í gegn á Íslandi. Þær eru búnar að skjóta rótum á stuttum tíma og ekki að ástæðulausu. Drjúgar, ferskar, frábærar! Gefa hárinu skínandi glans, lifandi og heilbrigt útlit. Tilboðið fæst á flestum sölustöðum, takmarkaðar birgðir! Sjampó 400 ml / hárnæring 225 ml saman í pakka og hárnæringin kostar … nákvæmlega EKKI NEITT!!! SÖLUSTAÐIR: Njarðvík G A U K U R – G U T E N B E R G CITRÉ SHINE TILBOÐ! Og hárið glampar og glansar! Dæmi um símaerindi frá börn- um, sem bárust umboðsmanni barna 2001  Ung stúlka hringir og vill ráða hjá hvoru foreldra sinna hún býr eftir skilnað.  Unglingur hringir og vill fá að flytja til forsjárlauss föður síns, en móðir neitar.  Ungur drengur hringir og kvartar yfir trúnaðarbresti milli sín og bankastofnunar, sem hann átti viðskipti við.  Miklir erfiðleikar unglings sem hefur margsinnis farið í með- ferð og er nú úthýst af for- eldrum sínum og segist hvergi eiga höfði sínu að halla.  Hringt og kvartað yfir slæmri meðferð og miklu virðing- arleysi á meðferðarheimili.  Nokkrir ungir drengir hringja og kvarta yfir virðingarleysi fullorðinna gagnvart þeim.  Unglingur hringir og segir frá miklu ofbeldi á heimili sínu.  Hringt er vegna sam- skiptaörðugleika á heimili.  Unglingar sem flutt eða flúið hafa að heiman vegna ýmissa vandamála hringja.  Unglingur hringir og spyr hvar hægt sé að fá námsstyrk í framhaldsskóla, mikil fátækt á heimili hans.  Kvartað er yfir ströngum skil- yrðum til þess að fá að halda skemmtanir í framhaldsskól- um.  Umboðsmaður barna hefur heimasíðuna www.barn.is og er henni ætlað að tryggja milli- liðalaust samband umboðs- manns við börn og unglinga, sem geta kynnt sér starfsemi embættisins og sent tölvupóst um hvaðeina sem þau vilja koma á framfæri.  Á heimasíðunni er Litlu lög- bókina – lögbók barnanna að finna, en í henni er að finna helstu lagaákvæði sem snerta börn og unglinga hér á landi. Lagaákvæðin eru sett fram á aðgengilegan hátt, þannig að yngri lesendur skilji efni þeirra.  Þá hefur umboðsmaður barna þann sið að spyrja Spurningar mánaðarins á heimasíðunni og hafa undirtektir verið ágætar. Sem dæmi um slíka spurningu má nefna „Hvernig er aðbún- aður í skólanum þínum?“ Svör- in voru af ýmsum toga:  Svar frá 12 ára stúlku: „Loftið í skólanum er fínt. Bæta mætti bakið á stólunum. Skólalóðin er fín og snyrtiaðstaða fín. Leik- fimiaðstaða: Vantar trampólín og boxpúða. Maturinn er góður og góður salur og svo fram- vegis. Skólinn er fínn en nem- endur mættu bæta hegðun sína stundum.“  Svar frá 14 ára stúlku: „Mér finnst skólinn minn fremur vel búinn en myndi vilja bæta snyrtiaðstöðuna, t.d. hafa kló- settin betur þrifin. Það mætti líka bæta hollustu matarins sem er seldur í skólanum, því ekki eru allir með sama mat- arsmekk og sumir vilja borða hollari mat en aðrir. Að öðru leyti finnst mér gaman í skól- anum og í framtíðinni stefni ég á nám erlendis.“  Svar frá 11 ára stúlku: „Í skól- anum mínum eru engin sápu- hylki á klósettunum út af því að strákarnir pissuðu í þau. Ef maður vill þvo hendurnar verð- ur maður að labba upp í skóla- stofuna með skítugar hendur. Ég skil ekki af hverju þau setja ekki bara venjulega sápu, það þarf ekkert að vera sápa í íláti.“ Litla lögbókin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.